Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 13
Skálholtskirkja — byggð á grunni miðaldakirkjunnar og annarra fyrri kirkna á sama stað, er það verk Harðar, sem hann
hefur mestar mætur á.
lagatíma, þegar Hitler hafði náð einræðis-
völdum. Útsendarar og snuðrarar nasista
voru allsstaðar og hvaðeina var endurmetið
í ljósi hinnar nýju villimennsku. En hvað
um aðra eins framúrstefnu og Bauhausstíll-
inn var? Var það ekki allt önnur leið, sem
hinir nýju herrar vildu fara. Ég spurði Hörð
um það.
„Jú, það er rétt; þeir vildu fara aðra leið.
Speer, arkitekt Hitlers var á allt öðrum
nótum; hann vildi leita til fortíðarinnar og
þær byggingar, sem hann teiknaði, — sum-
ar komust raunar ekki lengra en á blað -
voru monúmentalismi að rómverskri fyrir-
mynd til að dásama og undirstrika valdið.
Það var alger andstæða við stefnu Bau-
haus. Þróunin varð sú, að þessu nýjabrumi
var haldið niðri á valdatíma Hitlers. Stefnan
var að minnsta kosti ekki áberandi þau ár-
in, en hún leið ekki undir lok.
Að sjálfsögðu blasti við í Þýzkalandi hvað
var að gerast, þótt maður upplifði það ekki
eins og sýnt er í kvikmyndum, þar á meðal
þessari um örlög Obermann-fjölskyldunnar.
Ég tók lokapróf í Dresden í lok árs 1936
og kom heim í byijun 1937. Helming þess
tíma, sem ég dvaldist úti í Þýzkalandi, var
Hitler við völd. Fyrir valdatöku hans var
mjög órólegur tími, þar sem kommúnistar
og nasistar elduðu saman grátt silfur. En
svo var eins og allt dytti í dúnalogn og
þessi ógnaröld, sem maður vissi síðar að
hafði verið á bak við tjöldin, var alls ekki
augljós; helzt þó í stórborgunum.
Það var daglegur viðburður 1934 og '35
að sjá raðir af nasistum utan við verzlanir
gyðinga. En myrkraverkin sjálf voru ekki
höfð til sýnis. Það kom fyrir í skólanum,
að átök urðu á milli erlendra stúdenta, sem
felldu sig ekki við aríakenningu Þjóðveija
og þýzkra stúdenta, sem hlynntir voru nasi-
staflokknum eða voru þar félagar. Þetta
mæddi á mér á tímabili vegna þess að ég
var formaður Félags erlendra stúdenta í
háskólanum í Dresden, en þeir voru þá um
200 talsins frá hinum ýmsu þjóðum.
Ástandið var orðið þannig 1936, að SA-
sveitir eða brúnstakkar nasista urðu að vera
í skólanum og tóku mjög virkan þátt í öllu
pólitísku lífi þar. En ég minnist þess ekki
að þeir væru ofbeldissinnaðir og við hin
vorum ekki hrædd við þá. En það bar furðu-
lega mikið á fyrirlitningu Þjóðveija á
útlendingum almennt, sama hvaðan þeir
voru. Þjóðremban var orðin svo mikil og í
augum margra var Þýzkaland nafli heims-
ins, sjálft Herraríkið.
Þrátt fyrir þetta á ég mjög ljúfar minning-
ar frá skólaárunum í Þýzkalandi. Dresden
var þá stórkostleg borg og ein mest lista-
borg í Evrópu. Allar listgreinar blómstruðu
þar og sjálf var borgin feykilega falleg;
byggingarnar flestar frá fyrri öldum - og
allt var það lagt í rúst. En bæði þar og í
Darmstadt leið mér vel.
Innan úr Skálholtskirkju. í kórnum blasir við altaristafla Nínu Tryggvadóttur.
Þessi árin voru allmargir íslendingar við
nám í Þýzkalandi, einkum í verkfræði. Við
höfðum mikið samband, svo og við Norður-
landamenn. Aftur á móti reyndu Þjóðveij-
amir sem mest þeir máttu að forðast okkur.
Nú er það gerbreytt. En slík voru áhrif þjóð-
emisstefnunnar; það er skammt frá föður-
landsást yfir í öfgafengna þjóðrembu.
