Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Qupperneq 40
gefa þetta sitt heimkynni og fara sum
flóttaför undir landið að forðast græðgis-
fískana. Smáormar og pöddur hlaupa fyrst
að landinu og grafa sig í sjávarsand að búa
sér til hreiður. Þessi kvikindi eru svo smá,
að augu manns festa ekki sjónar á þeim,
en af þeim er slíkur margflöldi, að það kann
ekki mannleg tunga að útskýra. Til að fá
sér bráð af þessum kvikindum, elta þau
önnur stærri í margfjölda, en eru þó varla
sýnileg. Þessi eltir enn hinn stærsti partur
af rauðleitum ormum, er setjast á færi
manna oft á tíðum. Hafa menn því ímyndað
sér, að þegar þeir sæi þessar slýjur á fær-
um, að það mundi blóð vera, og fengið þá
hlægilegu ímyndun, að það mundi fyrirboða
landplágur, stríð, hungursóttir eður eitt-
hvert manntjón. Eftir þessum smáormum
sækir sílið, eftir sílinu síldin, sem er marg-
kynja, eftir síldinni smáþorskurinn, eftir
smáþorskinum önnur stærri sjódýr; sem
gimast hann til fæðu, þar til loftið kólnar
aftur. Leggjast þá græðgisfískamir í dvala
um veturinn, eins og bimir á landi, svölur,
lóur og andakyn ýmislegt ásamt öðmm
dvaladýmm, sem liggja sofandi á vetuma
á mararbotni sem í stokkum og rennum,
þar sem kalda er, og sumir í holum og jarð-
ar-afkimum. Þar með er og kuldi lítill til
djúpanna, því að loftið, þó að fullfrosið sé
af sólarinnar fjarlægð, (má eigi) mótstanda
hitunina af þeim náttúrlega eldi, sem hefir
sinn bústað í jarðarinnar miðpunkti."
Meðan hún var að segja frá þessum og
öðmm þvílíkum sögum, færðu þeir hana að
landi og höfðu allmikla skemmtan af henni,
því að hún sagði þeim af skapnaði og nátt-
úmfari margra fisktegunda, sem hér er
ekki í frásögur fært. Lentu þeir þá skipinu
við Hjálmarsklett, en fóm ekki inn á Ket-
una, er bærinn hefír nafn sitt af; vom þeir
þó vanir að hafa þar sitt skipsuppsátur.
Svo er háttað við sjóinn í Ketu, að nes
eitt liggur fram í sjóinn, er heitir Gjögur-
nes, af þvi að Gjögur liggur fram af því.
Fyrir norðan nesið er vík ein, sem heitir
Hávík, og hefur hún sitt nafn af skapnaði
sínum; en fyrir innan nesið em klettar og
björg há, og því hærri era björgin sem
lengra kemur inn. í þessi björg fyrir innan
nesið er dæid nokkur, sem kölluð er Keta,
og var bjarg hátt fyrir ofan lendinguna, svo
að allt mátti með vindum upp dragast; en
sléttir sandar em með brimlausum sjó, því
að gjögurinn að utan tók brott alla norðan-
átt, en björgin hlífa að innan við sunnan-
og vestanvindum.
Þegar Klængur sté af skipi, tók hann
sækonuna, hún bað að hann bæri sig ekki
langt frá sjó, því að þó að hún gæti á landi
lifað nokkum veg, þá missti hún eðli og
sína krafta, ef hún fyndi ekki daun sjávar.
Hann setti hana þá niður í §ömnni, en
gekk sjálfur að þúfu einni, er hann ætlaði
á að setjast. En í sama bili kom hundur
hans flaðrandi á móti honum. En með því
að grasið var sleipt og hann var í skinnklæð-
um með sjóskóm á fótum, skrikaði honum
fótur, svo að hann datt; reiddist hann þá,
bölvaði þúfunni og barði hundinn; í sama
bili kemur konan og fagnaði bónda sínum
venju fremur. Hér af gladdist hann og
umfaðmaði hana.
