Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 6
„Valagilsá". Undirleikari bæði við kon-
ungsmóttökuna og á tónleikunum var Ásta
Einarsson. Elín giftist Jóni Laxdal kaup-
manni og tónskáldi í Reykjavík og var önnur
kona hans. Hún andaðist í spönsku veikinni
1918.
Þá er að nefna Herdísi Matthíasdóttur,
alsystur Elínar Matthíasdóttur Laxdal.
Herdís var fædd 1886. Einnig hún var
mikils metin söngkona, kom stundum fram
sem einsöngvari á tónleikum sem aðrir
gengust fyrir og fyrri hluta árs 1911 hélt
hún sjálf tvenna tónleika þar sem einsöngur
hennar var aðalatriði efnisskrár. Herdís
giftist 1914 Vigfúsi Einarssyni sem þá var
bæjarfógetafulltrúi í Reykjavík en síðar
skrifstofustjóri í stjómarráðinu. Hún lést úr
spönsku veikinni 1918 eins og Elín systir
hennar og var að þeim báðum mikill
mannskaði, eins og mörgum öðrum sem
þessi hryllilega farsótt svipti lífinu á besta
aldri. Vigfús Einarsson kvæntist síðar ann-
arri konu sem einnig kom við sögu í tónlist-
arlífi Reykjavíkur. Það var Guðrún fædd
1901, Sveinsdóttir Hallgrímssonar verslun-
armanns á Akureyri og Mattheu Matthías-
dóttur Jochumssonar. Var hún systurdóttir
Herdísar. Sonur þeirra Guðrúnar var Einar
Vigfússon sellóleikari, f. 1927.
Valgerður Lárusdóttir var enn ein söng-
konan sem athygli vakti snemma á öldinni,
en hún mun fýrst hafa komið fram 1905.
Hún var fædd 1885, dóttir Lárusar Halldórs-
sonar sem þá var fríkirkjuprestur á Reyðar-
firði og konu hans, Kirstínar Katrínar Pét-
ursdóttur organleikara Guðjónssonar. Hún
giftist 1910 séra Þorsteini Briem sem síðar
var prófastur á Akranesi og ráðherra. Val-
gerður andaðist langt fyrir aldur fram 1924.
Meðal þeirra kvenna sem komu fram sem
píanóleikarar og meðleikarar með söngvur-
um var Matthildur Einarsdóttir Hjörleifsson-
ar rithöfundar Kvarans og konu hans, Gísl-
ínu Gísladóttur. Var hún á þessum árum
nefnd frk. Matthildur Hjörleifsson. Hún var
fædd 1889 oggiftist 1908 Ara Jónssyni sem
þá var ritstjóri og málflutningsmaður í
Reykjavík en tók síðar upp ættamafnið
Amalds, var lengst sýslumaður og bæjar-
fógeti á Seyðisfirði og varð á efri árum
kunnur rithöfundur. Hún hefur ekki verið
nema 15 ára þegar hún kom fram á tónleik-
um í Bárunni ásamt Kristrúnu Hallgríms-
son, Sigfúsi Einarssyni, Brynjólfi Þorláks-
syni o.fl. í desember 1904.
Á árunum 1910-12 kom Anna (Klemens-
dóttir) Jónsson stundum fram sem einsöngv-
ari á tónleikum, maðal annars á minningar-
tónleikum sem Sigfús Einarsson stóð fyrir
á aldarafmæli Péturs Guðjónssonar. Hún
er enn á lífi, háöldruð, þegar þetta er ritað
(í ársbyijun 1986), fædd 1890, dóttir Klem-
ens Jónssonar, síðar landrítara og ráðherra,
og fyrri konu hans, Þorbjargar Stefáns-
dóttur. Anna giftist 1913 Tryggva Þórhalls-
syni síðar ráðherra, sem lést 1935.
