Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 39
röksemdafærsla minnihlutans betri. Á sama hátt mætti segja að lög sem ekki eru samþykkt sam- hljóða á þinginu eða með færri en tilteknum fjölda atkvæða, séu „verri“ lög en hver önnur. Þessi röksemdafærsla gengur vitaskuld ekki upp. Það „slys“ sem raun- verulega átti sér stað var að lög- gjafinn samþykkti lög og ráð- herrar settu reglur sem hvorki fá samrýmst stjórnarskrá, né hafa lagaheimild. Á því ber ríkisstjórn- in og þingið ábyrgð. Það er því ekki sanngjarnt að snúa ábyrgð- inni á því „slysi“ upp á Hæstarétt. „Öryrkjadómurinn“ Það verður því að telja það und- arlega ráðstöfun, að í stað þess að stjórnvöld bregðist þegar í stað við niðurstöðum réttarins í svokölluð- um „öryrkjadómi“ og greiði út til- dæmdar bætur, skuli sett á fót nefnd kaupamanna ríkisstjórnar- innar til að fara yfir dóminn! Til hvers? Dómurinn er skýr að því er varðar skerðingu stjórnvalda á bótum frá 1994; þær ber að greiða strax, eða svo skjótt sem auðið er. Hvort dómurinn er nákvæmur vegvísir til framtíðar skal ég ekk- ert um segja. Um það getur nefnd ríkisstjórnarinnar fjallað mín vegna. Sú staðreynd á ekki að hafa áhrif á að dóminum sé hlýtt und- anbragða- og skilyrðislaust og bætur greiddar í samræmi við hann, eins og stjórnvöldum bar að gera um síðustu mánaðamót. Niðurlag Þegar gagnrýni á niðurstöður dómstóla hættir að snúast um efni dóms, þ.e.a.s. rök hans og nið- urstöður, en lýtur þess í stað al- mennt að dómstólnum sjálfum sem stofnun, er verið að draga úr trú- verðugleika dómstólsins sjálfs. Það er alvarlegt mál, sérstaklega þeg- ar ráðherra á í hlut. Það er mín skoðun að sú staða sem nú er kominn upp, vegna við- bragða ríkisstjórnarinnar, hljóti að kalla fram að nýju hugmyndir um nauðsyn þess að skerpa enn frekar línurnar milli einstakra valdhafa ríkisvaldsins, skipan hæstaréttar- dómara, setu ráðherra á Alþingi, o.s.frv., svo ná megi því markmiði stjórnskipunarinnar að ekki safn- ist of mikil völd á sömu hendur; sagan geymir of mörg dæmi um hættuna sem því er samfara. Höfundur er alþingismaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 39 ila sem vinna að sömu eða svipuðum forvarnamarkmiðum. Ég sé fyrir mér eina allsherjar forvarnamiðstöð sem sinnir forvörnum varðandi geð- heilbrigðismál, fíkniefni, áfengi, reykingar o.fl. Innan þessarar mið- stöðvar væri einnig starfrækt kröft- ug rannsóknardeild sem sæi um að sinna hlutlægum mælingum á for- varnaaðferðum og kanna virkni þeirra og gildi. Margir litlir lækir sem hver og einn bera stjórnsýslukostnað en koma litlum framburði til sjávar gætu runnið saman. Í mínum huga er það heillaráð bæði í fjárhags- og samfélagslegu tilliti að sameina læk- ina og mynda kröftugt fljót sem kemur boðskapnum á öllum sviðum fram að ósi. Það er mín sannfæring að í allri nýrómantísku einkavæðing- unni eigi slík samvinna vel heima í málefnum sem hafin eru yfir öll gróðalögmál, málefnum sem lúta að bættu samfélagi. Forvarnamálefn- um, málefnum nýrrar aldar. Auður okkar liggur í heilbrigðu, hraustu mannfólki. Forvarnir skila heilbrigðara mannfólki, heilbrigðara mannfólk skilar meiri framleiðslu og framleiðslan bættum efnahag. Allt skilar þetta bættum þjóðarhag og þjóðfélagi hvernig sem á það er litið. Því getur kröftugt forvarnastarf ver- ið undirstaða að heilbrigðu og sælu samfélagi. Forvarnir eru því alvöru- mál sem ber að vinna vel og samein- ast um. Höfundur er verkefnisstjóri Geðræktar. Vísindin efla alla dáð Orkuna styrkja, viljann hvessa, Vonina glæða, hugann hressa. Farsældum vefja lýð og láð. Svo kvað þjóðskáldið Jónas Hall- grímsson fyrir meir en einni og hálfri öld. Vegna greinar Steindórs J. Erlingssonar í Morgunblaðinu 22. mars sl., „Vísindi þekk- ing – fimmta valdið eða ný trúarstofnun?