Þetta sér sækonan og brosti við, svo segj-
andi: „Undarlegur maður ertu, bóndi, þú
faðmar þá, sem svíkja þig, en ber þinn trúa
hund og bölvar féþúfu þinni. Kona þín tek-
ur fram hjá þér með prestinum og hórast
þannig undir þig, dragandi margar þínar
eignir til hans, og þú faðmar hana. Hundur-
inn veitir þér trúa fylgd og elskar þig
falslaust, en honum veitir þú högg og slög.
Þér skrikaði fótur af vangæslu þinni; þúf-
unni bölvaðir þú, en hún geymir þó marga
fjársjóði.“
Þegar Vilborg heyrir þetta, segir hún:
„Hver djöfull liggur þar í fjömnni, eða hví
færðuð þér fjandann í land?"
Hleypur hún heim á tún og fínnur þar
biskup á reiki með sveinum sínum, og kveð-
ur hún hann og segir, að þeir hafí fært í
land fjanda nokkum, sem hafí á sér manns-
líkan og tali mannlegri röddu, en þó ekki
annað en skammir og skens.
„Engi §andi mun það vera,“ sagði bisk-
up; „skulum vér fara og skoða skepnu þessa
og vita, hvað um er.“
Tekur hann þá sækonuna á einmæli og
sátu þau lengi dags á tali, og vissi engi
maður hvað þau ræddu. Hafa því menn
fyrir satt haldið að biskup muni af henni
nokkra speki numið hafa, en hann þótti
ekki síður forvitri eftir en áður.
Að lyktum kemur biskup aftur til Ólafs
og segir honum að flytja sækonuna til sama
staðar og þeir tóku hana. „Væntum vér að
Klængur bóndi ljái skip og fari sjálfur með;
einnig þeir menn, er kjömir vom til róð-
urs,“ og vom flestir fúsir til þessa, því að
þeir gimtust að heyra enn fleiri nýjungar.
Settu þeir skipið fram aftur og rera með
kappi; tóku þeir að spyija hana fleiri hluta
um ásigkomulag hennar fólks, siði þess og
breytni, og svaraði hún því öllu með skyn-
semi; en þar fyrir er ekki frá því skýrt, að
biskup lagði bann fyrir það, sem síðar seg-
ir. Höfðu þeir þó hina mestu skemmtan af
hennar ræðum.
Eftir langar samræður komu þeir þang-
að, sem þeim var fyrir sagt; hleyptu þeir
henni þá niður í sókninni, því að ekki vildi
hún laus fara, en bað þá þó ekki að taka í
sóknina né draga hana upp, fyrr en í hana
væri kippt að neðan.
Að stundu liðinni, eftir er hún var niður
komin, þyngdist á færinu og fór Ólafur að
draga. Var drátturinn að sönnu þungur, en
fór þó vel með færið. Kom hún sjálf með
biíðskap miklum, og hafði hún tillukt fat á
knjánum og fékk þeim og bað þá að neyta.
En innan borðs vildi hún ekki koma, en sat
við borðið, á meðan þeir neyttu og hélt sér
við keipinn. Var í þessu fati heitur matur
af ýmsum sjódýmm, sem yfrið vel var krydd-
aður, og átu þeir sig metta.
Ólafí gaf hún fjóra steina, bleika að lit,
er hver var á stærð við tittlingsegg. Þessir
steinar vom út sniðnir með ýmsum köntum
og höfðu yfrið skíran gljáa og óvenjulega
þyngd. „Þessa steina skaltu eiga,“ sagði
hún, „fyrir því að þú mótmæltir því undir
eins að ég drepin væri, þegar ég kom upp
á skipið; þykist ég nú launað hafa lífgjöf
mína með þessum auðæfum."
„Ekki þykir' mér það launavert," sagði
Ólafur, „þó að ég æfði öngva mannillsku,
enda em ekki mikil auðæfí innifalin í fjómm
glerhöllum."
Hún brosti þá og sagði: „Engi auðmaður
muntu vera, og ef biskup yðar virðir það
eins, mun ég ekki til leggja."
