Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 35
Sigurdssonar: Fótabað. Þar má m.a. sjá rauðklædda konu með gula skuplu raða svartfuglseggjum í stokk til geymslu. í bálkinum um drykkjuskap má sjá konur ganga drykkjufólki um beina, haldandi ýmist á tómum eða fullum könnum. Þar kannast kannski margir við „sexfingruðu kerlinguna", stórskorna, með háan höfuðbúnað, sem heldur undir könnu með hægri hendi, en virðist sexfingruð á þeirri vinstri, þumalfingurinn ætti að vera í hvarfi á myndinni. Mynd þessi hefur oft birst í blöðum og tímaritum. ELDHÚSMYNDIR Margir helstu málarar okkar hafa gert hlóðaeldhúsum og eldhúsum í sveit góð skil. Þar má fremsta í flokki telja Ásgrím Jónsson og þá nafnana Gunnlaugana Blöndal og Scheving. Gunnlaugur Blöndal málaði myndir úr hlóðaeldhúsunum á Gautlöndum í Mývatnssveit, Keflavík í Hegranesi og gamla eldhúsinu á Keldum á Rangárvöllum, en því kynntist hann í kvikmyndaleiðangri 1921, þegar verið var að kvikmynda Sögu Borgarættarinnar. Þeir Gunnlaugur Scheving og Ásgrímur hafa málað nokkrar eldhúsmyndir frá kærum sumardvalarstöðum sínum í sveit, Múlakoti og Húsafelli. Þar hafa kolaelda- vélar tekið við af hlóðunum. Ekki skal þó gleymt einni þekktustu hlóðamynd is- lenskri, Átján barna faðir í álfheimum eft- ir Ásgrím (teikning). Jón Engilberts, Höskuldur Björnsson, Karen Agnete Þórarinsson og Eggert Guð- mundsson hafa öll málað minningakennd- ar myndir af gömlum hlóðaeldhúsum. Sé vikið að eldhúsum í þorpum og bæj- um, kemur fljótt í hugann Eldhúsborð Þorvalds Skúlasonar í Listasafni ASÍ (máluð 1941—42), sem ég vil kalla ókrýnda drottningu í þessum flokki mynda. Blá- málaðar skáphurðirnar, leirkrukkan, kast- arholan og fátækleg gluggatjöldin, sem dragast út um opinn gluggann í hlýjum dragsúgnum úr eldhúsinu, láta fáa Hugað að eldhúsum og heimilisstörfum í íslenzkri myndlist Elsta mynd, sem ég fann um þetta efni, er frá 14. öld í handriti af Nikulássögu, sem fyrr- um var í eigu Helgastaðakirkju í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, en er nú í Kon- ungsbókhlöðu í Stokkhólmi. Þetta handrit ósnortna, sem muna þessa tíð og þekktu. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni ís- lensk myndlist á 19. og 20. öld, II bindi, bls. 41: „... Sennilega hefur það þó alls ekki vakað fyrir listamanninum að segja okkur neitt um eldhúsgögn, jafnvel ekki lýsa fyrir okkur tærri morgunbirtunni, sem fellur niður á borðið og ljómar upp hlut- ina. Hann er miklu fremur að segja okkur frá reynslu sinni í nálægð þessara muna, frá þeirri hamingjukennd, þegar fersk morgunbirtan umleikur þessa fátæklegu hluti, fegurðargleði sinni af því að sjá þá breytast með birtunni, sjá liti þeirra kvikna og hljóma saman ...“ Nokkurskonar systurmynd þessarar eft- ir Þorvald er að finna í Listasafni Árnes- sýslu á Selfossi (Uppstilling, eldhúsborðið, 1940). Þessar myndir Þorvalds og aðrar frá sama tíma eru oft kallaðar kreppumyndir. En annar myndlistarmaður hefur gert eld- húsi kreppuáranna aldeilis prýðileg skil og á ég þar við Fótabað Örlygs Sigurðssonar, sem Lithoprent gaf út í 20 eintökum árið 1947. Myndina má næstum kalla heimilda- mynd af þorpseldhúsi á kreppuárunum: Grautarpotturinn stendur á svörtu kola- eldavélinni og kolsvart rör hennar sveigist upp í skorsteininn til vinstri, diskar í rekk á veggnum, kaffikanna