Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 46

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 46
* Frá Arbæjarsafni Verksmiðjuþorpið Reykjavík um 1770. Aðalstrætið var orðin mótuð gata þegar um aldarfjórðungi fyrir kaupstaðarstofnun, og ber þarna hæst hús sem tengjast starfsemi Innréttinganna. (Árbæjarsafn. Málverk eftir Jón Helgason biskup.) Duchmaguer Fabrique huus 1753-1810 egar Skúli Magnússon land- fógeti gekk um land Reykjavíkurbóndans árið 1751 til að íhuga hvar setja ætti niður hús verksmiðj- anna var ekki risinn kaup- staður í Reykjavík. Par hafði verið búskapur um aldaraðir og tilheyrðu býlinu nokkrar hjáleig- ur, m.a. Landakot. Austurvöllur var tún bónd- ans og gatan til sjávar lá um Aðalstræti. Versl- unarhús voru í Orfirisey en ekki var verslað í Reykjavík fyrr en kaupstaður var stofnaður 1786. Reykvikingar höfðu hins vegar gengið eftir Aðalstræti frá öndverðu og það með réttu aðalgata Reykjavíkur. Aðalstrætið endurspegl- Hér er um að ræða endurgerð Innréttingahúss úr Aðalstrætinu og fyrsta timburhúsið í Reykjavík þegar Reykjavíkurkirkja er frátalin. Eftir HREFNU RÓBERTSDÓTTUR ar því Reykjavíkursöguna með sérstökum hætti, bæði upphaf byggðar við landnám og upphaf þéttbýlis í Reykjavík á 18. öld. Árbæjarsafn mun standa fyrir endurgerð á einu af húsum Innréttinganna sem stóð á lóð- inni Aðalstræti 12. Þarna stóð eitt aðalverk- smiðjuhús Innréttinganna á árunum 1753- 1810. Bygging þessa húss er hluti af rannsókn- arverkefni um sögu Aðalstrætis. Markmiðið er að rannsaka og miðla sögu byggðar og mannlífs í Aðalstræti, gera sögu Innrétting- anna og upphafs þéttbýlis í Reykjavík sem og elstu sögu Reykjavíkur lifandi og áþreifan- lega. I Aðalstræti gefst kostur á að skoða sög- una á nýstárlegan hátt, skoða Reykjavíkursög- una með Aðalstrætisaugum. Efling Atvinnulífs Á Þingvöllum árið 1751 afréðu nokkrir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar með Skúla Magnússyni landfógeta í fararbroddi að stofna Innréttingamar. Það voru verksmiðjur, í raun einskonar iðnskóli, sem komið var á fót sem hlutafélagi. Konungur studdi fyrirtækið og var því valinn staður í Reykjavík. Innrétt- ingamar störfuðu á ámnum 1751-1803. Mark- miðið með stofnun þeirra var að bæta hag landsins, kenna íslendingum ný vinnubrögð og efla atvinnulífið. Hús til starfseminnar voru byggð í Aðal- stræti og nágrenni þess á ámnum 1752-1754 og er til úttekt á þeim frá 1755. Þá vom húsin í Reykjavík átta talsins og jafnmörg utan bæjarins, m.a. við Elliðaáraar. Flest húsin vom byggð „á landsins vísu“ úr torfi og grjóti, en einnig vora byggð nokkur timburhús. Innréttingarnar höfðu margþætta starfsemi með höndum fyrstu árin, bæði í Reykjavík og úti um land. Auk ullariðnaðarins, vefnaðar, lit- unar og dúkagerðar, fólst starf Innréttinganna í sútun, kaðlagerð, jarðræktartilraunum, út- gerð og siglingum, brennisteinsnámi og brennisteinshreinsun. Fljótlega varð ullar- verkun aðalstarf Innréttinganna og Reykjavík miðstöð vinnslunnar. DÚKAGERÐARHÚS INNRÉTTINGANNA Húsið, sem var reist á lóðinni Aðalstræti 12 árið 1753, var aðalverksmiðjuhús Innrétt- inganna og fyrsta timburhúsið sem reist var í bænum, ef frá er talin Reykjavíkurkirkjan. Raunar var kaupstaðurinn Reykjavík ekki orð- inn til þá, heldur átti konungur jörðina og lét hana undir starfsemi Innréttinganna. Húsið var innflutt timburhús, rúmlega 15 metra langt og 7 metra breitt, ein hæð og ris. Þetta var