Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 37

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 37
og annar veraldlegur kveðskapur eftir Hallgrím Pétursson, sem bendir til að hann hafí verið glaðlyndur og ekki alltaf með hin alvarlegustu yrkisefni á vörunum í leiðinda-bömin hann Leppalúði kvað, sagt er mér þú eigir eitt og seldu mér það. Mér er sagt hún litla Steinunn hríni svo hátt, hún banni henni móður sinni svefninn um nátt. Hún banni henni móður sinni vinnu og værð, oft er hún með ærsli og ólæti kærð. Svo kvað hann Lúði: Hann Eyjólfur þinn skapfellegur þykir mér hann í skinnbelginn minn. Skapfellegur þykir mér hann, og skilur okkur eitt: Syngur hann á saltarann, og það er mér leitt. Syngur hann á saltarann og situr í kór. Mér þykir hann Gvendur mátulega stór. Mér þykir hann Gvendur mér haga best, latur er hann að læra og leikfullur mest. Latur er hann að læra og les heldur tregt, stendur í honum stampurinn og stamar heldur frekt. Út af þessum orðum ótti mér stóð. — Öll á ég börnin, athæfisgóð. Öll á ég börnin blíðlynd um sinn. Kostulega les hann litli Gvendur minn. Ekki færðu að sinni þitt erindi hér. Hamaðist þá Lúði og hljóp inn að mér. Hamaðist hann Lúði og hugðist mér að ná. Eg var kominn í hökulinn það hlífði mér þá. Ég var kominn í hökulinn og hýrði með mak. Hann rasaði á hellunni og hausinn niður rak. Hann rann til á hellunni um hálfa fimmtu spönn. Ball hann í kórslá svo brotnaði úr honum tönn. Ball hann í kórslá og beljandi upp stóð. Ut hljóp hann úr kirkjunni með ofsamik.il hjóð. Út hljóp hann úr kirkjunni. En ég fór þá heim. Ekki vil ég gestinum oftar mæta þeim. í BAÐSTOFUNNI í HVALSNESI Ég felli talsvert úr kvæðinu og margt virðist vanta í það. Hér fáum við að líta inn í baðstofu skáldsins í Hvalsnesi. Húsbóndinn situr þar og er með gleðibragði, þegar hann raular við bömin sín. Þau koma hér fram í réttri aldursröð. Ef við hugsum okkur, að þetta hafi verið 1647, væri Eyjólfur tíu ára, Guðmundur sex—átta og Steinunn litla á öðru ári. Ekki leið á löngu, að sorgin vitjaði þessa fátæka heimilis og tæki yngri bömin tvö frá þeim Hallgrími og Guðríði. Eftirmæli Hallgríms um Steinunni segja glögglega til um það, hversu nærri hann tók sér þann missi. v Margt hafði Hallgrímur ort áður en hann orti Passíusálmana, bæði í gamni og alvöru. Hann hefur gert sér grein fyrir því, að lífið er blandað blíðu og stríðu og er hvort tveggja manninum nauðsynlegt. Skapbrigðamaður hefur Hallgrímur verið og kemur það fram í kveðskap hans. Gamansemi hefur Hallgrímur átt fram- undir það síðasta. Við sjáum honum bregða fyrir á Alþingi í strákasolli og til eru gaman- vísur eftir hann, kveðnar í Saurbæ. Eg held, að mönnum sé gjarnt að hugsa sér Hallgrím eldri en hann var. Ef hann hefur ort kvæð- ið um Leppalúða um 1647, þá hefur hann verið aðeins 33 ára. Guðríður hefur þá ver- ið komin fast að fimmtugu. Hallgrímur kom að Saurbæ 37 ára gamall og hann var ekki nema 45 ára þegar hann lauk við að yrkja Passíusálmana; þá virðist hann hafa verið við góða heilsu. Hallgrímur gegndi prests- verkum til 1669, en þá var heilsan mjög farin að bila. [55 ára]. Of mikið hafa menn gert úr örbirgð Hallgríms á Suðumesjum, fram til þess hann fékk embætti. Fiskafli var góður þar syðra á þeim árum. Hallgrímur átti líka jafnan góða vini í flokki efnamanna, svo sem Þorleif í Hvalsnesi, Grím Bergsson í Njarðvík og ekki sízt Árna Gíslason á Ytra- Hólmi á Akranesi. Ekkert Sem Bendir Til ÚLFÚÐAR Á HEIMILINU í baðstofunni í Hvalsnesi, þegar prestur- inn