Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 29 TESTÓSTERÓN-bætiefni kann er fram líða stundir að verða notað til að halda karlmönnum í formi, virk- um og hamingjusömum langt fram eftir aldri, rétt eins og estrógen hef- ur gefið konum nýtt líf eftir tíða- hvörf. Er þetta framtíðarspá lækn- isins Malcolms Carruthers. Frá 20 til 70 ára getur testóste- rónmagn í líkama karla minnkað um allt að 50%. Sífellt fleiri læknar telja þetta hliðstætt við tíðahvörf hjá kon- um. En hormónameðferð fyrir karl- menn er enn umdeild. Sumir vís- indamenn óttast að auka testósterón geti komið af stað blöðruhálskirtils- krabba og ólögleg notkun vaxtar- ræktarmanna og annars íþróttafólks á hormóninu hefur einnig svert ímynd þess. „Gott fyrir hjartað“ Carruthers, sem er sjálfstætt starfandi læknir í London, telur að ef vel er fylgst með testó- sterón-bætiefnagjöf geti hún verið jafnhættulaus fyrir karlmenn, sem þjást af skorti á hormóninu, og mörg önnur heilsubót. „Þetta er ekki ein- ungis hættulaust fyrir blöðruháls- kirtilinn, þetta er beinlínis gott fyrir hjartað og blóðrásarkerfið, kemur í veg fyrir beinþynningu og hefur mikið af þeim góðu áhrifum – þ. á m. að koma ef til vill í veg fyrir Alz- heimer – sem hormónameðferð hef- ur á konur.“ Carruthers hefur stofnað góð- gerðarfélag, The Andropause Soc- iety, til þess að rannsaka og veita stuðning rannsóknum á þessu sviði. Hann er enn fremur ráðgjafi vefset- ursins AndroScreen.com sem veitir upplýsingar um greiningu á testó- sterónskorti og möguleika á með- ferð. Þá vinnur hann að því að koma á laggirnar alþjóðlegu samstarfi lækna sem eru lærðir í meðferð á testósterónskorti. Sífellt fleira rennir stoðum undir þá hugmynd, að testósterón-bæti- efni fyrir menn sem hafa lítið af hormóninu geti styrkt bein, aukið vöðvamassa, bætt hugarstarfsemi og kynorku og unnið gegn þung- lyndi, að sögn dr. Natans Bar- Charmas, við Mt.Sinai-læknaskól- ann í New York. Bar-Charma segir þetta svið vera á byrjunarstigi. „Við erum líklega um það bil einum áratug á eftir rannsóknum á sviði tíðahvarfa,“ seg- ir hann en bætir við að líklegt sé að áhugi á þessu sviði muni aukast gíf- urlega á næstu fimm til tíu árum. Gel og plástrar Þótt langtímarannsóknum á hætt- um testósterón-bætiefna sé enn ekki lokið segir Bar-Charma að bráðabirgðaniðurstöður bendi ekki til þess að hættan á blöðruhálskirt- ilskrabba aukist. Ný testósterón-gel og -plástrar hafi gert meðferð hættuminni. Slíkar meðferðir auki testósterónmagn en ekki umfram það sem er líkamlega eðlilegt, líkt og pillu- og sprautumeðferð gæti gert. Bar-Charma og Carruthers eru sammála um að til að skera úr um hver muni njóta góðs af testósterón- meðferð þurfi að kanna bæði hor- mónamagn og einkenni. Magnið sé mismunandi eftir einstaklingum og að maður sem hafi eðlilegt magn kunni að hafa skortseinkenni. Meðal þeirra eru þunglyndi, minnkaður áhugi á kynlífi, versnandi hugar- starfsemi, beinþynning og minni vöðvastyrkur, að því er Carruthers segir. Margir þættir vegnir Til þess að ákvarða hvort einstaklingur þurfi á auknu testó- steróni að halda þurfi að vega og meta marga þætti, þ. á m. hlutfallið á milli vöðva og fitu, beinþéttni, hug- arstarfsemi og kynlífsiðkan, segir dr. Natan Bar- Charma. Þau áhrif testósteróns að auka vöðva og minnka fitu séu ekki aðeins útlitslega til bóta, segir hann, heldur geti þetta unnið gegn hægfara hjartasjúkdómum. Hvatt til „testósterón- byltingar“ meðal eldri karlmanna Associated Press New York. Reuters. Miðaldra og í fullu fjöri. Rétt eins og estrógen hefur hjálpað mörgum konum eftir tíðahvörf kann testósterón að bæta líðan karla. TENGLAR ..................................................... The Andropause Society: www.AndroScreen.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.