Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 37
Nokkrír málarar hafa gert hlóðareldhúsum skil, þar á meðal Gunnlaugur Iilöndal, sem lýst hefur þessum eldhúsum formæðra okkar rel í nokkrum myndum. Eldhúsið á Húsafelli, olíumálrerk eftiri Ásgrfm Jónsson. Hann málaði fleirí myndir af því. skýluklútinn, sem vindur þvottinn fjær lækjarbakkanum, kannast maður betur við. En nú hef ég komist að því að konan með rauðbrúna hárhnútinn í hnakkanum er að öllum líkindum fóstra Gunnlaugs, Guð- laug Jónsdóttir á Seyðisfirði, en þar átti Gunnlaugur heima, þegar myndin var máluð. Marka ég þetta af skissu af fóstru hans að skúra gólf, sem birtist í bók Grete Linck Grönbech, Árin okkar Gunnlaugs. Þar má beinlínis þekkja lækjarþvottakon- una, klæðnað hennar, greiðslu og stellingu. Einnig má sjá jarpa hárið og hárhnútinn á mynd, sem sannanlega er af fóstru Gunn- laugs, sitjandi á rúmstokk og klæðandi sig í skó. Mjaltir skipa háan sess hjá íslenskum myndlistarmönnum. Ef til vill eru þekkt- astar þjóðsagna- og ævintýramyndir Gunnlaugs Scheving, en á einni þeirra mjólkar karlmaður. Hægur vandi ætti að vera fyrir höfuð- staðarbúa að skoða mjaltakonur á fresku Jóns Stefánssonar á endavegg aðalaf- greiðslusalar Landsbankans í Austur- stræti, en þar hefur ein þeirra tyllt sér á dyrakarm og stillt þar upp skjólu sinni. Gömul minning er í mynd Kristínar Jónsdóttur, Við fjósið, þar sem stúlka með þykka, brúna hárfléttu niður á bak býður kúnna við lágar fjósdyr og án efa vakir bernskuminning að baki myndar Muggs, Við stekkinn, þar sem mjaltastúlka bíður ærhóps úr fjarska og glöggt má á mynd- inni þekkja Norðdalinn fagra inn af Trost- ansfirði og Norðfjall í baksýn, en Muggur dvaldist í Otradal í Arnarfirði í bernsku. Árið 1983 lauk Ragnar Kjartansson gifs- mynd af Auðhumlu og mjaltastúlku sitj- andi á skemli hjá, fyrir nýja mjólkurstöð KEA á Akureyri. Hringur Jóhannesson hefur gert Alfa- Laval mjöltum þó nokkur skil. I myndum hans finnur maður andstæður kalds stáls- ins og mjúka kýrholdsins, en einnig sam- ræmið í sveigðum línum mjólkurleiðsl- anna og kýrkviðarins og júgursins. Lista- maðurinn leggur ef til vilí meiri áhersiu á form og áferð en sjálft verkið, mjaltirnar. Uppstillingar, Kyrralíf, Nýlist Og Blönduð Tækni Myndlistarmenn hafa verið ólatir á sporin í eldhúsið, þegar þeir söfnuðu sam- an hlutum í uppstillingar sínar. Mjólkur- kannan er einna vinsælust og hana má sjá í myndum eftir Gunnlaug Scheving, Þor- vald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Júlí- önu Sveinsdóttur og Jóhannes Jóhannes- son, sem líka málaði egg í eggjabikar. Guð- mundur Karl Ásbjörnsson málar þunga glermjólkurflösku af þeirri sortinni, sem við húsmæður roguðumst með heim úr búðum hér áður fyrr, Valtýr Pétursson hefur tekið sérstöku ástfóstri við Thermoskaffikönnur, Ragnheiður Jóns- dóttir Ream gerir blessuðum kaffibollan- um ótæpileg skil og þær Kristín Jónsdóttir og Lúísa Matthíasdóttir hafa ekki gleymt bláu, emaleruðu kaffikönnunni, en á mynd Kristínar af Engjafólki er henni haldið hátt á lofti og keppir litur hennar við heiðblatt fjall í fjarska. Veflistarkonan Anna Þóra Karlsdóttir óf mynd af gamalli Rafhaeldavél og einnig af þvottavél og Hringur Jóhannesson hef- ur gert nokkrar myndir af hringsnúru- þvottahjalli og teiknað heitavatnskrana. Nýlistarmanninum Niels Hafstein varð form sænsks straujárns kveikja að verki, sem hann kallar Sundfugl og straujárn og gamalt viðarstraubretti sem var aðaluppi- staðan í verki Kristjáns Guðmundssonar, Landslag. á sýningu í Gallerí SÚM 1969. Bragi Ásgeirsson notar blandaða tækni i mynd sinni Húsmóður. í myndinni er keðja og lás og segir listamaðurinn að það sé táknrænt fyrir það hvernig húsmæður litu á starfsvettvang sinn nú á síðustu ár- um, en myndin sé ekki túlkun sín á hug- takinu húsmóðir. Kynbundið Viðhorf Kynbundið viðhorf kemur fram í mynd- um af þvotti hengdum til þerris. Á mynd Hrings Jóhannessonar, Þvottur Þóreyjar, blakta litskrúðug handklæði til þerris á nýtískulegum hringþvottahjalli í hress- andi sumarblæ og sólskini og ber við iðja- grænt tún í baksýn. Hrein og tær birtan og glaðir litir þvottarins gleðja augu lista- mannsins sem gott myndefni. Einar G. Baldvinsson málar þybbnar konur, sem hengja þvott á snúrur í traustlegum, gam- aldags tréþvottahjöllum við hús í Hafnar- firði, Stykkishólmi og á Eyrarbakka, svona sem lífgandi uppfyllingu í umhverf- ið, sem er aðalatriðið í myndunum. Allt annað viðhorf birtist í steinleirs- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.