Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 32
„HVERNIG VAR ENGILBERT
JENSEN?“
Síðast en ekki síst voru alltaf á ferðinni
svokallaðir „bítistar" sem drógu mjög að
sér athygli vinar míns á götum Reykjavík-
ur. Þetta voru yfírleitt nauðrakaðir menn,
angandi af Old Spice, sem íklæddir víðum
jakka og stuttum buxum stikuðu á támjóum
skóm um strætin og létu ósjaldan skína í
bert milli buxnaskálmar og sokka. Hið
síðastnefnda þótti Stenna sérlega bít-legt.
(Að gefnu tilefni skal það tekið fram að
skv. söguskilningi Stenna leysti nýtt tíma-
bil „bít-árin“ af hólmi um 1970. Hér var
að sjálfsögðu um að ræða tímabil hinnar
fijálsu pípunotkunar og villts hárvaxtar í
þágu ástar, friðar og kosmískrar alheims-
skynjunar. Þetta skeið nefndi Stenni einfald-
lega „dóp-árin“ og þegar tímar liðu átti
hann eftir að verða æ uppteknari af þeim.
En það heyrir víst ekki til þessari sögu.)
Já, ég var að tala um óeirðina í honum
Stenna. Vissulega hefur hún að einhverju
leyti verið dæmigerð fyrir þetta umbrota-
sama skeið í ævi hvers manns.
Hingað til hafa þó rómantískir dagdraum-
ar fremur verið taldir til ungmeyjadyggða
— eða lasta. En Stenna dreymdi svo sannar-
lega — bæði nætur og daga. Rétt eins og
stúlkur liðinna daga þráðu ekkert heitar en
samverustundir með Clark heitnum Gable
var það Stenna æðsti draumur að sjá þeim
Gunna, Rúnari og ekki síst Berta, bregða
fyrir í eigin persónu. Einu sinni jaðraði þó
við að hann „hitti“ Berta fyrir milligöngu
föður síns er þeir tveir síðastnefndu sátu
sameiginlegan blaðamannafund með nokkr-
um helstu popp-söngvurum íslandssögunn-
ar. (Þess má geta að Stenna-pabbi var eitt
af stómúmerum dægurmúsíkunnar þegar
Rock/Skiffle-æðið stóð sem hæst hér á
landi). Eins og fara má nærri um hefur
þessi blaðamannafundur verið troðinn stór-
mennum. En fyrir Stenna vakti aðeins eitt.
Og spumingin skall á föður hans um leið
og hann birtist í dymnum:
„Hvemig var Engilbert Jensen, pabbi?“
Faðirinn lét sér í engu bregða og svaraði
festulega: „Hann er prúðmenni." Þó hann
léti það ekki uppi held ég að Stenni hafí
aldrei verið fullkomlega ánægður með þessa
lýsingu á átrúnaðargoði sínu. Saknaði púð-
ursins. Bít-istar verða jú, að vera meira en
prúðmenni.
Síðsumars rönkuðum við svo loks við
okkur. Þ.e.a.s. við áttuðum okkur á þeim
fomkveðnu sannindum, sem m.a. em hreyfí-
aflið í verkum Enid Blyton, að ævintýrin
koma ekki til manna. Þeir verða að leita
þau uppi. Meðlimir Hljóma hinna gömlu
áttu sannarlega sjaldan erindi í friðsælu
götuna okkar. Já, nú þurftum við að fara
að bjarga okkur sjálfir.
Það hafði kvisast út, — þ.e. Stenna hafði
með linnulausum eftirgrennslunum borist
til eyma hvar hljómplötuútgáfan Ýmir hefði
aðstöðu sína. Ófróðir skulu upplýstir um að
téður Ýmir var einmitt framlag Gunnars
Þórðarsonar til útgáfumála um þær mund-
ir. Lengst í íjarska austurbæjarins — við
endimörk Kópavogs, var starfsemin sögð til
húsa og var þá nokkuð annað eftir en að
taka fram göngustafínn og halda á fótinn?
Fyrirsát í Kópavogi
Við gengum lengi, lengi dags, að því er
okkur fannst, en heillandi tilgangur ferðar-
innar seiddi hugann og kitlaði iljarnar svo
mannlegar takmarkanir gleymdust. Viljinn
var allt sem þurfti. Meiningin var semsé
að sitja fyrir hljómplötuútgefandanum, sjá
honum bregða fyrir, jafnvel festa á filmu.
