Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÁMSMENN við Háskóla Ís-
lands standa mjög misjafnlega
að vígi gagnvart kostnaði fyrir
daggæslu fyrir börn sín yngri
en tveggja ára eftir því hvar á
höfuðborgarsvæðinu þeir eru
búsettir. Getur munað tæpum
20 þúsund krónum á mánuði á
leikskólagjaldi sem greitt er
vegna barna á leikskólanum
Sólgarði, allt eftir því í hvaða
sveitarfélagi barnið er skráð
til heimilis.
Félagsstofnun stúdenta
rekur leikskólann Sólgarð fyr-
ir börn námsmanna HÍ á aldr-
inum 2–6 ára. Þar eru 30 börn,
26 búsett í Reykjavík, tvö í
Kópavogi, eitt í Garðabæ og
eitt er með lögheimili á
Hvammstanga.
Séu foreldrar barns á leik-
skólanum í sambúð, annað
þeirra í námi en hitt í vinnu og
fjölskyldan búi í Reykjavík,
eru greiddar rúmlega 32 þús-
und krónur á mánuði fyrir
heilsdagspláss á Sólgarði.
Gjaldið hækkar um
20 þús. við flutning
Ef fjölskyldan flytur sig til
Kópavogs hækka gjöldin á
Sólgarði í um 34 þúsund krón-
ur á mánuði en ef flust er til
Garðabæjar eða Hafnarfjarð-
ar þarf hins vegar að greiða
rúmlega 52 þúsund krónur á
mánuði fyrir að hafa barnið á
leikskólanum Sólgarði.
Ástæðan er sú, að sögn Sól-
veigar Gunnarsdóttur leik-
skólastjóra, að síðastnefndu
sveitarfélögin tvö taka engan
þátt í kostnaði við daggæslu
barna undir tveggja ára aldri.
Morgunblaðið ræddi við
föður telpu á öðru ári, en fjöl-
skyldan fluttist nýlega úr
Reykjavík í Garðabæ. Móðirin
er í námi en faðirinn í starfi.
Fyrir flutninginn greiddi fjöl-
skyldan um 32 þúsund krónur
fyrir vistina á Sólgarði en eftir
flutninginn var tilkynnt að nið-
urgreiðslum yrði hætt og
gjaldið hækkað í um 52 þús-
und krónur.
Faðirinn sagði að Garðabær
ræki enga leikskóla fyrir börn
undir tveggja ára aldri og tæki
engan þátt í kostnaði við dag-
vist barna á þeim aldri.
Börnin á Sólgarði fá hins
vegar úthlutað plássi að því
skilyrði einu uppfylltu að for-
eldrar þeirra séu námsmenn í
Háskóla Íslands, án tillits til
hvar þeir eru búsettir.
Faðirinn sagðist hafa rætt
málið við Ásdísi Höllu Braga-
dóttur, bæjarstjóra í Garða-
bæ. „Hún hafði mikinn skiln-
ing á þessu máli og Garðabær
er búinn að taka ákvörðun um
að greiða fyrir yngri börn en
það verður ekki gert fyrr en
eftir eitt ár.“
„Mér finnst þetta ansi súrt,“
sagði faðirinn. „Ég er nýflutt-
ur í Garðabæ og bjóst ekki við
að það hefði veruleg áhrif á
fjölskylduna að flytja í ná-
grannasveitarfélag Reykja-
víkur. Ég hélt í fáfræði minni
að þjónustan væri sambærileg
og menn gerðu jafn vel við
námsmenn og barnafólk hvort
sem það er búsett í Reykjavík,
Garðabæ eða hvar sem er.
Garðabær virðist ekki hugsa
eins vel um þennan hóp í dag
og Reykjavíkurborg gerir en
ætlar sér hins vegar að gera
það í framtíðinni. Það er aftur
á móti nokkuð sem mér og
öðrum í minni stöðu í dag
gagnast lítið,“ sagði faðirinn.
Leit á höfuðborgarsvæðið
sem eitt svæði
„Þegar ég leitaði að hús-
næði hugsaði ég ekki út í hvort
það ætti að vera í Kópavogi,
Reykjavík eða Garðabæ; það
skipti ekki máli. Ég bjóst við
að þjónustan væri svipuð. Þess
vegna er ég fyrst og fremst
svekktur út í sjálfan mig fyrir
að hafa ekki skoðað þessa hluti
og ég er líka svekktur út í
sveitarfélagið að vera ekki fyr-
ir löngu farið að taka á þessum
málum. Ef það vill halda í ungt
fólk meðan það er í námi og
halda því innan sveitarfélags-
ins hefði maður haldið að það
vildi gera jafn vel og ná-
grannasveitarfélögin. Ég hef
litið á höfuðborgarsvæðið sem
eitt svæði og þótt ég hafi gert
mér grein fyrir því að reglurn-
ar gætu verið eitthvað ólíkar
datt mér aldrei í hug að það
gæti munað 20 þúsund krón-
um á mánuði.“
Sólveig Gunnarsdóttir, leik-
skólastjóri á Sólgarði, sagði að
Reykjavík tæki meiri þátt en
önnur sveitarfélög í leikskóla-
kostnaði barna undir tveggja
ára aldri. Kópavogur greiddi
niður litlu minna en Reykjavík
en Garðabær og Hafnarfjörð-
ur tækju engan þátt í kostn-
aðinum.
