Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 8
Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri: Þau koma oft þreytt í skólann, áhuga- og öryggislaus Upp úr seinni heimsstyrj- öldinni urðu örar breyt- ingar í okkar litla sam- félagi norður á hjara heims. Miklar efnahags- legar breytingar hófu innreið sína, sumar þeirra verkuðu til góðs en aðrar til ills. — En tímans rás varð ekki stöðvuð. Ýmis hin gömlu gildi urðu að víkja fyrir öðrum, sem þóttu fýsilegri. Á áratugum áður varð framþróun hæg og fólkið í landinu var í takt við hana. Nú varð öldin önnur, allt fór á ferð og flug og tími rótleysis og losarabrags hóf innreið sína. Mörgum fannst vegið að heimili og fjöl- skyldu. En einn var þó fastur punktur í tilverunni. Rót fjölskyldunnar, konan, sem flutti næringu, andlega og líkamlega, til barna sinna og annars heimilisfólks, var enn á þeim stað, sem hún hafði verið gegn- um tíðina. Enn var matmáistími fjölskyld- unnar í heiðri hafður, sinnt var heima- námi skólabarna. Þetta voru oft bestu samverustundir fjölskyldunnar. Börnin sem hófu skólanám 7 ára komu flest full tilhlökkunar, sum að vísu dálítið kvíðin, en oftast glöð. Áber- andi var að málþroski barna var yfirleitt góður. Fyrir 15—20 árum byltist íslenska þjóð- félagið. Þá hófst lífsgæðakapphlaupið, sem er einkennandi fyrir okkur enn í dag. Jafn- réttismál komust í brennidepil og konur flykktust út á vinnumarkaðinn. Allt í einu var farið að tala um lyklabörn á íslandi. Um þessar mundir voru 6 ára deildir stofnaðar við barnaskóla borgarinnar og oft á tíðum urðu börnin að koma sér sjálf í skóla þótt vitað sé að tímaskyn ungra barna er mjög óþroskað og yfirleitt kunna þau ekki á klukku. Enn í dag ganga mörg börn á þessum aldri sjálfala. Þau koma oft þreytt í skól- ann, áhuga- og öryggislaus. Okkur, sem störfum í skólunum, finnst við oft sjá að- stæður heimafyrir endurspeglast í börn- unum. Fjöldi heimila hefur þó staðið af sér storma upplausna og rótleysis. Margar fjölskyldur eiga því láni að fagna að búa við sterk og góð fjölskyldutengsl, jafnvel finnast enn þrír ættliðir undir sama þaki. Samvera ættingja og vina dafnár vel. — Hins vegar eru svo heimilin, húsin, sem lifna ekki fyrr en á kvöldin og eru oft aðeins svefnstaður fyrir fólk, sem sést sárasjaldan og sækir sitt í hverja áttina, — þar sem öll mannleg samskipti eru meira og minna rofin. í dag hafa um 80% kvenna hlýtt kalli vinnumarkaðarins. Margar eru barnlaus- ar, aðrar hafa lokið uppeldisstörfum en líklega er stærsti hópurinn með börn á ýmsum aldri. Hinar sem vinna heima eru sömuleiðis með mismunandi aðstöðu. Margar þeirra eru mæður, sem kjósa að vera heima hjá börnum sínum, þrátt fyrir þrýsting þjóðfélagsins og þrátt fyrir að starf þeirra í þágu uppeldis sé lítils metið. Munið eftir setningunni: „Ég er bara hús- móðir?" Aftur á móti eru margar konur hrein- lega neyddar út á vinnumarkaðinn, t.d. einstæðar mæður, en þeim fjölgar ört og eru þær eina fyrirvinna heimilis, aðrar fara út vegna lélegrar afkomu heimilanna. Fjöldi kvenna með starfsmenntun fer vegna hræðslu við að verða ekki sam- keppnisfærar síðarmeir. Enn aðrar telja sig staðna og sumar halda því hiklaust fram að þær séu betri mæður ef þær vinni utan heimilis. Svona mætti lengi telja. Um vinnu kvenna utan heimilis þarf ekkert að vera nema gott eitt að segja, svo framarlega sem börnum er tryggður ör- uggur og góður dvalarstaður. En mergur- inn málsins er hvar börnin eru á meðan foreldrarnir vinna úti. Opinberir aðilar hafa komið til móts við þessa þróun með því að setja á stofn dag- vistarheimili, leikskóla, skóladagheimili, athvörf o.fl. Börn einstæðra foreldra og námsmanna hafa forgang að dagvistum og í skóladagheimilum og komast sárafá önnur börn þangað. Aftur á móti eru leikskólarn- ir opnir öllum hópum. Fjöldi barna er ávallt á biðlista. Svokallaðar dagmæður taka kúfinn af þeim en ekki