Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 11
Stórmenni kveður fyrir tímann „A milli stórferðalaga dvaldi hann í Reykjavík, drakk brennivín og stóð á kúplingunni og varljúf- ur við listamenn. Hann lánaði jafnvel Steini Steinarrpeninga, sem var þó hætturað verasoltinn ogldæðlaus við aðyrkja í AJþýðubJaðið. “ í Reykjavík myndi eyðileggjast. Hann bytjaði því að selja. Að vísu var verð orðið gott á húsum fljótlega í byijun stríðsins, en það átti eftir að hækka síðar. I raun hafa fasteignir alltaf verið að hækka frá árinu 1940 og standa nú í miklum blóma hvað verð snertir: Sigvarður lagði peninga sína á banka þar sem þeir urðu lítils virði. Hann gekk í þjónustu hins opinbera og beið þess að verðbólgan minnkaði svo aftur yrði hægt að kaupa fasteignir á sæmi- legu verði. Því var ekki að heilsa. Fasteignir héldu áfram að hækka. Fyrir utan að ferðast innanlands og utan stóð Sigvarð- ur Jónasson í margvíslegu grufli. Hann hafði iðkað jóga í hópi spekinga á þriðja tug aldarinnar, þar sem gerðar voru æfingar sem miðuðu að því að ná valdi yfír líkaman- um. Sigvarður komst á það stig að geta andað með annarri nösinni. Svo fréttu spekingar að Sigvarður væri hættur að anda með nösinni og búinn að yfirgefa jóga og farinn að borða kjöt. Þá voru þeir staddir í Ficher- sundi klukkan tólf tíu. Þetta er vitað af því þeir skráðu allar hreyfíngar sínar nákvæmlega og gengu öma sinna tvisvar á dag samkvæmt skeiðklukku. Þótt Sigvarður hætti að anda með nösinni var hann ekki með öllu laus við launhelgar. Og hann hafði gaman af að láta spá fyr- ir sér. Raunar hafði hann selt stórhýsi sitt við höfnina vegna spádóms. Og þegar hann var laus við fæði sem fylgdi jógaiðkunum var honum ekkert að vanbúnaði að njóta lífsins. Hann byijaði að drekka brennivín og fór þá ótæpilega og hafði uppi hávaða á skemmtistöðum. A jógatímanum hafði hann eignast meistara sem hélt tryggð við hann. Þessi dulvinur hét Ramavarpindi og var hinn ágætasti meistari. Samband þeirra var einkum gott á stríðsárunum og fyrir þau, en þá veitti Ramavarpindi Sigvarði lækningamátt á góðum stundum og hvíslaði að honum að auki ýmisum leyndadómum mannlífsins, þótt hann léti þess ógetið að Þjóðveijar myndu aldrei gera loftárás á Reykjavík. Sigvarður Jónasson notaði sérstakan stól til funda við Ramavarpindi. Kom þá rödd í eyra hans sem malaði við hann á ensku og sagði honum fyrir um óorðna hluti. Væru gestir staddir hjá Sigvarði var indverski meistarinn vís til að gefa sjúkdómslýsingar á þeim eða segja til um hugrenningar þeirra. En Sigvarður fór varlega með þessa vitneskju. I mesta lagi spurði hann eftir að hafa hlustað á Ramavarpindi við þögn viðstaddra hvort tiltekinn mað- ur ætti bágt með að kasta af sér vatni. Þetta kom sér illa ef margir voru viðstaddir, einkum ef konur voru nálæg- ar. En Sigvarður hélt gjaman áfram og skýrði frá því að meistari sinn indverskur teldi að nefndur maður þyrfti á aðgerð á blöðruhálskirtli að halda hið snarasta. Þessar samkomur hjá Sigvarði þóttu merkilegar. Menn spurðust almæltra tíðinda í borginni með eftirfarandi hætti: Varstu hjá Sigvarði? Já. Var hann í stólnum? í stórviðskiptum eftir stríð þurfti Sigvarður oft að fara til Ameríku eða Englands. Hann ferðaðist fyrst með her- flugvélum til Ameríku og var hvergi smeykur, enda lét Ramavarpindi ávallt vita að ferðin yrði hættulaus. Seinna þegar íslendingar tóku sjálfir flugið í sínar hendur ferðað- ist hann með íslenskum vélum, en aldrei öðruvísi en ráðgast við Ramavarpindi áður. í þessum ferðum var hann oftast í erindum hins opinbera eða í sérstökum