Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 33 og vildu koma á fót rauðrefastofni svo að þeir gætu haldið áfram sínum þjóðlega sið, að stunda refaveiðar í þessum nýju heimkynnum. Þetta leiddi til þess að refirnir hófu að veiða chinchilladýr á næturnar en menn veiddu chinchilladýr á daginn. Loks gripu ríkisstjórnir þriggja ríkja Suður-Ameríku, Chile, Perú og Bolivíu, til þess ráðs að banna veiðar og sölu á afurðum chinchilla- dýrsins árið 1918 til að koma nag- dýrinu litla til bjargar en þá var teg- undin á barmi algerrar útrýmingar. Eftir mikið verndunarátak eru nú til litlir einangraðir stofnar syðst á hinu upprunalega útbreiðslusvæði dýrsins í Chile og hafa mörg þess- ara svæða verið friðuð til að tryggja framtíð þess. Chinchilla hefur á síð- ari árum orðið vinsælt gæludýr víða í Norður-Ameríku og Evrópu og er einnig ræktað vegna feldsins. Nýyrðasmiðir virðast ekki hafa séð ástæðu til að nefna chinchilla ís- lensku nafni. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Hvað eru margar fisktegundir við Ísland? SVAR: Við síðasta fiskatal sem Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, tók 15. nóv- ember 2000 var vitað um 360 fisk- tegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland. Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háf- fiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru helstu nytjategundirnar eins og þorskur, ýsa, síld, loðna og lax svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa fundist tvær tegundir svokall- aðra vankjálka eða hringmunna (sæsteinsuga og slímáll). Sumar þessara tegunda eru mjög sjaldgæf- ar á Íslandsmiðum og hafa aðeins veiðst einu sinni. Þá eru 40-50 teg- undir greinilega flækingar hér frá öðrum hafsvæðum, komnir hingað í ævintýraleit eða villtir af leið. Þegar hin merka bók Bjarna Sæ- mundssonar, Fiskarnir, kom út árið 1926 voru aðeins þekktar 130 teg- undir við landið og var þá miðað við 400m dýptarlínuna. Næsta fiska- bókin kom út 1983. Það var bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fisk- ar, og hafði þekktum tegundum við Ísland þá fjölgað í 231 en eru nú orðnar 360 eins og áður sagði. Segja má að þetta séu ekki marg- ar tegundir fiska sem hér finnast ef haft er í huga að í heimshöfunum þekkjast 24-25 þúsund fisktegundir. Jakob Jakobsson, prófessor í fiskifræði við HÍ. Suður-ameríska nagdýrið chinchilla. FRÉTTIR FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 7. janúar kl.10 í sína fyrstu dagsferð á árinu og er það árleg nýárs- og kirkjuferð. Að þessu sinni er farið í Krýsuvík með heim- sókn í Krýsuvíkurkirkju og í Her- dísarvík. Ferðin er í tilefni þess að 25 ár frá fyrstu kirkjuferð Útivistar sem var einmitt farin á sömu slóðir. Séra Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins verður með í för og flytjur hugvekju í kirkjunni, en síðan verður haldið til Herdísarvík- ur og umhverfið skoðað. Gengið verður niður á ströndina, kveikt fjörubál og skoðað Einarshús þar sem Einar Benediktsson skáld bjó síðustu æviár sín ásamt Hlín John- son. Fræðst verður um búsetu þeirra og annarra í Herdísarvík og fleira skemmtilegt sem tengist þessum mögnuðu slóðum þar sem búið var um aldir og í Herdísarvík og eru minjar um það og útræði fyrri tíma. Um fararstjórn og leiðsögn sjá Nanna Kaaber og Kristján M. Bald- ursson, en Nanna var einmitt með í fyrstu nýársferðinni fyrir 25 árum. Allir eru velkomnir í ferðina en far- gjald er 1.700 kr fyrir félaga og 1.900 kr fyrir aðra og frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Miðar eru seldir í farmiðasölu BSÍ og brottför er kl.10 frá BSÍ. Stansað verður við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Útivist fagnar nýju ferðaári með tunglskinsgöngu á fullu tungli og blysför næstkomandi þriðjudagskvöld 9. janúar og er mæting kl. 20 á áningarstað og bíla- stæði Heiðmerkur við Hrauntún- stjörn (ekið um Rauðhóla) og geng- ið þaðan á slóðir álfa og trölla sem leynast í skóginum og víðar. Nýársferð í Krýsuvík og Herdísarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.