Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 21
Kristinn Magnússon
Kirkjan
Hvert
krosshús
undir himinboga
skal vígt
á bjargi
orðanna hljóða:
Hvar sem
tveir eða þrír eru
samankomnir
er ég þar mitt á meðal
Sannlega —
sannlega
I hans nafni
Höfundurinn er prentari og stöðumælavöröur i Reykjavík.
Jónas Friðgeir
Heilög
jól
I skammdeginu fögur skín
skærust jólastjarnan mín.
Frelsis hátíð, friðar sól
— færir okkur, heilög jól.
í Betlehem var barnið fætt,
barnið sem að um er rætt.
Jesú barnið — björtust sól
— blessuð séu, heilög jól.
Jólin eru hátíð Hans,
Herrans Jesús — Frelsarans.
Hann er líf og Hann er skjól
— Hann gaf okkur, heilög jól.
Frelsis hátíð, fagnaðar.
Friður ríkir allsstaðar.
Birtir yfir, blessuð sól
— bjarma slær á, heilögjól.
Sigurjón Ari Sigurjónsson
• Allir þeir munir, sem hún metur mikils,
eru ýmist vandlega faldir undir koddanum
hennar eða rúminu. Hún geymir líka ýmsa
persónulega muni í handtöskunni sinni. Eg
segi henni að fari ástandið versnandi, verði
hún bráðum að fara að ganga með bak-
poka, þar sem gersemar henar fengju að
vera í friði. Hún brosir. Mér tekst stundum
að fá hana til að hlæja. Það er þetta skop-
skyn hennar, sem gerir það að verkum, að
ég velti því stundum fyrir mér, hvort henni
sé í raun og sanni alvara, og hvort þetta
sé ekki eintómur leikur af hennar hálfu,
gerður til að vita, hversu langt hún getur
leitt mig.
Nú erum við á leið í almenningsgarðinn.
Þetta er eins og atriði úr Hitchcock-mynd-
inni „Fuglunum". Heilir herskarar af dúfum
steypast yfir okkur. Síðan færa krákurnar
sig feimnislega nær okkur á meðan grár
köttur læðist áfram í snjónum. Þetta er eins
og örkin hans Nóa. En um borð í þessa
örk, þar sem frú T. situr ein vð stjórn-
völinn, er mönnum bannaður aðgangur.
Böm, sem haldin eru öllum illum öndum
og hafa sjúklega nautn af því að flæma
fuglana burt, em sérstaklega illa þokkuð.
Þetta „skip“, „þessi örk“, þessi garður hætt-
ir að vera eign almennings, eftir að hún er
stigin á skipsfjöl. Það er hér, sem henni líður
skást. Um stund em sálarkvalir hennar
gleymdar. Það em bara hún og fuglamir.
En brátt tmfla vegfarendur þennan yndis-
lega fund: „Af hverju em þeir úti að ganga,
þurfa þeir ekki að vinna?" Frakkar em iðju-
leysingjar, „það er engin furða, að efnahag-
ur þeirra sé svona bágborinn"! En þeir em
undir eins gleymdir og hún lætur rigna
góðgæti yfir fuglana og mig. Eg hristi það
af mér. Ekkert skiptir hana lengur máli,
hvorki gamla konan, sem er að sötra
rauðvínið sitt, né róninn, sem er að fróa sér
í mnnanum bak við okkur. Hver fugl er
ávarpaður með nafni. Hún skírði einn spörv-
ann skírnamafni einnar fylgdarmeyjar
sinnar, heiður, sem mér hefur ekki ennþá
verið auðsýndur, en ég get vel beðið þessar-
ar upphefðar ... Hún leggur fyrir mig
nokkrar spumingar um íslenzka fugla. —
Dúfa sest á öxlina á henni, á loðkápuna,
sem kostaði 7.000 fr. (eða tæpar kr. 45.000).
Nokkrir ferðamenn, sem eiga leið framhjá
okkur, hrífast af þessari sjón og taka mynd-
ir af þeim.
Þegar heim er komið, heldur hún þmmu-
ræður um kvalalosta. Það er fólk, sem
kvelur fuglana í garðinum með nælon-
þræði. „Vesalingamir litlu!“ Dag nokkurn
sýndi hún mér þann, sem helzt lá undir
gmn, sá var að lesa dagblaðið sitt í ró og
næði. Hún heimtaði, að ég færi til hans,
og segði honum, að við fylgdumst með hon-
um.
