Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnskipunin Þrískipting ríkis- valds í stjórnarskrá er engin tilviljun. Hugmyndafræðin er að ekki safnist of mik- ið vald á sömu hend- ur, því hættan er sú að menn kunni ekki með slík völd að fara, enda geymir veraldar- sagan ógrynni dæma um það. Ástæðan fyr- ir því að þessi hug- myndafræði er rifjuð upp nú eru endurtek- in viðbrögð forsætis- ráðherra og annarra ráðherra við niðurstöðum dóm- stóla og sjálfstæðra stjórnvalda, þegar pólitísk markmið og ákvarð- anir ríkisstjórnar hans eru ekki talin fá samrýmst grundvallar- reglum samfélagsins. Skiptir engu hvort viðfangsefnið er stjórn fisk- veiða, sala hlutabréfa, sameining banka eða málefni öryrkja; við- brögðin eru ætíð þau sömu. Þegar niðurstaðan samrýmist ekki vilja forsætisráðherra eða ríkisstjórnar eru viðbrögðin jafnan þau að nauð- synlegt sé að breyta lögum, jafnvel stjórnarskrá; oftast á þeirri for- sendu að stofnanir og einstakling- ar sem um þessi mál véla séu ekki starfi sínu vaxnir. Völd og áhrif Að sjálfsögðu hefur forsætisráð- herra rétt á því, eins og aðrir, að verða reiður og hefur hann nýtt sér þann rétt til fulls að undan- förnu. Einnig hefur ráðherrann eins og aðrir rétt á því að hafa skoðun og gagnrýna niðurstöður stjórnvalda og dómstóla. Á hinn bóginn verður að gera ríkar kröfur um að slík gagnrýni sé málefnaleg, því áhrif forsætisráðherra, sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar (fram- kvæmdavaldsins) og um leið Al- þingis (löggjafarvaldsins), eru mikil. Þessu til viðbótar tilnefnir dómsmálaráðherra (forsætisráð- herra) dómara til setu í Hæstarétti (dómsvaldið). Það má því halda því fram að öflugur forsætisráð- herra geti haft mun meiri áhrif á alla þrjá meginþætti ríkis- valdsins en eðlilegt má telja í ljósi hug- myndafræðinnar, sem býr að baki þrískipt- ingu ríkisvalds, standi vilji hans til þess. Það er því ekki að ástæðu- lausu að menn staldri við þegar forsætisráð- herra lýsir yfir því að niðurstaða Hæstarétt- ar séu „slys“, því þar fer valdamikill maður. Sjö manna dómur!? Í tvígang hefur gagnrýni for- sætisráðherrans beinst að Hæsta- rétti sökum þess að hann hefur komist að niðurstöðu í málum, sem skipta stjórnvöld miklu, þar sem „einungis“ fimm dómarar sátu í dómi en ekki sjö, eins og hann taldi eðlilegt. Vegna þessa hefur hann lýst því yfir að það verði að styrkja dóminn með því að setja lög sem kveði á um með skýrari hætti hvenær skipa skuli sjö manna dóm. Ég get tekið undir það að rétt sé að styrkja réttinn, enda hef ég lagt fram hugmyndir á Alþingi um nýtt fyrirkomulag við skipun hæstaréttardómara. Á hinn bóginn get ég ekki tekið undir það að löggjafinn styrki réttinn með því að setja hæstaréttardómurum frekari skorður í störfum þeirra. Það er mitt mat að áfram sem hingað til eigi að treysta réttinum til að meta það hvort og hvenær rétt sé að hafa þriggja, fimm eða sjö manna dóma. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að í Hæsta- rétti eiga sæti níu dómarar, svo jafnvel þótt fjórir af sjö dómurum komist að samhljóða niðurstöðu er ekki sjálfgefið að hún endurspegli vilja meirihluta réttarins. Hæstiréttur og „slysið“ Í hverju felst þá umrætt slys, sem forsætisráðherra hefur orðið tíðrætt um? Það er í reynd ekki gott að átta sig á því hvað ráð- herrann á við. Þó má leiða að því líkur að forsætisráðherra eigi við það að ef aðeins þrír dómarar af fimm komist að sameiginlegri nið- urstöðu sé málefnið mikilvægt og það lúti að stjórnvöldum og stjórn- arskrá, sé það „slys“. Og breytir þá væntanlega engu hver niður- staðan verður, eða hvað? A.m.k. má túlka orð hans svo. Hvort ráð- herrann telji að „slysið“ eigi rætur að rekja til þess að dómararnir séu ekki allir sammála eða afstaða þriggja dómara sé ekki meirihluti, sætu sjö í dómi, er ekki gott að segja um. Sé skilningur minn rétt- ur má væntanlega halda því fram með sömu rökum að