Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 32
Sextán ára refsi-
vinna - en kannski
náðun frá Hitler
Iágúst síðastliðnum minntust Danir þess að fímmtíu
ár eru liðin frá því að danska stjórnin, sem sat með
samþykki Þjóðverja, sagði af sér vegna ólgu í land-
inu og þrýstings frá Þjóðverjum um að láta hart
mæta hörðu. Óróinn stafaði af aðgerðum andspyrnu-
Rætt við Gunnar
Bjamarson kaupmann,
sem var í dönsku
andspymuhreyfingunni á
stríðsámnum
Eftir SIGRÚNU
DAVÍÐSDÓTTUR
Ljósmy'ndir: Ólafur K. Magnússon.
hreyfingarinnar, sem vildi þvinga stjórnina
til að hætta samvinnu við Þjóðverja, en
gefa klárlega til kynna að Danir væru ekki
samstarfsmenn Þjóðverja heldur stæðu
með bandamönnum.
Hinn 24. ágúst var stór og þekkt bygg-
ing, Forum á Friðriksbergi í Kaupmanna-
höfn, sprengd í loft upp. Forum hafði verið
notað til sýningarhalds og þar voru haldnar
víðkunnar hjólreiðakeppnir. Nokkrum dög-
um áður höfðu Þjóðverjar lagt hald á bygg-
inguna til að hýsa þýska hermenn. Aður
en til þess kom var hún sprengd í loft upp
á hádegi. Sprengingin heyrðist víða um
borgina og fólk streymdi að í troðnum spor-
vögnum, gangandi, hjólandi og keyrandi til
að skoða verksummerki. Ein af þeim sem
fór í skoðunarferð út á Friðriksberg var
ung stúlka að nafni Ebba Hansen. Eins og
svo margir aðrir hafði hún haft veður af
skemmdarverkum andspymuhreyfingar-
innar, en storkunin fór hvorki framhjá
henni né öðrum. Sprengingin bergmálaði
næstu daga og 29. ágúst neyddist danska
stjómin til að segja af sér og bandamönnum
skildist hvar Danir stóðu. Nokkrum ámm
eftir stríðið giftist Ebba ungum manni,
Gunnari Bjarnarsyni, sem hafði búið í sama
húsi og hún á stríðsárunum án þess að hún
þekkti hann nema í sjón. Þá komst hún líka
að því að Gunnar hafði verið einn í hópi
fimm manna, sem sprengdu Fomm í loft
upp, og að þetta ódanska nafn bar hann
af því að afi hans var íslenskur.
I tiiefni fimmtíu áranna kom nýlega út
bók eftir félaga Gunnars úr andspymu-
hreyfingunni, Jörgen Kieler lækni, sem
fjallar um andspyrnuhópinn sem hann,
Gunnar og fleiri vom meðlimir í og sem
bar nafn goðsagnapersónunnar Holgeirs
danska. Bókin heitir „Nordens lænke-
Forum eftir sprenginguna.
Gunnar Bjarnarson. Myndin er líklega
tekin nálægt stríðslokunum.
hunde“. Þar birtist meðal annars frásögn
Gunnars sjálfs í heild. Eins og kemur fram
í bókinni skiptist þjóðin mjög í fylkingar á
stríðsárunum. Sumir vom virkir stuðnings-
menn Þjóðverja, aðrir fylgdu tilmælum
danskra stjórnmálamanna og komu upp um
þá sem þeir vissu eða héldu að væm í and-
spyrnuhreyfingunni, enn aðrir vora þöglir
áhorfendur. Svo vom það andspyrnumenn-
irnir. Gjarnan er gert góðlátlegt grín að
því að eftir stríðið hafi allir Danir verið
fyrrverandi meðlimir í andspymuhreyfing-
unni. Eins og Jörgen Iíieler sagði í sam-
tali við Morgunblaðið þá mátti halda að 400
manns hefðu sprengt For-
um í loft upp. En þeir vom
bara fimm,. Gunnar var
einn af þeim og sá eini sem
enn er á lífi.
Gunnar Bjarnarson er
fæddur 1917 og býr ásamt
Ebbu í Valby. Hann féllst
fúslega á að rifja upp at-
burði stríðsáranna og þar
er af nógu að taka. En fyrst
er það ætternið og nafn-
ið ...
Gunnar á ættartölu bæði
með ætt og afkomendum
afa síns, en einnig ættrakn-
ingu aftur í norskar forn-
aldir að íslenskum sið.
Danskir sjálfboða-
liðar í Finnlandi
lögðu grunninn
að andspyrnu-
hreyfingunni
Sú skoðun hefur oft kom-
ið fram að andspyrnumenn
hafi bara verið venjulegt
fólk, sem steig fram við
þessar sérstöku aðstæður.
Bók Kielers sýnir að þessi
skoðun stenst ekki að öllu
leyti, nema að þeir komu
alls staðai1 að úr þjóðfélag-
inu. Flestir vom fátækir
og ekki með langskólamenntun, en þeir
vom margir hverjir miklir einstaklings-
hyggjumenn, sterkir persónuleikar og með
sterka réttlætiskennd, sem ekki lét þá í
friði. Kjarninn í Holgeiri danska hafði þeg-
ar sýnt að þeir hikuðu ekki við að standa
við sannfæringu sína, því þeir höfðu gerst
sjálfboðaliðar í Finnlandi 1939. Gunnar var
einn af þeim.
