Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 11 „MÁLLÝSKUR dagsins í dag eru miklu frekar tengdar mun á starfs- hópum og stéttum heldur en búsetu,“ segir Kristján Árnason prófessor, formaður Íslenskrar málstöðvar, að- spurður um stöðu mállýskunnar í ís- lenskri nútímatungu. Kristján segir ljóst að mállýskur hafi reyndar aldrei verið mjög miklar á Íslandi, sérstaklega ekki í saman- burði við Danmörku og Bretland. Hérlendis hafi mállýskur einkum verið bundnar við framburð og orða- lag fólks í einstökum landshlutum en ekki verið tengdar stétt, aldri eða stöðu. Talað hefur verið um sunn- lensku, vestfirsku, norðlensku og skaftfellsku, hver þeirra með sín sér- einkenni. „Þær fáu mállýskur sem hér hafa verið talaðar eru á undanhaldi enda er tilhneiging til að framburðarmál- lýskur leiti saman, verði miðsæknar og sérkenni eins og harðmæli, radd- aður framburður og þess háttar hverfi. Þetta gerist í nútímaþjóð- félagi þar sem fólk er miklu hreyf- anlegra og því hefur verið haldið fram að þeir sem sitja um kyrrt haldi mállýsku sinni en þeir sem flytjast á brott breyti tali sínu og taka upp það málfar sem tíðkast á nýjum heima- slóðum.“ Flámæli var t.d. útrýmt úr íslenskri tungu og segir Kristján al- menningsálitið en ekki kennara eða stjórnvöld einkum hafa séð til þess. Flámæli hafi þótt ljótt og framburð- urinn og fólkið sem notaði hann verið „brennimerkt.“ Kristján stundaði ásamt Höskuldi Þráinssyni prófessor rannsóknir á ís- lenskum mállýskum nútímans og báru þeir niðurstöður sínar saman við sambærilegar niðurstöður Björns Guðfinnssonar frá fimmta áratugn- um. „Meginstefnan er sú að meiri- hlutamállýskurnar vinna á og það verður almenn útjöfnun á málinu. Hluti af þessari mállýskujöfnun hér á landi er sú að þjóðin flytur suður og ef allt stefnir suður er eðlilegt að mál- lýskurnar stefni í sömu átt.“ Kristján sagði visst mótvægi reyndar vera að myndast á norðurlandi þar sem vísir væri að öðru sterku málsvæði og ef þessi tilhneiging þar héldi áfram að vaxa yrðu tvær mállýskur ráðandi á Íslandi, sú sunnlenska og norðlenska. Það væri einnig skemmtilegt frá að segja að Hornfirðingar hefðu sér- stakan áhuga á að viðhalda sérkenn- um sínum og sýna mállýskunni rækt. Annað sem vakið hefur eftirtekt ís- lenskumanna er hve hratt og óskýrt þjóðin er farin að tala. Fólk verðisí- fellt óskýrmæltara og svo mikið liggi á að heilu atkvæðin falli úr orðum. „Með þessu virðast menn halda að þeir virðist gáfaðri og það er talið gamaldags að tala hægt og skýrt. Enskan tröllríður hér öllu og útlitið er svart þegar stærsta flugfélag Ís- lands heitir ekki lengur íslensku nafni. Þegar talsmenn flugfélagsins voru inntir svara um ástæður fyrir erlendri nafngift var svarið að enskan þætti heppilegri gunnfáni til að fylkja sér undir. Þegar menn eru farnir að hugsa þannig er spurning hvort ís- lenskan sé orðin óþörf og enskan sá gunnfáni sem menn vilja almennt fylkja sér undir, ekki bara einstök fyrirtæki heldur þjóðin öll.“ Kristján sagðist vona að almenn- ingur fari að sýna að honum sé kannski ekki alveg sama um tungu- málið. „Það verður væntanlega talað eitthvert tungumál á Íslandi eftir 100 ár, en hvort það verður það tungumál sem við nú köllum íslensku – það er önnur saga. Hugsanlega höldum við þessum þræði, annar möguleiki er að það þyrfti að þýða Íslendingasögur yfir á „nútíma íslensku“, þriðji kost- urinn er svo að við töluðum bjagaða ensku, sk. pidgin-mál. Ég er ekki í vafa hvern kostinn af þessum þremur mér líst best á. Þess ber að lokum að geta að enginn ætti að láta sér detta í hug að það sé eitthvað auðveldara að tala ensku heldur en íslensku.