verðandi for- seti Bandaríkjanna sé „slys“, þar sem einungis fimm dómarar af níu komust að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi endurtalningu at- kvæða. Þ.e.a.s. þeir voru ekki allir sammála, en að margra mati var Forsætisráðherra og stjórnskipunin Lúðvík Bergvinsson Dómstólar Þegar gagnrýni á nið- urstöður dómstóla hætt- ir að snúast um efni dóms, þ.e.a.s. rök hans og niðurstöður, en lýtur þess í stað almennt að dómstólnum sjálfum sem stofnun, er verið að draga úr trúverðugleika dómstólsins, segir Lúð- vík Bergvinsson. Það er alvarlegt mál, sér- staklega þegar ráðherra á í hlut. Á ÍSLANDI er það grundvöllur stjórn- skipulagsins að rík- isvaldið er þrískipt, í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Auðvitað gildir hér á landi eng- in sérstök regla hvað þetta varðar, því öll vestræn ríki byggja á þessum grunni og fæstum dettur í hug að hrófla við honum. Í bókinni Stjórnskipunarrétt- ur, eftir Gunnar G. Schram lagaprófessor, er það rifjað upp að þrígreining ríkisvaldsins á einkum rætur að rekja til rits franska stjórnvitr- ingsins Montesquieu, De l’Esprit des lois, sem kom út árið 1748. Í ritinu lýsti Mont- esquieu enskum stjórnarhátt- um, en þar í landi skiptust völd- in á milli konungs og þings, sem aftur var skipt í efri og neðri deild. Montesquieu vildi hins vegar ganga skrefinu lengra og setti fram eigin kenningar um þrískiptingu ríkisvaldsins og í riti Gunnars G. Schram er því lýst svo: „Samkvæmt kenn- ingum Montesquieu skyldi hver aðili fara með sína grein rík- isvaldsins. Hver þeirra um sig átti að tempra eða takmarka vald hins. Ef allt ríkisvald er á einni hendi eða í höndum einnar stofnunar er að áliti Montesq- uieu hætt við ofríki og kúgun. Með skiptingu ríkisvaldsins milli þriggja sjálfstæðra vald- hafa á að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta.“ Þrígreining ríkisvaldsins er bundin í stjórnarskrá Íslands, sem eru grundvallarlög ríkisins og öllum öðrum lögum þess æðri. Svo aftur sé vísað í rit Gunnars G. Schram þá segir þar að hafa verði í huga að al- menni löggjafinn og stjórn- arskrárgjafinn séu tveir aðilar, sá síðari sé hinum fyrrnefnda æðri og beri að greina glöggt á milli þeirra. Til breytinga á stjórnarskrá þarf nefnilega samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Gunnar tekur einnig fram að það sé meginlögskýringarregla í íslenskum sem erlendum rétti að lög skuli vera í samræmi við stjórnarskrá og brjóta á engan hátt í bága við hana. Það sé hlutverk þeirra sem annist laga- setningu á Alþingi að tryggja að svo sé. Ef misbrestur verður á þessu er löng og óslitin rétt- arvenja á Íslandi að dómstólar landsins eru taldir hæfir til þess að fjalla um þessi atriði og kveða á um það hvort lög sam- ræmast stjórnarskrá eða ekki, segir í bók prófessorsins. Hefur sú réttarvenja hlotið staðfest- ingu í mörgum dómum og er í fullu samræmi við þann hátt sem á Norðurlöndum og víðar tíðkast þar sem almennum dóm- stólum er falið þetta hlutverk. Í ýmsum öðrum löndum hefur verið farin sú leið að skipa sér- staka stjórnlagadómstóla til að skera úr um hvort lög samræm- ast stjórnarskrá, en slíkum dómstól er ekki til að dreifa hér á landi. Þegar leikmaður fer að lesa sér til í bókum um lögfræðileg málefni er meira en líklegt að eitthvað skolist til. Það er þó óhætt að fullyrða að þessar stuttu vísanir í bók Gunnars G. Schram endurspegla grundvall- arreglur íslensks stjórnarfars, eins og ólöglærður almenning- urinn hefur ávallt skilið þær. Alþingi setur lög sem eiga að vera í samræmi við grundvall- arlöggjöfina, stjórnarskrána. Ef einhver vafi leikur á um að svo sé geta dómstólar skorið úr um ágreininginn. Það hafa þeir gert hingað til og miðað við þær grunnhugmyndir sem stjórn- arfar okkar byggir á, um þrí- greiningu ríkisvaldsins, munu þeir gera það áfram. Ekki virðast allir dómar Hæstaréttar Íslands jafn mark- tækir, ef marka má upphróp- anir