Enn er þá ónefnd ein kona sem átti eftir
að verða atkvæðamikil í íslensku tónlistar-
lífi, bæði sem söngkona og píanóleikari, þótt
ekki væri hún íslendingur að ættemi. Þetta
var Valborg, fædd Hellemann, sem varð
kona Sigfúsar Einarssonar og var eftir það
nefnd fini Valborg Einarsson. Hún var fædd
í Kaupmannahöfn, dóttir Alfreds Helle-
manns verkfræðings. Hún kemur fyrst fram
á tónleikum í Reykjavík, svo að séð verði
1904, en sest hér að ásamt Sigfúsi 1906,
og er eftir það mjög virk i tónlistarlífínu.
Eftir andlát Sigfúsar 1939 fluttist frú Val-
borg aftur til Danmerkur. Böm þeirra Sigús-
ar vom Einar fiðluleikari, sem lengst var
konsertmeistari í Árósum og Elsa Sigfúss
söngkona.
Á heimsstyijaldarámnum fyrri, 1914-18,
virðist hafa dregið mjög úr tónleikahaldi í
Reykjavík. En þegar að lokinni styijöldinni
verður hér aftur breyting á. Þá kemur
hingað í fyrsta skipti söngkonan frú Dóra
Sigurðsson sem eftir það var tíður gestur
í tónleikasölum Reykjavíkur næstu áratugi,
þótt aldrei væri hún búsett hér á landi. Hún
var fædd 1893, dóttir Roberts Köchers
málflutningsmanns í Leitmeritz í Austurríki,
en giftist 1918 Haraldi Sigu’rðssyni píanó-
leikara frá Kaldaðamesi. Vom þau búsett
í Kaupmannahöfn alla tfð. Dóttir þeirra er
Elísabet Sigurðsson sem stundum kom
hingað heim til tónleikahalds fyrr á ámm
og var ágætur hljóðfæraleikari, jafnt á
klarínettu sem píanó.
Nöfn þeirra kvenna sem hér hafa verið
nefndar em tekin úr gömlum efiiisskrám
tónleika, en frá mörgum tónleikum hafa
engar efnisskrár varðveist svo að kunnugt
sé, og hafa í sumum tilvikum ef til vill
aldrei verið til. Einnig kemur það einatt
fyrir að ekki em í efnisskrám tilgreind nöfn
undirleikara og jafnvel einsöngvara, en með
hliðsjón af því sem ráða má af varðveittum
efnisskrám má ætla að þar hafi konur ósjald-
an átt hlut að máli.
Valgerður Lárusdóttir. Ásta Hallgrímssou.
Ef sleppt er nöfnum þeirra Brynjólfs
Þorlákssonar og Sigfúsar Einarssonar koma
ekki önnur nöfn oftar fyrir [ efnisskrám
þessara ára en nöfn þeirra Ástu (Svein-
bjömsson) Einarsson, Valborgar (Helle-
mann) Einarsson og Kristrúnar Hallgríms-
son. Flestar þær konur sem við þessa sögu
koma munu hafa verið fyrst heimasætur
en síðar húsmæður sem sinntu þjónustunni
við listina í hjáverkum frá öðmm störfum.
Tvennir tónleikar á fyrsta áratug 20. ald-
ar skera sig úr að því leyti að þar koma
eingöngu fram konur, og hefðu þeir að því
leyti sómt sér prýðilega á þeim kvennaára-
tug sem nú er nýliðinn. Hinir fyrri vom
haldnir 1. júlí 1906 í Bámnni sem svo var
nefnd. Þær konur sem þar komu fram vom
fr, Guðríður Jóhannsdóttir, frk. Kristrún
Hallgrímsson, frú Elísabet Þorkelsson og
frk. Elín Matthíasdóttir. Þama var fluttur
einleikur á píanó, leikið á píanó fjórhent og
sunginn einsöngur og tvísöngur. Viðfangs-
efnin vom m.a. eftir Schumann, Wagner,
Beethoven og íslenska höfunda: Jón Lax-
dal, Bjama Þorsteinsson, Sigfús Einarsson
og Áma Thorsteinson.
