Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 35

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 35
Forna bæjarstæðið á BragðavöIIum í Hamarsfirði, þar sem fundist hafa tveir rómverskir peningar. Girðingin liggur um bæjarstæðið, sem eytt er af upp- blæstri. Fom rómversk koparmynt var lengi not- uð sem smámynt eftir fall rómverska ríkis- ins, t.d. í Frakklandi fram á 18. öld. Hún var einnig notuð ásamt tyrkneskum pening- um í Alsír enn um miðja 19. öld, og gæti nú einhverjum dottið í hug, að Alsírbúar þeir, sem rændu í Vestmannaeyjum 1627, kynnu að hafa haft slíka peninga í fórum sínum. Merkileg þótti mér saga, sem Gad Raus- ing fomleifafræðingur og iðjuhöldur sagði mér 20. sept. 1990, er hinir fomu rómversku peningar bámst í tal með okkur. Hann var einu sinni staddur í einhverju arabalandi, í Alsfr eða Marokkó minnir mig, og keypti þar hluti á útimarkaði. Hann greiddi fyiir hlutinn og fékk gefið til baka í smápening- um, sem hann stakk í vasa sinn. Næst þeg- ar hann setti höndina í vasann og tók upp peningana fundust honum þeir óvenjusmáfr og skoðaði þá nánar. Kom þá í ljós, að þetta vom fornir rómverskir koparpeningar. Pen- ingamir vom ekki mikið slitnir og kvaðst Rausing hafa þá skýringu, að einhver hefði fundið þessa peninga í sjóði og kaupmaður- inn, sem lét hann hafa þá, hefði séð að þarna væri gott tækifæri til að koma út gömlum, verðlausum peningum sem skiptimynt á hrekklausan útlending, sem þekkti ekki vel til peningamyntar í landinu. Eg held helzt, að þessir fornu rómversku peningar, sem verið hafa að finnast á ís- landi við og við á þessari öld, segi afar lítið um upphaf byggðar í landinu, hvorki um hugsanlega komu Rómverja hingað né um það, að Papar hafi komið með þá. Um Pap- ana hér hafa menn engar frásagnir aðrar en frá Ara fróða, sem menn bera ekki brigð- ur á, þótt hins vegar hafi ekkert það fund- izt af fornleifum, sem telja megi tengt þeim. Frásagnir hinna fornu erlendu höfunda um siglingar hingað norður í höf um miðbik jámaldar eru mjög lausar í reipunum og erfitt að henda reiður á þeim. Myndi þó margur fornleifafræðingm-inn vilja getað hampað einhverjum fomleifum sem söimun- argögnum um vem Papa hér á landi, en flestir fræðimenn em varfærnir með fullyrð- ingar. Landið Thule, þar sem svo bjart var um nætur að menn gátu tínt lús af skyrtu sinni í næturbirtunni, þar sem sjórinn fraus eða þar sem menn sáu eldgos, allt er þetta svo óljóst í frásögnum, að það rennur úr greipum manns. Mér þykir rétt að taka hér upp orð Ingu Seming fomleifafræðings í umfjöllun sinni um koparpeningana rómversku úr Dölunum í Svíþjóð, sem allir em lausafundir. Hún segir: „Það verður að gæta mikillar var- færni við að meta vísindalegt gildi lausfund- inna rómverskra koparpeninga. Þeir hafa oft lent í jörðunni löngu eftir að þeir vom slegnir. Ferðamenn, sem komið hafa með þá frá Ítalíu sem minjagripi, kunna að hafa týnt þeim á síðari öldum, þannig stendur líklegast á Husby-peningnum, sem fannst heima við prestsetrið. Falu-peningurinn er skv. áreiðanlegum heimildum fundinn undir neðsta gjalllaginu norðvestan við Koparvog- ina og gæti vel hafa týnzt fyrir daga kop- arnámunnar...