Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 7
AUSTAN U M HEIÐI - EFTIR SERA HEIMI STEINSSON Hlutverk kirkjunnar Olufa Finsen - stýrði söng við útför Jóns Sigurðssonar. diktssonar, einsöngslag með undirleik fyrir píanó, hins vegar fímm rímnalög í útsetn- ingu séra Bjama Þorsteinssonar og eni lögin tekin úr hinu mikla safni hans, „ísiensk þjóðlög" (Kaupmh. 1906—9). Þó að útsetn- ingar séra Bjama séu með hefðbundnum hætti er ekki laust við að þessi lög stingi í stúf við annað efni bókarinnar. Nokkur önnur lög, erlend að uppruna, sem ætluð em til söngs, em öll prentuð með íslenskum textum. Þrjá þeirra hefur Aðalsteinn Sig- mundsson kennari og rithöfundur þýtt eða stælt, en hann var skólastjóri bamaskólans á Eyrarbakka 1919—29. Ýmsar fleiri konur em kunnar af lögum sem þær hafa samið. Ein þeirra er Guðrún Böðvarsdóttir, Bjamasonar prófasts á Rafnseyri. Hún var fædd 1902 en dó úr berklum langt fyrir aldur fram, 1936. Eftir hana er meðal annars fallegt lag, sem oft er sungið, við sálm Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi „Ég kveiki á kertum mínum". Systumar Elfsabet Einarsdóttir og María Markan hafa báðar samið lög, þótt þær séu miklu kunnarí sem söngkonur, svo sem áður var vikið að. Ingunn Bjamadóttir er kunn af mörgum lögum sem dr. Hallgrímur Helgason hefur raddsett og fært í búning fyrir hana. María Brynjólfsdóttir hefur gef- ið út á nótum flölda laga og hafa sum þeirra orðið nokkuð kunn. Selma Kaldalóns hefur einnig samið mörg áheyrileg og prýði- lega sönghæf lög. Þá hefur Ingibjörg Þorbergs samið mikínn Qölda laga og hafa sum þeirra náð eyrum alþjóðar. Og sjálfsagt mætti og ætti að nefna hér til miklu fleiri konur. En fýrsta íslenska konan sem með réttu ber tónskáldsnafn er Jómnn Viðar. Hún fór ung í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þar burtfararprófí í píanóleik 1936. Hún var síðan um tveggja ára skeið við nám í Tón- listarháskólanum í Berlín, þar sem móðir hennar hafði áður verið, og á árunum 1943—45 nam hún hjá Vittorio Giannini við Juilliard-skólann i New York. Enn síðar, 1959—60, fór hún námsferð til Vínar. Jór- unn hefur starfað mikið sem píanóleikari og kennari og eftir hana liggur mikill fjöldi tónverka, þar á meðal konsert fyrir píanó og hljómsveit sem hún frumflutti sjálf með Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir fáum árum, ballettamir „Eldurinn" og „Ólafur liljurós", ennfremur kammertónlist og fjöldi söng- laga. Stíll Jórunnar er sérkennilegur, frísklegur og oft mjög blæbrigðaríkur. Karólína Eiríksdóttir heyrir til yngri kyn- slóð tónskálda og bera verk hennar svipmót þess. Að loknu námi hér við Tónlistarskól- ann stundaði hún framhaldsnám í Banda- ríkjunum og náði sér í tvær meistaragráður við Michigan-háskóla. Eftir hana liggja nokkur hljómsveitarverk og talsvert af kammertónlist. Af henni má mikils vænta í framtíðinni. Yngsti og nýjasti félagsmaður Tónskálda- félags íslands er einnig kona, Mist Þorkels- dóttir, tónskálds Sigurbjömssonar. Hún hefur einnig stundað nám bæði hér heima og vestan hafs, og eftir hana liggja þegar ýmsar athyglisverðar tónsmíðar. Þannig em konur að sækja á hér eins og á flestum öðmm sviðum og sýna í öllu að . þær era engir eftirbátar karlanna. Það höfðu þær reyndar sýnt fyrr á tónlistarsviðinu, — með starfí sínu á áratugunum kringum alda- mótin síðustu. Líklega stæði tónlistarlíf á íslandi ekki með þeim blóma sem nú er raun á ef það starf væri óunnið. Umræða um hlutverk kirkjunnar er jafnan á dagskrá. Af og til verða þau skoðanaskipti há- værari en endranær. Svo hefur meðal annars farið undangengnar vikur. Tilefnið er margþætt, en rætumar liggja að hluta í fundarsölum Kirkjuþings. Eg vil ekki leggja orð í belg um þau efni sér á parti, sem Kirkjuþingi 1986 varð skraf- diýgst um. Þar hafa aðrir tekið upp þræði, og reyndar mun kirkjuþingsmönnum sjálf- um hentast og skyldast að reifa þau mál til sóknar og