Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
ORSETI bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar telur að
auk erfiðleika stærstu
atvinnufyrirtækjanna
hafi efnahagsástandið
mest áhrif á íbúaþróunina. Mikil-
vægar efnahagsaðgerðir stjórn-
valda miðist við þensluástandið á
höfuðborgarsvæðinu en ekki þá
stöðnun og samdrátt sem einkenni
landsbyggðina.
Veruleg fækkun íbúa hefur orðið
á nokkrum stöðum á landsbyggð-
inni, ekki síst í bæjum og þorpum á
Vestfjörðum, Norð-
urlandi og Austfjörð-
um. Í flestum tilvik-
um nefna forsvars-
menn sveitarfélag-
anna stöðu atvinnu-
mála sem skýringar á
fækkun íbúa.
Engar nýjar
skýringar
„Ég hef engar nýj-
ar skýringar, aðeins
þær sömu og bent
hefur verið á síðustu
árin,“ segir Smári
Geirsson, forseti
bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar, þeg-
ar skýringa hans er
leitað á fækkun fólks
í öllum bæjunum
þremur sem mynda
Fjarðabyggð. Þannig
fækkaði um 41 mann
í Neskaupstað, 34 á
Eskifirði og um 15 á
Reyðarfirði. Íbúum
sveitarfélagsins
fækkaði um tæp 3%
á síðasta ári og hefur
fækkað um rúm 14%
á síðustu tíu árum.
„Ég upplifi stöð-
una þannig að það séu tvö hagkerfi í
landinu. Annars vegar hagkerfi
þenslu og góðæris á höfuðborgar-
svæðinu og hins vegar hagkerfi sem
einkennst hefur af stöðnun eða
samdrætti víða á landsbyggðinni.
Mikilvægar aðgerðir stjórnvalda
taka mið af þensluástandinu á höf-
uðborgarsvæðinu,“ segir Smári.
Því til viðbótar nefnir hann að
stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafi
verið að ganga í gegn um erfiða
tíma vegna lækkunar á afurðaverði,
hækkunar útgerðarkostnaðar
vegna olíuverðs og gengisþróunar.
Samdráttur hjá þessum stóru fyr-
irtækjum hafi síðan áhrif í öllu sam-
félaginu.
Pólverjarnir
fluttu suður
Íbúum á Seyðisfirði fækkaði um
32 á síðasta ári, eða um 3,9%. Íbúum
á Seyðisfirði hefur fækkað flest ár á
tíu ára tímabili og eru þeir nú 795,
19% færri en fyrir tíu árum, og hafa
íbúarnir ekki verið færri síðan um
1960.
Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri
segir að fyrirtæki sem var með
marga útlendinga í vinnu hafi hætt
starfsemi á árinu. Það hafi leitt til
þess að 27 Pólverjar fluttu suður til
Reykjavíkur. Telur hann ekki að
þessi breyting hafi mikil áhrif á
aðra íbúa sveitarfélagsins eða
tekjur þess, nema hvað fjölgun sem
varð þegar Pólverjarnir komu hafi
skert mjög framlög Seyðisfjarðar-
kaupstaðar úr Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga. Telur hann að úthlutunar-
reglur sjóðsins séu einkennilegar
þegar sveitarfélag sem misst hafi
200 manns á áratug fái ekki fólks-
fækkunarframlög.
Stóriðja og laxeldi
Ólafur bæjarstjóri á Seyðisfirði
segir að miklir möguleikar séu til
þess að snúa vörn í sókn á Austur-
landi. Íbúaþróunin sé komin á botn-
inn og muni snúast við á næstu ár-
um. Nefnir hann stóriðjustefnu
Austfirðinga, virkjunaráform, nýja
Norrænu og sterk sjávarútvegsfyr-
irtæki.
Smári Geirsson vekur athygli á
því að Fjarðabyggð sé með mjög
stór verkefni í atvinnulífinu, líklega
stærri en flest önnur, auðvitað í
samvinnu við marga aðila. Nefnir
hann uppbyggingu orkufreks iðn-
aðar með álveri á Reyðarfirði sem
hann segir að muni gjörbreyta öll-
um forsendum fyrir íbúaþróun á
svæðinu. Þá nefnir hann mikil
áform um uppbyggingu fiskeldis
sem skipti einnig miklu máli. Loks
getur hann um vinnu sem tengist
uppbyggingu smærri fyrirtækja.
Smári vonast til að laxeldi hefjist
í Mjóafirði í vor og það verði komið í
fullan rekstur vorið 2002. „Ég geri
mér vonir um að laxeldið hafi já-
kvæð áhrif og stuðli að því að fólk
hverfi síður á braut. Ég vonast
einnig til þess að þegar líður á árið
2001 verði ljóst hvað verður um
stóriðjuna og að niðurstaðan verði
þannig að hugsunarháttur fólks
gjörbreytist,“ segir Smári.
