Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 29
ist fram til Jóns Remigiu í Oddgeirsholum og Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skál- holti á síðari hluta 17. aldar. ÖXARÁ Ein meginregla fræðimennsku er kennd við „sparnað"; því færri tilgátur sem þarf til að skýra víðgreindan efnivið því örugg- ari þykir lausnin. Ef unnt er að finna eina tilgátu sem tekur yfir mikinn fjölda tilvika, þykir það hvalreki fyrir vísindin. Er hugsan- legt að finna slíka tilgátu um svo óvæntan efnivið sem hér er til athugunar? Ketilbjörn inn gamli nefnist landnáms- maður sá er týnir öxi sinni í „á þeiri er þeir kölluðu Öxará“12. í Sturlungu er Ketil- björn sagður hafa „fellt“ öxi sína í ána13. Ef gert er ráð fýrir því, að þarna hafi ekki verið um tilviljun að ræða heldur helgiat- höfn, má leggja fram ákveðna lausn á tengslum Oxar við Þingvelli. Við vitum, að sá staður, er vafalítið geymdi ina keltnesku frumsögn N jálu, Glastonbury í Somerset, stendur einmitt við Öxará (Axe River14). Vart er þar um „tilviljun" að ræða. Ef við gerum ennfremur ráð fyrir Öxinni sem helgitákni valds og réttlætis, líkt og í Róm, sýnist fátt því til fýrirstöðu að ætla Öxi Ketilbjarnar ins gamla „hugmyndafræði- lega“ Rimmugýgi. Þegar öllu er á botninn hvolft merkir sú Öxi „skarpa mörkun“, þ.e. hér úrskurð um landamörk, ef niðurstöður RÍM eru réttar. Það er sonarsonur Ketil- bjamar, Gizur hvíti, sem gefur Skálholtsland til biskupsseturs; það land er markað frá Bergþórshvoli að líkum málsins. En jafn- framt er það markað frá Þingvöllum. Telja verður nokkurn veginn gefið, að Ketilbjörn hafí þekkt mörkun Skálholts við Þingvöllum, og Bergþórshvoli. Verður raunar ekki betur séð en hann hafi staðið að framangreindri mörkun ásamt Katli hæng úr Rangár- hverfi. Svo vill til, að þeir Ketill og Ketilbjöm em báðir úr Naumudal. Ein meginviðmiðun mörkunarinnar nefnist Steinkross, á Rang- árvöllum; steinkross, sem talinn er frá því fyrir landnám íslands, stendur enn í Naumudal. PÉTUR POSTULIOG HLIÐIÐ Unnt er þannig að samræma tákn hinnar frægu Öxar Þingvalla Öxinni Rimmugýgi: þar er um „sömu öxi" að ræða. Gjöf slíkrar Axar til Péturs postula er merkilegt íhugun- arefni; Skálholtskirkja var Péturs-kirkja postula. En Pétur postuli er eitthvert áhuga- verðasta hugtak launsagnarinnar í Njálu. Fom Jól Egyptalands og Rómar tengdust tölunni 25. Sú tala var löggilt sem Jól (25. desember) kristinna manna árið 353 e. Kr. Niðurstaða RÍM, sem sköpum skiptir í sam- bandinu, er sú, að Jól hafi ekki einasta verið TÍMI að fornu heldur og STAÐUR. Sá stað- ur á sjónhring, sem markaði „Geit“ var samsamaður sólstöðum myrkustu nótt árs- ins. Þar gat að líta Hvol Upphafs og Endis, sköpunar og dauða í goðrænum skilningi. Ný sól fæddist í myrkasta skammdeginu inn skemmsta dag ársins. Við sólstöður opnaðist Hlið Tímans: þá stóð Tíminn kyrr eitt andartak, þar skópust því tengsl við landið handan lífsins. Hlið himins í merki Geitar er eðlileg fmmmynd að inu Gullna Hliði kristni. Þar stóð Pétur postuli með lykla sína. Kristnir Keltar hafa þannig vafa- laust tengt Pétur postula Bergþórshvoli. Sjá menn þegar, að þetta varpar með öllu nýju Ijósi á hina stóreinkennilegu gjöf Jóns Rem- igiu lögréttumanns til Péturs postula. Allar líkur benda til, að Jón hafi beinlínis þekkt þessi tengsl og nefnt réttu nafni — gefið Pétri postula öxina Remigi — Öxi laga og réttar frá Bergþórshvoli — er stóð við ið Gullna Hlið. HOFIÐ OGTRÓJA Einatt má skynja merkingar táknmáls af ritúali því er það endurspeglar. Þannig má ætla, að sá helgisiður að bera ár skips umhverfís hof hafí verið framinn að Hofí á Rangárvöllum. Víðgreindar samsvaranir margra smáatriða í réttum samböndum sýna, að þetta atriðið verður vart skilið úr vefnum. Burður árarinnar hefur þá varðað mörkun lands og helgun