Síðari „kvennatónleikarnir" sem hér um
ræðir vom haldnir 1909, en dagsetningar
er ekki getið. Þar fluttu tónlist frú Ásta
Einarsson, frú Valborg Einarsson, frú Erika
Gíslason, frú Henrietta Brynjólfsson og frk.
Jarþrúður Pétursdóttir, en frú Thorborg
Guðlaugsson las upp. Tónlistin var úr ýms-
um áttum, en mest erlend. — Af þessum
nafnaiista má sjá að mun fleiri konur koma
hér við sögu en þær sem nokkur skil hafa
verið gerð hér að framan.
Um 1920 verða ýmsar breytingar á tón-
listarlífinu í Reykjavík. „Söngskemmtanir"
með mjög samsettum efnisskrám verða æ
sjaldgæfari og í þeirra stað koma „tónleik-
ar“ sem einn eða fáir flytjendur bera uppi.
Nöfn flesfra þeirra kvenna sem svo mjög
höfðu komið við sögu undanfama áratugi
hverfa smám saman af efnisskrám tónleika.
í staðinn koma nöfn manna sem um þetta
ieyti komu heim til starfa frá námi erlend-
is. Páll ísólfsson verður brátt atkvæðamikill,
bæði í eigin tónleikahaldi og sem undirleik-
ari á orgel ogpíanó. Emii Thoroddsen verður
einnig eftirsóttur undirleikari og heldur eig-
in tónleika. Fleiri mætti enn nefna. Og nú
tekur að bera nokkuð á því að útiendingar
komi hingað til tónleikahalds, stundum með
undirleikara með sér.
Hér hefur verið dvalið við fyrstu tvo ára-
tugi þessarar aldar vegna þess hve konur
áttu mikinn og ríkan þátt í því tónlistarlífi
sem þá var að vakna hér og varð grundvöll-
ur þess sem síðan hefur gerst á því sviði.
En eftir 1920 er eins og hlutur þeirra
minnki um skeið, og það verða karlmenn,
iærðir í útlöndum, sem meir og meir setja
svip sinn á tónlistarlíf höfuðborgarinnar.
Þó voru þeir ekki einir um að leita sér
menntunar erlendis. Árið 1913 er frá því
Ástríður Melsted.
sagt að ung kona, Katrín Norðmann, hafi
verið við tónlistamám erlendis ásamt nokkr-
um ungum mönnum. Hún giftist síðar Einari'
Viðar, sem reyndar var einn af mörgum
dóttursonum Péturs Guðjónssonar, og dóttir
þeirra er Jórunn tónskáld Viðar. Katrín er
enn á lífi í hárri elli, hefur til skamms tíma
starfað sem píanókennari og rak um árabil
hljóðfæraverslun hér í borg.
Þær konur sem koma við sögu á næstu
árum eru aðallega söngkonur. Þar má nefna
Guðrúnu Ágústsdóttur, sem um langt ára-
bil var ein helsta sópransöngkonan, móðir
Kristins Hallssonar, og systumar Elísabet
Einarsdóttur og Maríu Markan, en meðal
afkomenda þeirra er einnig margt tóniistar-
fóik. María náði meiri frama á listabrautinni
en flestir aðrir íslendingar, starfaði um ára-
bil erlendis, hlaut þann sóma m.a. að syngja
í Glyndeboume í Englandi og var ráðin við
sjálfa Metropolitan-óperuna í New York,
þótt minna yrði úr starfi hennar þar en
efni stóðu til. — Elísabet 61 allan aldur sinn
hér heima og átti, ásamt Guðrúnu Ágústs-
dóttur og mörgum öðmm, dijúgan þátt í
því mikia landnámi sem Tónlistarfélagið
beitti sér fyrir með óratóríuflutningi sínum
á fjórða og fímmta áratugnum.
Eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950
komu fram nýjar söngkonur, margar hveij-
ar ágætlega menntaðar í list sinni, og
skipuðu sér í fiokk brautryðjenda um ópem-
flutning. Ég nefni aðeins Þuríði Pálsdóttur,
Guðrúnu Á. Símonar, Guðmundu Elíasdótt-
ur og Sigurveigu Hjaltested. Lengra ætia
ég ekki að hætta mér í upptalningu nafna,
enda vandséð hvar þá skyldi staðar numið,
því að flöldi ágætra listakvenna sem nú
starfa á sviði tónlistar er miklu meiri en svo
að unnt sé að nefna nema örfáar.
Þetta á jafnt við um hljóðfæraleikara og
söngvara. Á fyrstu 50 ámnum sem Tónlist-
arskólinn í Reykjavík starfaði, 1930—80,
lauk þar alls 121 nemandi burtfarar- eða
einleikaraprófi. Þar af em 59 konur, eða
næstum alveg nákvæmlega helmingur. At-
hyglisvert er, að af fyrstu 30 nemendunum
sem prófi luku er 21 kona, og virðist því
sem karlmennirnir hafi heldur sótt á síðari
árin. Síðan söngkennaradeild, sem nú heitir
tónmenntakennaradeild, var stofnuð við
skólann hefur fjöldi kvenna lokið því námi
og ýmsar getið sér mikið orð sem kennarar
og söngstjórar. Nægir þar að nefna nafn
Þorgerðar Ingólfsdóttur.
í Sinfóníuhljómsveit íslands er hátt á
annan tug íslenskra kvenna í strengjadeild-
inni og oft á þriðja tug alls. Þar hefír kona
verið í forystu um árabil, Guðný Guðmunds-
dóttir konsertmeistari, og fleiri konur gegna
þar miklum ábyrgðarstörfum.
Það hefur löngum vakið eftirtekt og ver-
ið umhugsunarefni hve fáliðaðar konur em
í hópi tónskálda, ekki aðeins hér á landi
heldur í öllum löndum. Líklega — og von-
andi — er þetta nú að breytast. Engum
sögum fer af tónsmíðum íslenskra kvenna
fyrr en nokkuð er komið fram á þessa öld.
Ég hygg að fyrsta kona til að flíka slíkri
viðleitni hér á landi hafi verið Guðmunda
Nielsen. Hún var fædd á Eyrarbakka 1885
dóttir Péturs (Peters) Nielsens sem var
verslunarstjóri þar, danskrar ættar, og konu
hans, Eugeniu Jakobínu Guðmundsdóttur
Thorgrímsens, og var því náskyld Ástu Ein-
arsson og Kristrúnu Hallgrímsson sem fyrr
er getið. Mæður þeirra allra vom systur,
en móðurfaðir þeirra, Guðmundur Thor-
grímsen, stjómaði verslun Lefoliis á Eyrar-
bakka í 40 ár, 1847—87. Guðmunda
stundaði nám erlendis í verslunarfræðum
og tónlist, rak eftir það um skeið verslun á
Eyrarbakka, var um árabil organleikari við
kirkjuna þar og kenndi mörgum organleik.
Þótti hún ágætur organleikari og nákvæmur
og góður kennari. Hún andaðist 1936.
Guðmunda Nielsen varð einnig fyrst ís-
lenskra kvenna til að beita sér fyrir nótna-
útgáfu. Hún sendi frá sér heftið „Ljóðalög
fyrir orgel og píanó" sem hún hafði safnað
og búið til prentunar, en útgefandi var
Hljóðfærahús Reykjavíkur. Heftið er án
ártals eins og títt er um nótnabækur, en
nótumar em stungnar og bókin prentuð í
Kaupmannahöfn. Frágangur heftisins er
hinn snotrasti. Efnið er tínt saman úr ýms-
um áttum. Það er yfirieitt smekklega valið
og má segja að þar sé aðeins tvennt sem
kemur nokkuð á óvart: Annars vegar að
fyrsta lagið í bókinni er eftir Guðmundu
sjálfa við „Gamlar stökur" Einars Bene-