Hún sagðist nýlega hafa
lent í því að námsmenn úr
Hafnarfirði áttu rétt á leik-
skólaplássi fyrir barn sitt á
Sólgarði en þegar þeim var
bent á að þá fengist engin nið-
urgreiðsla hefðu þau hætt við
að nýta plássið. Engin börn úr
Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi
og Seltjarnarnesi eru hins
vegar á leikskólanum og hafði
Sólveig því ekki á takteinum
upplýsingar um hvernig staðið
væri að málum á þeim bæjum.
Hins vegar sagði hún að á
Sólgarði væri eitt barn með
lögheimili á Hvammstanga.
Þar væru engar reglur í gildi
um greiðslu dagvistarkostnað-
ar barna undir tveggja ára
aldri en sveitarstjórnin hefði
tekið mál þess barns til skoð-
unar og ákveðið að taka þátt í
leikskólagjaldinu með sama
hætti og gert yrði ef barnið
byggi í Reykjavík.
Í því hefði þó ekki falist ný
regla heldur yrði hvert mál
skoðað fyrir sig.
Kemur í ljós þegar
sótt er um endurgreiðslu
Sólgarður er, eins og fyrr
sagði, rekinn af Félagsstofnun
stúdenta við Háskóla Íslands.
Guðrún Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnun-
ar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að afstaða þeirra
sveitarfélaga, sem engan þátt
taka í greiðslu kostnaðar
vegna yngstu barnanna, væri
mjög bagaleg.
Hún sagði að sama staða
hefði einu sinni áður komið
upp vegna barns úr Garðabæ.
„Fólk áttar sig ekki á þessum
reglum fyrr en það sækir um
endurgreiðsluna. Þá kemur
þetta í ljós,“ sagði Guðrún.
Mismunandi leikskólakostnaður námsmanna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu
Munar allt að 20 þús.
kr. milli sveitarfélaga
Höfuðborgarsvæðið
ORKUVEITA Reykjavík-
ur hyggst ekki fara út í
sértækar aðgerðir fyrir
Elliðaárnar, en í gær kom
fram hjá Bjarna Ómari
Ragnarssyni, formanni
Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, í Morgunblaðinu að
hann teldi að í tillögur
starfshóps um lax- og sil-
ungsár í Reykjavík vant-
aði sértækar aðgerðir fyr-
ir Elliðaárnar, í samræmi
við niðurstöður rannsókna
sem kynntar voru í fyrra.
Árnar ættu í vanda,
sem taka yrði á ef ekki
ætti illa að fara.
Að sögn Guðjóns Magn-
ússonar, á skrifstofu for-
stjóra Orkuveitu Reykja-
víkur, hefur Orkuveitan
haft Veiðimálastofnun
sem ráðgjafa í þessum
málum í nokkuð langan
tíma og því farið eftir
þeim ráðleggingum sem
menn þar á bæ hafa gefið.
Nú sé verið að ljúka
ákveðnu rannsóknarferli,
og ekki sé búið að taka
ákvörðun um framhaldið.
„Við teljum að stöðin
hafi ekki átt neinn þátt í
því hruni sem varð síðast-
liðin 2–3 ár, heldur séu
það aðstæður í ánni, í
fiskinum og í hafinu,“
sagði Guðjón.
„Það hefur verið mjög
erfitt fyrir Orkuveituna
að taka á málum varðandi
affall í árnar, vegna þess
að það er í höndum borg-
arverkfræðings. En ég
veit, að menn þar á bæ
hafa verið að vinna að
skoðun þeirra mála.
Eins höfum við bent á
nauðsyn ýtarlegri rann-
sókna í hafinu.“
„Annars hefur Orku-
veitan nú gert töluvert
fyrir Elliðaárnar, ef
grannt er skoðað,“ bætti
Guðjón við.
Vantar
erfðarannsóknir
„Það er búið að minnka
álagið í þeim, bæði stytta
veiðitímabilið og fækka
stöngum, og við höfum
síðastliðin tvö ár aukið
vatnið í ánum og skert
með því orkuframleiðsl-
una, sem er ákveðinn
fórnarkostnaður.
