Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 12
SKÁLHOLTSKIRKJA LAGÐIMÉR MESTAN VANDA ÁHENDUR Gísli Sigurðsson ræðir við Hörð Bjarnason arkitekt og fyrrum húsameistara ríkis- ins um uppruna hans og rætur,uppvöxt við Laufás- veginn og nám úti í Þýzkal- andi þegar Hitler var að brjótast til valda, um emb- ætti húsameistara ríkisins og hús sem hann hefur teiknað, þar á meðal kirkjurnar þrjár, sem voru eftirlætis verkefni hans Hörður Bjarnason á heimili sínu við Laufásveginn. Skápurinn á myndinni er völundarsmíði föður hans. Tii vinstri er portret GUnnlaugs Blöndals af Kötlu konu Harðar. Við byrjuðum samtal okkar á því að líta á málverkin heima hjá þeim hjónum Herði og Kötlu. Þar kennir margra grasa og myndirnar eru Herði hjartfólgnar, því hann er listunn- andi og fagurkeri eins og nærri má geta. Við Hörður Bjarnason er fæddur i Reykjavík 1910, sonur hjónanna Sesseiju Ingibjargar Guðmundsdóttur og Bjarna Jónssonar frá Galtafelli. Hörður tók stúdentspróf frá MA 1931 og sigldi sama ár utan til náms í arki- tektúr í Darmstadt i Þýzkalandi og síðar i Dresden, þar sem hann lauk fullnaðarprófi 1937. Heim kominn sama ár stofnaði hann teiknistofu ásamt Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni arkitektum. í embætti skipulagsstjóra ríkisins var hann frá 1944-54, en þá skipaður húsameistari rikis- ins og þvi starfi gegndi hann til ársloka 1978. Emhættisferill Harðar er fjölskrúðugur. Hann var á sinum tima formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins, varaformaður þjóðleikhússráðs i 29 ár, framkvæmdastjóri Þingvallanef ndar i 30 ár, formaður arki- tektafélagsins um tveggja ára skeið, i safnsijórn Listasafns Einars Jónssonar frá 1976 og á embættisferli sinum átti hann sæti i byggingarnefndum margra opinberra bygginga. 1 embætti húsameistara rikisins teiknaði hann sjálfur fjölmörg hús, en lengst munu halda nafni hans á lofti þijár kirkj- ur: Langholtskirkja, Kópavogskirkja og siðast en ekki sizt Skálholtskirkja. Hörður er kvæntur Kötlu Pálsdóttur, sem ættuð er úr Reykjavík. Foreldrar hennar voru Páll Steingrimssson ritstjóri og Guðr- ún Indriðadóttir leikkona, dóttir Indriða Einarssonar skálds. Þeim Herði og Kötlu hefur orðið tveggja barna auðið. staðnæmdumst lengst við Ásgrímsmynd af landslagi, sem er okkur báðum kært: Séð frá Laxárbrúnni uppeftir Hrunamanna- hreppi. En nútímninn hefur ekki verið genginn í garð; bæimir kúra vallgrónir, hver í sínu túni: Miðfellshverfíð, Núpstún og Galtafell. Þar eru rætur viðmælanda míns og Bjama föður hans, sem varð ekki bóndi á föðurleyfð sinni fremur en Einar myndhöggvari, bróðir hans. Það er á al- mennu vitorði hvað Galtafell var honum kært; sama var um Bjama, sem nefndi hús sitt við Laufásveginn eftir bænum, og sama er um Hörð. Hann ólst upp í þessu húsi, sem ber svip af kastala og bjó þar lengi. Nú hefur hann flutt sig yfir götuna í nýtt hús, sem hann teiknaði sjálfur og ber vitni um skólann þar sem hann lærði og þá stefnu í húsagerð, sem Hörður hefur tileinkað sér. Sú hugmynd að leggja stund á arkitektúr vaknaði á menntaskólaárunum á Akureyri, sagði Hörður. Hann teiknaði mikið í skóla og það hvarflaði að honum að fara í mynd- listamám. Húsagerðarlistin varð samt ofaná, þótt staðan væri rétt eins og nú: Of margir starfandi langskólagengnir arkitekt- ar eða við nám. Starfandi voru fimm: Guð- jón Samúelsson, Sigurður Guðmundsson, Þórir Baldvinsson, Guðmundur Guðjónsson og Einar Erlendsson. Og við nám voru: Ein- ar Sveinsson, Gunnlaugur Halldórsson, Bárður ísleifsson, Eiríkur Einarsson, og Ágúst Pálsson. Ekki að undra þótt einhver hristi höfuðið og spyrði: Hvað höfum við að gera með alla þessa arkitekta? Hörður Bjamason lét það ekki á sig fá; þennan veruleika hafa ungir menn á íslandi æði oft þurft að horfast í augu við. Tímam- ir voru ekki sérlega bjartir; kreppan mikla að hellast yfír. Það varð samt úr, að Hörð- ur tók stefnuna á Þýzkaland. En hversvegna Þýzkaland? ☆ „Það fór orð af þýzkum skólum, bæði í verkfræði og arkitektúr", sagði Hörður. „Bauhaushreyfingin, sem hafði byijað með endurbættri gerð nytjahluta, tók fljótlega til húsagerðar einnig og um þetta leyti, árið 1931, var hún mjög sterk og beindi athygli heimsins að Þýzkalandi. Þessi stefna sem markar upphaf módemismans, kom á eftir jugendstílnum, sem svo er nefndur og var mjög skrautfenginn eða dekoratífur. Bauhausstíllinn var alger andstæða: Ein- faldleiki og skýrt mörkuð form ásamt áherzlu á það hagkvæma. Samt er þessi stfll mjög „monúmental" þegar rétt er að farið. Þetta var í upphafi þýzkur stíll og hug- myndafræðilegur faðir hans er venjulega talinn vera Walter Grophius, sem mikinn þátt átti í að hleypa hreyfíngunni af stokk- unum í Dessau 1919. En um það leyti sem ég kom utan var farið að hitna í hinum pólitísku kolum og framúrstefnumenn áttu mjög óvissa framtíð. Meðal þeirra, sem flýðu land af pólitískum ástæðum var Grophius; fyrst til Englands og síðar til Banda- ríkjanna, þar sem hann varð prófessor við Harvard. Það var algerlega andi Bauhaus og Grop- hiusar, sem sveif yfír vötnum í Darmstadt, þar sem ég hóf nám f arkitektúr. Samt var mikil áherzla lögð á foma byggingarlist, til dæmis musteri Grikkja og Rómveija, vegna þess að þar eru öll hlutfoll svo hnitmiðuð og fullkomin. Annars má segja, að áherzlan hafi verið mun meira á það praktíska en það listræna. Mergurinn málsins var sá sam- kvæmt þessari stefnu, að hús ætti að byggja innan frá og að útlitið ætti að ráðast af innri gerðinni. Arkitektar jugendstflsins fóru öfugt að; byijuðu á útlitinu og lögðu mesta áherzlu á það, stundum á kostnað þess innra. Það er lfka merkilegt, að ekki voru nema 12 ár liðin frá því Grophius stofnaði Bauhaus í Dessau og þar til ég kom í skól- ann í Darmstadt. Samt var þessi stefna orðin alls ráðandi við þýzka skóla og ég minnist þess ekki að hún mætti andstöðu". ☆ Um líkt leyti og við Hörður ræddum sam- an var verið að sýna í sjónvarpinu framúr- skarandi vel gerða þýzka þætti um gyðingafjölskylduna Obermann á þeim ör- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.