vamar. Rétt er hins vegar að beina athyglinni víðar og gjöra tilraun til að orðfæra hlutverk kirkjunnar almennt. Þegar hitnar í kolunum, er ævinlega hollt að minnast þess, að víðar er Guð en í Görð- um. Sé öllu til skila haldið, má það ljóst vera, að vaxtastefna, flughafnir og ástand mála í Mið-Ameríku eru ekki meginvið- fangsefni kirkjunnar á jörðu. Reyndar era viðbrögð vegna ályktana Kirkjuþings 1986 að sumu leyti harðari orð- in en efíii standa til. Það er álitamál, hvort Kirkjuþing er marktækur fulltrúi kirkjunn- ar, þegar þingið sendir út athugagreinar um sundurleitustu efni. Kjör til Kirkjuþings miðast ekki við slíka athafnasemi. Yfírleitt hefur hlutur þessa þings ekki verið skýrt afmarkaður, hvorki að lögum né í reynd. Menn hljóta að meta vægi Kirkjuþings í samræmi við þessar staðreyndir. Þar fyrir er ástæðulaust að ráðast á þingið, þótt það bréfí eitthvað um óskyld mál. Kirkjuþing hefur málfrelsi. En niðurstöður þess verða oft og einatt að teljast álitsgjörðir lítils starfshóps innan kirkjunnar og annað ekki. Samkvæmt aldagamalli hefð er Presta- stefna miklu nær því að vera rödd kirlqunnar en nokkur samkoma önnur. Þar kveður bisk- up alla presta sína saman. Við það tækifæri sitja því á rökstólum öldungar safnaðanna af öllu landi. Rétt er að gefa gaum að álykt- unum Prestastefnu, ef menn vilja hlera heildarviðhorf íslenzku kirkjunnar, að svo miklu leyti sem því viðhorfi er til að dreifa í einstökum efnum. Hið síðast greinda er ekki byggt á neinum klerkaveldisþönkum. Yfirleitt eiga hugtökin „prestar og leikmenn" tæpast heima á ís- landi. Prestar era ekki einangraður hópur. Þeir eru þvert á móti virkir aðilar að hvers- dagslegu amstri fólks. Slíkt er ekki sagt prestum til lofs eða lasts. Þetta er aðeins staðreynd, og svo hefur sennilega lengi ver- ið hér á landi. Presturinn er þjónn safnaðar- ins heima fyrir og fulltrúi hans út á við. Raunar er starf prestsins í því fólgið að vera virkasti leikmaðurinn í söfnuðinum. HliðHiminsins „Hér er vissulega Guðs hús, og hér er hlið himinsins," segir á vísum stað í fyrstu Mósebók. Þegar rætt er uip hlutverk kirkj- unnar skyldi það haft hugfast, að kirkjunni er ekkert mannlegt vandkvæði eða gleðiefni framandi. Hún getur þurft að hlutast til um hvað sem er. Eigi að síður era tiltekin svið kirkjunnar henni nær en önnur. Þeirra fremst er helgihaldið sjálft, tilbeiðslan, guðs- dýrkunin og þar með sú boðun, er leiðir menn til trúar og tilbeiðslu. Fyrsta skylda kirkjunnar er að messa. Þetta er e.t.v. of sjálfsagt til þess að vert sé að hafa orð á því. En það verður aldrei nógsamlega áréttað: Guðsþjónustan, heilög messa, er það atferli þar sem himinn og jörð taka höndum saman. í tilbeiðslunni býðst söfnuðinum tveggja heima sýn. Hið komandi ríki guðs er í nánd, þar sem orð Drottins er flutt, bænimar bomar fram og sakramentunum réttilega þjónað. Fyrirmæli frelsarans era í þessu efni ótví- ræð: „Gjörið þetta,“ segir hann um altaris- sakramentið. „Farið því og kristnið allar þjóðir," segir hann um boðunina — og bæt- ir við: „Skírið þá.“ Almenn rök fyrir guðsdýrkunaratferli kirkjunnar era og ærin: Maðurinn þarfnast fótfestu í óumbreytanlegum, æðri veraleika. Án slíkrar fótfestu er hann eins og reyr af vindi skekinn. Kirkjan miðlar þessari fót- festu í tilbeiðslu og boðun. Enginn sinnir því hlutverki með skilvirkum hætti — nema kirkjan. Hún ber þannig ábyrgð á sambandi mannsins við hinztu rök allrar veru. Þetta birtist þráfaldlega — í gleði og i sorg. Jólahátíðin, sem nú fer í hönd, er lýs- andi dæmi um þá brú, sem kirkjan byggir milli hins sýnilega og hins ósýnilega, hins ruglkennda og hverfula skjmheims og hins ævarandi veruleika eilífs Guðs. SÁLGÆZLAOG Hjálparstarf Annað meginverkefni kirlqunnar er sál- gæzla. Kirkjan býður hvetjum kristnum einstaklingi og hverri fjölskyldu sérlega þjónustu. Kirkjan leggur hlustir við vand- kvæðum manna og leitast við að leysa þau, að