Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 4
ÍSLENZKAR KONIIR í TÓNUST ónlistariðkun í nútímaskilningi þess orðs á sér skamman aldur á ísíandi og af tónlistariðkun íslenskra kvenna fer litlum sem engum sögum þar til komið er langt fram á nítjándu öld. Um verslega tóniðkun hér á landi á fyrstu öldum íslandsbyggðar er fátt vitað. En að sjálfsögðu var hér alltaf sungið og kveðið eins og hvarvetna þar sem mannlífi er lifað. Með kristninni barst hingað sá söngur sem heyrði til kristnihaldinu og um hann eru heimildir fyllri. Jón biskup Ogmundsson réð hingað franskan klerk, Richini að nafni, til að kenna „sönglist og versgerð" við Hóla- skóla snemma á tólftu öld. Um þetta leyti, og þó einkum um hálfri öld síðar, var í Frakklandi deigla hins nýjasta sem var að gerast í tónlistarþróun Evrópu. Á síðari helmingi tólftu aldar og fram á hina þrett- ándu blómstraði þar Notre-Dame-skólinn svo neftidi, en það nafn var gefið hópi tón- skálda sem starfaði á þessum tíma við Notre Dame-kirkjuna í París og fullkomnaði þá tegund fjölröddunar sem kölluð var Ars antiqua. Það má því með sanni segja að biskupinn hafí borið sig eftir því sem best var að hafa á þessu sviði á þeim tíma. Um Rikini þennan, eins og hann er nefnd- ur í Biskupasögum, segir þar annars að hann hafi verið „klerkur góður, bæði diktaði hann vel og versaði, og svo glöggur var hann í sönglist og minnugur að hann kunni EFTIRJÓN ÞÓRARINSSON utanbókar allan söng á tólf mánuðum, bæði í dagtíðum og óttusöngvum, með öruggri tónasetning og hlóðagrein, og því réðust margra góðra manna böm undir hönd þess- um tveim meisturum (hinn var Gísli Finns- son, gauskur maður), sumir að nema latínu en aðrir söng, eða hvort tveggja ...“ „Allur söngur á tólf mánuðum" sem hér um ræðir er hinn gregorski tíðasöngur fyrir allt kirkjuárið, og er mikill tónbálkur. Fagurlega er lýst í sögu Jóns helga Ögmundssonar þeim söng sem iðkaður var í skóla hans undir forystu hins franska klerks. Raunar var biskup sjálfur frábær söngmaður og fyrsti Islendingur sem frá er sagt að hafi fengist við hljóðfæraleik, en hann er sagður hafa verið afbragðs hörpuleikari. Eins og að líkum lætur voru nemendur í Hólaskóla flestir piltar. Þó er þess getið að „þar var og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú er Ingunn hét.“ Hún var sögð hafa staðið fyllilega jafnfætis skólabræðrum sín- um í bóklegum fræðum. „Kenndi hún mörg- um grammaticam (latneska málfræði) og fræddi hvem er nema vildi." Það verður að telja að jungfrú Ingunn þessi hafi verið fyrsta íslenska konan sem stundaði „lang- skólanám", — þar á meðal í tónlist, — en því miður er fátt annað um hana vitað. Svipaða sögu er að segja af öðrum konum sem sjálfsagt hafa sungið og kveðið margar næstu aldir: um þær er yfirleitt ekkert vitað. Kvæða-Anna er nefnd í Árbókum Espólíns (11,17). Sagt er frá annarri konu sem lánaði Þingeyraklaustri 480 pund smjörs í harðær- inu 1421, og var talið að þetta væri saman- spöruð kvæðalaun hennar. Kvæða-Jórunn hét kona sem uppi var í Borgarfírði fram um 1840. Minnst er á þessar konur allar í þjóðlagasafni séra Bjama Þorsteinssonar, þar sem til _er tíndur margur fróðleikur um tóniðkun á íslandi áður fyrr, og fleiri konur em þar nefndar sem sagðar em hafa verið söngkonur góðar og jafnvel forsöngvarar í kirkjum sínum. Einnig em nokkrar konur meðal heimildarmanna séra Bjama og era ófá lög í safninu eftir þeim höfð, þótt aðrir hafi skráð þau. Sýnist því mega ætla að konur eigi ekki lítinn hlut í varðveislu þeirra verðmæta sem í þjóðlögunum em fólgin. Kvæðamaður var sá nefndur, samkvæmt Orðabók Sigfúsar Blöndais, sem lét vel að kveða rímur. Að því lúta sjálfsagt viðskeytin við nöfn þeirra Kvæða-Önnu og Kvæða- Jómnnar. Rímnakveðskapur var um margar aldir ein helsta heimilisskemmtun íslendinga og ekki óalgengt að góðir kvæðamenn fæm milli bæja og skemmtu mönnum með íþrótt sinni og þægju þá jafnvel laun fyrir. Þannig mun smjörið sem lánað var Þingeyraklaustri vera til komið. Fömmenn sem vel kunnu að kveða munu hafa verið betur séðir en flestir aðrir umrenningar og raunar oft aufúsugestir á bæjum. Sjálfsagt hafa konur tekið undir sálma- sönginn bæði á heimili og í kirkju og jafnvel haft forystu um hann eins og ráða má af því sem áður greindi frá konum sem vom forsöngvarar. Þó er að sjá af Grallaranum, sem var kirkjusöngsbók íslendinga meira en tvær aldir og raunar næstum eina nótna- bók sem til var í landinu, að ekki hafí verið gert ráð fyrir að konur syngju eftir nótum hans. Allar nótur í Grallaranum em á tón- sviði karlaradda eins og kaþólski tíðasöngur- inn hafði áður verið og er raunar enn. í 6. útg. Grallarans sem prentuð var 1691 birtist í fyrsta skipti eins konar „söngfræði" eftir Guðrún Waage. Jorunn Viðar tónskáld. Katrín Norðmann. Hún er móðir Jórunnar Viðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.