Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 8
DESEMBERGRE I N I N
vtmiwMý/1
nmMimiim
f li 1-Aö
(ÉwSfK
Mynd: Sigrún Eldjárn.
ísleiizkur skurðlæknir
á 18. öld
Sumarið 1717 eru tveir menn á ferð ríðandi á
leið til Hóla yfir Kolbeinsdal, þar sem nú heitir
Flekkuhvammur. Er þeir eru komnir yfir ána
stíga þeir af baki og taka af koffortahestum
þeim, er þeir hafa með sér; sjá þeir þá tvær
Af Jóni Steinssyni
Bergmann sem sigldi
utan til að læra
læknislist 1714 og
skar m.a. upp
sullaveikan bónda
með góðum árangri
EFTIR ÆVAR R. KVARAN
kindur nálægt sér, utarlega í Ástungu, aðra
hvíta, hina svarta. Annar ferðalanganna,
sem augsýnilega er fyrirmaður, biður nú
fylgdarmann sinn að hjálpa sér að handsama
kindumar. Þeir ná þeim og binda þær sauð-
bandi. Því næst opnar fyrirmaðurinn koffort
sín og tekur þar upp skurðfæri ýmiss konar
og tekur til við að skera í kindumar, og
lætur ekki staðar numið fyr en hann hefur
skorið annan bóginn af báðum kindunum:
Síðan saumar hann svarta bóginn á hvítu
kindina; meðan hann er að starfa þessum,
er hinn bógurinn orðinn svo líflítill, að þessi
skurðmeistari treystist ekki til að græða
hann við svðrtu kindina, eins og ætlun hans
hafði verið, og slátra þeir félagar henni því.
Að svo búnu sendi skurðmeistarinn fylgd-
armann sinn á undan heim með kofforts-
hestana, en varð sjálfur eftir hjá kindinni
og dvaldist hann þar þrjá sólarhringa, þang-
að til hann þóttist viss um að hún mundi
lifa. Enda fór svo að kind þessari batnaði
að fullu, lifði mörg ár eftir þetta og varð
hin vænsta ær, en hvammur sá, er þetta
bar til í heitir síðan Flekkuhvammur.
Skal ég nú gera nokkru nánar grein fyr-
ir þessum listalækni, er notaði þannig
þúfnakolla fyrir skurðborð og fjallahvamm
fyrir skurðstofu til vísindalegra tilrauna
sinna.
Steinn biskup Jónsson á Hólum og frú
Valgerður kona hans áttu nokkur börn, og
koma þrjú þeirra við sögu þessa: Jón Steins-
son, er tók sér viðumefnið Bergmann, og
systur hans tvær, Jórunn og Helga. Bróðir
Steins biskups hét Þorgeir, og er sagt að
hann hafi búið á Skaga, áður en hann fór
að Hólum og varð ráðsmaður hjá bróður
sínum árið 1716.
Þorgeir var afbragðs læknir. Átti hann
lækningabók ágæta, og var sagt, að Jón
bróðursonur hans hafí lært undirstöðuna til
læknislistar sinnar hjá honum, en þá hefur
hann verið mjög ungur; enda aðeins 16 eða
17 vetra er hann sigldi til náms árið 1714.
Jón var þrjú eða fjögur ár erlendis og sóaði
mjög fé sínu, en lærði læknisfræði. Lýsir
Jón Espólín Jóni Steinssyni svo, að hann
hafí verið skáld gott og haft gáfur til hvers
svo sem vera skyldi, og svo góður læknir,
að það hafí verið í minnum haft. Ýmis kvæði
eru til enn í dag eftir Jón Steinsson, og
hafa sumir jafnvel eignað honum kvæðin:
„Ég veit eina baugalín" og „Björt mey og
hrein", sem annars venjulega eru eignuð
séra Stefáni Ólafssyni og prentuð í ljóðmæl-
um hans. Þessi vísa kvað vera eftir Jón:
Blíð til máls með bjartan háls
ber af áls ljóss sólum
dokkin frjáls er dýja báls
dóttir Páls á Hólum.
Jón hefur að öllum líkindum komið til
íslands aftur sumarið 1717, og er sagt að
hann hafi komið út í Hofsós. Þegar hann
var stiginn af skipsfjöl, gerði hann boð heim
til Hóla, að sækja sig og föggur sínar, og
var þá maður sendur eftir honum út í Hofs-
ós. Þeir fóru yfir Kolbeinsdal á inneftirleið
og þá var það, að Jón gerði hina furðulegu
skurðaðgerð á kindunum, er ég lýsti í upp-
8