„Eg gerðist sjálfboðaliði í Finnlandi, af
því mér fannst það sárlegt óréttlæti að stórt
land eins og Sovétríkin með 180 milljónum
íbúa skyldi ráðast á land með fjórar milljón-
ir íbúa. Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmál-
um og hafði fylgst með því sem gerðist í
Sovétríkjunum, lesið um stjórn Stalíns, um
fólksflutningana til Síberíu, hvemig sjálf-
stæðir bændur vom upprættir og hreinsan-
ir innan hersins og meðal menntamanna.
Það er óhætt að segja að ég hafi alla tíð
verið andkommúnisti. Ég hafði lokið her-
skyldu þegar ég gerðist sjálfboðaliði. Til
Finnlands kom ég í janúar 1940 og man
vel hvað veturinn var harður. Við vomm
fáir í fyrstu, en á endanum vom um 1.200
danskir sjálfboðaliðar í Finnlandi. í fyrstu
voram við þjálfaðir og mynduðum varð-
sveitir, en þegar kom fram á vor var allt
til reiðu að senda okkur á vígstöðvarnar.
Við vorum búnir að pakka og lestin beið
okkar, en brottfai-armerkið lét á sér standa.
Við biðum árangurslaust fram á kvöld, svo
á endanum lagðist mannskapurinn til
svefns.
Morguninn eftir var okkur svo sagt frá
þýsk-rússneska friðarsamningnum. Frétt-
irnar vom eins og köld sturta, við höfðum
reiknað með að fara á vígstöðvarnar. Um
hríð vomm við í biðstöðu, en síðan var
ákveðið að við fæmm heim og heimferðin
undirbúin. Að morgni 9. aprfl vomm við
Danirnir kallaðii- saman og okkur sagt að
Danmörk hefði verið hernumin. Við værum
einu frjálsu Danirnir. í júní sigldum við
heim með finnsku skipi til Kaupmannahafn-
ar.
Heim í hersetið land
„Heimkoman varð okkur gífurleg vön-
brigði. í Noregi hafði verið barist á móti
Þjóðverjum og sumir okkar höfðu farið
þangað, þótt það væri ólöglegt. Flestir okk-
ar kusu þó að fara heim, því nú var stríðið
þar. Við höfðum þó ekki rætt neitt ákveðið
okkar á milli, því við þekktum ekki aðstæð-
ur heim. En baráttuviljann vantaði ekki.
Það var bara spm-ning um að finna ein-
hvern leiðtoga. Hann kom fljótt í ljós, hét
Tom Söndergaard og hafði verið í sömu
herdeild og ég.
Þegar heim kom tók hinn borgaralegi
hvunndagur við. Margir vom atvinnulausir.
Ég hafði byrjað verslunarrekstur áður en
ég fór til Finnlands, hafði verið með kaffi-
vérslun í miðbænum, en nú var kaffiskortur
svo ég skipti yfir í nýlenduvömverslun.
Samhliða því að aðlaga sig daglega lífinu
heima fyrir byi-juðum við sem höfðum ver-
ið í Finnlandi að þreifa fyiir okkur um að
spyrna á móti Þjóðverjum. Sjálfboðaliðarn-
ir stofnuðu samtök, sem við kölluðum „Nati-
onalt Værn“. Við fengum inni hjá skotfé-
lagi á Sjálandi, þar sem við stunduðum
skotæfingar, hlaup og líkamsþjálfun og
annað sem að gagni mátti koma í hernaði.
I samvirinu við Söndergaard og fleiri
þróaðist samvinnan smátt og smátt yfir í
neðanjarðarstarfsemi. Við dreifðum ólög-
legum blöðum og flugritum. Seinna tókum
við til við skemmdarverk. Þau beindust að
fyrirtækjum, sem unnu fyrir Þjóðverja,
bæði til að skaða Þjóðverja, en ekki síður
að hrista upp í löndum okkar. Til þess þurft-
um við vopn og sprengiefni, sem fýrst var
af skornum skammti. Við stálum úr vopna-
geymslum hersins til að byrja með. Síðan
náðum við sambaridi við Breta, sem útveg-
uðu okkur það sem til þurfti.
Hópnum var skipt í margar deildir, sem
störfuðu óháðar hver annarri. Við notuðum
dulnefni og reynt var að koma því svo fyr-
ir að við þekktum og vissum af sem fæst-
um, til að við hefðum frá sem minnstu að
segja. Hópurinn sem ég var í tók þátt í
mörgum skemmdarverkum, en sjálfur var
ég aðeins með í fáum. Hvað mér viðvíkur
þá var sprengingin í Fomm það síðasta.
Nokkrum dögum áður heyrðum við að Þjóð-
verjar hefðu yfirtekið Foram. Danskri- iðn-
aðarmenn vora strax fengnir til að gera
nauðsynlegar breytingar á húsinu og við
urðum að hafa snör handtök til að gera
húsið ónothæft áður en það fylltist af þýsk-
um hermönnum.
Við hittumst morguninn 24. ágúst og
ákváðum að láta slag standa í hádeginu,
þegar menn brygðu sér frá í mat. Ég man
2