ÓTTAST AÐ FARA í RÚMIÐ
Nú á ég tveggja tíma frí, sem ég reyni
að eyða með því að hugsa um eitthvað ann-
að. Frú T. hefur ýmislegt fyrir stafni, annað
hvort gæðir nún sér á sælgæti eða pijónar.
Áður fyrr lét hún mig pijóna á sig peysur:
„íslenzkar konur em svo myndarlegar í
höndunum", og það var segin saga, að hún
rakti þær jafnan upp vegna þess að liturinn
klæddi hana ekki. Þetta taugastríð endaði
á þann veg, að ég sagði loksins við hana,
að það væri bezt, að hún tæki sér sjálf
pijóna í hönd.
Síminn hringir. Hún þarfnast mín: „Ég
er tilbúin. Hittið mig fyrir framan lyftuna!"
Við fömm aftur á sama kaffíhúsið og þar
hlusta ég enn einu sinni á hana. Stundum
fær hún mig til að hlæja. Hún er ágætis
hermikráka. Bezt tekst henni upp með
Marilyn Monroe: „I want to be loved by
you“, svo og hinar ýmsu fylgdarmeyjar
mínar. Ég ímynda mér, að hún hermi eftir
mér, og ég þykist vita, að hún geri það ljóm-
andi vel. Ég á klukkustundarfrí fyrir
kvöldmatinn, sem við borðum í herbergi
hennar um leið og við horfum á sjónvarpið.
Hún endursendir einn tómat úr salatinu
aftur í eldhúsið, vegna þess að hún uppá-
stendur, að hann hafi verið á annars manns
diski. Það er fisklykt af gafflinum hennar
og „á þetta að heita geitarostur?" „Það er
reginhneyksli fyrir fjögurra stjörnu hótel
að láta þetta viðgangast“. Hún snýr starfs-
fólkinu í kringum sig, sem sættir sig við
duttlunga hennar og framkvæmir skipanir
hennar umyrðalaust. Ég bíð þess, að hún
verði aftur róleg.
Um miðnætti, þegar dagskránni er lokið,
fer hún að búa sig í háttinn. En það er
ekki svo einfalt mál fyrir hana: í stað þess
að fara að sofa í herberginu sínu, verður
hún að sofa í mínui Allt hennar dót er flutt
inn í litla herbergið mitt og mitt inn í henn-
ar, sem er miklu rúmbetra. Þannig dreymir
hana í rúminu mínu eða um það, en ég hef
aftur á móti martröð í hennar. Til að rétt-
læta þessar næturferðir sínar, ber hún fram
ástæður, sem hún veit, að eru fáránlegar.
Henni fínnst hún vera vemduð í herberginu
mínu. Það er henni hlífískjöldur og vamar-
virki. Það er hennar athvarf og skel. Eins
og bam óttast hún þá stund, þegar hún
verður að fara að hátta og vera ein. Hún
gerir allt til að draga skilnaðarstundina á
langinn. Hún gleymir alltaf einhveiju, hún
vekur mig um miðjar nætur undir því yfir-
skini, að sér líði illa: „Komið undir eins,
mér líður svo hræðilega illa!“ Ég er ekkert
að flýta mér að fara í fötin aftur. Þegar ég
er komin inn til hennar vill hún endilega,
að ég nuddi á sér bakið: „Gerður gerði það
svo vel.“ Þessi herbergjaskipti skipta hana
meginmáli. En það er óhugsandi, að her-
bergið mitt verði endanlega herbergið
hennar. Hún hefur aðeins augastað á her-
berginu mínu vegna þess, að það er ekki
hennar. Það verður að taka af skarið.
Og kvölds og morgna sjá gestimir á efstu
hæðinni mig skálma eftir göngunum með
dótið okkar. Eftir þetta langa næturstrit,
reyni ég loksins að sofna um leið og ég
naga mig í handarbökin fýrir að hafa ekki
sagt henni mitt álit á þessu uppátæki henn-
ar.
FastirLiðirEins
OgVenjulega
Sunnudagurinn hefst á sinn vanalega
hátt: „Eruð þér vöknuð? Ja? Jæja, það er
eins gott, því að ég verð ekki til fyrr en
eftir hálftíma," og frú T. slítur samtalinu.
