Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 9
hafi máls míns. Um þennan atburð orti Sigurður Péturs- son vísu, sem stendur í einum mansöngnum fyrir Stellurímum og alkunn er orðin: Steins var kundar konst ótrauð og kraftaverk við ýta, bóginn þann af svörtum sauð setti á þann hinn hvíta. Þegar ærin var orðin jafngóð fór Jón heim að Hólum og tók til lækninga sinna; þóttu þær undraverðar og gáfust mörgum mjög vel. Þá bjó bóndi nokkur að Miklabæ í Oslandshlíð ekki meir en miðaldra og í röð betri bænda. Hann var sullaveikur eða mein- lætafullur eins og þá var kallað. Bóndi kom eitt sinn heim að Hólum seint um sumarið, hitti Jón Steinsson, tjáði honum frá van- heilsu sinni og bað hann ásjár. Jón tók því vel og tók manninn með sér á afvikinn stað. Þar skoðaði hann bónda nákvæmlega og sagði að sýki hans væri erfið viðfangs. Samt fékk hann bónda meðul, sem hann sagði honum að nota í hálfan mánuð og láta sig vita hvort nokkur breyting yrði á sjúkleika hans við þau. En ekki virtust þau koma að gagni. Fékk bóndi þá enn önnur lyf hjá Jóni og virtust meinlætin réna nokkuð við þau, en er leið fram á vetur þróaðist krank- leikinn að nýju, og tjáði bóndi Jóni nú hvemig komið væri. Jón sagði, að sig hefði lengi grunað, að meinlæti hans myndu erfið viðfangs; sagði hann bónda, að hann yrði að fara lyfjalaus heim að þessu sinni, en kvaðst ætla að koma út að Miklabæ ein- hvem tíma í vetur og tala betur við hann. Bóndi fór nú heim til sín og leið nú og beið þangað til seint á góu. Þá fór Jón Steinsson einn góðan veðurdag út að Miklabæ og Ólafur bryti með honum. Bóndi tók þeim mætavel og bauð til baðstofu. Að nokkrum tíma liðnum læsti Jón baðstofuhús- inu og fór að tala við bónda. Hann kvaðst nú vera kominn til að bjóða honum tvo kosti. Annar væri sá, að hann hætti við allar lækningatilraunir við hann, en hinn, að hann skæri hann upp, og væri það þó ábyrgðarlaust af sinni hendi, hvort hann héldi lífí eðaekki. Kaus bóndi seinni kostinn. Jón bjó bónda nú rúm á miðju gólfi, þar sem alls staðar mátti ganga í kringum, lét hann síðan leggjast niður, bar lyf að vitum hans og batt um litlafingur hans. Nú leið nokkur stund. Maðurinn tók að fölna og varð hvítur sem nár. Þá kveikti Jón ljós, fékk Óiafi það og skipaði honum stranglega fyrir, hvemig hann ætti að halda því, en hann átti að halda því svo nærri líkama bónda, að það veitti honum yl. Jón tók nú upp tæki sín og risti bónda á kviðinn, en ekki samt lífhimnuna. Því næst tók hann silfurskeið og eitthvert glerílát. Hann hafði líka stóra kollu við höndina og jós úr bónda svo miklu vatni að undrum sætti. Þegar því var lokið, saumaði Jón kviðinn saman aftur, leysti utan af fingri hans og bar eitthvert lyf að vitum hans; fór þá að færast blóð í andlit bónda, þangað til hann leit upp. Að því búnu hagræddi Jón bónda sem bezt hann kunni og opnaði bað- stofuhúsið. Eftir þetta var hann þrjá sólar- hringa á Miklabæ á meðan bóndi var að hressast; komst hann vonum framar á fæt- ur og því næst til fullrar heilsu, og kenndi hann aldrei sullaveiki eftir þetta. Svo var háttað til á Miklabæ, að þar var unglingsstúlka um fermingu greind og eftir- tektarsöm. Hana langaði að vita, hvað Jón gerði við manninn; klifraði hún því af götu- palli, sem var annars vegar í borðstofunni upp á skammbita, og þaðan gat hún séð og heyrt hvað gerðist í baðstofuhúsinu. Eftir stúlku þessari er sagan höfð. Hún óx upp, fór út í Fljót og hafðist þar við mest- alla ævi sína og varð meir en áttræð. Það mun hafa verið sumarið 1718 að Jón átti kappræðuna við Benedikt Bekk. Þegar honum þótti torvelt að sigra Benedikt, mælti hann: „Þú verður ekki jafnstæltur, Benedikt, þegar selurinn er að rífa þig.