Á endanum komumst. við svo á áfanga-
stað samkvæmt fyrirliggjandi heimildum um
húsnúmer. Það verður að segjast hér að
aðkoman olli okkur nokkrum vonbrigðum,
svona fyrst í stað og sem betur fer renndum
við ekki grun í framhaldið, ekki var það
betra. Hugmyndir okkar um aðsetur hijóm-
plötuútgáfu höfðu beðið skipbrot.
Framundan okkur sáum við lágreist timb-
urhús, nýmálað þó og sæmilega hirt,
umlukið grasivaxinni lóð. Upp að anddyri
hússins lá ofurlítil malartröð og þar á hlaði
beið velktur amerískur bensínsvelgur eig-
anda síns. Það var þessi ameríski sem gaf
okkur veika von um að einhverra stórtíðinda
væri kannski að vænta og við afréðum að
leggjast í vanhirt sefgras nágrannalóðarinn-
ar og bíða átekta.
Mínútur liðu — og stærri tímaeiningar
án þess að nokkuð kvikt sæist við þessa
hrörlegu hljómplötuútgáfu, hvað þá að sæist
til góðlátlegs skeggjaðs manns hlaupa út í
drossíuna með plötubúnt undir handleggn-
um. Vinimir fóru smám saman að gefa upp
von. Stenni sagði, greinilega fullur sárinda
og örvæntingar: — „Er þetta örugglega
hljómplötuútgáfan Ýmir?“
Ég reyndi að sefa vin minn, sagði eitt-
//
og nýfrelsaÖur
aðventisti, sem vildi
veita vini sínum
hlutdeild í hinni eilífu
birtu. Hugur hans var
algerlega horfinn á vit
liÖinna ára,
áratugarins 1960— ’70,
bít-áratugarins. Bít var
lausnarorÖiÖ, líflÖ var
bít. ÞaÖ lá í
andrúmsloftinu, í
gatnakerfinu og
klœÖnaÖinum. íþessu
var þjóðernislegur
metnaÖur: Bítlarnir
voru ekkert sérstakir.
Það varþá eitthvaÖ
annaö meö Hljóma.
Þeir voru ífyrsta, öðru
og þriÖja sœti.
//
hvað á þá leið að við yrðum að trúa
heimildum okkar, þetta væri þó síst ólík-
legra húsnæði en vísitölu-kumbaldarnir í
nágrenninu. En svo fór að lokum að síðustu
vonameistar okkar beggja slokknuðu alger-
lega og við hugsuðum til hreyfings úr bældu
grasinu sem hafði verið okkur svo nákomið
á umliðnum klukkustundum. Sá hugsanlegi
möguleiki að knýja dyra hjá útgáfunni dular-
fullu var að svo komnu máli ákaflega
fjarlægur fullhugunum ungu. En á einhvem
máta varð ferðin að nýtast svo Stenni taldi
mig á að mynda húsið að skilnaði, alltaf
væri jú fengur að eiga hljómplötuútgáfuna
Ými á mynd. Ég mundaði vasamyndavélina
og tryggði þessu óendanlega augnabliki
eilífa varðveislu. Að svo búnu snemmst við
á hæli og héldum í vestur — þar sem maga-
fyllingin beið.
Og svo byrjaði skólinn. Við Stenni hófum
unglinganám þetta haust og því mikil gerjun
í okkar tilveru. Útspringandi meyjar, nýir
leiðbeinendur og nýr skólastjóri höfðu öll
sín áhrif á flöktándi þunnskeljaðar sálir.
Þetta voru ljúfir og umfram allt — spenn-
andi tímar. En í þessum hrærigraut nýrra
kennda og annarlegra áhrifa — í þessari
ólgandi deiglu líðandi stundar, stóðu þrátt
fyrir allt tveir nemendur ennþá traustum
fótum í dægurmenningu liðna tímans. Við
héldum dauðahaldi í Hljómaarfleifðina
gömlu sem nú gleymdist óðfluga hinni van-
þakklátu kynslóð unga fólksins.
Og dagarnir liðu ...