meira. Afstaða til unglinga hefur ekki síður breyst en til barna. Unglingur, sem hvorki er barn né fullorðinn, á mjög erfitt með að hasla sér völl í nútímaþjóðfélagi. Öll um- fjöllun um hann er heldur neikvæð sbr. vandræðaunglingur. Það telst sjaldnast fréttnæmt það sem vel er gert af hans hendi. Hvorki skóli né foreldrar sinna þessum aldurshópi sem skyldi þó það sé viðurkennt að einmitt á þessu aldursskeiði sé hann í mikilli þörf fyrir góða hand- leiðslu og kærleika. Unglingar eru oft haldnir tómleikatilfinningu og öryggis- leysi og þrá athygli og vináttu. Ósjaldan eru þeim gefnir steinar fyrir brauð og verða fórnardýr efnishyggjunnar og múg- tísku. Ef foreldrar og skóli gætu gefið þeim meiri tíma og athygli væri hugsan- legt að koma mætti í veg fyrir þá sáru lífsreynslu, sem margir þeirra verða oft fyrir. I vaxandi mæli er verið að ýta uppeldis- ábyrgð á herðar skólanna, en þeir eru eng- an veginn tilbúnir að axla þær byrðar. Mannræktin og tilfinningauppeldi barna á að hefjast strax í frumbernsku og þar eiga foreldrarnir að vera í aðalhlutverki. — Seinna koma aðrir aðilar til sögunnar, m.a. skólinn. I samvinnu við foreldra ætti að gera skólanum kleift að sinna hinum ýmsu þáttum uppeldis og heilsuræktar, andlegri og líkamlegri, svo og öðru skóla- starfi. Skólastærð þarf að vera miðuð við nemendafjölda, skóladagur samfelldur og tengsl heimila og skóia, kennara og for- eldra meira en orðin tóm. Tengsl þessi þurfa að einkennast af hlýju og velvilja og gagnkvæmu trausti. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur: Abyrgð foreldra er ekki hægt að velta yfir á aðra Afstaða þjóðfélagsins til barna hefur lengi verið jákvæð og tel ég að svo sé enn. Öðru máli gegnir um afstöðuna til unglinga, sem ég tel að séu alltaf litnir hálfgerðu horn- auga, enda eru þeir í því erfiða millibilsástandi að vera hvorki börn né fullorðnir. Þessi afstaða kemur hvað skýrast fram í umfjöllun fjölmiðla um þennan aldurshóp. Eða hver man ekki æsi- fréttir um hneysklanlega hegðun unglinga við hin og þessi tækifæri. Og hinir eldri hrista höfuðið og velta fyrir sér hvert ungdómurinn stefni eiginlega. Fréttir af unglingum í heilbrigðu félags- og tóm- stundastarfi eru hins vegar fátíðari, enda ekki eins fréttnæmar, þó svo að þær endurspegli mun betur en hinar hvernig unglingarnir eru í dag. Eg tel hins vegar að uppeldi og umönnun barna hafi breyst gífurlega á undanförn- um árum. Aukin útivinna kvenna hefur sennilega átt þar stærstan hlut að máli. Á síðasta aldarfjórðungi hefur atvinnuþátt- taka kvenna rúmlega tvöfaldast. Því hafa eðlilega fylgt verulegar breytingar á heim- ilisháttum. Sumar þessara breytinga eru tvímælalaust af hinu góða. Á ég þar fyrst og fremst við aukna þátttöku feðra í um- önnun barna sinna. Aðrar breytingar, sem þessu hafa fylgt, eru aftur á móti ekki eins jákvæðar. Á ég hér við minnkandi tíma foreldra til að annast börn sín. Reynt er að bæta fyrir tímaleysið með því að láta meira eftir börnunum á sviði veraldlegra gæða. Alvarlegast held ég þó að sé sí- minnkandi tjáskipti milli foreldra og barna, „ ... mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er ..." Mér hefur fundist vaxandi tilhneiging til þess að gera kröfur til þjóðfélagsins, sérstaklega dagvistarstofnana, um að þær taki að sér í auknum mæli uppeldishlut- verkið. Það er jafnvel gengið svo langt að halda því fram að það sé réttur hvers barns að vera á barnaheimili allan daginn. Vissulega hafa flest börn gott af því að vera a.m.k. hluta úr degi á dagvistarstofn- un. Þar læra þau ákveðnar umgengnisregl- ur, sérstaklega að taka tillit til annarra. En sumum börnum hentar ekki að vera á dagvistarstofnunum. Einnig tel ég það hættulega þróun að beina uppeldishlut- verkinu um of í hendur dagvistarstofnana og skóla. Niðurstaða þess verður sú að meðalmennskan fær að njóta sín, en ein- staklingseinkennin ekki. Því fylgir mikil