“ En Benedikt svaraði: „Ekki mun ég þó drepa mig sjálfur.“ Hvort tveggja rættist. Eftir að Jón kom úr siglingu, komst hann í kynni við stúlku eina, er Þórunn hét Ólafs- dóttir, af ætt Bjarna Jónssonar á Skarðsá. Hann eignaðist dóttur með Þórunni og vildi síðan kvænast henni, en foreldrar hans voru því mótfallnir fyrir mannvirðingarsakir, einkum móðir hans. Jóni féll illa að fá ekki að njóta stúlku sinnar, og 4. febrúar 1719 tók hann inn eitur, að sagt er, og sá sig þó um hönd og bað um mjólk úr þrílitri kú, sem hann vissi að var þar í fjósinu, svo fljótt sem mögulegt væri, en fjóslyklarnir fundust ekki fyr en seint og síðar meir. Loksins kom þó mjólkin, en þá var svo af Jóni dregið, að hann gat ekki neytt hennar, og lét hann þar líf sitt. En það er af Bene- dikt að segja, að hann drukknaði í Héraðs- vötnum nokkru seinna, og var líkið nokkuð rifið af sel, er það fannst. Steinn biskup og frú Valgerður áttu, eins og fyr er getið dætur tvær, Helgu og Jór- unni. Þær giftust báðar, og er margt stórmenni frá þeim komið, svo sem Geir biskup Vídalín. Helga var hæglynd og spök, eins og faðir hennar, en Jórunn sór sig í móðurættina, var stórlynd, örorð og óstillt í framgöngu. Meðan þær systur voru í föður- garði, vandaði biskup oft um þetta við Jórunni, en hún fór sínu fram; var hann hræddur um, að hún myndi láta einhvem skólapiltinn fífla sig, því hún var oft að tuskast við þá. Aftur var hann óhræddur um Helgu, því að hún var stillt stúlka og frásneydd öllum solli. Einu sinni dulbjó biskup sig, svo að eng- inn þekkti hann. Hann gekk því næst til Helgu dóttur sinnar, þar sem hún var ein á afviknum stað, og bað hana að lofa sér að sofa hjá henni. Hún færðist undan í fyrstu, en biskup sótti málið þeim mun fastara. Loks lét Helga til leiðast og spurði: „Hvar eigum við þá að vera?“ Biskup svar- aði engu og gekk á burt, en Helga stóð forviða eftir. Hann hitti nú Jórunni og hafði sömu tilmæli við hana, en hún varð æf við og sló biskup utanundir og sagði: „Þú verð- ur að fínna mig, áður en þú færð að sofa hjá mér, karl minn.“ Biskup lét sem sér lit- ist ekki á blikuna og fór burt. Skömmu seinna gerði hann boð eftir Jórunni dóttur sinni og bað hana að finna sig í svefnhúsi sínu. Hún brá við skjótt, en þegar hún kom til föður síns, sá hún að hann var blóðugur í andliti. Henni varð bilt við, en biskup sagði henni upp alla sögu. Jórunn bað föður sinn mikillega fyrirgefningar á högginu, og kvað biskup hana auðfengna. Eftir þetta vandaði hann aldrei um, þótt Jórunn léki sér við skólasveina. Um það leyti, sem Jórunn var um ferm- ingu, var fjósapiltur á Hólum, sem Stefán hét Einarsson. Hann var ættaður úr Skaga- fírði, en lítilla manna. Ekki var hann fríður sýnum, en gáfaður ágætavel. Páskadags- morgun einn gekk Stefán til lækjar, þegar hann hafði mokað flórinn, til þess að þvo sér. í sama mund gekk Jórunn biskups- dóttir líka til lækjar út um bakdyr bæjarins. Þegar hún gekk frá læknum, gekk Stefán til lækjarins, og mættust þau. Stefán var mykjugur um hendurnar, en Jórunn á rauð- um skarlatsupphlut og í fannhvítri línskyrtu. Stefán yrti á Jórunni og sagði: „Má ég nú ekki klappa þér?