“ Hér er að vísu fjallað um sænskar aðstæð- ur, en ábendingamar eiga ekki síður við hér á landi. Sé að lokum dregið saman það, sem róm- versku koparpeningarnir segja um menn- ingar- og þyggðarsögu Islands, sýnist mér það í fáum orðum vera þetta: Peningamir frá Bragðavöllum virðast næsta örugglega fundnir í rústum land- námsbæjar. Þeir munu því komnir á þann stað á landnámsöld, líklegast 10. öld, en hvemig þeir era komnir til Islands er næsta óljóst og verða allar skýringar á því getgát- ur einar. Peningurinn frá Hvaldal er lausafundur án nokkurra tengsla við mannavistir af neinu tagi og ekki vitað um neinar byggð- arleifar í nágrenninu. Hvemig peningurinn kom á þennan stað verður ekki skýrt nema með tilgátum og er engar ályktanir eða lík- ur hægt að draga af honum um tímasetn- ingu byggðar á Islandi. Hann gæti hafa borizt til landsins og á þennan stað nánast hvenær sem var á milli tímans 284-305 er hann var sleginn, og 1923 er hann fannst, en þó miklu líklegast nær síðasttalda ártal- inu. Peningurinn frá Hvítárholti fannst í ör- uggum landnámsaldarrústum, frá 9. eða 10. öld. Hann er öragglega kominn á þann stað á landnámsöld og er í rauninni sama um hann að segja og Bragðavallapeningana. Peningurinn úr Dölum vestur hefur ekk- ert fræðilegt gildi, en hann nefni ég aðeins hér til varúðar, ef honum kynni að verða slegið upp sem stórtíðindum í fréttum síð- ar, er fréttamenn kynnu að heyra um hann. En hann sýnir vel, hvernig ólíklegustu hlut- ir geta ratað á ólíklegustu staði. Peningurinn úr Vestmannaeyjum er fund- inn í hleðslu, sem að sögn finnanda var ungleg og ekki eldri en frá 16. öld. Er því fræðilegt gildi hans um byggðarsögu eða fund Vestmannaeyja nánast ekkert. Þótt þessir rómversku peningar segi ekk- ert nýtt um upphaf Islandsbyggðar og fræðilegt gildi hafi þeir ekki umfram það að vera elztu hlustir af mannahöndum, sem fundizt hafa á Islandi, munu ýmsir menn vafalaust lengi enn vitna til þeirra og hampa þeim af óvarkámi sem sönnunargögnum um komu Evrópumanna til Islands löngu fyrir daga norrænna manna hér. Menn hafa ávallt nokkra löngun til að teygja byggðarsögu landsins lengra aftur en traustar ritaðar heimildir og öraggar fornleifar sýna. Sama er að segja um manngerðu hellana á Suður- landi, sem margir vilja eigna Pöpum eða öðram frambyggjum, en ekkert eða nánast ekkert bendir til að sé. Krossmörk, höggvin og skorin, era menn einnig gjarnir á að eigna Pöpum. Vilja menn þá gleyma því, að hér hefur búið kristið fóík í landi í nær- fellt þúsund ár og allan þann tíma hefur krossinn verið tákn þess og krossar markað- ir hvarvetna á öllum tímum. Kross var skor- inn í stýrissveifar á skipum eða saumaður í segl, tjörakrossar markaðir yfir fjárhús- dyr, krossar reistir við hættusamar götur eða höggnir í klettaveggi við varasöm ein- stigi þar sem menn fóra til fuglaveiða eða til fjárleitar. Hlutir þeir, sem Papar eiga að hafa skilið eftir sig að frásögn Ara, era óþekktir nú og hafa menn reyndar stundum látið í Ijósi efasemd um, að svo sannkristnir menn sem írskir munkar eiga að hafa ver- ið, skyldu skilja við sig mestu helgigripi sína er þeir fóra úr landi, en ekki einmitt leitazt við að taka þá með sér, það sem þeim var svo dýrmætt. Gæti þó einhverjum dottið