ábyrgð að vera foreldri, og þeirri ábyrgð er ekki hægt að velta yfir á aðra. Það sem skiptir mestu máli er að gefa sér tíma til að vera með börnunum, örva þau og hvetja, tala við þau og ekki síður hlusta á það sem þau hafa fram að færa. Lengi býr að fyrstu gerð. Halldór Hansen læknir: Erfiðara fyrir börn að festa rætur ef þeirra nánustu eru mjög tættir að er erfitt að svara þessari spurningu beint án þess að lenda í hæpn- um alhæfingum. En á ís- lenzku segjum við að „tímarnir breytist og mennirnir með“ og það er nokkuð víst, að breyttar kringumstæður kalla á breytt viðhorf. Ég held ekki, að eðli bernskunnar hafi breytzt, en heimur hins fullorðna virðist verða stöðugt samsettari og flóknari og þar með minna aðgengilegur börnum. Þetta skapar unglingnum það sérstaka vandamál að þurfa að brúa vaxandi bil, því að hann þarf óhjákvæmilega að reyna að brúa bilið, sem er á milli bernskunnar og fullorðinsáranna. Á íslenzku segjum við líka, að af „misjöfnu þrífist börnin bezt“ og ég held, að þetta máltæki sé líka rétt í þeim skilningi, að eintómt meðlæti leiði til stöðnunar og eintómt mótlæti til uppgjaf- ar. En það virðist ákaflega einstaklings- bundið hve mikið meðlæti og hve mikið mótlæti einstaklingurinn þolir eða þarf á hverju aldursskeiði. Því eru að mínu mati engar algildar formúlur til. Á undanförnum áratugum virðist lífs- hjólið hafa farið að snúast hraðar og hrað- ar og breytingar hafa verið örari en nokkru sinni fyrr. Það, sem er góður og gildur sannleikur í dag, er það ef til vill ekki á morgun. Það sem er gott og gilt í dag er úrelt á morgun. Það er því erfitt fyrir alla á öllum aldri að fylgjast með og nýjung verður meira að segja oft að víkja fyrir nýjung áður en hún hefur náð rót- festu, svo að ekki sé minnzt á gamlar hefð- ir, sem veittu mönnum viðmiðun og öryggi hér áður fyrr. Marga virðist því vanta akkeri í tilver- una nú orðið og eiga erfitt með að mæta vaxandi kröfum um aðlögunarhæfni, sem sífelldar, hraðar og örar breytingar gera kröfur um. Og hvaða áhrif hefur þetta á börn og unglinga? Mér sýnist það verða talsvert erfiðara fyrir börn að festa rætur, ef þeirra nán- ustu eru mjög tættir, með of mörg járn í eldinum og þá sér í lagi ef heimilislífið og barnauppeldi verður að mæta afgangi. Það er aukið álag fyrir barn að vera þeytt mik- ið á milli einstaklinga, meðan því er eðli- legt að vera að mestu í einum farvegi og á erfitt með að vinna úr of margbreytilegum áhrifum að gagni — og samt eiga margir ekki völ á öðru, hvorki foreldrar né börn. Og það er erfitt fyrir bæði foreldra og börn að tengjast í dýpt, ef snertifletirnir eru of fáir og stopulir. Eldri kynslóðin reynir oftast að halda fast í þá veggi, sem hafa reynzt henni stoð- veggir í tilverunni, en yngri kynslóðin vill hins vegar yfirleitt rífa niður veggi í von um að geta betrumbætt heiminn með því. Þessi tilhneiging hefur alltaf verið fyrir hendi og er enn. Það, sem mér sýnist hafa breytzt, er, að í seinni tíð eru veggirnir oft heldur óljósir og óskýrir — og sá ungi getur ekki stutt sig við vegg, sem er ann- aðhvort ekki fyrir hendi eða of valtur til að þola álagið. Og hann getur heldur ekki styrkt sig á því að glíma við vegg eða rífa hann niður, sem er annaðhvort ekki fyrir hendi eða veitir enga mótstöðu. Því sýnist mér nútíminn gera vaxandi kröfur um, að einstaklingurinn — nærri sama á hvaða aldri hann er — finni sér sín eigin innri gildi, gildi, sem geta haidið, hvernig svo sem allt endaveltist í hinum ytra heimi. Takist það er fjölbreytni og hraði nútím- ans skemmtilegur og spennandi. Takist það ekki er veruleg hætta á, að einstakl- ingurinn fari að láta reka á reiðanum. Séra Ólafur Skúlason: Okkur varð á að þúa lækninn Vitanlega þarf enginn að velkjast í vafa um það, að þjóðfélagið í mynd hinna fullorðnu hefur breytzt í afstöðu sinni til barna og unglinga á liðnum áratug- um. Það segir sig sjálft, þótt ekki