Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 1
4. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. JANÚAR 2001 Jóhannes Páll páfi II veifar til fólks við sérstaka athöfn fyrir börn í Páfagarði í gær. Í dag mun hann loka hinum heilögu dyrum Péturs- kirkjunnar og þar með lýkur form- lega hátíðarárinu í tilefni af því, að kristin trú er nú að hefja sína þriðju þúsöld. AP Hátíðarári að ljúka GILEAD Sher, einn samninga- manna Ísraelsstjórnar, afhenti í gær svör hennar við tillögum Bills Clin- tons Bandaríkjaforseta um friðar- samning milli Ísraela og Palestínu- manna. Var haft eftir ísraelskum embættismanni, að í svarbréfinu væri fallist á tillögur Clintons sem góðan vegvísi en með því skilyrði, að Palestínumenn gerðu það einnig. Mjög ólíklegt þykir, að nokkur samningur náist milli Ísraela og Pal- estínumanna áður en Clinton lætur af embætti 20. þessa mánaðar. Sher afhenti svarbréfið í gærdag og ætlaði þá um kvöldið að eiga fund með Clinton. Hafði ekki verið skýrt frá innihaldi bréfsins í gærkvöld en búist er við, að í því sé að finna ýmsa fyrirvara, ekki síður en hjá Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Helstu ágreiningsefnin eru yfirráðin yfir Austur-Jerúsalem og framtíð palestínsku flóttamannanna og um þau virðast engar sættir í sjónmáli. Palestínumenn krefjast þess, að flóttafólkið fái að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í Ísrael og þeir krefjast fullra yfirráða yfir A-Jerú- salem. Ehud Barak, forsætisráð- herra Ísraels, hefur fallist á yfirráð Palestínumanna yfir arabískum hluta borgarinnar en ekki yfir helgi- stöðunum og hann þvertekur fyrir, að palestínsku flóttamennirnir fái að snúa aftur. Segir hann, að það jafn- gilti því, að Ísraelum verði úthýst í eigin landi. Sameinuðu þjóðirnar áætla, að 750.000 Palestínumenn hafi flúið eða verið reknir burt á stríðsárunum tveimur eftir stofnun Ísraelsríkis 1948 en nú eru þeir og afkomendur þeirra næstum fjórar milljónir tals- ins. Sneru þeir allir aftur yrðu þeir, og sú milljón Palestínumanna, sem nú býr í Ísrael, jafnmargir gyðingum í landinu. Utanríkisráðherrar arabaríkj- anna lýstu yfir fullum stuðningi við afstöðu Arafats og Palestínumanna á fundi í Kaíró í Egyptalandi í fyrra- dag og ísraelska dagblaðið Yediot Aharonot sagði í gær, að vegna þess teldi Barak, að engar líkur væru á viðræðum í bráð. Skotin á heimili sínu Ísraelskir hermenn skutu í gær til bana 37 ára gamlan Palestínumann á Gaza og 19 ára gamla stúlku á heimili hennar á Vesturbakkanum. Særðist vinkona hennar einnig. Kváðust her- mennirnir hafa verið að svara skot- hríð en vitni segja, að hún hafi engin verið, aðeins hvellir frá púðurkerl- ingum sem krakkar léku sér með. Ísraelar munu kjósa nýjan for- sætisráðherra 6. febrúar nk. og bendir allt til, að harðlínumaðurinn Ariel Sharon, leiðtogi Likud-flokks- ins, muni bera sigur úr býtum. Í Gal- lup-könnun, sem blaðið Maariv birti í gær, fékk hann 50% atkvæða en Bar- ak aðeins 22%. Ísraelar og Palestínumenn ítreka sína fyrri afstöðu Litlar líkur á nýjum viðræðum í bráð Washington, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. Reuters Palestínumenn kveikja í myndum af þeim Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og Ehud Barak, forsætisráð- herra Ísraels, í mótmælum sem efnt var til í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. CARLA Del Ponte, aðalsaksóknari stríðglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í gær að þótt mögulegt væri að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kæmi fyrir rétt í heimalandinu, væri ófrávíkjanlegt að hann yrði framseldur og réttað yrði yfir honum í Haag. Saksóknarinn lét þessi ummæli falla eftir að ut- anríkisráðherra Júgóslavíu, Goran Svilanovic, gaf til kynna á fundi með bandarískum ráðamönnum í Washington í fyrradag að Júgóslavar gætu fallist á að stríðsglæpadómstóll SÞ réttaði yfir Milosevic ef réttarhöldin færu fram í Júgóslavíu. „Það er óhugsandi að réttarhöldin fari fram í Belgrad, því það er ekki hlutlaust svæði og það er ólíklegt að fórnarlömb verði tilbúin að bera vitni þar,“ sagði Florence Hartmann, talsmaður Del Ponte, við fréttamenn í gær. Hartmann sagði