Þá höfum við tekið upp
vöktun á vatnsinnihaldinu
og það er búið að gera
botndýrarannsóknir.
Það eina sem við í raun
eigum eftir, er að gera
erfðafræðilegar rannsókn-
ir; laxastofninn hefur úr-
kynjast svo mikið af haf-
beitinni að við þurfum að
skoða það hvort einhverj-
ar erfðafræðilegar skýr-
ingar séu á þessu slæma
ástandi hans. En við erum
ekki búnir að taka
ákvörðun um þær rann-
sóknir.
Samt sem áður erum
við ánægðir með síðast-
liðið ár; veiðin jókst um
14% á náttúrulega laxin-
um, meðan hún gekk nið-
ur annars staðar, í land-
inu öllu 15–20%. Það er
nú sólargeislinn í myrkr-
inu.
En við bíðum eftir því
að það verði tekin ákvörð-
un um hreinsun Elliða-
vogsins, sem er mengað-
ur, og lítum svo á að þar
þurfi að gera áætlun og
hún tengist holræsamál-
um borgarinnar.“
Sértækar að-
gerðir vegna
Elliðaáa ekki
á döfinni
Elliðaár
ÍSKLIFRARAR þurfa ekki
lengur að keyra óraveg til að
stunda það áhugamál sitt,
því nú er búið að koma upp
æfingaaðstöðu í 13 metra
háum súrheysturni við
gamla Gufunesbæinn í Gufu-
nesi. Bærinn hefur fengið
nýtt hlutverk og þar er nú til
húsa Frístundamiðstöðin
Gufunesbær, en hún er rekin
af Íþrótta- og tómstundaráði.
Morgunblaðið hafði samb-
and við Atla Stein Árnason,
sem er forstöðumaður Frí-
stundamiðstöðvarinnar, og
spurði hann út í hina nýju æf-
ingaaðstöðu, sem er gerð eft-
ir erlendri fyrirmynd.
„Við byrjuðum með þetta
fyrir um mánuði, í samstarfi
við Íslenska alpaklúbbinn,“
sagði Atli. „Þetta er nýtt hjá
okkur, í fyrsta skipti sem er
búinn til ísfoss innan borg-
armarkanna til að stunda ís-
klifur. Það virðist vera mjög
mikill áhugi fyrir þessu, en
tilgangurinn er sá, að allir
þeir sem stunda þessa íþrótt
geti skroppið hingað eftir
vinnu og tekið klifur í þess
að vera að fara miklar vega-
lengdir upp um fjöll og firn-
indi til þess, eins og menn
hafa þurft að gera hingað til,
með ærnum tilkostnaði.
Þetta er því í raun gert fyrir
alpaklúbbinn, en við hyggj-
umst einnig notfæra okkur
þetta í starfi okkar með ung-
lingum og eldri. Þó eru sér-
stakar aldurstakmarkanir á
þessu, enginn yngri en 18
ára fær að klifra, nema með
sérstöku leyfi frá okkur og
reyndum aðila. Það er al-
gjört skilyrði. Og enginn fer
heldur í þetta, nema hann sé
vanur ísklifri, eða þá hafi
einhvern reyndan aðila með
sér.“
Ótrúlega líkar aðstæður
og úti í náttúrunni
Hallgrímur Magnússon,
sem er virkur félagi í alpa-
klúbbnum og mikill ísklifr-
ari, var spurður um það
hvernig þessi tilbúna aðstaða
væri í samanburði við það
sem gerðist í klettaveggjum.
„Þetta er náttúrulega
manngerður veggur, ef svo
má segja, en ís er alltaf ís,
þannig að þarna fær maður
ótrúlega líkar aðstæður og
úti í ekrunni,“ sagði Hall-
grímur. „Það er sjaldan í
náttúrulegu klifri sem menn
fá jafn langan lóðréttan
kafla og fæst þarna. Og þótt
erfiðleikarnir verði aldrei
þeir sömu og úti í nátt-
úrunni, þar sem menn geta
fengið yfirhangandi klett,
sem verður að þræða fyrir,
o.s.frv., þá er þetta sem slíkt
mjög góð æfingaaðstaða. Ég
vona að við getum komið á
ísklifurkeppni þarna áður en
vetrinum lýkur.“
Ljósmynd/Atli Steinn Árnason
Það er sjaldan sem menn fá jafn langan lóðréttan kafla í
náttúrulegu klifri og fæst þarna.
Ljósmynd/Atli Steinn Árnason
Ísklifrarar búa sig undir að leggja til uppgöngu á 13 metra
háan súrheysturninn.
Gamall súrheysturn verður
æfingastaður ísklifrara
Grafarvogur