Stórkostlegar Fréttir
„Það er eins og gerst hafí í gær“ . . .
gæti ég sungið í hvert sinn er ég minnist
fimmtudagsins 7. október 1976. Áð sönnu
virtist þetta í fyrstu ætla að verða fremur
látlaus dagur með hefðbundnum sólargangi
og dæmigerðri íslenskri haustveðráttu. Já,
allt þar til ég hitti Stenna. Þá gerbreyttist
veröldin í einni svipan. Við höfðum þann
sið að vera jafnan samstiga í menntasetrið
og lá það betur við að ég sækti hann. Og
þennan morgun, þennan ógleymanlega
morgun knúði ég dvra, þvottahúsmegin,
eins og svo ótal oft áður. Mér var boðið að
opna og var varla kominn hálfur inn þegar
Stenni kom blaðskellandi innan úr eldhúsi,
nötrandi sem hrísla í stormi, með Morgun-
blaðið samanvöðlað í hendinni.
„Stórkostlegt .. . Stórkostlegar fréttir af
horaða strákpiltinum frá Hólmavík ..."
hrópaði hann upp og gleðin og geðshræring-
in var slíkt að ég óttaðist að myndi ríða
honum að fullu.
Eftir að hafa fengið færi á að jafna sig
stundi hann loks upp þessum fréttum af
horaða strákpiltinum sem voru svo stórkost-
legar. Og þá skyldi ég allt. Ég fór sjálfur
að titra. Já, skv. greinilega prentaðri auglýs-
ingu í Morgunblaðinu var það fyrirætlun
liðsmanna „Lónlí Blú Bojs“ að árita glænýja
„skífu“ þeirra — „Á ferð," í Hljóðfæraversl-
un frú Sigríðar Helgadóttur seinna um
daginn. Þarna fór greinilega ekkert á milli
mála — því ekki laug Mogginn. Og það stór-
kostlega í dæminu var einmitt það að
meðlimir „Lónlí Blú Bojs“ voru þeir Gunn-
ar, Rúnar og Engilbert — gamli Hljóma-
kjaminn, að viðbættri Poppstjörnu íslands
1969 — Björgvini Halldórssyni. Það var því
hreint ekkert að undra þó Stenni væri „í
kerfí" yfír þessu öllu saman.
Auglýsingin setti sitt stóra strik í áætlan-
ir dagsins, það þarf víst varla að taka fram,
en þær breytingar voru okkur félögunum
sérlega ljúfar. Varð að ráði að við hittumst
í verslun frú Sigríðar er stóra stundin rynni
upp og skyldi ég hafa „Blú Bojs“-skífuna
meðferðis fyrir siða sakir.
Fyrrihluti dagsins leið við uppfræðslu í
stofum og róstur á göngum. Semsé hinn
hefðbundnasti skóladagur fyrir velflesta . ..
nema jú auðvitað mig og Stenna. Tekið
skal fram að við vorum ekki bekkjardeildar-
bræður, þannig að ekki veit ég fullkomlega
hvað honum leið en varla hefur hann verið
miklu yfírvegaðri en ég. Eftir því sem stund-
imar siluðust áfram varð ég ókyrrari —
hjartslátturinn sveiflukenndari og andar-
drátturinn örðugari. Þegar verst lét lá mér
við yfirliði. Og allt þetta uppnám í tilefni
þess að innan örfárra stunda myndi ég
standa augliti til auglitis við fjórmenninga
nokkra sem höfðu popp-isma að atvinnu.
Og hvílíkir fjórmenningar — Já, það var
alls ekki fullvíst að ég yrði samur maður
eftir þessa þolraun. Svo glumdi bjallan og
ekkert var eftir nema að hrökkva eða
stökkva — örlögin biðu í Aðalstræti.