verkefnum fyrir einstaka ráðherra. Þótt hann hefði haft afskipti af stjómmálum áyngri árum hagaði hann tali sínu svo þegar frá leið að hann gat verið i öllum flokk- um. Þess vegna skipti ekki máli hvaða ríkisstjórn sat að völdum. Sigvarður ferðaðist fyrir þær allar. Hann þótti góður í viðskiptaferðum eða til lántöku. Hann var stórvit- ur í samningum. ættum sem hafði stúdíó neðarlega á Lexington Avenue. Sú varð niðurstaðan af spádómi hennar að hann myndi fara í langt ferðalag yfir úthaf mjög bráðlega. Þar sem Sigvarður vissi að hann yrði að fara yfir haf til að kom- ast til íslands sá hann af hyggjuviti sínu að spákonan gat ekki átt við þá ferð. Hún hlaut að eiga við ferð yfír haf frá íslandi þegar hann væri komin heim. Heimkomn- um gaf Ramavarpindi grænt ljós á flugferð til Englands. Sigvarður lét hið fyrsta verða af þessari ferð og bjó í London í hálfan mánuð án nokkurra erinda. Honum leidd- ist aðgerðaleysið þegar líða tók á dvölina, og varð því eitt sinn gengið inn til þekktrar spákonu þar í borginni. Hún spáði honum langri ferð yfír úthaf. Það gat ekki þýtt annað en ferð til Ameríku. Næstu árin var Sigvarð- ur á stöðugu ferðalagi milli þessarar spákvenna. Stundum átti hann önnur erindi til heimsborganna tveggja, New York og London, stundum ekki. Á milli stórferðalaga dvaldi hann í Reykjavík, drakk brennivín og stóð á kúplingunni og var ljúfur við lista- menn. Hann lánaði jafnvel Steini Steinarr peninga, sem þó var hættur að vera soltinn og klæðalaus við að yrkja í Alþýðublaðið. Mér lánaði hann fimmtán hundruð krónur sem voru töluverðir fjármunir fyrir fátækan pilt. Mér tókst að greiða honum þá aftur. Hann hafði alls ekki búist við því. Um þær mundir var hann aftur byijaður að eignast hús. Að þessu sinni byggði hann þau. Hann keyrði Volvo sendibílinn um borgina og leit eftir lóðum og bauð mönnum eins og mér í bflferðir. Eg skildi ekkert í lóðum og vissi ekki af hveiju ein lóð var betri en önn- ur. Þá rakti hann ýms fræði eins og þau að ekki mætti vera djúpt ofan á fast, homlóðir væru verðmeiri en aðrar og stutt þyrfti að vera í verslanir. Þar var í þessum öku- ferðum sem ég tók eftir því að hann stóð alltaf á kúpling- unni. Eitt sinn fór ég með honum í banka. Þá gaf hann út ávísun upp á átján þúsund krónur á hlaupareikning sinn. Ég varð alveg dolfallinn yfír svo miklum peningum. Þá sagði hann mér að hann ætti hundrað og áttatíu þúsund inni á hlaupareikningi og yfírdráttarheimild upp á hundrað þúsund. Skömmu síðar byggði hann stórt fjöl- býlishús. Þegar hann drakk brennivín talaði hann ekki við vini sína og ekki við meistarann Ramavarpindi heldur. Hann talaði ekki einu sinni við þá þegar hann var timbraður. Það var eins og hann vildi ekki blanda demón sínum í vinskaparmálin. Hann átti aðra vini í þessum tilfellum og hvarf af vettvangi. Þá stóð Volvo sendibflinn óhreyfð- ur heima við hús hans dögum saman. Kannski fréttist af honum inni á Hótel Borg við að éta túlípana eða herma eftir hestum án þess honum yrði þokað úr seti hvorki með illu eða góðu, uns einhveijum datt í hug að leggja beisli um háls honum og teyma hann hneggjandi út. Yfírleitt þurfti hann á spákonu að halda eftir svona risp- ur. Næstu vikumar var hann annað hvort í London eða New York. Það kom fyrir að hann byði sérstökum trúnað- arvinum í ferðalag um landið. Þá vom teknir fyrir sérstakir landshlutar. Þar sem voru einstigi og komið hafði verið fyrir trékrossum á ystu nöfum til vemdar ferðamönnum kraup Sigvarður samviskusamlega og baðst fyrir. Heimsborgarinn með spákonur í tveimur heimsálf- um og indverskan