búsetu. En ætla verður árina fela í sér svipaða merkingu og Rimmugýgi Skarpheðins. Hrafn, sonur Hængs að Hofí, var fyrsti lögsögumaðurinn eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum; vafalítið hefur hann borið Ár sína og Öxi til Alþingis. Eins og áður er sagt eru tengslin við Troiu með emdæmum athyglisverð; helgisið- ur ^parinnar er sérstaklega rakinn til þess „staðar". En því eru gæsalappir hér við hafðar, að Ttjóa var meira en „staður". Samkvæmt niðurstöðum RÍM var Njála ein- mitt „Tróju“-sögn; bein forsenda þess, að unnt reyndist að segja fyrir um goðmerking- ará Italíu, og þá ekki sízt mörkun Rómar, er einmitt sú, að frumsagnir Borgarinnar Eilífu voru TRÓJUSAGNIR — og því hug- myndafræðilega skyldar þeim sögnum er vörðuðu landnám íslands og stofnsetningu Alþingis. Tengslin við „Tróju" gera Njálu einstæða sem heimild. Snorri er ómyrkur í máli um tengsl íslenzkra goðsagna við Tróju. Sjálfur for- máli Eddu varðar það efni. Fáir hafa hins vegar trúað Snorra, talið líklegra, að hann væri þarna að blanda algengum lærdómum tíðar sinnar í óskyld efni. Valda kyndugar ættrakningar miklu þar um. En samkvæmt RÍM vissi Snorri hvað hann söng. Hafa at- huganir á Öxi og Ár ekki breytt þeirri niðurstöðu. Tengslin eru miklu fastari en nokkurn hefði órað fyrir að óreyndu. Eining Öxin Rimmugýgur, sú er fló á Vængjum Nætur, er eðlilegt tákn myrkustu eykta árs. Kerling Hel og sonur hennar, Dauðinn, hafa langar stundir lifað í þjóðsögum sem Grýla og burr hennar sérstæður. Af skiljan- legum orsökum varða þær sagnir Jól. En Hvoll Dauða var jafnframt Hvoll Lífs. I myrkasta skammdeginu kviknar barn í jötu Geitar; ný sól rís. Við jötu barnsins standa frumefni allrar sköpunar. Vindur, Eldur, Vatn. Vindur til anda, vatn til fijós og Eld- ur til hita. Af frumgögnum þessara greina má telja næsta öruggt, að kristnir menn hafa sam- einazt heiðnum við landnám og ríkisstofnun á íslandi. Öll rök efniviðarins hníga í þá átt. Auður djúpúðga, Örlygur Hrappsson og Vestmenn virðast hafa staðið að þessu táknmáli eigi síður en þeir Ketill hængur og Ketilbjöm inn gamli úr Naumudal. Lend- ur Ingólfs eru mörkuninni tengdar, slíkt ið sama Mýrar Skallagríms. Við landnám ís- lands og ríkisstofnun hefur eining ríkt. JÓL Einhveijar þekktustu kenningar fomald- ar vörðuðu aldaskipti. Ein öld reis þá önnur hneig. Einföldustu skil tímans urðu þó um Jól; þá hvarf gamli Tíminn og sá nýi hóf göngu sína. Þetta er grundvöllur sá er laun- sögn Njálu er á reist. Tiltekinn staður var upphafsdepill tíma og vegalengda — Berg- þórshvoll í Landeyjum. Þar varð bmni hver Jól en einkum og serílagi við aldaskilin miklu, er heiðni tíminn hvarf og sá kristni hóf göngu sína. Þeirrar brennu verður ætíð minnzt; þar urðu þau tímaskil er kveiktu kristin Jól. Öxi lífs, dauða og réttlætis, Rimmugýg- ur, kom heil úr þeim eldi. Hennar var hefndin. En inn áttundi heimsaldur Krists fór í hönd; sá aldur stöðvaði framrás Axar- innar er brennu Njáls var hefnt — á Bolavöllum Bijáns. Þá var og goldið fyrir Njál konung og syni hans — héðra sem þaðra. Nýr hvítur guð var borinn á Hvoli Upp- hafs. 1) J.C. Cooper, An Illustrated Encyclopedia of Traditional Sym- bols, Routledge & Kegan Paul, London 1962, undir Mother. 2) sk. 3) ÍF XII, 343 4) J.C. Cooper sk. 5) ÍF XII, 304 6) ÍF II, 182 7) ÍF XII, 313. 8) E.P. Arfur Kelta 1981, k. 52. 9) J.C. Cooper sk. 10) ÍF I, 1 S/5, H/5 11) sr S349, H308. 12) sr S385, H338. 13) Sturlunga saga, útg. Sig. Kr., Rvk 1909, II, 17. 