Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 15
Portret af Steini eftir Gísla Sigurðsson.
verið vísað á bug. Þá er maðurinn reyndar
frjáls. Því að sannleikurinn býr hvergi nema
í þeim Guði, sem er. Og sannleikurinn mun
gera yður frjálsa.
Nú mun ég ekki rekja hin mýmörgu dæmi
um neikvæðu leiðina, viam negativam, sem
birtast í ljóðum Steins. Eg læt mér nægja
að vekja athygli á því, hvílík uppbygging og
sálarhreinsun það er kristnum manni að
ástunda íhugun þessara ijóða og tína með
þeim hætti af sér lýs og flær hverfulleikans
og þeirra endalitlu blekkinga, sem hverful-
leikanum fylgja.
Ég les einungis eitt ljóð. Það hefur að
geyma einhverja sönnustu játningu, sem ég
get hugsað mér, ekki trúarjátningu, heldur
játningu í merkingunni „viðurkenning"
þeirra staðreynda, sem mestu varða, þegar
líf okkar á jörðu er gert upp. Það nefnist
„Vögguvísa" og hijóðar á þessa leið:
VÖGGUVÍSA
Sofðu, sofðu.
Eg er nóttin,
ég skal vaka yfir þér.
Dökkri hendi
bregð ég yfir
blettinn, þar sem starf þitt er.
Sérhver minning,
mynd og athöfn
máist burtu, hverfur, fer.
Sjáðu.
Það er ekkert, ekkert.
Þú hefur aldrei verið hér.
Sofðu, sofðu.
Ég er dauðinn,
ég skal vaka yfir þér.
Ef við viljum notast við kristilegt orð-
færi, er þetta Ijóð sálmur á fóstudaginn
langa. Hér er allsleysi mannlegrar tiiveru
uppteiknað undanbragðalaust. Yfír því vaka
nóttin og dauðinn. Þó er þetta ljóð nær plat-
ónskri kyrrð en kristilegri örvæntingu. Á
því er enginn píslarvættisbragur, heldur
vitnar kvæðið um sáttargjörð; er reyndar í
fyllsta samræmi við hinn kristna viam nega-
tivam. Er þess þá að minnast, að kristinn
dómur er ekki allur á eina bókina lærður
fremur en önnur fræði. Minna má á niðurlag
Passíusálma:
„Hvíli ég nú síðast huga minn
herra Jesú, við legstað þinn.“
„Svo finni ég hæga hvfld í þér
hvfldu, Jesú, í brjósti mér
innsigli heilagur andi nú
með ást og trú {
hjarta mitt, svo þar hvflist þú.“
Vera má, að Kristján Karlsson skyggnist
ekki alveg nógu víða um leyndardóma krist-
inna fræða, er hann kveður upp sinn ólastan-
lega dóm um trúarskáldið Stein. Líklegt er
einnig, að skáldið Steinn Steinarr hafí í
snilligáfu sinni komizt miklu nær þeim til-
vistarkjarna allrar veru, sem kristnin geym-
ir milli spjalda sinna, en meistaranum sjálf-
um nokkru sinn varð Ijóst.
Lokaerindi Tímans og vatnsins eru páska-
ljóð. Þar er tekinn upp að nýju sá þráður,
sem fellur í Vögguvísu og að endaðri allri
annarri fánýtishyggju Steins. Ég hef verið
að grufla út í trúarbókmenntir öll mín full-
orðinsár. En ég þekki engan texta, útlendan
né innlendan, er geymir svo sterkt, jákvætt
svar við hinum neikvæða vegi — via nega-
tiva — kristinnar hugsunar á öllum öldum.
Ljóðið er samioka, eins og ég forðum
benti á í fyrrnefndri smágrein, þar sem
„hermitilraun" mín kom fram. í öðru erindi
er skáldið — „ég“ — frumlagið, en eilífðin
andlagið reyndai' falið í eignarfallseinkunn.
„Ég hef búið mér hvílu/ í hálfluktu augaJ
eflífðarinnar“. I lokaerindinu er sköpum
skipt. Eilífðin er frumlagið. Draumur skálds-
ins er viðfangsefni hennar, skáldið er horfið
inn í eilífðina og orðið hluti af henni. „Með-
an eilífðin horfir/ mínum óræða draumi/ úr
auga sínu“. Steinn talar allviða um „Guð“,
og gaman væri að henda þau Ijóð á lofti.
Hins er að minnast, að hjá kristnum eining-
arhyggjumönnum eru „Guð“ og „eilífðin“
tvær þrúgur á klasa nokkuiTa samheita, sem
öll merkja hinn endanlega veruleika.
Aðrir hlutar ljóðsins tengjast samlokunni
á ýmsan þann veg, sem auðvelt væri að orð-
færa, en nú er mál að fella talið. Það skipt-
ir ekki verulegu máli, hverju Dante Allighi-
eri trúði, né Eysteinn Ásgrímsson og jafti-
vel ekki Hallgrímur Pétursson. Sagt er, að
Matthías Jochumsson væri í eilífum böggl-
ingi með trú sína, og situr hann þó á bekk
með fyrrgi-eindum meisturum í sögu okkar.