og bolli á eldhús- bekknum. En það var líka hægt að stunda munað í kreppunni. Húsbóndinn á heimil- inu situr á miðju gólfi og tekur fótabað, lætur fara vel um sig og les í blaði, værð- arlegur á svip, meðan mæðuleg eiginkonan hellir heitu vatni úr katli í balann, en af- kvæmið, glánalegur strákur á stuttbuxum, lætur seglskip sitt sigla á balanum. Og geðbótarhúmor Örlygs getur ekki stillt sig um að láta leka úr rennvotum sokkaplögg- unum ofan í grautarpottinn, en plöggin hanga til þerris á snúru yfir heitri eld- stónni. Ég get ekki stillt mig um að nefna hér aðra skemmtilega eldhúsmynd Örlygs, bókarskreytingu, sem sýnir þjóðskáldið Matthías Jochumsson þiggja kaffisopa hjá Maríu í Barði. Til er skissa eftir Barböru M. Árnason af henni sjálfri í eldhúsinu í litla húsinu á Lækjarbakka við Borgartún, þar sem nú stendur Klúbburinn. Skissuna gerði Barbara á stríðsárunum og sendi foreldr- um sínum til Englands. Baðstofustörf í svonefndri Thomsensstofu á Bessa- stöðum hangir merkilegt, saumað vegg- teppi eftir Þórdísi Egilsdóttur frá Kjóa- stöðum í Biskupstungum. (Þórdís bjó þó lengstum á ísafirði.) Mér er þessi mynd sérlega hugstæð, því að í myndakistlinum heima í Sólbakka á Húsavík voru til tvö póstkort af útsaumuðum myndum, önnur af fólki við heyskap á túni og burstabær í baksýn, en hin af fólki við baðstöfustörf. Ég grandskoðaði þessar myndir oft mér til mikillar ánægju, þegar ég var lítil stelpa. Baðstofumyndin var af þessu teppi Þórdis- ar, sem nú hangir á Bessastöðum, en bæði teppin hlutu þá frægð að vera send á heimssýninguna í New York árið 1939. Þórdís fékk Ríkharð Jónsson myndskera til að teikna fyrir sig myndirnar, sem hún saumaði síðan með „kúnstbróderíi". Á baðstofumyndinni les húsbóndinn upphátt fyrir heimilisfólkið, sem vinnur að marg- víslegum tóskap, sitjandi á rúmum sínum undir baðstofusúðunum. Þórdís vann sjálf ullina í útsaumsbandiö, spann það og litaði Eftir Önnu Maríu Þóris- dóttur var gefið út ljósritað fyrir tveim árum. Þar er í grænu upphafsþorni (Þ) mynd af konu, sem laugar barn í rauðum potti, en andlit manns kemur upp í neðra horni myndar- innar til hægri. Málsgreinar þær, sem á eftir fara, eru einmitt greinarlóð lýsing á þessum starfa konunnar og má furðu sæta með hvílíkri alúð og nákvæmni Bergur Sokkason ábóti lýsir þessu kvennaverki: „Þann tíma snemma dags sem herra Nicholaus er í kirkju kominn og biskupar eru búnir til þjónustugerðar, var ein kona þar innanbæjar er laugaði barn sitt með þeim hætti að hún setur eina stóra pönnu á eld, mátulega fulla með vatni. Tendrar hún síðan eldinn upp með þurrum skíðum er hún hafði til borið, og svo sem flótt er orðið í pönnunni, lætur hún barnið þar í koma, temprandi svo móðurlega eldsneytið að barninu var mátulegt. Og sem hún hef- ur skíðin að sér lesið fram til eldsins og situr sem áður var greint, heyrir hún klokkur við kveða í staðnum með hátíð- legri gleði, og því næst kemur maður far- andi inn í herbergið, sá er henni boðar fagnað borgarinnar, að nú vígist voldugur herra Nicholaus Mirrensis erchibiskup...“ í Heynesbók, Jónsbókarhandriti frá 16. öld, eru lýsingar á ýmsum atvinnuháttum. Kvöldraka í íslenzkri baðstofu. Útsaumsmynd Mrdísar Egilsdóttur frá Spóastöðum. Ríkb- arður Jónsson teiknaði. Myndin er nú á Bessastöðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.