14) Sjá E.P. 1981 k30. Höfundurinn er fræðimaður og hefur skrifað Rætur Isl. menningar, sem hér er vitnað til. Hann er og skóiastjóri Málaskólans Mímis. Þórey Hansen og Þjóðsagan hennar EFTIR SR. ÞÓRISTEPHENSEN Arin 1960—71 var ég sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli. Meðal sóknar- barna minna þar var kona sú, sem nefnd er hér í fyrirsögn, Þórey Hansen. Henni var óvenju margt vel gefið, bæði til líkama og sálar. Hún var glæsi- leg ásýndum, prýðilega greind og einstök drengskaparmanneskja. Við kynntumst vel, því Þórey var tíður gestur á heimili mínu. Henni fylgdi ætíð gleði og göfgi í hugsun, og það var eins og hún hefði lag á að gefa umræðu manna eitthvert menningarlegt gildi. Þórey var t.d. hafsjór af lausavísum, sem hún lét fjúka eftir því sem tilefni gáf- ust, og hún kenndi mér margt af þeim. En svo var henni einnig tiltækur ýmiss þjóðlegur fróðleikur. Meðal þess, sem hún sagði mér, var þjóðsaga ein, sem hún taldi, að hefði hvergi komið fyrir almenningssjónir. Dag einn kom hún með hana upp skrifaða eigin hendi, gaf mér og lét mig lofa því að setja hana á prent. Það loforð er ég að efna nú, með því að biðja Morgunblaðið að birta hana. Þórey fæddist 1. september 1886 að Gunnhildargerði í Hróarstungu, dóttir Sig- mundar bónda þar Jónssonar og konu hans Guðrúnar Ingibjargar Sigfúsdóttur. Þórey var bamakennari í Hróarstungu næstu veturna eftir fermingu, en fór svo til náms í mjólkurskóla Grönfeldts á Hvítárvöllum. Vorið 1908 tók hún að sér for- stöðu ijómabúsins á Gljúfuráreyrum í Skagafírði. Haustið 1909 gengu þau í hjónaband, hún og Kristján Hansen frá Sauðá í Skagafirði. Þau voru sitt fyrsta búskaparár austur á Sleðbijót en fluttu svo norður í Skagafjörð. Þar var heimili þeirra á Sauðárkróki. Kristján var vegaverkstjóri í áratugi. Hann andaðist á vordög- um 1943. Þórey lést 2. nóvember 1963. Þjóðsöguna nefndi hún Gildi spilanna og fer hún fer á eftir. Gildi spilanna Ifyrndinni tók skólapiltur á Hólum í Hjaltadal upp á þeim óvanda að hafa spil með sér í kirkju og fletta þeim undir prédikun. Hvort hann hefur gert þetta af stríðni við klerk eða honum hafí ekki þótt hann breyta eft- ir kenningu sinni, getur sagan ekki um. Prestur vandaði um þetta við piltinn, en hann svaraði ekki öðm en því, að spilin væra sér eins og besta Guðsorð. Þetta fór svo í mál á milli þeirra og vann prestur málið. Skólapilturinn vísaði svo málinu alltaf lengra og að lokum kom það fyrir konung, svo báðir urðu að sigla til að flytja mál sitt. Þegar þeir komu fyrir konung, þá færði pilturinn hin sömu rök og fyrr, að spilin væra sér eins og besta Guðsorð. Konungur spurði þá, hvort hann gætiskýrt þetta nánar. „Get ég víst,“ segir hann, „þó fyrr hefði verið, en þess hefur aldrei verið krafist af mér. Þegar ég sé ásinn, þá hugsa ég til Guðs föður. Þegar ég sé tvistinn, þá hugsa ég til hans sonar. Þegar ég sé þristinn, hugsa ég til hinnar heilögu þrenningar. Og þegar ég sé fjarkann, hugsa ég til hinna fjögurra guðspjallamanna. Og þegar ég sé fimmið, hugsa ég til hinna fimm forsjálu meyja, sem tendraðu lampann fyrir húsföðurinn. Og þegar ég sé sexið, hugsa ég til hinna sex steinkera, sem sett vora í Kana í Galíleu, og þess kraftaverks, sem frelsarinn gerði þar. Og þegar ég sé sjöið, þá hugsa ég til hinna sjö bæna í faðirvorinu. Þegar ég sé áttuna, hugsa ég til hinna átta sálna, sem innifólust í örkinni. Og þegar ég sé níuna, hugsa ég til hinna níu líkþráu, sem frelsarinn hreinsaði. Og þegar ég sé tíuna, hugsa ég til þess tíunda, sem sneri aftur til að gefa Guði dýrðina. Þegar ég sé drottninguna, þá hugsa ég til hinnar veglegu drottningar, sem heimsótti Salómon konung. Og þegar ég sé kónginn, þá hugsa ég til yðar hátignar, sem ég nú stend frammi fyrir.“ „En hvemig stendur á því, að þér undanskiljið eitt spilið, sem er gosinn?" spurði konungurinn. „Já, yðar hátign, ég undanskildi gosann. Þegar ég sé gosann, hugsa ég til hins óguðlega gosa, sem leiddi mig á yðar fund.“ Konungi líkaði svo vel svör piltsins, að hann styrkti hann til meiri menntunar, en prestur var settur af embætti.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.