væri nema með það í huga, að allt annað hefur breytzt. Svo að sá sem lítur til baka og skoðar farinn veg og metur áratugina frá því hann var sjálfur á skeiði barns og unglings og ber það síðan upp að því, sem hann þekkir bezt hjá þeim, sem nú eru á þeim aldri, sér furðu margt, sem snýr nú öðru vísi en þá var. Til skýringar bregð ég upp mynd frá því ég stóð tólf ára á tröppum gamla barna- skólans í Keflavík í hópi jafnaldra. Héraðslæknirinn úr Grindavík, Sigvaldi Kaldalóns, hafði hlaupið í skarðið fyrir lækninn okkar og var að kveðja þarna við skóladyr. Og orðum hans svöruðum við hugsunarlaust með okkar blátt áfram: „Vertu blessaður og sæll“. Varla var búið að hringja til næstu kennslustundar fyrr en skólastjórinn, Guðmundur Guðmundsson, skeiðaði til okkar, brúnaþyngri miklu en venjulega og lýsti því yfir við okkur, að aldrei á ævi sinni hefði hann skammazt sín eins mikið og þá rétt áðan. Og hneisa hins ágæta skólastjóra stafaði af því, að við höfðum þúað lækninn. Og ég mun sjálfsagt aldrei héðan af gleyma orðum hans, úr því þau óma enn í eyrum mér, að öllum þessum árum liðnum: „Hefði þetta verið okkar eig- in læknir, væri hægt að fyrirgefa ykkur þennan dónaskap og fara til hans þess vegna. En nú var þetta læknir úr öðru byggðarlagi. Hvað haldið þið hann hugsi um ykkur og skólann ykkar?" Og þessi leiðindi, sem svo voru áhrifamikil, að ég man þau enn, stöfuðu einfaldlega af því, að tólf ára krakkarnir höfðu þúað héraðs- lækninn. Nú er þetta svo fornt orðalag, þéringin, að við uppfræðslu fermingarbarna veldur það töluverðum erfiðleikum við lærdóm ritningargreina, að þar er þérað og jafnvel notað hið hátíðlega orðalag „vér“ og „oss“. Mér býður jafnvel í grun, að vegna þessar- ar venju þarfnist börnin ennþá nánari út- skýringar en venjulegast er talið nægja. Og er í sjálfu sér eftirtektarvert rannsókn- arefni í einhverri könnun á högum og hugsun þjóðarinnar að kafa eftir því, hvort allir skilji sjálft Faðir vorið, úr því að þessar orðmyndir eru notaðar þar. Ég hef tekið eitt dæmi um breytingar síðustu áratuga. Ekki aðeins á afstöðunni til barna og unglinga, heldur á þjóðfélag- inu öllu, sem börnin eru vitanlega hluti af. Og hvernig má annað vera, þegar þjóð- höfðingi í sjónvarps- eða útvarpsviðtali er þúaður og ávarpaður með skírnarnafni, vafningalaust og hversdagslega? Og þó að ég leyni því ekki, að mér finnst á stundum sem virðingarleysið leiði af sér lágkúru, þá hef ég fundið það, að þetta leysir vissa fjötra af fólki, og þá ekki sízt ungmennum. Feimni er miklu minni en áður var og liggur reyndar á stundum við, að hvarf hennar hafi leitt af sér of mikla dirfsku, svo að ekki valda allir því, sem þeir bjóða sig fram til að gera. En ólíkt er það nú að fara þess á leit við unglinga, t.d. fermingarbörn, að þau lesi upp við guðsþjónustur eða samkomur í kirkjunni eða flytji einhvern þátt en fyrr var. Ég held það sé algjörlega liðinn dagur, að það þurfi að ganga á eftir þeim með slíkt. Það þykir ekki lengur neitt stórmál að standa frammi fyrir fjölda og inna verk af hendi. Vissulega er hér um nokkra al- hæfingu að ræða, en þeir munu sennilega nú vera jafnmiklar undantekningar, sem færast undan slíku eins og hinir voru á mínum tíma í spurningum, sem hefðu boð- ið sig fram eða talið slíkt sjálfsagt og áreynslulaust. Og ég þarf reyndar ekki að fara svo langt til baka. Ég finn muninn frá því ég var að hefja prestsskap. Þessu sjálfstæði og hispursleysi fylgir þá líka meira sjálfstraust. Og því er það annar vandi að hjálpa slíkum fram, heldur en hinum sem fela sig í fjöldanum. Uppeldis- aðferðirnar eiga því ekki að vera hinar sömu. Nú þarf að skerpa sjálfsgagnrýnina og laða fram vilja til að sætta sig ekki við neitt nema það allra bezta, sem hægt er að sýna. Og fullorðnir, sem kvarta undan látum unglinga, átta sig ekki alltaf á því, að þeir 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.