var að raula fyrir börn sín, hefur þar einnig verið hún Guðríður Símonardóttir. Sú kona hefur sætt miklu aðkasti fyrr og síðar. Sannast að segja bendir ekkert til þess að hún hafí verið illa skapi farin, frem- ur það gagnstæða. Þó eru líkur til, að hún hafí verið nokkuð skörp í tilsvörum stund- um. Mikið þrek hefur þeirri konu verið gefið, sem virðist hafa enst henni til þess síðasta. Heimildir em fyrir því, að Hallgrím- ur hefur unnið hversdagsleg störf, og fyrir heimili sínu hefur hann unnið með erfiði þar til hann fékk embætti. Á prestskapar- árum sínum hefur hann ekki hlíft sér við erfíði. Við höfum spurnir af honum við úti- verk og við heyskap. En hann hefur stundum farið að heiman vegna prestverka eða af því honum var nauðsyn að finna menn að máli. Og tíma hefur hann þurft til þeirra ritverka, sem hann leysti af höndum. Því hefur húsfreyja oft þurft að hafa á höndum bústjórn úti og inni. Hvergi er neitt að finna í orðum Hallgríms í bundnu máli né óbundnu, sem bendir til að úlfúð hafi verið milli þeirra hjóna. Það má ráða af Leppalúðakvæði að oft hefur sjófang verið til matar á prestssetrinu að Hvalsnesi og það hefur jafnan þótt boðlegur matur. Mestu skipti, að nóg væri til af því. Bústofn þeirra þar hefur verið lítill. Saurbær er allgóð bújörð, beit ágæt og slægjur all- sæmilegar. Þó kallaði Hallgrímur jörðina heyskaparlítinn stað. Skógur var þar til mikilla nytja. Staðurinn átti eignir allmikl- ar, sem gáfu af sér dijúgar tekjur. Þar í Saurbæ virðist sem þau hafi búið við góðan hag. Glettni án Illkvittni Ýmsar sagnir geta þess, að Hallgrímur væri staddur á Þingvelli um þingtímann og var þá gjarnan í gleðskap, stundum svo að virðulegri mönnum þótti úr hófí keyra. Hér er ein lítil saga til dæmis um glað- lyndi Hallgríms. Honum hefur verið þing- ferðin holl tilbreyting og er slíkt algengt um skáld. Hallgrímur var á gangi hjá tjaldi Daða sýslumanns. Það hefur líklega verið Daði sonur séra Jóns Jónssonar á Melum. Jón á Melum var sonur Jóns Þorsteinssonar prests og skálds frá Höfn í Melasveit. Hann drápu Tyrkir í Vestmannaeyjum 1627. Vitað er, að vinátta var milli Jóns á Melum og Hallgríms. Nú sem Hallgrímur gengur hjá tjaldi sýslumanns, þá rekur hann óvart fót í tjaldstag og kemur slinkur á tjaldið. Sýslu- maður svaf þar inni og vaknaði við þetta tilvik. Daði segir þá og heldur höstuglega: Hver er þar? Hallgrímur svarar: Sá sem víða var. Daði segir: Hvað heitirðu? Hallgrímur svarar: Minna gott veitirðu. Nú mun sýslumaður hafa þekkt rödd Hallgríms og orðalag. Segir þá Daði og nú í mildari tón: Komdu inn! Hallgrímur svarar: Ekki um sinn. Verið þér sælir, Daði minn. Nokkrar tækifærisvísur, eignaðar Hall- grími, lýsa glettni hans og venjulega án illkvittni. Margt bendir til, að Hallgrímur hafi ver- ið glaðlyndur og ekki vílsamur. Þungt gat honum verið í hug stundum, en ekki þung- lyndur til lengdar. Þegar mest blés á móti hefur góð skapgerð orðið honum að liði, að trúnni ógleymdri. Svo hugstæð sem Hallgrími var trú og guðfræði hefur hann ekki verið með þau efni á vörunum allar stundir, um það vitna ýmsar trúverðugar sagnir og gamankvæði hans. Svo mælir Hallgrímur í rímnaman- söng: Eg er maður, mig kann því mannlegt dæmi að henda. Ef hugann særir harma stig hófið standi í skorðum, með skemmtun nærir sinnið sig, sagði Cato forðum. Hallgrímur Pétursson hefur ekki verið beygður maður, þrátt fyrir ýmsa örðugleika. Sveinbjörn Beinteinsson er bóndi og allsherjar- goði á Draghálsi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.