grindarhús, alit timburkiætt og tjargað. Gluggar hússins vom ekki margir, aðeins níu í allt með 20 rúðum hver. Einnig var einn lítill þakgluggi og lúgur á göflunum. Tveir stórir ofnar hituðu upp húsið. Niðri vom tvö stór herbergi og uppi á lofti var svefnloft fyrir starfsfólkið. Fyrir framan þetta hús var frá upphafi stein- lögð stétt og vatnspóstuimn skammt undan. Hann er enn varðveittur. Þegar húsið á Aðal- stræti 10 var byggt áfast við dúkagerðarhúsið, var einnig hlaðin stétt fyrir utan það. Aðal- stræti 12 var notað allan starfstíma Innrétting- anna. Margar lýsingar em til af húsinu frá 18. öld og er það sem að ofan er sagt byggt á lýsingu hússins frá 1755. í seinni lýsingum kemur ýmislegt fleira sem gagn er að við að byggja svona hús upp að nýju. Fram kemur hvers konar timbur var notað í einstaka hluti húss- ins, hversu stórir naglarnir vom, hvar og hvemig skorsteinninn var, hversu margir lásar og lamir vora í húsinu og hversu mörg þrep vom í stiganum. Inni í grind hússins var’múrað með múrsteinum og grásteini og blanda af kalki og bláleir notuð til að binda steinana saman. Fornleifauppgröftur var gerður á lóðinni nú í haust og mátti þá sjá að enn era að hluta varðveittar undirstöður hússins á tveimur hlið- um. Grjóthleðsla er undir gangstéttinni við Aðalstræti og myndar undirstöður austurhlið- ar hússins sem byggt verður á. Einnig era varðveittar leifar suðurgaflsins við Gijótagöt- una. Húsið verður byggt upp sem næst þvi sem það var á 18. öldinni. Það verður sjálft sýning- argripur þegar það verður fullbyggt. Byggt verður eftír gömlum aðferðum og verður bygg- ing þess bæði rannsókn á gömlum aðferðum og sýning á þeim á meðan á framkvæmdum stendur. Þannig getur almenningur fengið að fylgjast með vinnunni og fræðast um fornar starfsaðferðir. Starfsemi Verksmiðjanna Blómaskeið starfsemi Innréttinganna var á áranum 1759-1764. Fólk kom víða að í læri í Innréttingamar, en einnig unnu þar fangar úr tugthúsinu á Arnarhóli. Árið 1764 var afdrifaríkt í sögu Innnrétting- anna. Það ár bmnnu þrjú húsanna, þar á meðal verksmiðjuhús og íbúðarhús starfsfólks. Húsið við Aðalstræti 12 (dúkagerðarhúsið) og Aðalstræti 19 (hús bókhaldarans, nú Fógetinn) sluppu þó við skemmdir. Fregnin um bmnann barst víða um land og frásagnir af atburðinum að finna víða í annálum. Grímsstaðaannáll sem ritaður var á Snæfellsnesi segir svo frá bmna á húsum Innréttínganna á árinu 1764: Annan fóstudag í einmánuði brannu upp til kaldra kola öll fabrikuhúsin í Reykjavík syðra, þau vom 3. Þar brunnu inni allir vefstaðir og verkfæri, sem því erfiði þén- aði, öll þessa árs vinna og öll óunnin ull, mestallir fjármunir fabriksfólksins. Fólkið var að tölu yfir 60. Það komst út, margt lítt klætt, en sumt nær nakið. Bókhaldar- ans hús brann ekki, því það var nokkuð frá lengra, þó búið mestalla hans fjármuni út að bera. Fólkið vai’ sett niður á bæi. Það sem kemur fram hér en ekki í öðmm frásögnum er að sagt er frá þvi sérstakiega að hús bókhaldarans hafi ekki brannið, en það er húsið sem nú stendur á Aðalstræti 10 og hýsir veitingahúsið Fógetann. Lýður Bjöms- son sagnfræðingur hefur áður sýnt fram á að ólíkiegt sé að það hafi brunnið. Aðalstræti 12, dúkagerðarhús Innréttinganna, var sambyggt við þetta hús en hafði verið reist nokkmm ámm fyrr, eða 1753. Eftír branann breyttíst rekstur Innrétting- anna. Hlutafélagið sem átti þær var sameinað Almenna verslunarfélaginu. Aðaláherslan var lögð á ullariðnaðinn