Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 39
Sumar
í Hrauntúni
Tradirnar í Hrauntúni liggj*
Ármanasfell og Skjaldbreiður i baksyn.
aorður að Ármannsfelli og eru nú grasi grónar.
Nú sést ekkert eftir af bænum í Hrauntúni í Þing-
vallasveit nema tóftir. Árið 1919 bjó Jónas hrepp-
stjóri Halldórsson þar enn, og greinarhöfundurinn
segir frá því þegar hún dvaldist þar sumarlangt með
móður sinni.
EFTIR SIGURVEIGU GUÐMUNDSDÓTTUR
Bærinn í Hrauntúni eins og hann leit út samkræmt minni greinarhöfundar og mjög
ónákvæmri rissmynd. Vatnslitamynd eftir Gísla Sigurðsson.
umarið 1919 var móðir mín, Hólmfríður
Hjaltason, ráðin sem ráðskona að Hrauntúni
í Þingvallasveit. Faðir minn, Guðmundur
Hjaltason, hafði dáið úr spönsku veikinni þá
um veturinn. Móðir mín fór eftir auglýsingu í
blaði og þekkti því ekkert til væntanlegs
verustaðar. Einhver kunnugur bar bænum
gott orð og sagði að ekki sæist i hús þar
fyrir skógi. Það var mikið tilhlakk fyrir
níu ára krakka að eiga að dvelja í slíkri
skógarparadís. Ferðin hófst eldsnemma að
morgni frá Hafnarfirði og gengum við alla
leið til Reykjavíkur. Koffortinu sínu kom
móðir mín á hestvagn Guðmundar Magn-
ússonar pósts og gengum við á eftir vagn-
inum. Ansi var nú brekkan erfið upp
Öskjuhlíðina og fegin var ég þegar við
komumst inn að Tungu, húsi Dýravernd-
unarfélags íslands. Þar hittum við Símon
bónda í Vatnskoti en hann var búinn að fá
sér vörubíl sem flutti bæði fólk og fé. Bíll-
inn var ekki yfirbyggður og sátu ailir á
honum undir beru lofti. Fyrir utan okkur
mömmu voru tvær danskar stúlkur í bíln-
um og drengur á mínum aldri.
Var nú lagt af stað og ekið inn að Elliða-
ám. Þá stansaði bíllinn og vildi ekki fara
lengra. Símon sagði að hlassið væri of
þungt. Lét hann konurnar og strákinn fara
úr og gengu þau aftur í bæinn. Ég fékk að
sitja í heim í Tungu. Þar biðum við í tvo
daga en síðan lagði sama fólkið af stað.
Símon í Vatnskoti var einstaklega kátur
og glaður maður, lék við hvern sinn fingur
hvað sem á gekk. Við fórum framhjá
Geithálsi og þaðan sem leið lá austur
Mosfellsheiði.
HJÁ Þingvallapresti
Símon í Vatnskoti skilaði okkur mömmu
heim á prestssetrið, sagði að þar myndi
hún fá leiðbeiningu um hvert hún ætti að
fara. Þá voru á Þingvöllum þrjú hús fyrir
utan prestssetrið, Konungshúsið sem reist
var handa Friðriki áttunda, veitingahúsið
Valhöll, á allt öðrum stað en nú er, og í
Fögrubrekku sumarbústaður Péturs
Hjaltested kaupmanns. Bærinn prestsins
var nokkuð stór í mínum augum. Mamma
barði að dyrum og gerði boð fyrir prest.
Hann kom fljótt til dyra og bauð til stofu.
Síra Jón Thorsteinsson var lágur vexti og
grannur. Hann var í svörtum jakkafötum
og víður jakkinn, mjög svo prestslegur.
Hann bauð okkur skyr að borða og kaffi á
eftir í fallegum postulínsbollum með
rauðri rós. Séra Jón var einstakt ljúf-
menni, þýður og einlægur í viðmóti.
Mamma hafði verið kvíðin að fara í vist
hjá ókunnugum, komin um fimmtugt með
barn í eftirdragi. Hún hafði átt góða daga
sem húsmóðir á sínu heimili svo að við-
brigðin voru mikil. Síra Jón hlustaði á
hana af hluttekningu, fór því næst að
fræða hana um væntanlegan húsbónda.
Jónas Halldórsson hreppstjóri í Hraun-
túni var fæddur árið 1853. Halldór faðir
Jónasar hafði komið með einum Þingvalla-
presta vestan af Snæfellsnesi. Prestur
LESBOK MORGUNBLAOSINS 22. DESEMBER 1984 39