Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 28

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 28
Krossinn í trú og lífi krist- inna manna Fyrst á seinni hluta miðalda var farið að mála krossinn raunsætt þannig, að myndim- ar ítrekuðu þjáningu hins krossfesta. Yfir- skrift þess háttar gæti verið hending sr. Hallgríms í 40. Passíusálmi: „Svoddan allt leiðstu fyrir mig.“ Stóra róðan í Hóladóm- kirkju er af þeirri gerð. Þessi gerð róðukross ítrekar þjáningu Jesú og tjáir þar með samstöðu hans með þeim sem þjást. Hún boðar, að sérhver einstakling- ur megi vita sig í öruggri vernd Guðs sem lítur til okkar í hinum krossfesta Drottni, Jesú Rristi. Guðfræði Krossins Marteinn Lúther lagði áherslu á, að þján- ing hins krossfesta Jesú væri þjáning Guðs sjálfs fyrir okkur og með okkur. Að hans mati er krossinn lykillinn til skilnings á krist- inni trú: „Crux probat omnia,“ sagði hann, „krossinn er mælikvarði alls.“ Og guðfræði sína nefndi hann „guðfræði krossins." Samkvæmt guðfræði krossins er leyndar- dómur krossins leyndardómur sjálfs Guðs. Þegar Guð opinberar sig, birtist hann ekki í dýrð og hátign, heldur birtist hann hulinn, í smæð, í andhverfu sinni. Barnið í jötunni í Betlehem birti sjálfan Guð. Maðurinn þjáð- ur, kvalinn á krossinum, birti Guð. I þján- ingu Krists á krossinum þjáðist sjálfur Guð og 1 dauða Rrists á krossinum, dó sjálfur Guð. í samræmi við þessa áherslu Lúthers hlaut krossinn miðlægan sess í guðfræði og trú- rækni meðal lútherskra og eigum við Islend- ingar sígilda mynd þeirrar áherslu í Passíu- Krossinn er helsta tákn kristinna manna. Hann er algengur á heimilum þeirra, margir ganga með hann um háls sér og menn merkja sig krossinum eða signa sig, jafnvel daglega. I i augum kristinna manna er krossinn sigurtákn Nokkur atriði í tilefni sýningar á krossum, sem opnuð var í Mokkakaffi 6. desember og stendur enn. Fyrir sýningunni stendur Hannes Sigurðsson listfræðingur. Eftir EINAR SIGURBJÖRNSSON sem tjáir von um líf sem aldrei deyr. Að boða krossinn sem sigurtákn var upp- haflega djarft tiltæki. Rross var pyndingar- tæki meðal Rómverja fomaldar og krossfest- ing andstyggileg dauðarefsing. Fyrir 2000 árum kveikti krosstáknið ógn og sviða í vit- und fólks. Krossinn var viðbjóðslegt merki og vakti ekki vonir, heldur ugg og ótta. f Rómaveldi forðuðust menn að nefna kross eða hafa mynd hans fyrir augum. Meðal kristinna manna fékk krosstáknið annað inntak. Það merkti ekki andstyggð en tók þess í stað að merkja von. Ástæða þess er dauði Jesú Krists á krossi. Jesús var krossfestur og saklaus deyddur. Á Golgata var ekki framið venjulegt réttar- morð heldur deyddu menn þar sjálfan son Guðs. Og úr því að sonur Guðs var deyddur, hlýtur dauði hans að merkja lífgjöf okkar. Krossinn tjáir, að Guð hefur búið mönnum lausn. Þrá mannkyns eftir lífi því sem æðra er, er bæn, bæn um miskunn, fyrirgefningu og frið. Krossinn tjáir, að Guð hefur svarað hrópi manna og búið þeim frið. Krossinn tjá- ir, að Guð hefur lotið niður og tekið sér stöðu meðal þeirra sem eru óttaslegnir, sjúkir, of- sóttir og þjáðir. Orð krossins er lausnarorð þeim sem sæta kúgun og ógn. Um leið flytur orð krossins dóm Guðs yfir sérhverju valdi sem gengur fram með harðýðgi og grimmd. f þeirri merkingu hefur krossinn frá önd- verðu verið uppjstaðan í kristinni prédikun. „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan,“ skrif- ar Páll postuli til Korintumanna (1 Kor 2.2). Til Galatamanna skrifar