meistara trúi samkvæmt þjóðsögum að óvætt byggi í hverri gjá og undir einstigum í bröttum sjávarhömmm. Við höfðum verið að aka um bæinn í Volvo sendibílnum og það var komið kvöld. í þetta sinn hafði ekki verið hugað að lóðum af því Sigvarður var byijaður á stór- hýsinu. Hann hafði verið rólegur og þögull og gefíð kaffi á Hressingarskálanum og heilsað upp á Ólaf Friðriksson sem sat innan um kjaftfora stráka og drakk te. Þeir höfðu verið baráttufélagar í Alþýðuflokknum þegar Sig- varður var í stjórnmálum, en þeim lynti ekki saman. Ut yfirtók þegar Sigvarður lenti í jógahópnum. Það taldi Ólafur ekki hæfa verðandi brautryðjanda í verkalýðs- hreyfingunni. Þegar við vomm komnir út af Skálanum og sestir inn í Volvo sendibílinn sagði Sigvarður: Hann hefur alltaf verið sérkennilegur. Ekki var það nú meira. í þetta sinn bauð hann mér heim til sín. Ég vildi gjam- an koma þar til að sjá höfuðstöðvar annars heims. Eg hafði heyrt að Ramavarpindi væri orðinn óánægður í vistinni, einkum vegna þess að hann fann stundum vott af vínlykt, þótt öllum timburmönnum væri löngu lokið. Það var ekki sérlega ríkmannlegt inni hjá honum en húsgögn vom þung og efnismikil. Þessi heimsókn byijaði á því að Sigvarður sagðist þurfa að fara á salernið. Hann var lengi þar inni. Ég hélt jafnvel að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þegar hann birtist aftur var hann á skyrtunni. Sigvarður var stór maður og mikilúðlegur í andliti. Að líkindum var slíkur maður tekinn alvarlega í útlöndum. Um þessar mundir gengu stórar sögur af því hvað Eggert Stefánsson var tekinn alvarlega í Róm, París og New York, þar sem menn litu á hann eins og evrópskan greifa eða barón. Þeir vom líkir á hæð og áttu stóra og þykka frakka sem gerðu þá enn höfðinglegri. Sigvarður settist í djúpan stól við dymar út á gang- inn. Hann bað mig að verða ekki hissa þótt mér fyndist hann hegða sér undarlega. Ég lofaði að verða ekki hissa en leit þó í kringum mig eftir undankomuleiðum. Sigvarð- ur fór að laga sig til í stólnum. Hann gaf þá skýringu að hann væri búinn að fá sér nýjan meistara og hann væri töluvert öðmvísi en indverski meistarinn. Þetta væri kínverskur meistari frá tímum Konfúsíusar; hefði jafnvel þekkt spekinginn skildist mér. En sá galli væri á þessum meistara að hann kæmist ekki í samband nema Sigvarður krypi í stólnum og leggði ennið við gólf. Þá vissi ég að hægindið við dymar var meistarastóllinn. Við sátum þegjandi um stund. Hann er að koma, sagði Sigurður. Þessi stóri maður fór að búa sig undir móttökuna. Hann kraup uppi í stólnum með nokkmm erfíðismunum og stundi af áreynslu. Því næst rétti hann hendumar fram og lét höfuðið síga uns ennið nam við gólf. Þannig hvfldi hann nokkra stund horfinn á vit viðmælanda síns. Þegar meistarinn hafði lokið erindum sínum reisti Sig- varður höfuð sitt hægt frá gólfí og settist upp. Hann sat um stund í stólnum með lokuð augu. Ég hafði ekki bært á mér meðan þessu fór fram. Nú varð mér á að hreyfa mig lítilsháttar. Við það opnaði Sigvarður augun og leit til mín. Hann segir að þú eigir að athuga hægra eyrað, sagði Sigvarður. Segir hver? Nýi meistarinn, Kaja Long. Hefurðu fundið til í hægra eyra? Nei, ég.er góður í eyrunum. Ég hef verið það frá því ég var krakki. Þá var ég að vísu kirtlaveikur og það mun hafa farið í eyrun. Sigvarður stóð upp og gekk út að glugga. Þú skalt fylgjast með eyranu, sagði hann. Eftir þessi stuttu kynni mín af Kaja Long fækkaði fundum okkar. Sigvarður seldi Volvo-sendibílinn og fór að standa á kúplingunni í öðmm bílum. Nokkm áður en ég frétti andlát hans sá ég