í hug, að Papar hafi skilið þá eftir af ásettu ráði, þeir hafi reynt að snúa heiðn- um landnámsmönnum til kristni og skilið því eftir hjá þeim bækur, bjöllur og bagla. En þó verður það ekki lesið út úr orðalag- inu. Hvort peningar kynnu að hafa verið þar með er engin leið að segja um, en ein- hvem veginn er þó erfitt að hugsa sér að þessir bláfátæku einsetumenn hér hafi haft peninga, jafnvel þótt gamlir væra og verð- lausir. En sé það rétt, að peningar hafi verið þeim táknrænir hlutir, til að sýna að þeir væra ekki öreigar, áttu þeir sömu pen- ingar ekld mikið erindi frá þeim í hendur þeirra, sem þörfnuðust ekld sömu-tákn- myndar í augum annarra. Vitað er, að allmargt fornra rómverskra peninga er til hérlendis, bæði meðal mynt- í tfrnann en enn sýnist unnt. Höfundur er þjóðminjavörður. RÖGNVALDUR FINNBOGASON í Híróshíma Hvítt leiftríð orðlaus ogringlaður myrkvar sólina gætiégþess loftbylgjan að láta ekki klökkvann brýturhúsin ná tökum á mér gnýrafhimni öskur vítis hefur þá ekkert gerst eldstormur æðir allt þetta iðandi líf umjörðina allt þetta fólk nóttogdag og brosandi böm geisar eldurínn sólskin hlátrasköll skuggar manna var það eftilvill reika um rústir ömur borg borgarsemvar hefégvillst ógn ogdauði tortíming alls dagurinn í gær ' er liðinn áinfellurhægt nýrdagur undir brúna runninn dumbrauð blóm lífið hefur sigrað hneigja krónur dauðann. fyrir andvaranum sólglit á vatni hópur skólabarna hlustar á kennara sinn við rúst hússins sem enn stendur frá þeirri tíð Skáldið Shevchenko Skáldið Shevchenko sundurtætta líkami horfir þögull horfír inh í nóttina af stalli sínum inníeldhafíð í koparkyrri ró brýtur sig lausan á eldrákir af stallinum skriðdrekanna reikar niður að fljótinu smeygja sér sveigir höfuð sitt með brothljóði tilhimins inníþingsali oghrópar: hvíta hússins hversu lengi handan Moskvufjjóts hversu Iengi horfir þögull ó, guð, eigum við á blóðug enn að bíða. marmaragólfin Saigawa Hljóðlega niðar áin börn á heimleið Saigawa mgir elskendur fleytir fram stráum leiðast hönd íhönd og sprekum geislar kvöldsólar á flúðunum efra glitra í straumnum hvúast trönur hljóðlega niðar áin á leið íáfangastað Saigawa Hvar er land drauma? Draumurogveruleiki strýk pensilfarið fortíð ognútíð af augum mér hraðiogkyrrð horfí út um regnbariðgler eru afstæð hugtök lestargluggans hvert öðru háð sé veggim dökka aðeins í innheimi hugans greiðast sundur fæ égstigið yfirmörk þeirra og verða að andhverfu að ósk minni og vUd gamals draums undir kvöld hvarerþáland kom ég þar drauma mima sem lestin beið mín fjallaþorpið hin hraðskreiða lest ískuggsælu rjóðri sem gerir strjála byggð musteri þitt Búddha að samfelldum vegg ofar í hlíðinni gjörðum úr lágreist hús stráum ogsteini við þorpsgötuna gleri og plasti vaxin sem blóm úr Ijótleik og olíuþræsu upp úr sverðinum í gnýþmgu myrkri og glaðvær börn jarðganganna kallast á málar þreytan meðan þögulir mjúkum pensli gulklæddir munkar dökka rák gangatilfjalls gegnum fjallið í aftankulinu yfír risakrana kyrrðareind yfir bláma himinsins mem yfir draum minn hús ég vakna við kyrrðina jörð hvar — hvar? Höfundurinn er prestur á Staðarstað á Snæfellsnesi. -<L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.