“ Málfræðingar telja að íslenskar mállýskur séu á hröðu undanhaldi Tengjast fremur starfshópum en búsetu skipti sem fyrirtæki eyðir einum bandaríkjadollar í forvarnir til geðheilbrigðis sparar fyrirtækið sjö dollara vegna minni veikinda og fjarveru starfs- manna sinna eða skertra afkasta. Það er mun auð- veldara að sannfæra fyrirtæki heldur en stjórn- völd um raunverulegan sparnað vegna forvarnaraðgerða. Stjórnvöld sjá peningana sem þau þurfa að eyða núna til að ná árangri en það er mjög erfitt að átta sig á peningunum sem eiga eftir að skila sér í sparnaði því það fé skilar sér ekki fyrr en síðar. Geðvernd er án efa ein ódýrasta að- ferð stjórnvalda til að fyrirbyggja afleiðingar geð- sjúkdóma, þar með talin sjálfsvíg. Bætt þjónusta og auknir fjármunir skila árangri – það er bara ekki flóknara en svo.“ Spurðir um hverjar helstu orsakir sjálfsvíga séu er Conwell fyrri til svars. „Þetta er viðkvæmt mál sem þarf að höndla af varfærni. Stærstur meg- inhluti þeirra sem tekur líf sitt á við geðræn vandamál að stríða – rannsóknir hafa sýnt fram á að um 90% þeirra sem fremja sjálfsmorð hafa ver- ið greindir með geðræn vandamál. Þunglyndi eða lyfjamisnotkun eru svo stærstu vandamálin sem við mætum. Það verður samt að benda á það að fæstir þeirra sem eru þunglyndir fremja sjálfs- morð og fæstir þeirra sem misnota lyf fyrirfara sér. Stærsta spurningin hér er ekki hverjir fremja sjálfsmorð – heldur hvað greinir á milli þeirra sem taka eigið líf og þeirra sem gera það ekki. Við höf- um engin svör við þessu enn og til þess að fá þau þurfum við að bera saman ólíka hópa fólks sem fremur sjálfsvíg og þá sem gera sjálfsvígstilraun- ir. Við þurfum líka að komast að því hvað leiðir suma lyfjasjúklinga út í ofbeldisaðgerðir, ekki ein- ungis sjálfsmorð, heldur andfélagslegar gjörðir, sem geta leitt til sjálfsmorðshugsana. Það er því allt of mikil einföldun að segja að hér sé einungis um fólk að ræða, sem á við geðrænan vanda að stríða. Það má aldrei gleymast að í hverju einasta tilfelli erum við að fást við einstakling. Manneskju sem á fjölskyldu og sínar einstöku félagsaðstæður – við verðum að taka tillit til alls þessa.“ Mikill munur er á fjölda sjálfsvíga á milli þjóða og ólíkra menningarsamfélaga. Í Bandaríkjunum fremja 11–12 af hverjum 100 þúsund íbúum sjálfs- víg og hefur þessi tala haldist óbreytt í um 40 ár. Sambærilegar tölur sýna að 7 af hverjum 100 þús- und svipta sig lífi á Írlandi ár hvert en 35 í Ung- verjalandi. „Það getur jafnvel verið gríðarlegur munur bara á milli landshluta í sama landi. Félagsaðstæður spila stórt hlutverk, þegar efnahagsástandið er slæmt og at- vinnuleysi mikið, hækkar tíðni sjálfs- morða,“ segir Caine. Einstakar aðstæður á Íslandi til rannsóknarstarfa „Rannsóknir okkar beinast í æ ríkari mæli að því að skoða fjölskyldu- og félagsmynstur og reyna að komast að hverjir áhættuþættirnir eru. Þessar upplýsingar þarf að samhæfa svo hægt sé að finna úrlausn sem hentar hverjum sjúklingi fyrir sig. Á Íslandi eru einstak- ar aðstæður og ótal tækifæri til að vinna svona rannsóknarstarf. Hér er ég ekki einungis að tala um smæð þjóðarinnar heldur er almenningur vel upplýstur um lýðheilsu og þjóðin vel menntuð. Við get- um auðvitað ekki litið fram hjá kostum fólksfæðarinnar, hér er hægt að fylgjast með afdrifum hvers sjúklings eftir sjálfs- vígstilraun og skrá hvert sjálfsvíg en þetta er ómögulegt í stærri samfélögum. Þetta skiptir miklu þar sem tíðni sjálfsvíga meðal einstaklinga, sem hafa áður reynt