og starfsfólki fækkaði tölu- vert. Þegar best lét störfuðu um 100 manns við verksmiðjurnar. Árið 1773 vora starfsmenn fyrirtækisins orðnir 26 og hafði fækkað í 15 árið 1801. Konungsverslunin síðari yfirtók reksturinn árið 1774 og hafði hana með höndum þar til 1799 er tveir kaupmenn keyptu iðnaðarstofn- animar og ráku ullarvinnsluna þar til veturinn 1802-3. Þá lagðist starf Innréttinganna alveg af. Ymsir þættir hafa verið nefndir til skýring- ar á því að Innréttíngarnar gengu ekki eins vel og ætlað var. Skúli Magnússon sjálfur vildi helst kenna um slæmu veðurfari, fjárkláða, andstöðu einokunarkaupmanna og því að Is- lendingar hafi verið áhugalausir um þessa til- raun til að koma á fót iðnaði. Fræðimenn hafa líka talað um að fyrirtækið hafi verið of stórt miðað við þann markað sem fyrir hendi var. ÁHRIF á ÞÉTTBÝLISMYNDUN Um 1700 var enginn þéttbýlisstaður á land- inu með varanlega eða fasta búsetu. Nokkuð þéttbýli var þó í ýmsum verstöðvum landsins, en það var árstíðabundið. Kaupskaparstefnan var ráðandi hugmynda- fræði í efnahagsmálum á 17. og 18. öld, þar sem áhersla var lögð á verslun og iðnað, at- vinnugreinar þéttbýlis. Þá fóm að koma upp hugmyndir um að reyna að stuðla að þvi að koma á fót föstum kaupstöðum á íslandi. Árið 1736 vom nokkrir staðir nefndir sem möguleg- ir kaupstaðir, en Reykjavík var ekki þeirra á meðal. Reykjavík var samt orðinn nokkuð öflugur verslunarstaður á þessum tíma, en verslunin var í Orfirisey. Fimmtán áram síðar var Innréttingum Skúla Magnússonar landfógeta valin staður í Reykjavík. Þær vora stofnaðar af hlutafélagi með styrk frá konungi. T0 greina kom að stað- setja þær í Hafnarfirði, en góðir landkostir og góð landskilyrði, ásamt því að konungur gat lagt til Reykjavíkurjörðina, höfðu mikið að segja. Einnig lá Reykjavík betur við sam- göngum, lá miðja vegu milli Bessastaða og Viðeyjar. Við Faxaflóann vora góð fiskimið, en framan af var útgerð einnig á snæram Innréttinganna. Reykjavík lá einnig vel við helstu landbúnaðarhémðunum, sem var mikil- vægt fyrir ullarvinnsluna. Því hefur löngum verið velt upp hvern þátt Innréttingamar hafi átt í að í Reykjavík mynd- aðist stærsta þéttbýlið í landinu og bærinn varð að höfuðstað. Blómaskeið Innréttinganna varði ekki lengi, og stóðu þær orðið höllum fæti þegar stjómvöld sendu út tilskipun um stofnun sex kaupstaða á íslandi árið 1786. Þar á meðal var Reykjavík. Þegar þar var komið sögu hafði verslunin verið flutt til bæjarins og var hún nokkuð umsvifamikil. Einnig hafði Tugthúsið verið byggt í landi Amarhóls. Það var talinn kostur að það yrði í nágrenni við Innréttingamar, m.a. til þess að fangarnir gætu unnið þar. Skálholtsskóli var einnig flutt- ur til Reykjavíkur um þetta ieyti. Má því segja að þeir þættir sem urðu þess valdandi að Inn- réttirigunum var valinn staður í Reykjavík, hafi einnig orðið til að styrkja þéttbýlismynd- unina almennt. En það, að þegar var kominn visir að varanlegu þéttbýli, hefur vafalaust einnig haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar voru um að flytja ýmsar stofnanir og starfsemi til Reykjavíkur. Höfundur er sagnfræðingur og safnvörður mynda- deildar Árbæjarsafns. Framhlið Dúkagerðarhússins frá 18. öld. Svona er líklegt að framhlið hússins að Aðalstræti 12 hafi litið út þegar það var og hét á síðari hluta 18. aldar. Árbæjarsafn. Teikn.: Nikulás Úlfar Másson, arkitekt, 1993.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.