hann líka: „Það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists“ (G1 6.14). Elsta samfellda efni guðspjallanna er píslarsagan og trúarjátningamar fomu hlaupa gjaman yfir lífshlaup Jesú og ítreka þess í stað dauða hans: „Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vom, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn." Spékrossinn Fyrstu aldirnar í sögu sinni lifði kirkjan við ofsóknir. Tákn sem menn notuðu við guðsdýrkun sína voro því að mestu óbein Innsigli Lúthers sem hann hannaði sjálfur og gaf því guðfræðilega skýringu: Innst er kross sem minnir okkur á, að Kristur vill fyrir trúna eiga bústað í hjarta okkar. Krossinn á að vera svartur, því að það er dauði Krists á krossi sem frelsar okkur og Kristur vill deyða í okkur allt sem er syndugt og saurugt. Hjartað er rautt, því að það hreinsast fyrir blóð Krists. Utan um hjartað hverfist hvít rós, því að Kristur hreinsar okkur og skrýðir okkur dýrð og Ijóma himinsins. Himinbláminn utan um rósina merkir, að Kristur hefur búið okkur sæti á himinhæðum. Og yst er gylltur hringur, sem merkir eilífa dýrð Guðs, sem við munum reyna og sjá. um hefur hann verið T-laga eða í laginu eins og rómverskur kross (sbr. myndina af Alex- amenos). í sögunni urðu til mismunandi krosstákn og tjá þau hvert með sínu móti merkingu dauða Jesú. Eins tóku kristnir menn gjama í þjónustu sína tákn sem höfðu verið notuð áður og gátu virst hafa einhvers konar kross að uppistöðu. Það var gert í því skyni að árétta alþjóðlega þýðingu Krists. Ef kross er sýndur með líkama Krists á, nefnist hann róðukross, en róða merkir mynd. Krossfestingarmyndir vom lengi framan af ekki náttúrlegar, heldur leituðust menn fremur við að túlka merkingu kross- dauða Krists á táknmáli, þar sem fram kem- ur, að hinn krossfesti er um leið hinn upp- risni Drottinn. Á elstu róðukrossunum hang- ir Kristur oft uppréttur og án þess að bera merki þjáningar. Þannig tjáir krossinn þann sigur sem dauði Krists er eða lítur á kross- festingu og upprisu Jesú sem einn atburð. Hallgrímur tjáir þessa sigurmynd með hend- ingunni: Því Drottins Jesú dauði á kross dauðann sigraði fyrir oss, afl hans og brodd nam brjóta. (Passíusálmur 46.9) tákn, því að það gat verið of hættulegt að nota myndir sem höfðu beinar skírskotanir. Krossinn hefur beina skírskotun og því er fátt um krosstákn frá dögum fomkirkjunnar. Það var velþekkt staðreynd, að kristnir menn tilbáðu hinn krossfesta og upprisna og af þeim sökum urðu þeir oft fyrir háði vegna trúar sinnar. Þeir vom nefndir kross- dýrkendur og háðsglósur vom samdar um hinn krossfesta frelsara og Drottin. Elsta krossfestingarmynd sem til er, er einmitt skrípamynd. Hún var meðal veggjakrots sem fannst einu sinni, þegar grafið var niður á fomar herbúðir suður í Róm. Myndin sýnir krossfestan mann með asnahaus. Frammi fyrir krossinum stendur maður og undir stendur textinn: „Alexamenos tilbiður Guð sinn.“ Um daga Konstantínusar keisara eða á öndverðri 4. öld máttu kristnir menn koma úr felum og þar með varð æ algengara að sjá krosstáknið túlkað á myndrænan hátt. Konstantínus afnam krossfestingu sem dauðarefsingu í Rómaveldi, svo að krossinn varð smám saman tengdur Kristi einum. Róðukross Það era engar beinar heimfidir til um það, hvemig upphaflegi krossinn leit út. Að hkind- Háðungarkross - fannst krassaður á vegg íhúsi á Palat- ínhæða íRómaborg. Undir myndinni stendur: Alexamen- os tilbiður Guð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.