Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 3
Mynd: Torfi Jónsson MENN SÁ EG ÞÁ ÚR SÓLARUÓÐUM Höfundur Sólarljóða er ókunnur. Hann yrkir í 1. persónu um dauða sinn og för inn í aðra tilveru. í þessum hluta segir hann frá mönnum, sem hann sá í hinni nýju tiiveru og misjöfnu hlut- skipti þeirra þar. IV Frá því er að segja, hvað eg fyrst um sá, þá ereg var í kvölheima kominn; sviðnir fuglar, er sálir voru, flugu svo margir sem mý. Margan mann sá eg meiddan fara á þeim glæddu götum; andlit þeirra sýndust mér öll vera rýgjar blóði roðin. Marga menn sá eg moldar gengna, þá er eigi máttu þjónustu ná; heiðnar stjörnur stóðu yfir höfði þeim fáðar feiknstöfum. Menn sá eg þá, er mjög ala öfund um annars hagi; blóðgar rúnar voru á bijósti þeim merktar meinlega. Menn sá eg þar marga ófegna, þeir voru villir vega; það kaupir sá, er þessa heims apast að óheillum. Menn sá eg þá, er af mikillæti virtust vonum framar; klæði þeirra voru kynlega eldi um slegin. Menn sá eg þá, er mörgum hlutum véltu um annars eign; flokkum þeir fóru til Fégjarnsborgar og höfðu byrðar af blýi. Menn sá eg þá, er margt höfðu orð á annan logið; heljar hrafnar úr höfði þeim harðlega sjónir slitu. Menn sá eg þá, er margan höfðu fé og fjörvi rænt; bijóst í gegnum renndu brögnum þeim öflgir eiturdrekar. Allar ógnir fær þú eigi vitað þær er helgengnir hafa sætar syndir verða að sárum bótum; æ koma mein eftir munuð. Menn sá eg þá, er minnst vildu halda helga daga; hendur þeirra voru á heitum steinum negldar nauðlega. V Menn sá eg þá, er margt höfðu gefið af guðs lögum; hreinir kyndlar voru yfir höfði þeim brenndir bjartlega. Menn sá eg þá, er af miklum hug veittu fátækum frama; lásu englar bækur og ymna skrift helgar yfir höfði þeim. Menn sá eg þá, er mjög höfðu hungri farið hörund; englar guðs lutu öllum þeim; það er æðsta unað. Menn sá eg þá, er móðum höfðu látið mat í munn; hvílur þeirra voru á himingeislum hafðar hagiega. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 '3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.