“, komu mér fyrst í hug ljóð þjóðskáldins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímsson- ar hér að ofan. Við lest- ur greinarinnar urðu mér tilefni nokkurra hugrenninga um vís- indi og þjóðfélag. Hvaða hlutverki gegna vísindi í þjóð- félaginu? Hvernig og hvaða fréttir fær allur al- menningur af því sem er að gerast í vísindaheiminum? Hvert stefna vísindin? Hér ætla ég að varpa einhverju ljósi á svör við þessum spurningum. Vísindamaðurinn leitar hins óþekkta eða leitar lausn á ákveðnum vandamálum, setur fram tilgátu og reynir að ráða tilgátur með ýmsum ráðum og aðferðum hverrar vísinda- greinar. Niðurstöður eru síðan fengnar og þær birtar í vísindatíma- ritum og þá oft tímaritum sem hafa alþjóðlega útbreiðslu. Þessi tímarit má líta á sem eins konar fréttarit vísindamanna. Þar sem þeir geta al- veg skoðað niðurstöður hver annars og prófað þær og notað þær í áfram- haldandi rannsóknum, nýjar niður- stöður fengnar og birtar þar sem vitnað er í hinar fyrri niðurstöður. Þegar vísindagrein hefur komist á prent í einhverju vísindariti má segja í vissum skilningi að það sé komin viðbót við fræðin. Alla vegana ef síðar meir er mikið vitnað í grein- ina sem vísindamaður hefur skrifað að framlag til sé komið til fræðanna á viðkomandi fræðasviði. Hvað með áhrifin á þjóðfélagið? Við getum öll séð hvernig þjóðfélagið íslenska var allt annað fyrir hundrað árum en það er í dag. Okkur getur ekki órað fyrir hvernig þjóðfélagið muni líta út eftir hundrað ár rétt eins og þau sem lifðu fyrir hundrað árum óraði ekki fyrir hvernig þjóðfélagið myndi líta út í dag. Þekkingarmagnið hefur margfaldast á síðustu 200 árum, til dæmis voru um 1830 300 vísindarit en 35.000 vísindarit árið 1963. Vís- indin hafa bætt mannlíf heilmikið á síðustu 100 árum en til eru dekkri hliðar afraksturs vísindarannsókna, eitt frægasta dæmið er tilkoma kjarnorku- sprengjunnar á 5. ára- tug 20. aldar. Er sú vinna að þróa nýtt vopn sem kjarnorku- sprengjuna mannkyn- inu til góðs? Er sú vinna að þeirri eðlis- fræði sem nauðsynleg er við smíði sprengj- unnar mannkyninu til góðs? Vísindin eru mannanna verk og þeirra niðurstöður er hægt að misnota. Hvar stöndum við nú þegar framfarir eru miklar í vísindum og þá sér- staklega í tölvu- og líf- vísindum? Þekking okkar á raun- veruleikanum er í sjálfu sér ein og sér hvorki slæm né góð fyrir þjóðfé- lagið, spurningin er miklu heldur hvernig er sú þekking nýtt fyrir þjó- félagið? En hvernig fylgist allur al- menningur með störfum vísinda- manna? Hér hafa fjölmiðlar hlutverki að gegna. Oft hef ég heyrt fréttir þar sem sagt hefur verið frá uppgötvunum vísindamanna og þá oft villandi og í örfáum orðum. Hér er kannski ekki einungis við fjöl- miðla að sakast en hversu vel eru blaða- og fréttamenn að sér í vís- indum og því sem markverðast er að gerast þá