sjálfsvíg, er hæst á fyrsta ári eftir tilraunina og helst há næstu árin á eftir,“ seg- ir Caine. Conwell tekur undir og segir vísinda- menn fá tækifæri á Íslandi til að þróa nýjar að- ferðir í meðferð sjúklinga og bera þær saman við þær sem nú tíðkast. „Það er líka kostur hversu ís- lenskir heilbrigðissérfræðingar eru samrýndur hópur sem á auðvelt með að starfa saman að settu marki. Þeir eiga auðvelt með að bera saman bæk- ur sínar og vinna náið með kollegum sínum innan geðheilbrigðisgeirans. Það er nauðsynlegt að vinna svona starf í samvinnu við aðrar heilbrigð- isstéttir, engin ein starfsstétt, hvort heldur geð- læknar eða sálfræðingar, getur náð heildstæðum árangri í svona starfi. En saman geta geðlæknar, sálfræðingar, faraldursfræðingar, félagsfræðing- ar og aðrir innan heilbrigðisgeirans myndað sterkan hóp þar sem ólík fagkunnátta getur leyst fjölþætt vandamál – það er nefnilega engin ein ástæða fyrir því að fólk fremur sjálfsvíg. Þetta er flókið vandamál sem þarfnast góðra lausna.“ Spurður um langtímamarkmið samvinnunnar við íslenska lækna segir Caine: „Virkar forvarnir verða að byggjast á víðtækum upplýsingum. Á næstu 10 árum sé ég fyrir mér gagnasafn yfir- gripsmikilla samhæfðra nálgana og upplýsinga um forvarnir sjálfsvíga sem eiga eftir að nýtast í baráttunni við sjálfsvíg um allan hinn vestræna heim. Svona nokkuð nýtist öllum sem að málinu koma.“ „Sjálfsvíg eru dauðsföll sem hægt er að fyrirbyggja“ Eitt markmiða ríkisstjórnar- innar í heilbrigðismálum er að fækka sjálfsvígum á Íslandi um fjórðung á næstu tíu árum. Til þess að þetta takmark náist þarf að mati geðlæknanna Eric D. Caine og Yeates Conwell að efla forvarnir til muna. Þeir eru nú staddir á Íslandi til að ræða samstarf við íslenska lækna. Þ ETTA er metnaðarfullt markmið en alls ekki ómögulegt,“ segir Conwell spurður um markmið íslenskra stjórnvalda. Hann og Caine eru pró- fessorar í geðlækningum við Rochest- er-háskóla í New York. Báðir hafa þeir starfað við rannsóknir á sjálfsvígum til fjölda ára og telja Ís- land geta átt mikilvægan þátt í frekari rannsókn- um og leiðum til varna. Conwell segir stjórnvöld smám saman vera að átta sig á að sjálfsvíg séu alvarlegt heilbrigðis- vandamál og það þurfi að vinna markvisst að leið- um til forvarna. „Það þarf að auka enn frekar almenningsvitund og fá samstarfsvilja stjórnvalda og heilbrigðis- kerfisins. Umræðan um sjálfsvíg og sjálfsvígstil- raunir þarf einnig að vera opnari svo hægt verði að tala um forvarnir í þeim málum, rétt eins og talað er um hvernig hægt er að varna hjartasjúkdómum og öðrum „venjuleg- um“ sjúkdómum,“ segir Conwell. Þetta hefur að sögn hans aldrei verið gert með sjálfsvíg þó tölur sýni að þau séu afar stór hluti dauðsfalla og snerti því ótal fjölskyldur á ári hverju. Í Banda- ríkjunum eru sjálfsvíg næstalgengasta orsök dauða ungs fólks og áttunda al- gengasta hjá eldra fólki. „Þessi umræða er smám saman að vakna, sem er mjög gott, en það er líka kominn tími til að láta verkin tala,“ segir Caine og heldur áfram: „Fjórðungslækkun á sjálfsvígum er enn sem komið er ógerlegt takmark í Bandaríkjunum en Íslendingar eru miklu hæfari þjóðfélagslega til að takast svona verk á hendur – sé vilji fyrir því. Þið hafið flesta þá þætti sem eru nauð- synlegir til að skapa og þróa fjölþættar forvarnir sem skila lækkaðri tíðni sjálfs- víga. Íslendingar hafa alla burði til að gera þetta vel, rétta forystan er hér – spurningin er hvort fjármagn fæst til verksins.