svo miklu leyti sem slíks verður auðið í þessum heimi. Kirkjan fagnar með sama fólki, þegar hátíðir renna á æviveginum. Hér er stórum hluta hreyft. Þetta við- fangsefni er ótæmandi. Það er einnig að meira eða minna leyti ósýnilegt öðrum en þeim, sem þjónustuna þiggja. En þegar tal- að er um félagslegar skyldur kirkjunnar, verður einmitt þessi þáttur efstur á baugi. Hér við bætist viðleitnin til að veita virka hjálp í nauðum: „Því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég, og þér hýstuð mig; nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“ — Slík eru orð Jesú Krists um verkefni læri- Samkvæmt aldagamalli hefð er Prestastefna miklu nær því að vera rödd kirkjunnar en nokkur samkoma önnur. Þar kveður biskup alla presta sína saman. Við það tækifæri sitja því á rökstólum öldungar safnaðanna af öllu landi. Rétt er að gefa gaum að ályktunum Prestastefnu, ef menn viljahlera heildarviðhorf íslenzku kirkjunnar, að svo miklu leyti sem því viðhorfi er til að dreifa í einstökum efnum. sveinanna, hinna „réttlátu", eins og hann nefnir þá. Einnig þetta starf er ólinnandi — meðan heimur stendur. Kirkjan megnar ekki frem- ur en aðrir að skapa fuilkomið mannlíf í föllnum heimi. „Ávallt hafíð þér fátæka hjá yður,“ segir Jesús. — En á öllum öldum skerst kirkjan í leikinn, þegar að mönnum sverfur raunveruleg neyð. Þar með er ekki ságt, að hún sé öðrum hæfari til að létta slíkum vanda af hijáðum einstaklingum eða hópum. En í þessu tilliti er kirkjan skyldum bundin og fær ekki undan þeim vikizt. Alla þessa athafnasemi skoðar kirkjan í Ijósi tilbeiðslunnar, iðranarinnar, miskunnar bænarinnar. Það er okkur engin afsökun, að við lifum í föllnum heimi. Sjálf erum við syndug, ónýtir þjónar, sífellt hvött til átaka, sem aldrei bera tilskilinn árangur, en unnin eru í trúnni á nýjan himin og nýja jörð, þar sem réttlæti býr og hið illa er endanlega undir lok liðið. Menningararfleifðin í nær tvö þúsund ára sögu sinni hefur kirkjan haft ríkulegri áhrif á þróun menn- ingar um Vesturlönd en nokkur stofnun önnur. í þessu efni ber kirkjan því ábyrgð á varðveizlu og endumýjun mikillar arfleifð- ar. Menning kirlqunnar endurspeglar á marga lund þá eilífð, sem kirkjan sifellt hefur til viðmiðunar. Kirkjuleg menning er því samkvæmt eðli sínu varanleg, sístæð. Kirkjunni er ætlað að hlynna að þessum varanlegu verðmætum á allan hátt. Þetta hlutverk gjörir kirkjuna óhjákvæmi- lega ihaldssama í beztu merkingu þess orðs. Kirkjan kastar engu á glæ fyrir þær sakir einar, að það sé gamalt orðið. Þvert á móti leggur hún rækt við foman arf. En þegar kirkjan eys af þeim sjóði, kemur í ljós, að hann ávaxtast á hverri öld og verður upp- haf nýrra tíðinda í gömlum garði. Einnig þessar staðreyndir hafa almennt gildi: Maðurinn þarfnast varanlegra verð- mæta. Þessi þörf er einkar ljós á yfírstand- andi öld tízkufyrirbæra og hraðra umskipta. Af sjálfu leiðir, að kirkjan er í sókn um þessar mundir — einkum þegar hún forðast að hlaupa eftir mýraljósum óvæntra uppá- tækja. íslenzk saga og menningararfleifð er að langmestu leyti tengd kirkjunni, beint eða óbeint. Til mikils er að vinna fyrir kirkjuna að gæta þess fjár eftir föngum. Til mikils er og að vinna fyrir þjóðina, að kirkja henn- ar ræki það hlutverk svikalaust. JÓLAKVEÐJA Enginn skyldi ætla, að hlutverki kirkjunn- ar hafí að öllu leyti verið til skila haldið í þessu máli. Það stóð aldrei til, enda ógjör- legt í svo fáum orðum. En drepið hefur verið á þijú meginefni, sem allir munu geta orðið sammála um, að kirkjan hljóti að sinna um aðra hluti fram. Á jólum er hollt að hugleiða slíkt. Enda gefst gott tækifæri til að virða fyrir sér, hvemig umrædd þjónusta kirkjunnar birtist í margvíslegum myndum „á hæstri hátíð nú“. Gleðileg jól. Höfundurinn er prestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Frá guðsþjónustu í Reykholtskirkju LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.