og þá stundina í heimi vís- indanna? Er líklegt að örstutt fréttaviðtal við einn vísindamann um einhverjar vísindafréttir utan úr heimi eða um hans eigin rannsóknir skili því að hinn almenni sjónvarps- áhorfandi verði einhverju nær? Alla- vegana ættu samskipti fjölmiðla- manna og vísindamanna að aukast og þar með væri almenningur upp- lýstari og kannski þar með minni oftrú eða vantrú á vísindum. Eiga stjórnmálamenn, fjölmiðla- fólk eða einhverjir aðrir í þjóðfélag- innu að hafa áhrif á val viðfangsefna vísindamanna? Hvað með akadem- ískt frelsi? Akademískt frelsi felur í sér að vísindamaðurinn sjálfur ákveður hvað hann tekur sér fyrir hendur og hefur verið aðalsmerki rannsókna innan veggja háskóla síð- astliðin 300-400 ár. En þetta er kannski eitthvað að breytast. Á síð- ustu árum og áratugum hefur vís- indum og tækni fleygt ört fram. Er eitthvað sem gæti farið úrskeiðis við framþróun vísindanna og tækni ef vísindalæsi almennings og vakandi auga með því sem vísindamenn fást við væri ábótavant? Dæmi eins og nefnt var hér að ofan með kjarn- orkusprengjuna og einnig það sem er nú efst á baugi í líftækni og þar á meðal erfðavísindi og hugsanleg erfðaverkfræði. Þá má nefna eina kind er nefnist Dolly, hún á í raun- verunni hvorki föður né móður. Slík- ar fréttir hafa vonandi vakið al- menning til umhugsunar um hvert við stefnum og hvert vísindin stefna. Það er mjög mikilvægt beinlínis fyr- ir lýðræðið að mikil umræða sé um vísindi og hlutverk vísindanna í þjóðfélaginu nú þegar möguleikarn- ir virðast nánast óendanlegir í vís- indum. Ég held ekki að hægt sé að búa til Frankenstein eða ofurmennið á næstu áratugum eða enn þá lengra inn í framtíðinni. En hvað ef það væri nú hægt? Vilja þá vísindamenn eða allur almenningur að sú leið yrði farin? Viljum við búa til nýtt mann- kyn? Tölvutækninni fleygir áfram, verður hægt að búa til vélmenni sem væru jafngáfuð eða gáfaðri en hinn viti borni maður á öllum sviðum? Varla, en ef það væri nú einmitt hægt? Er nokkur þörf á því að gera mannkynið óþarft í enhverjum framtíðarvélmennasamfélögum? Gætu svona spurningar ekki bara verið sprottnar af fáfræði og hræðslu við vísindi? Kannski og kannski ekki. Hér hafa fjölmiðlar í slagtogi við vísindasamfélagið miklu hlutverki að gegna í því að uppfræða almenning umhvað er mögulegt og hvað ekki mögulegt í vísindum og hagnýtingu þeirra. Mikilvægt er að svonefnt vísindalæsi í þjóðfélaginu eykst, því að öllum líkindum munu vísindi hafa meiri áhrif á allt þjóðfé- lagið og hvernig þjóðfélagið muni þróast í náinni framtíð. Hvert viljum við stefna? Vonandi verður hér eftir sem áð- ur hægt að segja „Vísindin efla alla dáð,“. Vísindi og þjóðfélag Sverrir Jensson Vísindi Mikilvægt er að svo nefnt vísindalæsi í þjóð- félaginu aukist, segir Sverrir Jensson, því að öllum líkindum munu vísindi hafa meiri áhrif á allt þjóðfélagið og hvernig þjóðfélagið muni þróast í náinni framtíð. Höfundur er veðurfræðingur. Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík Sængurverasett úr egypskri bómull m eð satínáferð Póstsendum Barna- og fullorðins kjólar Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjarna Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, ljósum, púðaverum og gjafavöru. Matta rósin 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.