í Reykjavík varð ég setinn einhverri dul-
arfullri ró — óútskýranlegri ró, þessu
sálarástandi sem hetjan finnur fyrir síðasta
spölinn á einvígisstað. Ég reikaði um mið-
borgina í hægðum mínum, leit í útstillingar-
glugga verslana og keypti loks skífuna góðu
svo sem um hafði verið talað. Svo fumlaus,
svo afslappaður að ég hefði rétt eins getað
verið að velja afmælisgjöf handa ömmu
minni. Og skyndilega var ég svo kominn inn
í Hljóðfæraverslun frú Sigríðar Helgadótt-
ur. Gekk þar bara inn alveg kaldur, gersam-
lega dofinn fyrir umhverfinu eða því sem í
vændum var. Stikaði upp á fagurrauðan,
upphækkaðan pallinn og tók mér stöðu til
hliðar við afgreiðslukontórinn — og svona
sallarólegur. Það var hálfrokkið þama inni,
fannst mér, og rauðleitur, dulúðugur blær
yfír öllu — yfir country-innréttingunum,
gólfteppinu og mannfólkinu. Ennþá var
enginn sjáanlegur ... eða vel að merkja —
ennþá voru þeir Gunni, Rúnar, Engilbert,
Bjöggi — og Stenni ekki sýnilegir, aðrar
mannverur vom ekki til fyrir mér þessa
stundina. Nú tóku mjúkir, nýútgefnir „Blú
Bojs“-tónar að berast í gegnum magnara-
kerfíð og mér varð staðreynd ljós. Héðan
af varð ekki aftur snúið. Ég stóð bara stjarf-
ur og starði skelfdur fram á sviðið.
GoðinBirtast
Gunnar Þórðarson kom fyrstur. Lallaði
hæglátlega upp að afgreiðslukontórnum
eins og ljós. Kveikti í vindlingi, hallaði sér
makindalega upp að borðinu og tók að rýna
upp í loftið um leið og hann saug, reglu-
lega, að sér reykinn. Svo fór hann að hlusta
eftir músíkinni, brosti lítið eitt, minnugur
góðra stunda í hljóðverinu og tók svo í hálf-
um hljóðum undir með sjálfum sér í „Alla
fanti“ — einu nýju hit-laganna. Ég fylgdist
grannt með öllu og hrærði hvorki legg né
lið. Ég hafði oft lesið að aðal sannra lista-
manna væri hvursu blátt áfram þeir væm.
Þama sá ég ljóslifandi dæmi þess.
Næstur var Björgvin. Hið foma goð tán-
ingsstúlknanna bar sig ekki síður alþýðlega
og um varir þess lék milt bros. Þeir sam-
starfsmennirnir virtust nú taka upp hinar
notalegustu samræður sem þeir krydduðu
með rauli og „fílingu" fyrir nýju plötunni,
sem alltaf gekk linnulaust.
Þegar Rúnar bar að garði höfðu hvorki
Stenni né Berti látið sjá sig. Gamli
Glaumbæingurinn virtist enn muna hvemig
stórstjörnur bera sig að og tók stigann með
glæsibrag. Hann var léttur á brún eins og
félagar hans og urðu nú hófsamlegir fagnað-
arfundir með þeim þremur. Þessir menn
vom bersýnilega samvaldir bæði í lífi og list.
Loks birtist Stenni — laumaðist skáhallt
upp stigann áleiðis til mín og gaut um leið
Iotningarfullum augum ti! þremenninganna,
næstum opinmynntur af hrifningu. Þó vinur
minn réði sér vart fyrir kátínu og há-
stemmdri hamingjukennd, kom hann fljótt
auga á skarðið vandfyllta sem þarna blasti
við hveijum Hljómafræðingi.
„Hvað . . . er Berti ekki kominn?“
Ég sagði það rétt vera, því miður — augu
hans skrökvuðu ekki, en hinsvegar væri
rétt að halda í vonina sem lengst. Við afréð-
um semsé að hinkra eftir „drengnum með
englaröddina" og bera bækur okkar saman
á meðan. Vasamyndavélin mín var náttúru-
lega meðferðis, ómissandi í hvern Hljóma-
leiðangur og hvatti Stenni mig óspart til
að nota hana hið fyrsta. Ekki myndi þetta
gullna myndefni vara til eilífðar þama .við
afgreiðslukontórinn. I rauninni hafði ég ráð-
gert að nota gripinn til þess arna en það
var áður en ég stóð þarna tveimur faðm-
lengdum frá þjóðsagnapersónunum sjálfum.
Skjálfandi halaði ég þó vélina úr pússi mínu
og undirbjó myndatöku með veikum burð-
um. Já, veikum segi ég, því þá er ég smellti
flasskubbnum á, tókst svo hörmulega til að
skot reið af ofan í gólfteppi frú Sigríðar
með tilheyrandi perusprengingum og ljósa-
baði sem hlaut að ónáða listamennina. Mér
þótti eymd mín fullkomnuð.
„Hvað ertu að gera? ... Ertu fíf!?“
Stenni hvæsti þetta samanbitnum tönn-
Shady Owens komin tíl sögunnar.