“ Hún tók þessu snúðuglega og sagði: „Því læturðu svona strákur?" „Því læturðu svona Jórunn mín?“ svaraði Stefán.. „Ég verð þó maðurinn þinn!" Ekki ræddust þau meira við í þetta skipti. Haustið eftir var Stefán tekinn í skólann á Hólum og gekk honum námið ágætlega, svo hann var útskrifaður með bezta vitnisburði, þegar tími var til kominn. Um sama leyti giftist Jórunn Hannesi Scheving sýslumanni, og tók hann Stefán til skrifara. Hannes var hinn mesti ágætis- maður, en lifði skamma stund. Hann dó 1. maí 1726 og er mælt, að hann hafí sagt, að Stefán mundi kvænast Jórunni eftir sinn dag. Hannes sýslumaður bjó að Munkaþverá og Jórunn eftir hann, og var Stefán fyrir búi hjá henni svo árum skipti; fór þá svo, að Jórunn varð þunguð af hans völdum. Hún skrifaði föður sínum, sagði honum, hvemig komið var, og bað hann að stuðla að því að hún fengi að giftast Stefáni. For- eldrum hennar þótti gjaforðið of lítilmótlegt fyrir dóttur sína og dróst því, að biskup svaraði bréfinu. Þegar Jórunn sá, hvað verða vildi, lét hún söðla hest og reið sjálf vestur að Hólum, þótt hún væri harðólétt; hitti hún föður sinn og talaði svo um fyrir honum, að hann lét það eftir, að hún ætti Stefán og útvegaði henni uppreisn árið eftir. Síðan voru þau gefin saman, og var Stefán prest- ur að Munkaþverá 1730—1734. Árið 1738 fluttu þau hjónin búferlum að Laufási, og var Stefán prestur þar og prófastur í 16 ár. Það var einhverntíma á prófastsárum séra Stefáns í Laufási, að hann messaði sunnudag einn síðla vetrar, en dvöl varð á messugjörðinni, því fólk kom ekki til kirkju; var prestur þá að ræða við nokkra góða bændur, er voru staddir þar í kór hjá hon- um, um ýmislegt, en einkum lífsferil sinn; varð prófasti þá vísa þessi af munni: Man ég það, ég mokaði flór með mjóum fingrabeinum; er ég nú kominn innstur í kór með öðrum dándisveinum. Vísan átti vitanlega að lúta að því, er séra Stefán var fjósamaður á Hólum í æsku sinni, eins og ég gat hér að framan. Séra Stefán þótti lærdómsmaður mikill. Ilann dó árið 1754. Eftir lát hans flutti Jórunn búferlum að Grund í Höfðahverfi og bjó þar 21 ár. Hún andaðist 1775. Jór- unn hafði marga kosti og mikla. Þau séra Stefán áttu börn, er upp komust, og lifa afkomendur þeirra enn í dag. Anna Akhmatova Jól í Bézhetsk Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku Þar eru hvítar kirkjur — og dunandi glampandi ís, þar blómstra nú augu sonar míns litla blá einsog kornblóm. Yfír borginni gömlu skína rússneskar nætur alsettar demöntum, og mánasigðin á himninum er þar gulari en nokkurt hunang. Þar blása þurrir snjóbyljir utanaf sléttunum handanvið ána, og menn fagna þar jólunum — glaðir einsog englarnir; þá er allt prýtt í bestu stofunni, kveikt á lömpunum hjá íkonunum, og Hin helga bók liggur opin á eikarborðinu. Þar hefur ókvalrátt minnið, svo naumt á allt nú, opnað fyrir mér loftherbergi sín með djúpri hneigingu; en ég gekk ekki inn, ég skellti aftur þessari hræðilegu hurð; og borgin ómaði öll af glöðum jólabjöllum. Anna Akhmatova (1889—1966) er mesta skáldkona Rússa. Einkasonur hennar sat í fangelsi á stalinstímanum, og sjálf mátti hún þola ýmsar þrengingar. En siðustu æviárin naut hún þó al- mennrar viðurkenningar í heimalandi sínu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.