Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýárstilboð 10-50% afsláttur Síðumúla 13 Sími 588 5108 Borðstofuborð og stólar Stakir stólar Sófar Tölvuborð Sófaborð Sjónvarpsborð Hillusamstæður og margt fleira j ill l i WESPER - umboðið Sólheimum 26, 104 Reykjavík. S. 553 4932, fax 581 4932, GSM 898 9336. 352 CN 6235 k.cal./7 kw. 900 sn/mín. 220V 1F. 353 CN 8775 k.cal./10 kw. 900 sn/mín. 220V 1F. Eru mjög hljóðlátir. 453 CN 20,727 k.cal./24 kw. 1.400 sn/mín. 380V 3F.* 453 CN 16,670 k.cal./19 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.* 503 CN 30,104 k.cal./35 kw. 1400 sn/mín. 380V 3F.*/a 503 CN 24,180 k.cal./28 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.*/a */a Einn og sami blásarinn, en 2ja hraða. 352 CN/353 CN eru því sem næst hljóðlausir og 453 CN langt undir mörkum (53/46 dBA). Allir WESPER-blásararnir eru með rörum úr „Cubro Nickle“ blöndu sem er mikið sterkari en eir. WESPER hitablásararnir eru til í eftirtöldum stærðum: MIÐAÐ við stöðu hagsveiflunnar, útlitið í efnahagslífinu næsta árið og horfur í rekstrarumhverfi fyrirtækja ættu verðtryggð skuldabréf á núver- andi verði að vera áhugaverður fjár- festingarkostur, að því er fram kem- ur í markaðsyfirliti Íslands- banka-FBA. „Ávöxtun á innlendum skulda- bréfamarkaði var slök á nýliðnu ári. Verðlækkun varð á markflokkum lengri skuldabréfa en verð styttri flokkanna hækkaði lítillega. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu var ávöxtun allra flokkanna neikvæð.“ Stutt verðtryggð spariskírteini hækkuðu mest Eins og sést á grafinu sem sýnir þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa hækkaði krafa verðtryggðu flokk- anna um 1-2%. Mest var hækkunin á stuttum verðtryggðum spariskír- teinum. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um tvö og hálft prósentu- stig en í þeirri hækkun felst einnig aukið verðbólguálag. Í markaðsyfirliti Íslandsbanka- FBA kemur fram að eins og áður sé útlit fyrir það að áhrif framboðs og eftirspurnar á skuldabréfamarkaði geri það að verkum að ekki sé að vænta lækkunar ávöxtunarkröfunn- ar til skemmri tíma. „Þeir þættir sem helst gætu haft áhrif til lækk- unar ávöxtunarkröfunnar á komandi ári eru aukin skuldabréfakaup stofn- fjárfesta og spákaupmanna (þ.m.t. erlendra) og minni útgáfa húsbréfa,“ að því er fram kemur í markaðsyfir- litinu. Skuldabréf áhuga- verð fjárfesting                           !    " ! #  $ %&'( )  %&'(  * &+,  - &+,  - &+.   &+, )/  - &+. )   %&'(    %&'+ )                             !"#$     % &' " &                               ! "#$ %& ' ()*+  ', ()*+  , )-. ', ,, )-. '' ,', )-0 ' )-.  ,', )-0 1 ()*+ , , Íslandsbanki-FBA hefur gengið frá kaupum á Profile hugbúnaði frá Mens Mentis hf. Profile er sérhæfður hugbúnaður til að halda utan um og greina rekstr- arupplýsingar lögaðila og er m.a. notað af Verðbréfaþingi Íslands. Með samþættingu Profile-hug- búnaðarins við Þingbrunnsþjónustu Verðbréfaþings Íslands ætlar Ís- landsbanki-FBA að ná fram auknu hagræði og skilvirkari úrvinnslu upplýsinga fyrir greiningardeild bankans og ýmis útlánasvið hans, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Íslandsbanki-FBA með nýjan greiningarbúnað SÍMINN hefur samþykkt kauptil- boð Byggingafélagsins Viðar ehf. í hluta eignarlóðar Símans í Gufunesi, Smárarima 1. Kaupverð eignarinnar er 240 milljónir króna. Í almennu út- boði vegna sölu landsins reyndist ofangreint tilboð vera hagstæðast. Fjarskiptaþjónustan í Gufunesi hefur verið starfrækt frá því á miðjum þriðja áratugnum og hefur stærsti hluti landsins verið nýttur undir möstur og viðtökuloftnet sem tengjast rekstrinum. Heildarstærð lóðarinnar er 11,7 hektarar en þar sem Fjarskiptaþjón- ustan í Gufunesi verður starfrækt áfram á núverandi stað mun Síminn halda hluta lóðarinnar eftir, eða 5.700 fm, undir þá starfsemi og hugs- anlega stækkunarmöguleika hennar. Í frétt frá Símanum kemur fram að landið liggur í miðju Borgarholt- inu en þar sem deiliskipulag svæð- isins liggur ekki fyrir er ekki hægt með vissu að segja til um hvers kon- ar byggð muni rísa þarna í framtíð- inni. Á næstu dögum verður gengið frá kaupsamningi vegna sölunnar og í kjölfarið öðlast kaupandinn rétt til að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins í samráði við Borgarskipu- lag Reykjavíkurborgar. Hluti Gufuness seld- ur á 240 milljónir NÝJUM umsóknum um atvinnu- leysisbætur í Bandaríkjunum fjölg- aði mjög í síðustu viku og hafa þær ekki verið fleiri í tvö ár. Þetta þykir enn ein vísbendingin um samdrátt í bandaríska hagkerfinu. Nú þegar er orðið erfitt að fá störf í sumum geirum atvinnulífsins, s.s. við framleiðslu bifreiða og í smásölu- verslun, og því er spáð að ástandið muni enn versna. Talið er að jafnvel megi búast við fjölmennum uppsögn- um í þessum geirum enda eru yfir- vofandi lokanir smásöluverslana og tímabundnar lokanir verksmiðja sem framleiða bifreiðar. Tölur um atvinnuleysi í Banda- ríkjunum í desember voru birtar í gær og reyndust óbreyttar, eða 4%, en þarlendir sérfræðingar höfðu spáð lítillegri aukningu atvinnuleysis í desember. Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Umsóknum um atvinnuleysis- bætur fjölgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.