Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn í kaffistofu félagsins á Gleráreyrum, Akureyri, mánudaginn 16. janúar 2001 og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 í samþykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins.  Tillaga til breytingar á gr. 2.01 um heimild stjórnar til að auka hlutafé félagsins í allt að kr. 200.000.000,- með útgáfu nýrra hluta og að víkja frá lögboðnum áskriftarrétti hluthafa.  Tillaga til breytingar á gr. 2.01 er kveður á um vernd réttinda eiganda skuldabréfs með breytirétti í hlutafé við hækkun hlutafjár í félaginu með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Skinnaiðnaðar hf. Aðalfundur SKJÁVARP, Gagnvirk miðlun og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hafa ákveðið að standa sameiginlega að uppbyggingu upplýsinga- og af- þreyingarkerfis í húsakynnum FSA en viljayfirlýsing þess efnis var und- irrituð af forsvarsmönnum þeirra í gær. FSA verður fyrsta sjúkrahúsið í landinu til að bjóða upp á þjónustu af þessu tagi, en í henni felst staðbund- ið upplýsingakerfi sem miðlar upp- lýsingum til starfsmanna og við- skiptavina sjúkrahússins og stafræn sjónvarpsþjónusta sem veitir aðgang að margskonar afþreyingu og þjón- ustu í gagnvirku sjónvarpi. Innanhússupplýsingar og fjölbreytt afþreying Halldór Jónsson, forstjóri FSA, sagði að með þessu væri bryddað upp á spennandi nýjungum í þjónustu sjúkrahússins. Byggt verður upp staðbundið innanhússkerfi í öllum byggingum FSA þar sem miðlað verður um sjónvarpsskjái margvís- legum upplýsingum sem varða starfsmenn og viðskiptavini, s.s. um fundi, afgreiðslutíma, viðtalstíma lækna, sérfræðiaðstoð og fleira sem að gagni má koma. Einnig verður komið á framfæri fréttum og upplýs- ingum og eins mun SkjáVarp miðla upplýsingum og auglýsingum um það sem um er að vera á Akureyri. Þá verða sett upp á sjúkrahúsinu sjónvarpstæki þar sem viðskiptavin- ir þess geta nálgast stafræna sjón- varpsþjónustu Gagnvirkrar miðlun- ar sér til afþreyingar meðan á dvöl þeirra stendur þar. Þar má nefna að- gang að sjónvarpsstöðvum, mynd- efnaveitu, Netinu, tölvupósti gegn- um sjónvarp, rafrænni banka- þjónustu, verslun og fleira. Það gerir fólki kleift að sinna margs konar er- indum þótt aðgangur að tölvu sé ekki fyrir hendi. Upplýsinga- og afþreyingarkerfi það sem nú verður ráðist í að byggja upp er það fyrsta sinnar tegundar á heilbrigðisstofnun hér á landi og með því fer FSA inn á nýjar brautir varð- andi þjónustu við starfsmenn og við- skiptavini. Stefnt er að því að upplýs- ingakerfi SkjáVarps verði tilbúið til notkunar í næsta mánuði, febrúar, og Gagnvirk miðlun geti boðið stafræna sjónvarpsþjónustu um mitt árið. Af- not af SkjáVarpi-FSA verður án end- urgjalds en að einhverju leyti verður aðgangur að afþreyingarkerfinu gegn greiðslu þar sem notandinn vel- ur sjálfur þá þjónustu sem hann ósk- ar eftir. Elva Ýr Gylfadóttir hjá Gagn- virkri miðlun sagði að notendur gætu pantað kvikmyndir eða sjónvarps- þætti að vild, leikið tónlist eða leiki auk þess sem þeir geta nýtt sér Netið og tölvupóst gegnum kerfið. Hún sagði að þegar hefðu verið gerðir- samningar við sjónvarpsstöðvar um notkun þátta og eins varðandi kvik- myndir. Ekki viðkvæmar heilsufarsupplýsingar Fram kom í máli Ingimars Einars- sonar, skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, að verkefnið snerist um uppbyggingu innra upplýsingakerfis sjúkrahúss- ins, en ekki væri um að ræða meðferð á viðkvæmum heilsufarsupplýsing- um. Ingimar bar þau skilaboð frá ráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, að mikilvægt væri að vinna nákvæm- ar verk- og kostnaðaráætlanir áður en hafist yrði handa. Reynslan hefði því miður sýnt að verkefni á sviði upplýsingamála færu oft úr böndun- um í tímalengd og kostnaði. Daði Friðriksson, framkvæmdastjóri SkjáVarps, sagði að fyrirtækin þrjú bæru saman kostnað við uppbygg- ingu kerfisins, en ekki væri um veru- legar upphæðir að ræða. SkjáVarp, Gagnvirk miðlun og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Upplýsinga- og afþreyingar- kerfi byggt upp innanhúss Morgunblaðið/Kristján Halldór Jónsson forstjóri FSA kynnir viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu upplýsinga- og afþreyingarkerfis í húsakynnum spítalans. Ingimar Einarsson frá heilbrigðsráðuneytinu, Daði Friðriksson fram- kvæmdastjóri Skjávarps, Halldór og Elva Ýr Gylfadóttir frá Gagnvirkri miðlun. NÝR sýslumaður tekur til starfa í Ólafsfirði í byrjun apríl en frá því haustið 1999 hefur sýslumaðurinn á Akureyri gegnt embættinu. Ástæða þess að embætti sýslu- manns í Ólafsfirði verður mannað að nýju er fyrst og fremst til komin vegna óska heimamanna um að leggja ekki niður embættið á staðn- um að sögn Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Fram kom í samtali við Björn í blaðinu á fimmtudag að ekki hafi ver- ið stefnan að leggja embættið niður en sú tímabundna tilraun sem gerð var með þjónustu frá Akureyri hafi gengið vel. „Ólafsfirðingar voru óánægðir með að missa sýslumanninn,“ sagði Björn. Tveir starfsmenn hafa verið að störfum á sýslumannsskrifstofunni í Ólafsfirði og fulltrúar sýslumanns á Akureyri hafa komið þar einu sinni í viku. Hvað varðar kostnað sagði Björn að með því fyrirkomulagi sem verið hefur frá því haustið 1999 næmi sparnaðurinn launum sýslumanns en á móti kæmi einhver kostnaður við ferðir fulltrúanna milli staða. Ólafsfirðingar ánægðir „Við fögnum þessari ákvörðun mjög,“ sagði Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, en hann sagði mikilvægt fyrir bæjarfélag eins og Ólafsfjörð að missa ekki frá sér op- inber störf. Hann sagði Ólafsfirðinga ekki hafa verið óánægða með þá þjónustu sem veitt var frá Akureyri en vissulega væru annmarkar á mið- að við að hafa sýslumann á staðnum. Þá nefndi hann að sýslumaður væri formaður Almannavarna á hverjum stað en því hefði ekki verið til að dreifa í Ólafsfirði um hríð. „Það skiptir miklu máli að missa ekki frá okkur opinber störf. Í bæj- arfélagi eins og okkar skiptir líka máli fyrir mannlífið á staðnum að þar búi menntað fólk,“ sagði Ásgeir Logi en hann kvað Ólafsfirðinga þokka- lega bjartsýna á framtíðina nú í upp- hafi árs. Embætti sýslumanns í Ólafsfirði mannað á ný í apríl Heimamenn óskuðu eftir að embættið yrði áfram í bænum HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tæplega tvítugan karlmann í 30 daga fangelsi, en það er skilorðsbundið til þriggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir umferð- arlagabrot, en hann ók bifreið með þokuljós tendruð, án ökuskírteinis og án þess að sinna stöðvunarmerkj- um lögreglu og þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórn- inni, með því að hafa veist að lög- reglumanni er akstur hans var stöðvaður, m.a. kýlt hann hnefa- höggi og skallað hann í andlitið þannig að af hlutust mar og bólgur. Atburðurinn átti sér stað í desember árið 1999. Lögreglumenn á vakt stöðvuðu akstur mannsins er þeir veittu því athygli að hann hafði þokuljós tendr- uð. Kom þá í ljós að hann var ekki í bílbelti og framvísaði ekki