“ Conwell tekur undir og segir stundum erftitt að koma stjórnvöldum í skilning um hversu útbreiddur þessi samfélags- vandi sé og hversu mikið hann kosti. Hann bendir á að í Bandaríkjunum fremji 30.000 manns sjálfs- víg árlega – á sama tíma séu framin 22.000 morð. „Þingmenn okkar hafa miklu meiri áhuga á að fjalla um morðin heldur en sjálfsvígin og vilja fremur nota fé til að sporna gegn þeim. Það hefur þurft að benda þeim á að ef það eru dauðsföll sem þeim er umhugað um þá séu sjálfsvígin miklu fleiri. Fólk verður að átta sig á að þetta er sam- félagslegur vandi sem er þjóðfélaginu afar dýr og að sama skapi þungar félagslegar byrðar. Mér skilst að hér sé mikið rætt um leiðir til að fækka banaslysum í umferðinni, sem er gott og vel, en það þarf líka að líta til annarra dauðaorsaka sem valda ekki síður verulegum þjáningum fjölda fólks.“ Spurðir hvort markmið rannsóknanna sé að koma í veg fyrir sjálfsvíg svarar Caine: „Við get- um aldrei upprætt sjálfsvíg algjörlega en við vit- um að sjálfsvíg eru dauðsföll sem hægt er að fyr- irbyggja. Það er mjög sérstakt að stjórnvöld og almenningur virðast sammála um að síst eigi að eyða fjármunum í heilbrigðiskerfið og allra síst til geðheilbrigðismála, það virðist í besta falli vera í lagi að nota fé til skurðaðgerða því það er „end- anleg“ lækning, vandamálið er fjarlægt og lagfært og sjúklingnum er batnað. Það sem við vitum um kostnað vegna bættrar geðheilsu er að í hvert Eric D. Caine og Yeates Conwell funduðu með íslenskum lækn- um um leiðir til forvarna sjálfsvíga. Morgunblaðið/Kristinn LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst íkveikjuna í Garðaskóla í Garðabæ að morgni nýársdags. Tveir ósakhæfir piltar hafa játað á sig verknaðinn. Kveikt var í á nokkr- um stöðum í smíðastofu skólans og brotist inn á skrifstofu þar sem brúsi með eldfimum vökva fannst. Þá hefur lögreglan upplýst mörg þau skemmdarverk sem unnin voru víðar um bæinn um áramótin. Við Garðatorg var talsvert um að skot- eldar væru sprengdir við rúður og þær þannig brotnar. Þá var hrað- banki við torgið eyðilagður með því að sprengja skoteld við skjá hans. Gísli Þorsteinsson, lögreglufulltrúi við rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði segir að þetta eina tjón sé metið á um 300.000 kr. Þá voru rúður brotnar í Hofstaðaskóla. Gísli segir skemmdarvargana í flestum tilfellum vera ósakhæfa pilta. Foreldrar þeirra verða væntanlega að taka afstöðu til hvort þeir greiði bótakröfur frá fyrirtækjum og stofn- unum. Gísli segir að í sumum tilfellum sé um verulegar fjárhæðir að ræða. Lögreglan hefur mál þeirra til með- ferðar í samráði við félagsmálayfir- völd. Lögreglan verður með hefðbund- inn viðbúnað á þrettándanum. Íkveikja í Garðaskóla upplýst LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði í fyrrinótt 18 ára pilt fyrir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut til móts við Nesti. Radarmælingar lögreglunnar sýndu að hann ók fólksbifreið sinni á 140 km hraða en hámarkshraði þar er 70 km/klst. Viðurlög við slíku broti er tveggja mánaða ökuleyfissvipting og 20.000 króna sekt, sé um fyrsta brot að ræða. Þá fær hinn ungi ökumaður 4 umferðarpunkta. 18 ára öku- maður á 140 km hraða ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EMBÆTTI dómara við Hæstarétt Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2001 Um er að ræða dómaraembætti sem losnar þar sem Hjörtur Torfa- son hefur ákveðið að óska eftir lausn frá embætti. Forseti Íslands hefur veitt Hirti lausn frá embætti hæsta- réttardómara frá 1. mars 2001. Embætti aug- lýst laust til umsóknar Hæstiréttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.