Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 39
Mynd: Helgi Þorgils Friðjónsson. Eftir nokkur umbrot sáu þeir koma nokkuð lítinn veg frá skipinu kykvendi nokkurt, að vexti og skapnaði sem mey, sextán eður sautján vetra að aldri. Þessi skepna gaf frá sér raust skiljanlega, en þó svo dimma, eins og tveimur þungum steinum væri saman barið, svo hljóðandi: „Sleppið mér, því að faðir minn er þyrstur“ taka annaðhvort sjálfír að fræða þau eður setja þau til annarra lærimeistara, er þeirra aldur hneigðari til gjálífis framar en lær- dóms; en fyrir utan þetta eru konur svo vel teknar til embættis sem karlar á meðal vor, þegar þær eru eins vel grundvallaðar til lærdóms." Á þessu undraði alla, sem innan borðs voru; en Ólafur kvað sér enga forvitni á þeirra embætta niðurraðan, en bað hana heldur segja sér, hvar af það kæmi, að slíkir menn lifðu í vatninu og undir vatninu, þar sem eðli vort mannanna, sem búum á jörð- inni, er að lifa á þurru landi, en enginn vor þolir undir vatninu að vera nema lítinn tíma, því að þá teppist fyrir andardrátt og vér megum brátt út af deyja." „Fljótt má til þess svara," segir hún, „með því að segja, að það sé náttúra vor og þetta læri hver af öðrum, og það sé sterk- ur vani, þar er vér fæðumst í vatninu, og kann ég færa þér til dæmis önnur dýr, sem lifa bæði á sjó og landi. Af þeim er þér kunnugt um selinn, og meðal fuglanna eru margir sæfuglar. Márinn og ritsan lifa á landi, en hafa þó sitt mesta fæði í sjónum. Um langvíu, álku og lunda er þér ekki ókunnugt, og enn margir fuglar, sem allir koma inn á landabuga, en hafa allt sitt eðli í sjónum. Nú svo sem skaparinn hefír að- greint dýrin, að sum lifa á jörðinni, en sum lifa í sjónum; svo hefir hann og gert meðal mannanna og aðgreint hvern hlut í sínar tegundir, svo að ekkert skyldi autt vera og tómt, heldur skyldi svo vel hafíð sem jörðin hafa sína íbúa. En um vom uppruna vil ég segja þér gamalla manna vorra ummæli; en hvort þau standa á réttum stofni eða ekki, vil ég gefa sjálfum þér og öllum, sem heyra kunna, að íhuga og eru þau fylgjandi. Þér mun ekki ókunnugt um það mikla syndaflóð, sem gekk yfír jörðina. Var tilefni þess, að jörðin á sínu hringhlaupi um sólina hljóp inn í gufuhvolf þeirrar villustjömu, er lét sjá sig um þær mundir; segja þeir gömlu spekingar, að það sé ein logandi veröld, sem er að fara forgörðum, en hali hennar sé reykurinn, sem upp af henni leggi, þeir nýrri halda að það sé heimur, af mönnum byggður, sem sýnist á vissum tímans punkti, en þó sérregluréttum kringum sólina með mikið meir aflöngum gangi en vor jörð eður hinar aðrar plánetur, og sé halinn af henni hennar loft eður gufuhvolf, sem svo beri fyrir og miðist í vissri afstöðu frá sólunni. Þessi hennar líkami varð svo nærgöngull vorri jörð, að hann gekk ellefu sinnum nær henni en tunglið á því ári, svo að vor jarðar- hnöttur hljóp inn í hennar hala. Af því tilefni kom regn í Qörutigi daga og jafnmargar nætur. Þetta sá Nói fyrir af sinni náttúruspeki og smíðaði þar fyrir skip nokkurt af sínu hugviti eður réttara að segja af guðlegum innblæstri, því að guð er sá, sem færir hugs- anir mannanna til nauðsynlegra uppáfinn- inga, sem þeim eru sjálfum óljósar í fyrstu, fyrr en þær af hendingu af hinni hæstu veru eru þeim í ljós leiddar, og svo eru þær flestu kunnáttur upp komnar á þessum skepnum ... hvemig fénaði og kvikindum. Áður en þetta skeði, kom ekkert regn, heldur ávaxtaðist jörðin af dögg þeirri, sem upp sté af hennar yfírflöt. Nú með því að segulaflsnáttúra var í þessum tveimur stóru líkömum, drógust þeir hver til annars og varð þeirra samsteyting svo öflug, að vor jörð sprakk í sundur í mörgum stöðum svo að það vatn, sem var í undirdjúpunum, fékk sína framrás og þannig opnuðu sig allir undirdjúpspyttar. En sérdeilis gerði þessi steyting af jarðarhnettinum þijár eyjar stór- ar, en af þeim eru tvær yður alveg óþekktar, jafnvel þó að þær hafí sína íbúa, munu þær ekki heldur í ljós leiðast fyrr en löngum tíma hér eftir. En ein er vor jörð, sem vér byggj- um á, með sínum eyjum og útskeijum. Um afdrif þeirra manna, sem þá eru á jörðu, vil