Ég hef alltaf verið heillaður af Evrópu
og þessum gamla evrópukúltúr. Þjóðvetjar
em líka merkileg þjóð og sterk, en valdatíð
Hitlers var eins og hjartaveila, sem síðan
hefur komizt í lag. Það er merkilegt, að á
þessum tíma vom fleiri háskólar hlutfalls-
lega í Þýzkalandi en í nokkm öðm landi í
heiminum og kennarakosturinn var víða frá-
bær. Það er aldeilis makalaust að þetta
skyldi fara svona hrapallega í ljósi þeirrar
miklu menntunar, sem þjóðin bjó við.“
☆
Sjö arkitektar vom fyrir á íslandi þegar
Hörður kom heim 1937, en það tíðkaðist
ekki þá fremur en nú, að arkitektar teikn-
uðu meiripartinn af því sem byggt var. Það
gerðu hagir og verkvanir byggingamenn og
fórst það oft vel úr hendi. Það var ekki litið
á háskólamenntaða arkitekta sem algera
nauðsyn, segir Hörður. Það hefur ekki veitt
af víðsýnni sjónarmiðum og Hörður tók
meðal annars að sér það hlutverk að bregða
upp ljósi og uppfræða landsmenn um arki-
tektúr og skipulagsmál, sem hann hafði
lagt stund á sem sérgrein. Á löngu tíma-
bili, eða framundir það að hann tók við
embætti húsameistara ríkisins, skrifaði
hann greinar um þessi efni í Vísi og fleiri
blöð; þar á meðal Lesbók Morgunblaðsins
árið 1937.
„Ég veit að þessi skrif höfðu sín áhrif í þá
vem að glæða skilning á nauðsyn mennt-
aðra manna á þessu sviði. Almenningur tók
þessu vel að ég held, en frá arkitektunum,
starfsbræðmm mínum, fékk ég enga upp-
örvun“.
Hörður var ekki fyrr kominn heim en
hann þreif pennann og hóf að segja lands-
mönnum, einkum Reykvíkingum, til synd-
anna, m.a. fyrir sjálfsánægjuna, sem lætur
menn sætta sig við ófullkomleikann og
meira en það. I Morgunblaðsgrein vorið
1938 segir hann svo:
„Hjer á landi er oft talað um Reykjavík
sem íburðarmikinn bæ, sem beri vott um
fágun almennrar auðlegðar. Ef einhver
byggir þolanlega viðunandi hús yfir höf-
uð sjer, þá þykir mörgum sem þar sje
risinn enn nýr vottur um auðlegð og
„fínheit“ hins ríka fólks í bænum.
Sje nú húsagerð og umgengni í
Reykjavik borin saman við það sem
tíðkast jafnvel í þrengstu skilyrðum ut-
anlands, þá fyllist maður undrun og
sársauka yfir því, að Reykjavík skuli
vera höfuðborg á einu fegursta bæjar-
stæði, sem fyrir augu ber.
Hvað skyldi það vera, sem erlendur
ferðamaður, er leggur leið sína hingað
til lands, fyrst rekur augun í? Ekki eru
það sígild listaverk í byggingum og fagr-
ir skrúðgarðar,- Þau fyrirbrigði í
húsagerðarlist, sem hjer bera fyrir aug-
un, eru ekki slík ágæti alment skoðað,
að útlendingurinn sje ekki öðru eins og
betra vanur úrsínum heimahögum,- Það
sem hann fyrst rekur augun í og setur
á sig til frásagnar er heim kemur, og
jafnvel flytur með sér í myndum, eru
þau atríði, þar sem við stöndum verulega
að baki erlendum menningarborgum. En
þessi atriði eru einkum öll umgengni
almennings um hús sín og lóðir, ásamt
skorti á eftirliti af hálfu hins opinbera
með því, að borgararnir gæti skyldu
sinnar í þessum efnum. “
☆
Stundum hef ég fundið að því við arki-
tekta, að þeir virðist annaðhvort enga til-
finningu hafa fyrir litum, eða þá að þeir
þori alls ekki að nota þá. Það djarfasta sem
hægt er að hætta sér útí, em mismunandi
grátónar og afleiðingin verður sú, að um-
hverfið verður ein grámuska. Hörður hefur
fundið þetta, þegar hann kom heim frá
námi og skrifar svo í Morgunblaðið sumarið
'38:
„Hjer hjá okkur vill allt verða grátt.
Loftið er grátt og landið mikinn hluta
ársins. íbúarnir taka svip af landi og
lofti, og ekki síður híbýlin. Grái liturínn
er sá, sem mest ber á í svip bæjarins.
Hjer er ekki hægt að grípa til sígrænna
tijáa. En hvað er þá hægt að gera til
þess að bærinn verði bjartari og meira
aðlaðandi á svipinn? Helsta ráðið sýnist
vera að leggja meiri áherslu á málningu
og bjartari húðun húsanna en gert hefur
verið... “
Athyglisvert og jafn gilt enn í dag er það
sem Hörður skrifaði þá í tímaritið Þjóðina
um þann vanda að byggja smekklega upp
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 13