hann á reiki á Hreyfilsplaninu við Kalkofnsveg. Hann var bláklæddur og vel til fara eins og venjulega. Samt leyndi sér ekki að hann var ölvað- ur. Það sást á göngulagi hans. Hreyfingarnar vom frekjulegri en venjulega. Hann steig til jarðar eins og hann væri að sparka í hana, kannski vegna þess að hann virtist reiður. Hann hafði verið að þrefa við bílstjórana. Eftir því sem búast mátti við hefur það farið fram með lítilli kurteisi af hans hálfu. Skömmu seinna rakst á ég bláa Opelinn þar sem verið var að ýta honum inn á verk- stæðið. Það mátti kallast sérkennilegt að eftir að hann kynntist Kaja Long gekk hann nær einvörðungu í bláu. Föt hans vom blá og skyrtur hans vom bláar. Jafnvel Opelinn var dökkblár. Áðeins skór hans vom svartir. Ég vissi auðvitað ekki hvort þetta vom áhrif frá Kaja Long. En það var ljóst að frá árinu 1949 var lagt upp úr því í Kína að fólk gengi í bláu. Sigvarður veiktist seint á árinu 1975. Sjúkdómur hans byijaði með því að hann átti sífellt erfiðara með að kyngja. Þegar hann leitaði læknis og að afloknum rann- sóknum var honum sagt að hann gengi með illkynja sjúkdóm. Þá rak Sigvarður upp einn af sínum tröllahlátr- um og sagðist ekki vera feigur. Vinum sínum sagði hann hins vegar að hann væri með krabbamein í hálsi. En hann myndi ekki deyja úr því. Kaja Long, meistari, hefði sagt sér að hann ætti eftir að lifa fram á árið 1984. Það hefði aldrei bmgðist sem fyrir sér hefði verið spáð. Eftir að hafa verið til meðferðar hér heima og inni á spítölum öðm hveiju var Sigvarður sendur til Kaupmannahafnar í geislameðferð snemma árs 1977. Hún gekk vel og búist var við nokkmm bata. Einn af góðvinum hans var í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Hann heimsótti Sig- varð á hveijum degi í sjúkrahús. Þeir höfðu á orði að verða samferða heim til íálands. Kaja Long hafði ekki látið í sér heyra í nokkum tíma. Það olli Sigvarði engum teljandi kvíða. Hann var þó að vona að þegar honum væri batnað yrði honum ekki send- ur þriðji meistarinn, sem gerði kannski enn afkáralegri kröfur en Kaja Long til að ná sambandi. Tómt mál var að tala um að hann næði sambandi við Kaja Long undir núverandi kringumstæðum. I sjúkrahúsinu gat hann hvergi kropið uppi í stól og lagt enni að gólfi öðmvísi en það kostaði nýjar rannsóknir. Hann gat því ekki leitað frétta af bata sínum. Svo hríðversnaði honum eina nóttina. Hann lá í hálf- gerðu móki og átti bágt með mál þegar vinur hans kom í heimsókn. Það undraði vin hans hvað Sigvarður tók þessum afturkipp illa. Hann var örvinglaður á svip og var alltaf að reyna að gera honum skiljanlegt að hann yrði að bíða um stund uns þeir gætu orðið samferða til Islands. Meðan vinur hans sat inni versnaði Sigvarði stöð- ugt og brátt varð Ijóst að hann var á fömm. Það síðasta sem Sigvarður sagði á banastundinni laut að yfirvofandi andláti hans. Hann hafði verið í vináttu við spákonur í tveimur heimsmálfum og átti bæði indverskan og kínverskan meistara. Samkvæmt spádómum og fyrirsögn þessara kvenna og meistaranna úr austri átti hann að vera sprelllifandi og heilsugóður á þessari stundu. Nú var hann að dauða kominn. Hann gerði vini sínum skiljan- legt að hann ætti að lúta niður að sér. Þegar hann hafði lagt eyrað alveg að vömm Sigvarðs hvíslaði hann: Ég átti ekki að fara svona snemma. Borgamesi í september 1986. Sagan er úr nýrri smásagnabók Indriða sem út er komin á vegum Almenna bókafélagsins. Skömmu eftir að Sigvarður byijaði að ferðast til New York komst hann í kynni við spákonu af armenskum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.