Höfðu þeir nú mettast á skipinu, tók hún
þá móti fatinu og sagði: „Sjálf mun ég nú
bjarga mér og sjá til að ég komi ekki aftur
í hendur á slíkum heimskingjum, því að
heimskur maður er mest ódýr á jörðu.“
Og með þessum orðum steyptist hún í
sjóinn og hefir ekki síðan sést.
Rem þeir í land og fundu biskup; sagði
Ólafur frá öllu sem farið hafði og sýndi
honum steinana.
Biskup varð léttbrýnn við, er hann sá
gjöf þessa: „Þetta er meir en höfðingleg
gersemi og iðrar oss stómm, er vér fylgdum
henni ekki fram; mundi hún þá ekki hafa
látið þar við standa, en von var að því full,
að hún mundi þykkjast við fávisku þá, að
slík gersemi, sem demantar þessir era,
skyldi ekki álítast meira virði en einskis
verðir mela-glerhallar. Nú munum vér taka
þá til vor, þar er þú ert vor húskarl og eig-
um vér því allan ábata verks þíns. En svo
sem það er eðlilegt, að sá hafí meiri verð-
laun, sem til meira hefur unnið, munum vér
svo við þig gjöra og fá þér svo mikið fé,
sem þú kannt hólpinn með vera eftir þínu
ástandi."
Ólafur bað biskup fyrir sjá, og slitu þeir
talið.
Þórður Kárason
Klúbbaþula
1969 voru klúbbarnir svonefndu einskonar hliðargrein frá
hinu venjulega skemmtanalífi og var ýmist lofað eða lastað.
Blómaskeið þeirra var aðeins nokkrir mánuðir í Reykjavík.
Lögreglan hafði talsverð afskipti af þeim og þá einkum við
eftirlit og lokun. Helstu klúbbar og ráðamenn eru nefndir
í þessari þulu, sem kveðin var í desember 1969.
Fjör er við klúbbana, kátt er þar enn
komnir eru í Playboy 300 menn.
Komið er í Playboy pólití með rex
Upphefst við dymar alskonar pex.
Upphefst við dymar öldrykkjuraus.
Pólitíið lokar og pamfíllinn er laus.
Pólitíið lokar, þeír passa dymar vel.
Ennþá hafa íslendingar eitilharða skel.
Ennþá hafa íslendingar unglingafjöld,
sem hanga við klúbbana kvöld eftir kvöld,
sem hanga við við klúbbana Appolló og Sjö.
Til Ámunda þeir fara uppúr klukkan tvö.
Til Ámunda þeir fara, og oft er þar kátt.
Nágrannamir kvarta, því sumir hafa hátt.
Nágrannamir kvarta, en hvað gagnar það?
Lögreglan kærir á blað eftir blað.
Lögreglan kærir á kvart-þúsund blöð,
sem raðað er í möppur, mikil er sú kvöð.
Sem raðað er í möppur á málskrafsins öld.
Sumir em á fylliríi kvöld eftir kvöld.
Sumir em á fylliríi og bjarga Manga á Mel '.
Margur drekkur maðurinn manndóminn í hel.
Margur drekkur maðurinn og má borga skatt,
og mörg er sú verslun, sem nú má fara flatt.
Mörg er sú verslun, sem nú blómstrar vel.
Brauðaverslun klúbbanna besta ég tel.
Brauðaverslun klúbbanna, bara hundrað kall.
Sneið á borð við stórmynt, velkominn minn kall.
Sneið á borð við stórmynt engifer og öl.
Ætlið þið að segja að af þessu stafi böl.
Ætlið þið að segja að óhreint sé vort mjöl.
Enginn þarf að kvarta, sem stígur fast á fjöl.
Enginn þarf að kvarta, en allir minnist þess,
okkur vantar menn eins og Eliot Ness 2.
Okkur vantar menn eins og Kvaran og co.3
Endar þessi þula, því nú er komið nóg.
1 Mangi á Mel: Magnús Jónsson, þá fjármálaráðherra.
2 E. Ness: sjónvarpsstjarna.
3 Kvaran: þáverandl aðalvarðstjóri, yfirmaður höfundar.
Höfundurinn er fyrrverandi varðstjóri i lögreglunni.