Ég tel mig geta fært miklu drýgri og fjöl-
þættari rök en hér hafa verið fram borin
fyrir því, að skólaskáldið mitt, Steinn Stein-
arr, sé í rauninni ekki aðeins meðal „mestu
trúarskálda vorra“, heldur séu veigamiklir
hlutar verka hans þess konar framlag til
trúarbókmennta heimsins, að við leiðarlok
sé fátt annað eftir en að harma það, hve
örðugt ef ekki ómögulegt er að snúa þeim
yfir á annarlegar tungur svo að heimsbyggð-
in fái að njóta þess skringilega íslenzka spá-
manns.
TÍMINNOG VATNIÐ /21
Rennandi vatn,
risblár dagur,
raddlaus nótt
Ég hef búið mér hvflu
í hálfluktu auga
eilífðarinnar.
Eins og furðuleg blóm
vaxa flarlægar veraldir
út úr langsvæfum
líkama mínum.
Ég finn myrkrið hverfast
eins og málmkynjað hjól
um möndul Ijóssins.
Ég finn mótspymu tímans
falla máttvana
gegnum mýkt vatnsins.
Meðan eilífðin horfir
mínum óræða draumi
úr auga sínu.
Höfundur er útvarpsstjóri. Greinin er byggð á erindi
sem haldið var á góðra vlna fundi á Valborgar-
messu 1993.
Steingerður
Guðmundsdóttir
í hljóðleik
nætur
Jólanótt. Hugur kyrrist. Höfgi síg-
ur á brá.
í djúpu myrkri tendrast ljós.
f ljósinu rís úr hafí klaustur-ey.
Htjn er hvorki stór í þvermál
né lengd, þó ber hún með reisn hið forn-
helga klaustur, sem aleitt á henni stend-
ur. Margir gullglóandi kúplar, misstórir
á misháum turnum, prýða bygginguna.
Þessa jólanótt standa hjá klausturporti
tveir munkar, klæddir brúnum kuflum.
þeir toga í leðurólar, sem knýttar eru
saman með sverum hnútum — og
hringja klukkum. Önnur klukkan ber
bjartan hljóm, hin dökkan. Þegar þeim
er samhringt, berst sérstæður tónn út
í kvöldkyrrðina, töfrum fylltur.
Skammt frá klaustrinu rís stór, bratt-
ur klettur upp frá dálítflli vör, eða báta-
lægi, sléttur að ofan sem slípaður væri.
Á honum stendur hópur hvítklæddra
munka. Þeir fela hendur í víðum ermum
— og bíða. Yfir þeim er djúp ró, en
eftirvænting og gleði í augnráði.
Það skyggir óðum — gráblátt rökkur
breiðist yfír. Stjarna blikar á heiðum
himni.
Ut úr þessu rökkri birtist bátskel,
sem róið er hægt að eynni á lognblíðum
sjávarfleti. Munkai-nir líta hver á annan
— brosa.
í bátnum sitja þrír menn í svörtum
hettu-kuflum, einn þeirra rær. Þeir
renna inn vörina — upp mjúkan sand,
stíga úr bátnum — standa kyrrir. Eyja-
munkar hraða fór niður klettinn, en í
hann eru höggvin þrep. Á stangli við
þrepin loga kyndlar sem bregða annar-
legri flöktandi birtu á umhverfið. Þeir
heilsa gestum með fógnuði og hlýju,
kyssa þá á báða vanga. Gestir færa jóla-
glaðning: Körfur fullar af kertum,
ávöxtum, ostum og klausturvíni á háum
mjóum leirbrúsum. Klukknaómurinn
þagnar. Bjartar raddir munkanna —
eins og fagnaðarkliður — fylla loftið er
þeir halda saman tfl klaustursins.
Þar inni, í fogrum hvolfbogasal, bíður
þeirra náttverður, framreiddur á löngu
viðarborði, dúklausu. Kerti logar við
hvem disk — gljáfægðan pjáturdisk.
Ábóti lyftir höndum — blessar. Allir
lúta höfði — biðja í þögn.
Það er matast í hógværri gleði.
Að máltíð lokinni er þakkað, kertin
slökkt. Ur sal er gengið í fylking inn í
helgidóm klaustursins. Þungar málmis-
legnar hurðir falla hljóðlaust að stöfum,
lokast að baki hinna þöglu munka.
Engum sögum fer af þeim helgu
bræðrum á þeim helga stað, en töfr-
andi, dulúðgur blær titrar í andrúmi.
Það er austan sólar og vestan mána
sem klaustureyjan rís úr hafi. Hana
má skynja í hljóðleik nætur.
Höfundur er leikkona.
FERNANDO PESSOA
Andaskrift
Anton Helgi Jónsson þýddi
Skáldið er þessi sem þykist.
Hann þykist svo gjörsamlega
að hann jafnvel þykist þjást
af þjáningu sinni og trega.
Og þeir sem ljóðin hans lesa
við lesturinn kenna það böl
sem hvorki er þjáningaþófið
né þeirra eigin kvöl.
Og áfram skjögrar og skröltir
til skemmtunar höfðinu smai-ta
upptrekkta leikfangalestín
sem löngum kallast hjarta.
Höfundur er portúgalskt skáld.
LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 20. DESEMBER 1993 1 5