um að hann hefði nú átt að vera skipaður sjö dómurum til að dæma um mikilvægt úrlausn- arefni Öryrkjabandalagsins og svo virðist sem þeir sjö dóm- arar hefðu helst þurft að vera sammála til að það væri nú að marka þetta. Þegar slík hljóð berast jafnvel úr horni Alþingis er ekki að undra þótt menn þurfi að láta segja sér það tvisvar, því Alþingi starfar al- deilis ekki eftir þeirri reglunni að meirihluti allra 63 þing- manna þurfi að samþykkja ný lög. Þar nægir meirihluti greiddra atkvæða, sem geta verið mjög fá ef þingmenn eru uppteknir við annað en at- kvæðagreiðslu þá stundina. Það ætti að vera þeim sem sitja á Alþingi meira umhugs- unarefni, hve háværar þær raddir eru, sem telja Hæstarétt hafa sinnt skyldu sinni með sóma þegar hann dæmdi Ör- yrkjabandalaginu í hag. Dóm- urinn er nefnilega ekkert grín fyrir skattborgara, sem þurfa að líkindum að greiða einhverja milljarða króna vegna þess að lög um almannatryggingar sam- ræmdust ekki stjórnarskrá. Réttlætiskenndin virðist hins vegar sterkari en svo að al- menningur kippi sér upp við það. Rétt skal vera rétt. Þeir sem bera hag Hæsta- réttar fyrir brjósti og vilja veg hans sem mestan mættu frekar huga að leiðum til að koma í veg fyrir að æðsti dómstóll landsins sé að drukkna í smá- vægilegum málum þar sem menn eru fundnir sekir um að stela brauðrist eða falsa ávísun. Þar er virðingu réttarins mis- boðið, en ekki þegar dómarar hans skera úr um hvort löggjöf Alþingis samræmist stjórn- arskrá. Þrígrein- ingin „Það ætti að vera þeim sem sitja á Alþingi meira umhugsunarefni, hve háværar þær raddir eru, sem telja Hæstarétt hafa sinnt skyldu sinni með sóma þegar hann dæmdi Öryrkja- bandalaginu í hag.“ VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson NAUÐSYNLEGT er að endurskipuleggja fyrirkomulag forvarna á Íslandi. Aukin sam- vinna og sameining karfta allra þeirra aðila sem starfa að forvörn- um mun leiða til stór- aukins árangurs á því sviði, auk betri nýting- ar fjármagns. Fjölmargir aðilar sinna forvörnum á sviði geðheilsu, áfengis, fíkniefna, ofbeldis, ein- eltis og tóbaksvarna á Íslandi í dag. Ríkis- styrktar nefndir, einkaaðilar, samstarfs- verkefni, félagasamtök og sveitar- félög. Meðal þeirra má nefna land- læknisembættið, Landspítala Háskólasjúkrahús, SÁÁ, tóbaks- varnarnefnd, áfengis- og vímuvarn- arráð, heilsueflingu í skólum, rannsóknir og greiningu, Götusmiðj- una, Ísland án eitur- lyfja, Vímulausa æsku, Barnaverndarstofu, framhaldsskólana, samstarfsnefnd Reykjavíkur um af- brota- og fíkniefna- varnir, Lögregluna í Reykjavík, Stórstúku Íslands, FRÆ, Geð- hjálp og Heimili og skóla. Þessar stöku eining- ar eru út um allar triss- ur vinnandi að forvörn- um og rannsóknum. Sumar hverjar vinna einungis að for- vörnum, aðrar bæði að forvörnum og meðferð og enn aðrar að hagsmuna- gæslu og forvörnum. Þeim miðar misvel í forvörnunum, allar að sækja á sömu mið varðandi fjármögnun og margar upplifa sig í samkeppni við aðra sem sinna forvörnum. Allir eru þessir aðilar að vinna að náskyldum og samofnum markmiðum. Til þess að eitthvert vit sé í þeim aðferðum sem þeir beita verður að sanna virkni þeirra með rannsóknum. Ann- að er eins og að skjóta hrafna í myrkri. Allt kostar þetta mikla pen- inga og orku. Tvíverknað og ósam- ræmi er víða að finna í geiranum. Eins og í einkageiranum finnst mér kominn tími á aukna samvinnu og sameiningu. Samvinna er nú þegar til staðar og er fræðsluhópurinn ,,Náum áttum“, sem að koma fjölmargir aðilar, gott dæmi þess. En betur má ef duga skal. Frekari áherslu þarf nú að leggja á að sameina krafta ólíkra að- Fyrirkomulag forvarna á Íslandi Héðinn Unnsteinsson Heilbrigði Auður okkar liggur í heilbrigðu, hraustu mannfólki, segir Héðinn Unnsteinsson. Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna www.skb.is/framlog/minningarkort.html Sími 588 7555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.