Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 41

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Page 41
morgunsárið einn haustmorgun 1881 gerast þau tíðindi í þurrabúð á Hóli í Garðahverfi, að þar held- ur 16 ára piltur úr hlaði með skjóðu á bakinu og voru þar í skólabækur vafðar í léreftsdulu. Við vitum ekki, hvernig þessi piltur var búinn á EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON f Hafnarfirði hefur aldrei verið neinn kóngur, en þar voru um tíma tveir jarlar og segir hér frá einum þeirra. göngu sinni, kannski hafði hann fengið lán- aðan jakkann, sem hann fermdist í, því að hann þurfti að vera fínn. Það getur hafa verið enn mikið eftir í þeim jakka, þótt ell- efu drengir í Garðahverfi væru búnir að fermast í honum. Við vitum yfirleitt lítið um þennan pilt í upphafí ferðar, nema um skólabækumar í skjóðunni, og leiðin sem hann gekk að heiman frá sér í skólann var tveggja tíma gönguleið, en það vitum við af því að Hóll var í túnjaðrinum á prestsetr- inu Görðum og Flensborg útundir Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði og drengurinn var á leið í Flensborgarskólann. Síðar vitum við nóg um þennan pilt til að segja af honum langa sögu og höfum í huga að setja saman um hann væna bók, þegar tíminn leyfir. Þama var nefnilega á ferð annað jarlsefni þeirra Hafnfirðinganna, þegar bær þeirra var að myndast, og er af þessum jörlum tveim mikil saga. Hér er annars þeirrra minnzt í Lesbók af því að nú í haust eru 100 ár síðan hann keypti sexær- ing og fór að róa honum frá Hlíð í Garða- hverfi. Með þeim sexæringi var lagður gninnurinn að jarldómi mannsins. Ekki sýnist það rismikið fyrirtæki á öld skuttogara að gera út sexæring, en það em nú ekki nema hundrað ár síðan sú var tíðin á íslandi, að það þótti nokkuð í ráðizt að gera út sexæring. Svo afstæðar em margar dáðir okkar mannanna, að þetta var mannin- um, sem keypti sexæringinn, meira fyrir- tæki en kaupa á sínum tíma stærsta togara okkar íslendinga. Þeirri þjóð, sem fyrir nokkmm áratugum mundi margra alda sögu sína eins og hún hefði öll skeð á gærdeginum, týnist nú svo sagan í umróti tímans, að nú spyr sig marg- ur: „Hver var Einar Þorgilsson?" — Þó er ekki nema mannsaldurinn síðan Einar Þor- gilsson var ríkasti maður í Hafnarfirði, gerði út tvo togara, var stór fiskkaupmaður og rak mikla verzlun, var í öllum ráðum og nefndum vaxandi bæjar og þess þriðja stærsta í landinu, lagði að honum gmnninn má segja ásamt hinum jarlinum, og var þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu, — og þá mætti hann þó ekki sízt geymast í sögunni fyrir að gera út fyrsta togara okkar íslend- inga. Svona rennur sagan frá okkur, þegar mikið er að gerast, að við gleymum jafnvel því sem stendur á næstu blaðsíðu á undan þeirri, sem við emm sjálfir að skrifa. Hér verður Einars Þorgilssonar minnzt í tilefni af áðumefndu hundrað ára afmæli útgerðar hans, sem enn er rekin. Það undr- ar eflaust engan, sem veit að mikil er sagan, að í blaðagrein verður hún staksteinótt og langt milli sumra merkjasteinanna. Einar Þorgilsson fæddist 25. ágúst 1865 í Ásmúla í Holtum, Rangárþingi. Foreldrar hans vom Helga Ásmundsdóttir og Þorgils Gunnarsson, bæði af góðum og gildum sunn- lenzkum bændaættum. Sjöundi áratugur 19du aldar var einn andstyggilegasti hallærisáratugur aldarinn- ar af mörgum slæmum. Foreldrar Einars lentu, nýbyijuð búskap, í versta harðindaári þessa áratugar, 1866, og fylgdu því önnur tvö hörð ár og með þeim fjárkláði, upp- vaknaður rétt einu sinni. Þau Helga og Þorgils misstu bústofn sinn úr kláða og harðindum og flosnuðu upp af jörð sinni, Hárlaugsstöðum, 1868. Þeim var það fangaráð, eins og fleimm uppflosnuðum á þessum tíma, að flytjast að sjónum, ef fjölskyldan gæti heldur bjargast þar frá svelti. Þau fluttu í þurrabúð í Garðahverfí á Álftanesi. Helga var ekkja, þegar hún tók saman við Þorgils, og átti þá tvö böm, dreng og telpu, — og fylgdi henni drengurinn, Ásmundur 11 ára, vestur og tveir drengir, sem þau Þorgils höfðu átt saman, Þorgils, fæddur 1863, og Einar. Þurrabúð var það kallað, þegar fólk hafði engar grasnytjar og þá ekki heldur neina mjólkumyt. Þegar þurrabúðarfólk fékk húsaskjól á heimili útvegsbóndans, en bjó að öðm leyti að sínu þá hét það hús- mennska í þurrabúð en hitt tómthús- mennska, ef þurrabúðarfólkið bjó sér í kofa útvegsbóndans. Það var ýmist um fjölskyldu Þorgilsar Gunnarssonar, að hún bjó í hús- mennsku eða tómthúsmennsku næstu þrettán árin og þar sem Einar var ekki nema rúmt tveggja ára, þegar fjölskyldan flutti vestur í Garðahverfí, þá átti hann öll sín æskuár í þurrabúðarlífí þessa tíma. Þurrabúðarlífí er bezt lýst í Ferðabók Eggets og Bjama, og þótt hún sé allmiklu fyrr í tímanum en hér gerist sagan, þá var engin breyting á orðin sem hét. Enn var allt í aldagömlu fari, en tekið að styttast í það, að tími Eggerts og Bjama væri liðinn fyrir þurrabúðarfólki. Það beið þó enn áratuginn. Með verzlunarfrelsinu 1855 fór að vísu fisk- verð fljótlega hækkandi, en þess fór ekki að sjást stað í Garðahverfí og Hafnarfírði og ekki heldur í Reykjavík fyrr en kom fram á áttunda tug aldarinnar. Þangað til rém menn úr þessum stöðum langmest á smá- fleytum, 2ja manna fömm, og húsakynni þurrabúðarfólks hin sömu og hafði verið um aldir. Seltimingar og Vatnsleysustrandar- menn tóku fyrr við sér í útgerð stærri báta, sexæringa og áttæringa, en menn í áður- nefndum stöðum. Svo segir í Ferðabók Eggerts og Bjama um þurrabúðarlíf: „ ... yfirleitt lifa þurra- búðarmenn slíku eymdarlífi, að þeir sem til Aflinn úr Garðari eftir 8 daga túr í apríl 1935. Skipaljóri var Sigurjón Einarsson. í stæðunni voru 280 tonn af flöttum og söltuðum fiski uppúr togaranum, en það svarar til 670 tonna uppúr sjó. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.