Flytja á eftir börnunum
Íbúum á Kópaskeri fækkaði um
24 á síðasta ári eða um tæp 15%.
Þar býr núna 141 maður. Steindór
Sigurðsson, sveitarstjóri Öxarfjarð-
arhrepps, telur að fækkunin hafi að
stærstum hluta orðið vegna brott-
flutnings stórra fjölskyldna sem
fylgi börnum sínum þegar
framhaldsskóla. Dýrt sé
tvö heimili og taki sumir þá
un að flytja á eftir börnun
staklega þeir sem ekki e
staðnum. Í staðinn hafi ko
staklingar eða fámennar f
ur.
Steinþór segir að þótt
orðið miklar breytingar í a
inu á síðasta ári sé þörf á að
vinnuna, ekki síst með því a
störf sem gefi fólki kost
tekjum en það nú hafi. S
betri í sveitinni í Öxarfjarð
en þorpinu og telur Steind
hafi frekar orðið fjölgun en
Vantar meiri vinnu í
Í Ólafsfirði fækkaði um 3
eða um 3,4% en þar bjug
manns 1. desember sl. Ásg
Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ó
segir að ástæðu fækkunar
og fremst að leita í
ástandinu.
„Við lentum í erfiðum hr
um í atvinnumálum í lok ár
höfum átt á brattann að sæ
varðar vinnu í landi síðan.
misstu atvinnuna hér fl
margir um set og settust a
staðar. Á sama tíma er sve
ið hins vegar með hæsta ú
landinu á mann vegna fj
manna. Það endurspeglar
ar ekki stöðu atvinnumál
vantar meiri vinnu í landi.“
Ásgeir segir að verið sé a
því að skapa frekari atvinn
firði, m.a. í fjarvinnslu. „
umst enn til að fjarvinnsla
að verða það sem hún átt
orðin. Þessi vinna hefur
heldur hægt en við vonum
Íbúum margra staða á landsbyggðinni fækkaði v
Hagkerfi stöð
og samdrátt
landsbyggð
Íbúum margra sveitarfélaga fækka
umtalsvert á síðasta ári, ekki síst
Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfj
um. Forsvarsmenn sveitarfélaganna
í flestum tilvikum að breytingar í
atvinnumálum séu helsta skýring
neikvæðrar byggðaþróunar.
Íbúum á Kópaskeri fækkaði um 24 á síðasta ári, eða um 15%. Byggðin er
veiðum og vinnslu og stundum berst þar mikill rækjuafli á land, eins og þ
var tekin.
NÝTUM BYR TUNGUNNAR
TÓMAS GUÐMUNDSSON
Hundrað ár eru liðin frá fæð-ingu Tómasar Guðmunds-sonar skálds í dag. Tómas er
sannarlega eitt af ástsælustu skáld-
um Íslendinga. Ljóð hans lifa á
vörum þjóðarinnar.
Tómas er borgarskáldið. Hann var
fyrstur til að líta á borgina sem boð-
legt yrkisefni. Allt frá upphafi ald-
arinnar höfðu flest höfuðskáld Ís-
lendinga búið í borginni, Stein-
grímur, Hannes, Þorsteinn og Einar,
en ekkert þeirra orti um Reykjavík
svo heitið geti. Skáldin voru þá enn
upptekin af fegurð náttúrunnar sem
var allt í kringum borgina en borg-
arlandslagið og borgarlífið átti ekki
heima í kveðskap. Tómas breytti
þessu í Fögru veröld, annarri ljóða-
bók sinni, sem kom út árið 1933. Tóm-
as horfði ekki út úr borginni heldur
inn í hana, hann orti ekki um fjalla-
sýnina heldur Austurstrætið, húsin í
bænum, höfnina og fjölskrúðugt
mannlífið.
Með nýjum efnistökum átti Tómas
einnig þátt í endurnýjun skáldamáls-
ins sem yngri skáld héldu áfram,
tungumál borgarinnar hlaut þegnrétt
í skáldskap. Í grein sem Soffía Auður
Birgisdóttir ritar um skáldið í Les-
bók Morgunblaðsins í dag er lögð
áhersla á þessa nýsköpun Tómasar:
„Þeir sem ritað hafa um ljóðlist Tóm-
asar Guðmundssonar hafa flestir lagt
áherslu á þá miklu endurnýjun ljóð-
málsins sem skáldskapur hans býr
yfir og þarf enginn að velkjast í vafa
um réttmæti þeirrar áherslu.“
Áhrif Tómasar eru mikil á síðari
tíma skáld og enn má finna þau í
verkum yngstu skálda. Tómas hefur
þannig ótvírætt mikilvæga stöðu í ís-
lenskri bókmenntasögu. En þrátt
fyrir hana og þrátt fyrir vinsældir er
ástæða til að meira verði fjallað um
verk hans. Ljóðasafn hans kom út
fyrir rúmum áratug með formála eft-
ir Kristján Karlsson. Tímabært er að
fram fari frekari rannsóknir á verk-
um hans. Hér er augljóslega verk að
vinna, bæði áhugavert og þarft.
