Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 35 þau fari í að halda ákvörð- num, sér- igi hús á omið ein- fjölskyld- ekki hafi atvinnulíf- ð auka at- að laða að t á betri Staðan er ðarhreppi dór að þar n fækkun. í landi 36 manns ggu 1.036 geir Logi lafsfirði, r sé fyrst atvinnu- remming- rs 1999 og ækja hvað Þeir sem luttu sig að annars itarfélag- tsvarið á jölda sjó- hins veg- la og það “ að vinna í u á Ólafs- „Við von- a eigi eftir ti að vera r gengið m að hún verði því betur unnin þegar eitthvað af væntingum fer að rætast.“ Ekki tekist að ná öllum störfum til baka Íbúum í Hrísey fækkaði um 30 eða 13,8%, þeir voru 188 1. desemb- er sl. en 218 árið á undan. Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey, segir að ástæður fækkunar- innar séu skýrar. „Ástæður þessar- ar fækkunar eru fyrst og fremst lokun Snæfells í byrjun síðasta árs en þá misstu 35 manns vinnuna. Það hefur ekki tekist að ná öllum þessum störfum til baka og það segir sig sjálft að ef fólk hefur ekki í sig og á verður það að flytja. Þess ber þó að gæta að 10 manns af þessum 30 var fólk sem aðeins var skráð hér í Hrísey en bjó hér ekki, þannig að raunfækkunin er ekki eins mikil og ætla mætti.“ Pétur Bolli segir að ýmsar hugmyndir séu í gangi um hvernig hægt sé að skapa fleiri störf. „Það hefur verið sótt um fyrirgreiðslu til Byggða- stofnunar um stofnun nýs fiskvinnslufyrirtækis og er það mál í vinnslu. Jafn- framt fengum við fyrir- greiðslu í sambandi við Íslenska miðlun sem þýð- ir að sú starfsemi verður stokkuð upp. Hafa verður í huga þegar tölur um fólks- fækkun eru skoðaðar að það eru mun meiri sveifl- ur í þessu hjá okkur, minni sveitarfélögunum, en við erum bjartsýn og vinnum hörðum höndum að því að snúa blaðinu við.“ Sama uppdráttarsýkin „Það hefur ekkert óvænt gerst, uppdráttarsýkin birtist með þess- um hætti,“ segir Jón Gunnar Stef- ánsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þar varð mikil fækkun í báðum þorpunum sem mynda sveitarfélag- ið. Á Patreksfirði fækkaði um 47 íbúa eða um 6% og á Bíldudal um 30 íbúa eða um liðlega 10%. Í sveitar- félaginu í heild fækkaði íbúum um 5,5% og þeim hefur fækkað um tæp- an fjórðung á tíu árum. „Það er að fjara undan okkur í sjávarútveginum. Menn eru hægt og hljótt að gefast upp, búnir með máttinn, kjarkinn og bjartsýnina,“ segir bæjarstjórinn. Hann á þó ekki von á að fólki fækki jafn hratt á næstu árum, seg- ir að þeir sem eftir eru séu þraut- seigir og ekkert að telja þá sem fara. Þá séu rekin þarna fyrirtæki sem hafi metnað fyrir hönd byggð- arinnar. Hann hefur meiri áhyggjur af Bíldudal en Patreksfirði, segir að íbúafjöldinn sé kominn niður fyrir þau mörk sem dugi til að halda úti nauðsynlegri þjónustu fyrir íbúana. Nefnir sérstaklega matvæladreif- ingu í því sambandi. „En það er engin nýliðun í út- gerðinni, okkar vantar unga hrausta menn sem koma hingað til að berjast áfram, eins og alltaf hef- ur gerst. Við verðum að hvetja stjórnvöld til þess að hugsa upp ráð til þess að menn geti farið hér á sjó áfram, haldið áfram að veiða stein- bít á vorin og ýsu á haustin, á þeim smábátum sem hér eru eftir,“ segir Jón Gunnar Stefánsson. verulega á síðasta ári nunar tar á inni aði á örð- telja g Morgunblaðið/Kristján r mjög háð rækju- þegar þessi mynd BORGARSTJÓRI ogmenntamálaráðherraundirrituðu sérstaktsamkomulag um stofnun Menningarborgarsjóðs í lok síðasta samráðsfundar M2000 sem haldinn var í Höfða í gær. Á fundinum kom fram að fjár- hagsstaða Reykjavíkur – menning- arborgar Evrópu árið 2000 við lok ársins er mjög góð og tekjur verk- efnisins hafa orðið nokkru meiri en upphaflega var áætlað. Í ljósi þessa lagði stjórn menningarborgarinnar til við borgarstjórann í Reykjavík og menntamálaráðherra að stofnað- ur yrði sérstakur sjóður sem bæri nafnið „Menningarborgarsjóður“ og yrði hlutverk hans að veita menningarverkefnum á ýmsum sviðum brautargengi. Sjóðurinn verður í vörslu Listahátíðar í Reykjavík, sem er helsti samstarfs- vettvangur ríkis og borgar í menn- ingarmálum. Listahátíð starfar nú eftir nýjum samþykktum sem gera hátíðinni kleift að taka við nýjum verkefnum. Stofnfjármagnið frá M2000 Í samkomulaginu er kveðið á um að stofnframlag sjóðsins verði það fjármagn, sem menningarborgin á eftir þegar allar greiðslur úr er- lendum sjóðum hafa borist. Menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg munu þar að auki bæta alls tíu milljónum í sjóðinn á þessu ári og mun það framlag skiptast til helminga. Framtíðarframlög í sjóð- inn verða eftir nánara samkomu- lagi. Menningarborgarsjóðurinn skal stuðla að menningarstarfi af ýmsu tagi í framhaldi af menningarborg- arárinu. Hann lýtur sérstakri fimm manna úthlutunarnefnd sem í sitja tveir menn skipaðir af menntamála- ráðherra, tveir af borgarstjóranum í Reykjavík auk formanns sem skipaður verður af stjórn Listahá- tíðar. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stjórn M2000 hefði frá upphafi haft hug á að stuðla að efl- ingu menningarlífs til lengri tíma. „Þegar við sáum fram á að tekju- afgangur yrði af fjárveitingum til verkefna menningarborgarársins fæddist þessi hugmynd. Stofnun sjóðsins er táknræn fyrir þann vilja. Varðandi nánari útfærslu um starfsemi sjóðsins kemur það í hlut úthlutunarnefndar að setja honum starfsreglur.“ Að sögn Páls verður auglýst árlega eftir umsóknum til verkefna á eftirgreindum sviðum: a) nýsköpunarverkefni á sviði lista. b) menningarverkefni á vegum sveitarfélaga á landsbyggðinni. c) menningarverkefni fyrir börn og ungt fólk. Allt stefnir í að úthlutunarfé Menningarborgarsjóðsins geti orð- ið um 30 milljónir króna. Úthlutun- arreglur verða nánar útfærðar þeg- ar endanlega er staðfest hvert stofnfé sjóðsins verður þegar greiðslur úr erlendum sjóðum hafa skilað sér til fullnustu. Eflir menningarstarf um land allt Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um hversu miklum fjármunum yrði úthlutað árlega. „Menntamálaráðuneytið leggur til sjóðsins fimm milljónir á þessu fjárlagaári á móti sömu upp- hæð frá Reykjavíkurborg en síðan verður samið um það hverju sinni hvert framlagið verður. Ég tel að stofnun sjóðsins sýni að vel hefur verið haldið á fjármunum menning- arborgarinnar. Það sem við leggj- um höfuðáherslu á af hálfu mennta- málaráðuneytisins við stofnun þessa sjóðs er að árangurinn af menningarborgarárinu skili sér um landið allt. Við lítum á þetta sem viðleitni til að halda úti menningar- starfsemi víðar en í Reykjavík og að stofnun sjóðsins verði til að efla menningarsamskipti milli lands- byggðar og höfuðborgar.“ Festir í sessi það sem vel tókst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að stofnun sjóðs- ins væri eðlilegt framhald þess samstarfs sem til hefur stofnast milli Reykjavíkurborgar og ríkisins á menningarborgarárinu. „Sjóðn- um er einnig ætlað að fylgja eftir því nýsköpunarhlutverki sem menningarborgin hafði með hönd- um og listamenn voru mjög ánægð- ir með. Þá er sjóðnum ætlað fylgja eftir því góða samstarfi við önnur sveitarfélög um menningarstarf sem menningarborgin hafði for- göngu um. Einnig má nefna það góða starf með börnum og ungu fólki sem efnt var til á menningar- árinu og full ástæða er til að fylgja eftir. Í sem stystu máli má segja sjóðnum sé ætlað að festa í sessi það sem vel tókst á menningarborgar- árinu.“ Ingibjörg Sólrún sagði að Reykjavíkurborg hefði þegar ákveðið að fylgja menningarborg- arárinu eftir með stærri fjárveiting- um til menningarmála en á fyrri ár- um ef menningarborgarárið sjálft er undanskilið. „Við erum að setja umtalsvert meiri peninga í menn- ingarstarf og þessi sjóður er hluti af þeirri stefnu. Ég geri ráð fyrir að á þessu ári verði úthlutað allt að 20 milljónum úr menningarborgar- sjóðnum sem er veruleg viðbót við það sem nú er því að menningar- málanefnd Reykjavíkur hefur 28 milljónir til ráðstöfunar á árinu. Með samkomulaginu eru ekki til- greind nein tímamörk en ég lít þó svo á að um sé að ræða skuldbind- ingu til minnst tveggja ára og síðan verði skoðað hvernig til hafi tekist.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti 2000 börn í Reykjavík var vel heppnað verkefni sem byggði á samstarfi við leikskóla Reykjavíkurborgar. Því lauk með flutningi barnanna á Þúsald- arljóði á Arnarhóli í maí. Menningar- borgarsjóður stofnaður Menningarborgarárinu verður haldið áfram á táknrænan hátt með stofnun Menningarborgarsjóðs sem Reykjavík- urborg og menntamálaráðuneytið standa sameiginlega að. Stofnfé sjóðsins er að mestu leyti rekstrarafgangur menningar- borgarinnar. Hávar Sigurjónsson ræddi við Pál Skúlason, Björn Bjarnason og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur um hlutverk hins nýja sjóðs. Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri undirrita samkomulag um stofnun Menningarborg- arsjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.