Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA lögreglan hefur nú handtekið fimm menn sem taldir eru tengjast ráninu á málverkum eftir Rembrandt og Renoir úr Sænska ríkislistasafninu sl. des- ember. Ránið þótti eitt það glæfraleg- asta í sögu Svíþjóðar en það var framið af þremur vopnuðum mönnum sem réðust inn í safnið 22. desember og fjarlægðu mál- verkin. Mennirnir fimm eru allir góð- kunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, sænskur ríkisborgari sem er af rússnesku bergi brotinn, var handtekinn seint á fimmtudags- kvöld. Fjórir Svíar voru handtekn- ir aðfaranótt fimmtudags eftir að lögreglan hafði leitað ítarlega í Stokkhólmi. Aftonbladet greinir frá því í gær að fjórir af þessum fimm mönnum hafi setið saman inni í Asptuna fangelsinu í nágrenni Stokkhólms og þeir höfðu reyndar ekki lokið fangelsisvist sinni þegar ránið átti sér stað. Tveir þeirra voru í leyfi en tveir höfðu ekki skilað sér úr slíku leyfi og hafði lögreglan leitað annars þeirra síðan í ágúst. Ekki hefur verið greint frá nafni mannanna en vitað er að Rússinn er 42 ára gamall en hinir eru á þrí- tugsaldri. Þeim er haldið í gæslu- varðhaldi en enn hefur ekki verið lögð fram formleg kæra á hendur þeim. Málverkin þrjú, sem metin eru á um 30 milljónir dollara, eða rúm- lega tvo og hálfan milljarð ísl. króna, eru enn ófundin. Fjarri því að vera upplýst Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að Rússinn væri sá sem hefði skipulagt ránið. Það greindi frá því að hann stund- aði inn- og útflutning og hefði sam- bönd við glæpasamtök annars staðar í Evrópu. Sænska lögreglan sagði í samtali við Aftonbladet að ekki væru öll kurl komin til grafar í málinu og að öruggt væri að fleiri yrðu handteknir í tengslum við það. Sl. mánudag reyndu þjófarnir að krefjast nokkurra milljóna sænskra króna fyrir verkin í lausnargjald. Lögreglan, sem fékk afhentar myndir af verkunum til að færa sönnur á að um rétt verk væri að ræða, neitaði að greiða gjaldið. Lögreglan sagði að hún vissi ekki hvort málverkin væru enn í Svíþjóð eða hvort þau hefðu verið flutt úr landi eins og óttast er. Málverkin eru ekki tryggð. Fimm menn handteknir fyrir listaverkaþjófnað í Stokkhólmi Málverkin enn ófundin Stokkhólmi. AFP. LÆKNAR og sálfræðingar í Bret- landi hafa fordæmt þær fyrirætl- anir foreldra 15 ára stúlku að gefa henni brjóstastækkun í 16 ára af- mælisgjöf, sem kostar ríflega 3.200 pund, eða sem svarar rúmlega 400 þúsund krónum. Foreldrarnir, Kay og Martin Franklin, reka eigin ráðgjaf- armiðstöð vegna fegrunaraðgerða og fullyrða þau að stækkunar- aðgerðin, sem á að fara fram í ágúst nk., muni auka sjálfstraust dótt- urinnar, Jennu, gera henni lífið betra. En læknar segja aftur á móti að aðgerðin sé „óráðleg“ og hætt sé við að hún muni valda stúlkunni lík- amlegum og andlegum skaða. Kay Franklin hefur gengist undir brjóstastækkun tvisvar, auk ann- arra fegrunaraðgerða á nefi, tönn- um og mjöðmum. „Ég vil að Jenna sé sjálfsörugg vegna útlits síns og ef það þýðir að brjóstastækkana er þörf eða laga þarf tennurnar í henni eða eitthvað annað, þá styð ég það,“ sagði hún. „Skortir sjálfsöryggi“ „Jenna hefur talað um það í mörg ár að fá brjóstafyllingar. Ef hún get- ur fengið þær núna þegar hún er 15 og þroski hennar er eðlilegur þá myndi ég leyfa henni það. Ég væri glöð fyrir hennar hönd. Hún lítur vel út en hana skortir sjálfsöryggi. Hún hefur sama vaxtarlag og lík- amsbyggingu og ég hafði og ég veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hún er hávaxin með lítinn brjóst- kassa og henni finnst hlutföllin í sér röng.“ Jenna segir sjálf að hún hafi hugsað um það þegar hún var 12 ára að láta stækka á sér brjóstin en þegar hún hafi verið komin langt á 15. árið hafi hún tekið eftir því hve margir hafi verið að fara í svona að- gerð „og þá vildi ég líka að mín yrðu stærri. Næstum því allir sem maður sér í sjónvarpinu eru með fyllingar. Ef ég ætla mér að ná árangri verð ég líka að fá þær,“ segir Jenna. Hún segir foreldra sína ekki vera óábyrga. „Það getur enginn gagn- rýnt ákvörðun sem ég er búin að taka. Ég vil bara vera ánægð með líkama minn og ég held að með því að láta stækka brjóstin á mér muni ég fá meira sjálfstraust.