Það eru fleiri en Íslendingar semhafa áhyggjur af tungu sinni. Í
frétt hér í blaðinu á fimmtudag kom
fram að Danir óttist að danska verði
ekki töluð hér á jörð eftir hundrað ár
ef áhugaleysið um tunguna og viðgang
hennar verði viðvarandi. Að mati
danskra sérfræðinga eru mállýskur
þar í landi að hverfa og að verða til
nokkurs konar ríkisdanska þar sem
aldur og þjóðfélagsstaða setja frekar
svip sinn á tunguna en búseta. Ein-
ungis 5% Dana tala mállýsku en þær
eru þó enn um fjörutíu talsins.
Í viðtali við Kristján Árnason pró-
fessor og formann Íslenskrar mál-
stöðvar í blaðinu í dag koma fram
svipaðar áhyggjur um stöðu íslensk-
unnar og íslenskra mállýskna. Krist-
ján segir að íslenskar mállýskur í dag
séu miklu frekar tengdar mun á
starfshópum og stéttum heldur en bú-
setu. Þær fáu staðbundnu mállýskur
sem hér hafa verið talaðar eru á und-
anhaldi. Sýna rannsóknir að mállýsk-
ur stefni suður eins og þjóðin en að
auki sé tilhneiging til þess að fram-
burðarmállýskur leiti saman.
Útjöfnun á hvers konar mismun er í
raun eðlileg afleiðing af tækniþróun
síðustu aldar. Fólk er bæði farið að
geta ferðast meira en það gerði og
fjölmiðlar hafa þar að auki hreinlega
flutt heiminn inn í stofu til hvers og
eins. Fjölmiðlar hafa sömuleiðis hing-
að til miðlað sama efni til allra og
þannig steypt hópa, þjóðir og nú að
sumra mati heimsbyggðina alla í eitt
mót.
Þessar sömu ástæður eru fyrir
hraðri og gríðarmikilli útbreiðslu
enskunnar sem bæði danskir mál-
verndarmenn og íslenskir óttast.
Kristján tekur djúpt í árinni eins og
danskir starfsbræður hans og segist
ekki bjartsýnn á að hérlendis verði
töluð íslenska eftir hundrað ár. Hann
segir: „Það verður væntanlega talað
eitthvert tungumál á Íslandi eftir 100
ár, en hvort það verður það tungumál
sem við nú köllum íslensku – það er
önnur saga. Hugsanlega höldum við
þessum þræði, annar möguleiki er að
það þyrfti að þýða Íslendingasögur
yfir á „nútíma íslensku“, þriðji kost-
urinn er svo að við töluðum bjagaða
ensku, nokkurs konar pidgin-mál. Ég
er ekki í vafa hvern kostinn af þessum
þremur mér líst best á. Þess ber að
lokum að geta að enginn ætti að láta
sér detta í hug að það sé eitthvað auð-
veldara að tala ensku heldur en ís-
lensku.“
Það er erfitt að verjast þessari þró-
un. Ef fram heldur sem horfir verður
ef til vill ekki annað en mállýskumun-
ur á stórum svæðum þar sem áður
voru töluð ólík tungumál. Rökin gegn
slíkri útþurrkun á málsmenningar-
hefðum þjóða eru svo margtuggin að
óþarfi er að hafa þau yfir hér.
En hvað er til ráða? Því hefur verið
haldið fram áður hér að lítt stoði að
reyna einungis að halda úti þeirri
verndarstefnu gagnvart erlendum og
þá einkum enskum áhrifum á tunguna
sem fylgt hefur verið. Með nýrri fjöl-
miðlatækni hafa allir múrar milli
landa og þjóða og málsvæða fallið. Nú
er til dæmis hægt að nálgast það sjón-
varpsefni sem hugurinn stendur til
hvar sem er í heiminum eða því sem
næst. Árangursríkast virðist því að
hefja gagngera sókn inn á umráða-
svæði enskunnar, það er að segja fjöl-
miðlana og tölvuheimana, en þess má
geta að nýleg könnun leiddi í ljós að
80% alls efnis á Netinu eru á ensku.
Það þarf að styrkja tunguna í sessi í
þessu nýja umhverfi með því að efla
framleiðslu á íslensku sjónvarps-, út-
varps-, net- og tölvuefni. Á sama tíma
þyrfti að efla íslenskukennslu í grunn-
og framhaldsskólum.
Ýmislegt hefur verið gert í þessum
efnum með góðum árangri. Það hefur
til dæmis sýnt sig að mikil eftirspurn
er eftir íslensku sjónvarpsefni. Sömu-
leiðis njóta íslensk vefrit og þeir fáu
íslensku tölvuleikir sem til eru mikilla
vinsælda. Er ekki rétt að nýta þennan
byr?