ökuskír- teini. Var hann áminntur um notkun þokuljósanna og gerð grein fyrir að hann yrði kærður fyrir hin atriðin. Nokkru síðar tóku lögreglumennirn- ir eftir því að maðurinn ók enn um með þokuljósin kveikt og veittu hon- um þá eftirför, hann stöðvaði bílinn en hélt svo áfram án þess að sinna stöðvunarmerki lögreglu. Þegar loks tókst að stöðva för mannsins með því að aka í veg fyrir bifreið hans neitaði hann að koma út úr bílnum. Það gerði hann þó eftir nokkurt þref, en þegar einn lögreglumannanna tók í öxl hans réðst hann að honum. Mað- urinn skýrði háttsemi sína á þann veg að hann hefði reiðst ofsalega. Viðurkenndi hann að það hefði verið rangt að ráðast að lögreglumannin- um en hann hefði þó verið búinn að vara hann við að slíkum viðbrögðum legði hann á sig hendur. Maðurinn hefur tvívegis áður sætt refsingu, en með hliðsjón af ungum aldri hans þótti fært að fresta fulln- ustu refsingar hans nú til þriggja ára. Dæmdur fyrir að skalla lögreglu ♦ ♦ ♦ HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld, sunnu- dagskvöld. Miriam Óskarsdóttir tal- ar og syngur. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla á morgun, sunnudag kl. 13.30. Almenn samkoma á Sjónar- hæð, Hafnarstræti 63, kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6 til12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf HIN árlega þrettándagleði Íþrótta- félagsins Þórs verður haldin í dag, laugardag, á félagssvæðinu við Ham- ar við Skarðshlíð kl. 17.00. Þetta er 58. árið sem þrettándagleðin er haldin og er þetta uppákoma sem jafnan nýt- ur mikilla vinsælda ár hvert. Dagskráin að þessu sinni er með hefðbundnu sniði. Álfakóngur og áfla- drottning mæta á svæðið og púkar, tröll og ljósálfar verða í fylgdarliði þeirra. Jólasveinarnir halda senn til síns heima en þeir koma við og kveðja viðstadda með söng og gleði. Kirkjukór Glerárkirkju syngur nokkur jólalög og hinn ungi Hafþór Magni tekur lagið. Glanni glæpur kemur frá Latabæ og skemmtir börn- unum og í lokin verður boðið upp á flugeldasýningu. Sem fyrr segir hefst dagskráin kl. 17 að þessu sinni, en þá verður m.a. kveikt í myndarlegum bálkesti á félagssvæðinu. Árleg þrettánda- gleði Þórs JÚLÍUS Jónsson hefur verið kjör- inn fyrsti for- maður Skíða- félags Akur- eyrar, en það er arftaki Skíða- ráðs Akureyrar. Móðurfélög þess voru Knatt- spyrnufélag Ak- ureyrar og Íþróttafélagið Þór. Full sátt er um þessa breytingu hjá móðurfélögum, sem og Íþrótta- bandalagi Akureyrar, enda var hugmyndin að stofnun Skíðafélags Akureyrar að hluta til komin frá fulltrúum þeirra. Einnig hefur fullt samráð verið haft við formann Íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrar og íþrótta- og tómstunda- fulltrúa. Ákvörðun um nafn félagsins var tekin á framhaldsstofnfundi, en efnt var til samkeppni um það á meðal félagsmanna. Nafn félagsins verður skammstafað SKA. Félagið var kynnt forsvars- mönnum Akureyrarbæjar í íþrótta- málum sem og öðrum sem við það eiga samstarf. Framkvæmdastjóri KA færði hinu nýstofnaða íþrótta- félagi sögu félagsins og fána að gjöf og tilkynnti einnig að skíðaminjar KA yrðu afhentar Skíðafélagi Ak- ureyrar til varðveislu. Júlíus Jóns- son formaður Skíðafélags Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Eiríkur Bj. Björgvinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gísli Kristinn Lórenzson og Óðinn Árnason sem um árabil hafa starfað fyrir Skíðaráð Akureyrar og Þórarinn B. Jónsson ræðast við á fundinum. Júlíus Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.