ég ekkert tala, því að þau eru alþekkt. En hins vil ég geta, að af vatninu framleystist hólmi nokkur, sem hafði í sér ýmsar grastegundir og jarðar-, og þar á lifðu kvikindi nokkur af hreinum og óhreinum dýrum. Á hólma þessum var sveinn nokkur sautján vetra og mær fjórtán vetra. Þessi hólmi var á floti af furðulegum al- mættiskrafti, sem tilstyrkti náttúrleg lög að hann mætti saman haldast. Nú má geta nærri, hvílík áhyggja hafi verið í bijósti þessara bama, þegar þau sáu ekkert fyrir augunum annað en þann vissa dauða. Þó voru þau hughraustari en ástand þeirra lejrfði og sameinuðu sig dátt hvort öðru með siðsamri hæversku; fólu sig þannig í forsjón þess alvísa. Að flóðinu enduðu heyrðu þau eina raust sem til þeirra talaði: „Óttist ekki, því að ég skal vera með yður; haldið þau boð og þær setningar, sem ég bauð feðrum yðar; en með því að mitt almætti hefur bjargað yður frá flóðinu, þá hef ég sett yður til eins teikns, að birta mína dýrð í undirdjúpunum. Fylgi yður Enoks blessun; ávaxtist, margfaldist og uppfyllið sjóinn, drottnið yfir dýrum hafs- ins og kvikindum þeim, sem eru á hólma þessum, er öll ásamt yður skulu hafa sitt eðli í vötnum og undirdjúpunum, svo að vér höfum byggð og bólfestur í sjónum, eins og þér á þurru landi." Hingað til höfðu allir menn þagað, meðan hún lét dæluna ganga, en nú gegndi Ólafur til og sagði: „Þetta þykist ég og skilja, en hitt skil ég ekki, hversu þið í slíku djúpi, sem er myrkt til að sjá, kunnið að gjöra aðgreining hlutanna." „Margvísleg eru augu dýranna," sagði hún; „nokkrir menn sjá best í hálfmyrkri, en glepst fyrir þeim í albirtu; aðrir eru þar þvert á móti: kötturinn sér í myrkrinu, físk- urinn í vatninu, fuglinn í loftinu, og þannig hefír náttúran myndað vor augu, að vér sjáum hæglega í vatninu, eins og þér á þurru landi. Svo er og um aðra vora hegð- un, sem er ólík yðar: vort málfæri er sem steinaglamur, raustin þar á móti er sem vindur rási um þröngan veg af holu íláti. Svartbakurinn hefír önnur hljóð en steindep- illinn, og eru þó hvort tveggja fuglar." Ólafur segir: „Þér hafið þó margt gott í sjónum hjá því, sem vér höfum á þurru landi, því að þér þurfíð aldrei að óttast fyr- ir regnum, jafnvel þó að þér hafið mikið áhlaup af stormum og hafróti." „Hafrót af stormum," sagði hún, „þurfum vér ekki að óttast, því að vindur nær aldrei lengra en til tíu faðma djúps, og kemst varla fremur. En önnur óhægð er það þó, sem skaðar oss ekki minnur, sem eru hinir sterku straumar, er hjá oss verða við ný og fyllingu tungls." „Hvar af koma þeir straumar?" segir Ólafur. „Af tunglsins dráttarkrafti," svaraði hún, „sem dregur vatnið til sín; þegar það stend- ur yfir vissum parti jarðar, þá dregur það sjóinn undir sig, svo að þar verður flóð, þar sem annars staðar er fjara. En þegar tungl- ið víkur frá þeim parti, sem það stóð yfír, og nálægir sig öðrum, kemur flóð aftur, þar er fyrrum var fjara, því að tunglið dregur til sín vatnið, hvar sem það stendur. Þar af sér þú að flóð og fjara geta ekki orðið undir eins á öllum jarðarhnettinum, af því að máninn miðar sinni göngu nú við þenna part, og nú við hinn, og því nær sem það stendur einu takmarki, þess sterkari drátt- arkraft hefur það. Nú stendur tungl við útsprungu og fylling næst við oss, verða þá straumar sterkari, og af þessari hrær- ingu koma ýms veðrabrigði bæði á sjó og landi." „Vel fræðir þú mig,“ segir Ólafur, „en eins vil ég þó spyija: hvar fyrir kemur físk- ur til vor á sumrin og það því heldur sem heitara er, en firrist oss um vetur og þegar kólnar?" „Tvöföld er skylda dýranna," segir hún, „hinn fyrri að vara sig við öllum meinslys- um, sú önnur, að veija sitt afkvæmi. Smákvikindi sjávar hafa marga óvini, og þess vegna felast þau á vetuma undir ísnum í íshafinu, er stórfískurinn fær ekki að kom- ið, jafnvel þó að þeir hafí þar sína féndur, sem er bæði sílið og sfldin. En á summm, þegar loftið hitnar, hljóta þau að hafa þeirra tímgan; eru þá þeirra burðir svo veikir, að þeir þola ekki þann mikla kulda, sem af ísnum stendur; mega þau því nauðug yfir- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.