að mögulegt væri að hluti réttarhaldanna yfir Milose- vic færi fram í Júgóslavíu en það yrðu aðeins yf- irheyrslur vitna sem búsett væru í Serbíu. Stefnubreyting af hálfu Júgóslavíustjórnar Stríðsglæpadómstóll SÞ gaf árið 1999 út ákæru á hendur Milosevic fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar eð hann hefði borið ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd grimmdarverka Serba gegn Kosovo-Albönum. Vojislav Kostunica, sem bar sigurorð af Milosevic í forsetakosning- unum í Júgóslavíu í september sl., neitaði eftir embættistökuna að framselja meinta stríðsglæpa- menn en hefur síðan fallist á að taka upp takmark- að samstarf við dómstólinn og leyft saksóknurum að opna skrifstofu í Belgrad. Sósíalistaflokkur Milosevic sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem samstarf við stríðsglæpadóm- stól SÞ er fordæmt. Fullyrt er að ef stjórnvöld við- urkenni lögsögu dómstólsins séu þau þar með að færa alla ábyrgð á atburðunum í Kosovo á hendur Júgóslövum. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna Milosevic verði framseldur Amsterdam, Haag, Washington. AFP, AP. STJÓRNENDUR virðulegasta leikhússins í Kína, Shanghai Grand, hafa ákveðið að baða gesti sína í rafbylgjum til að reyna að þagga niður í öllum farsímunum sem glymja lát- laust meðan á sýningum stend- ur. Fulltrúar leikhússins hafa margbeðið fólk að slökkva á far- símunum og símboðunum og umfram allt að sitja kyrrt í sínu sæti. Á það hefur ekki verið hlustað og mörgum leikhúsgest- inum finnst ekkert að því að tala lengi í símann í miðri sýningu og hækkar þá gjarnan róminn til að yfirgnæfa „hávaðann“ á sviðinu. Shanghai Grand-leikhúsið var byggt 1998 og var því sér- staklega ætlað að auka hróður þessarar gömlu heimsborgar. Stjórnendur þess hafa síðan verið í því að skammast sín þeg- ar næstum ekkert hefur heyrst í heimsfrægu listafólki víðs vegar að úr heimi fyrir símaskvaldrinu í salnum. „Útlendingar líta þetta mjög alvarlegum augum en kínversku áhorfendurnir, sem oft hafa fengið aðgöngumiðann að gjöf, fylgjast ekki með því sem fram fer á sviðinu. Þeir eru komnir til að slappa af,“ sagði Ying, yfir- maður tæknideildar leikhússins. Þar er nú verið að prófa búnað sem hindrar allt samband við farsíma í salnum. Var hann sótt- ur í vopnabúr kínverska hersins. Farsímafárið í Kína Leikhús- gestir í rafskýi Peking. The Daily Telegraph. SEX sinnum hafa hjólbarðar sprungið á Concorde-þotum og vald- ið því, að gat hefur komið á eldsneyt- isgeyma flugvélanna. Það gerðist síðan í sjöunda sinn er Concorde- þota í eigu Air France hrapaði til jarðar fyrir utan París í júlí á síðast- liðnu sumri. Þá fórust 113 manns. Frönsk nefnd, sem rannsakað hefur slysið, skýrði frá þessu í gær. Í skýrslu nefndarinnar er staðfest, að málmhlutur úr DC-10-þotu í eigu bandaríska flugfélagsins Continen- tal Airlines hafi valdið því, að hjól- barðar Concorde-þotunnar sprungu. Var DC-10-þotan á flugbrautinni skömmu áður. Hjólbarðar á Concorde-þotunum, sem British Airways og Air France tóku í notkun 1976, sprungu alls 57 sinnum frá 1979 til 1993 og sex sinn- um kom gat á eldsneytisgeyma. Að- eins einu sinni voru það hlutar úr hjólbarðanum sjálfum, sem ollu því, en í hin skiptin „ýmsir aðrir hlutir“. Ekki kom upp eldur í geymunum í þessi skipti eins og í því sjöunda. Air France og tryggingafélög flugfélagsins hafa höfðað mál fyrir frönskum dómstóli gegn Continental Airlines vegna hlutar þess í slysinu á síðasta ári. Í skýrslunni segir rann- sóknarnefndin, að athugun á DC-10- þotunni hafi sýnt, að viðhaldi hennar hafi verið stórlega áfátt. Rannsóknin á Concorde-slysinu Sex sinn- um komið gat á geymi París. AFP. ♦ ♦ ♦ ALLNOKKUR lækkun varð á bandarískum verðbréfamarkaði í gær og er sú hækkun, sem varð í fyrradag vegna vaxtalækkunar seðlabankans, gengin til baka. Nasdaq-vísitalan féll í gær um 6,21% og Dow Jones um 2,28%. Var ástæðan áhyggjur af afkomu fyrir- tækja og orðrómur um, að Bank of America hefði orðið fyrir miklu út- lánatapi. Vísuðu talsmenn bankans því á bug en samt lækkaði gengi hlutabréfa í bankanum allmikið. Gengislækk- un á markaði New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.