“ Hún segist ætla sér að verða lýtalæknir og halda áfram rekstri fjölskyldufyr- irtækisins. Hafa alist upp með lýtalækningum Hvorugt foreldra hennar er lýta- læknir en vísa sjúklingum til lækna til aðgerða. Martin Franklin segir: „Við Kay höfum verið í þessu starfi í nokkur ár og öll börnin okkar hafa alist upp með lýtalækningum.“ Auk Jennu eiga Kay og Martin tvo syni. Eileen Bradbury, sálfræðingur er veitir konum ráðgjöf varðandi áhrif þess að gangast undir fegrunar- aðgerðir, segir að tilfelli Jennu Franklin valdi sér „miklum áhyggj- um“. Hefur hún sérstaklega áhyggj- ur af því að stúlkan skuli vilja gang- ast undir aðgerðina til þess að geta „náð árangri“. Segir hún aðfinnsluvert að 15 ára stúlka skuli trúa þessu og þetta sé þar að auki rangt. „Ég hef áhyggjur af því að móðir hennar, sem greini- lega hvetur hana, hefur gengist undir svo margar fegrunaraðgerðir sjálf. Það hringja háværar aðvör- unarbjöllur hér.“ Lýtalæknirinn Christopher Khoo segist eiga erfitt með að skilja hvers vegna 15 ára stúlkur gætu þurft á aðgerð að halda. „Ef þær eru óá- nægðar með sjálfsmynd sína, eins og margir unglingar eru, þá er skyndilausn ekki besta svarið.“ Linda Blair, sálfræðingur við Bath-háskóla, tók undir þessar áhyggjur: „Skurðaðgerð gæti miklu fremur aukið sálarflækjur hennar en leyst þær. Brjóstastækkun veitir ekki sjálfstraust. Slíkt fær maður einungis innan frá.“ Brjóstin ekki nægilega þroskuð Fjölskylda Jennu hefur farið fram á það við Anthony Erian að hann framkvæmi aðgerðina en hann hef- ur einnig látið í ljósi efasemdir. „Við 16 ára aldur hafa brjóstin ekki náð nægum þroska og auk þess vaknar fjöldi spurninga um sálrænu hliðina. Við ættum að bíða og sjá hvað Guð gefur okkur. Ef engin breyting er orðin við 18 eða 19 ára aldur getum við farið að athuga þetta,“ sagði Erian í viðtali við BBC. Móðir Jennu sagði eftir að lækn- irinn hafði látið þessi orð falla að „ef Erian telur að 16 ára sé Jenna of ung til að gangast undir aðgerðina þá munum við samþykkja það og hún verður að bíða þar til hún er orðin 18. Hún verður kannski ekki ánægð með það en við viljum ein- ungis gera það sem er henni fyrir bestu.“ 16 ára stúlka fær brjósta- fyllingar í afmælisgjöf The Daily Telegraph. AP Jenna Franklin á heimili sínu í Mansfield á Englandi. TAÍLENDINGAR ganga að kjörborði í dag og nýlegar skoð- anakannanir benda til þess að flokkur vinsæls auðkýfings, Thaksins Shinawatra, beri sigur úr býtum og verði stærsti flokkurinn á þinginu. Flokknum er spáð rúmlega 190-205 þingsætum af 500 í neðri deildinni og Demókrataflokknum, undir forystu Chuans Leepais forsætisráð- herra, 118-137 sætum. Verði Thaksin forsætisráðherra eftir kosningarnar er ekki víst að hann haldi embættinu lengi. Nefnd sem skipuð var til að berjast gegn spillingu í stjórnkerfinu hefur úr- skurðað að auðkýfingurinn hafi leynt hluta auðæfa sinna þegar hann var aðstoðarforsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn. Staðfesti stjórn- lagadómstóll landsins þennan úr- skurð er líklegt að Thaksin verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár. Verði hann næsti for- sætisráðherra landsins kann hann því að verða sviptur embættinu og það gæti leitt til stjórnlagakreppu í landinu. Margir búast við viðamiklum kosningasvikum og heimildarmaður í yfirkjörstjórn landsins sagði að svo gæti farið að kjósa þyrfti að nýju í allt að fjórðungi kjördæmanna af þeim sökum. Thaksin er 51 árs og stofnaði stærsta fjarskiptafyrirtæki Taí- lands. Vinsældir hans eru meðal annars raktar til óánægju með hæg- an bata efnahagslífsins eftir efna- hagshrunið í Asíu fyrir rúmum þremur árum. Chuan varð forsætisráðherra í nóvember 1997 þegar kreppan var í hámarki og honum tókst að koma á stöðugleika í gengismálum og auka útflutninginn. Hátt olíuverð hefur hins vegar dregið úr hagvexti að undanförnu og Chuan hefur verið sakaður um að hafa vanrækt að bæta hag fátækra landsmanna. Thaksin hefur m.a. lofað að veita öllum sveitarfélögum landsins fjár- hagsaðstoð og heitið skuldugum bændum því að þeir þurfi ekki að greiða vexti af lánum sínum í þrjú ár. Óljóst er hins vegar hvernig hann hyggst fjármagna þessi áform. Taílensk kona á báti nálægt mynd af þing- mannsefni í síki í einu úthverfa Bangkok. Þingkosningar í Taílandi Vinsælum auð- kýfingi spáð sigri Bangkok. AP. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.