Sunnudagarnir eru öðruvísi en hinir dagar
vikunnar. Við leyfum okkur þann munað
að borða morgunverðinn á hótelinu. Frú T.
vekur þegar í stað á sér athygli með því
að neita að sitja við borðið, sem yfírþjónn-
inn vísar henni á. Hún velur ýmist borð, sem
ekki hefur verið lagt á, eða borð fyrir fleiri
en tvo. Við setjumst og hún furðar sig á
skapvonzkunni í yfirþjóninum. Hún talar
og ég hlusta á hana með öðm eyranu. Ég
virði fyrir mér gestina, olíukónga frá Tex-
as, Japani, svo og fasta morgunverðargesti,
sem búa ekki á hótelinu. Bak við mig kann-
ast ég við einn af prófessorunum mínum í
sálarfræði, sem er að semja fyrirlestur fyrir
næsta tíma.
Tíminn líður og fuglamir bíða, en á
sunnudögum gefum við þeim ekki bara einu
sinni heldur tvisvar og jafnvel þrisvar,
hvernig sem viðrar. Síðan fæ ég tvær
klukkustundir til að hvíla lúin beinin, á
meðan hún horfír á „Animals of The World"
[Dýrin á jörðunni], þáttur sem hún missir
aldrei af undir neinum kringumstæðum, og
sem verður henni jafnan mikið umkvörtun-
arefni. Það eina sem situr eftir í huga
hennar er kvikskurður á dýrum og útrýming
vissra dýrategunda.
Þá er kominn tími til að fara á kaffihús-
ið eftir viðkomu í garðinum. Eins og alltaf
á hveijum sunnudegi eftir hádegi sitja tvær
gamlar lesbur við næsta borð við okkur.
Onnur þeirra sem er með fallegan hatt,
pantar sitt venjulega „bananasplitt" (þ.e.
banana og ís með þeyttum ijóma). Hin ber
jarðarbeijasultu á ristað brauðið um leið og
hún reykir vindil. Þegar þær fara burt
kveðja þær okkur íbyggnar á svip, en ungfrú
T. þykist ekki sjá þær. Eftir kvöldmatinn,
sem við borðum í herberginu hennar um
leið og við horfum á myndina, sem bytjar
kl. 20.30, borgar hún mér, þótt það geti
verið breytilegt eftir þvi hvernig skapi hún
er í. Við förum báðar hjá okkur. Hún vildi
að ég eyddi helgunum með henni sem vin-
kona hennar, og eflaust að ég neiti að taka
við greiðslunni. Ég finn til svolítillar sektar,
og hönd mín, sem tekur við seðlunum, undir-
strikar einsemd hennar. Eftir myndina verð
ég að flytja dótið okkar enn einu sinni á
milli herbergja. Ég kveð hana um leið og
ég óska henni góðrar viku. Ég sofna úr-
vinda af þreytu. Á mánudagsmorgun leysir
ung kona mig af.
Ég er á heimleið. Neðanjarðarlestin er
full af hálfsofandi fólki á leið í vinnuna.
Ég held ég hátti aftur þegar ég kem heim.
Nú sé ég hana ekki næstu fimm dagana,
en því miður hverfur hún ekki úr huga
mínum. Ég hélt lengi vel að ég gæti hjálpað
henni, unz ég ge'rði mér grein fyrir því að
hún hafði hvorki þörf fyrir það né löngun
til þess. Hún hrærist áfram í sínum sjúka
hugarheimi, sem nánasta umhverfi hennar
er nú líka smitað af. Það verður alltaf ein-
hver ung fylgdarstúlka tilbúin að gerast
þátttakandi í æði hennar og fylgja henni
frá hótelinu til garðsins og sömuleiðis til
baka. Jafnskjótt og ég verð sloppin út úr
„vítahringnum" mun einhver koma í minn
stað, ef til vill ung íslenzk námskona, hver
veit?
Sólveig Anspaoh er sálfræöingur í París. Hún
er dóttir Geralds Anspach og Högnu Sigurðar-
dóttur arkitekts. Hún skrifar um kvikmyndir í
ýmis blöö.
A jólum
A
ég
sök
þess
heims
sem er
svangur
þurfandi
kvalinn og
smáður, þess
heims sem er
drepinn eitri
öryggisleysi og
felur sig í vimu
eiturlyfja, meðan
eyðingarvopnin bíða
eftir skapadægrinu,
er ég sekur fundinn
fyrir það eitt að ég
læt mig litlu varða að
þúsundir deyja daglega,
á ég að gæta bróður míns
og láta mola af borði mínu
falla sem brauð handa hungruðum
heimi, er það mitt að gefa þessum
öðrum tækifæri til þess að allir eigi
gleðileg
jól s
og
ný
ár
vonar
Höfundurinn er heildsali og hafa oft birst Ijóö eftir hann i Lesbók.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 21