Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 45 ✝ Kristín fæddistað Búðum í Eyr- arsveit við Grundar- fjörð hinn 20. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi hinn 27. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Cecil Sigurbjörnsson, f. 22.8. 1896, d. 20.2. 1933, bóndi og sjó- maður að Búðum í Grundarfirði, og Oddfríður Kristín Runólfsdóttir, f. 21.2. 1898, d. 16.11. 1972, húsmóð- ir. Systkini Kristínar: Bæring, f. 24.3. 1923, vélstjóri í Grundarfirði; Soffanías, f. 3.5. 1924, d. 24.3. 1999, forstjóri í Grundarfirði; Guð- bjartur, f. 7.3. 1927, d. 4.9. 1994, vélsmiður í Grundarfirði; Páll, f. 20.1. 1932, verkstjóri í Grundar- firði. Kristín giftist 14.3. 1942 Haraldi Ísleifssyni, f. 27.9. 1914, verkstjóra og fiskmatsmanni. Hann var sonur Ísleifs Jónssonar, bónda og verk- stjóra í Dagverðarnesi og í Stykk- ishólmi, og Kristborgar Guð- þrjár dætur og þrjú barnabörn: Tvíburana Önnu Sigríði banka- starfsmann og Oddfríði Kristínu kennara, f. 23.1. 1968. Oddfríður var gift Hafsteini E. Hafsteinssyni. Þau skildu. Dóttir þeirra er Anna Kristín, f. 30.6. 1995; Ritu Hvönn, f. 7.2. 1977. Sambýlismaður henn- ar er Þorsteinn Sigurlaugsson. Þau eiga tvo syni: Ólaf Tryggva, f. 13.9. 1997 og Trausta Marel, f. 31.5. 2000. Kristín var búsett í Grundarfirði og ólst þar upp. Þar stundaði hún barna- og unglingaskólanám þess tíma og síðan nám við Húsmæðra- skólann á Staðarfelli 1938–39. Hún fluttist í Stykkishólm árið 1942 þar sem hún og Haraldur byrjuðu bú- skap sinn í Narfeyrarhúsi, Stykk- ishólmi. Þau byggðu sér hús sem nefnt var Bjarg en það varð síðar Skólastígur 28 í Stykkishólmi. Þau fluttu í það haustið 1945 og bjuggu þar allan sinn búskap, þar til fyrir 3 árum að Kristín flutti í þjónustu- íbúð fyrir aldraða. Auk húsmóður- starfa stundaði Kristín fiskvinnslu- störf til 1977, var síðan dagmóðir til 1983 og loks vökukona á Dval- arheimili aldraðra til 1990. Þau voru mjög samhent hjón og áttu mjög gæfuríka sambúð. Þau eign- uðust þrjú börn, sjö barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Útför Kristínar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. brandsdóttur húsmóð- ur. Haraldur andaðist 31.3. 1985. Börn Kristínar og Haralds eru: Cecil, f. 2.5. 1943, sóknar- prestur á Seyðisfirði. Hann kvæntist Ólínu Torfadóttur hjúkrun- arforstjóra og eiga þau tvö börn: Kristínu Haröldu, f. 10.8. 1963, verkfræðing, og Har- ald Ísleif, f. 3.12. 1979, iðnskólanema. Cecil og Ólína skildu. Sam- býliskona Cecils er Kristín G. Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur, hún á eina dóttur; Gylfi, f. 7.4. 1946, heilsugæslu- læknir í Laugarási í Biskupstung- um. Hann var í sambúð með Höllu Arnljótsdóttur og eiga þau tvö börn: Þröst Frey, f. 22.5. 1979, lög- fræðinema, og Guðbjörtu, f. 19.12. 1982, verslunarskólanema. Gylfi og Halla slitu samvistum. Gylfi er kvæntur Rut Meldal Valtýsdóttur húsmóður, en hún á þrjá syni; Kristborg, f. 2.3. 1950, kennari í Stykkishólmi, gift Trausta Tryggvasyni kennara og eiga þau Við minnumst ömmu alltaf í dyr- unum á Skólastígnum, hlæjandi af gleði þessum skemmtilega hlátri sem kom öllum öðrum til að brosa líka. Hún var svo glöð að barna- börnin væru komin í heimsókn, en inni biðu okkar heimagerðar kræs- ingar, pönnukökur og annað góð- gæti. Það var aldrei lítið um að vera hjá henni ömmu, því alltaf voru ein- hverjir að koma til að heimsækja hana og það var alltaf stutt í hlát- urinn. Amma var alltaf svo góð við alla, ekki bara við okkur barnabörn- in, heldur líka alla aðra, smáa og stóra og helst þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hún lagði líka mikið af kröftum sínum til stuðn- ings kirkjustarfi og getum við nefnt það sem dæmi, að þegar bygging nýju sóknarkirkjunnar í Stykkis- hólmi stóð sem hæst, ákvað amma að leggja fram fé til kaupa á lýsing- unni er nú prýðir loftið í kirkjuskip- inu. Það gerði hún til minningar um afa, sem ekki lifði það að sjá kirkj- una fullbúna, en amma saknaði hans alltaf mjög. Nú eru þau saman á ný og ekkert fær þau aðskilið. Amma var mikið blómabarn og var sérstaklega hrifin af rósum. Hún átti heilt gróðurhús af falleg- um rósum og garðurinn var þéttset- inn hádegisblómum, dalíum og mörgum öðrum blómum. Síðar var byggð sólstofa við húsið, þar sem hún hafði einnig mikið af blómum og rósum. Amma hafði reglulega gaman af handverki ýmiss konar og saumaði blóm í dúka og myndir, sem geta talist hreinustu listaverk. Amma prjónaði líka mikið og pakk- arnir frá henni voru oftast mjúkir og leyndust þar t.d. fallegir treflar, húfur og vettlingar á alla fjölskyld- una. Þegar við komum í heimsókn til ömmu var oft spilað á kvöldin og amma sagði okkur sögur frá gömlu dögunum, þegar börnin léku sér með legg og skel og undu vel við, því þau þekktu ekkert annað. Það var gaman að heyra sögurnar hennar ömmu. Amma fylgdist alltaf vel með samtíðinni og missti helst aldrei af neinum fréttatíma, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Mest um vert er þó hversu gott það var að spjalla við ömmu um lífið, tilveruna og bara hvaðeina, en amma var góður hlust- andi og ráðagóð. Við erum þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega ömmu. Guðbjört og Þröstur Freyr. Enn hefir einn af mínum traust- ustu vinum kvatt jarðlífið. Hún var mér kær og oft lágu spor mín til hennar og þær verða ekki auðtaldar stundirnar sem við áttum saman á heimili hennar við Skólastíginn. Þar var bæði ljúft og gott að koma. Margar stundir sem skilja eftir sér- stakar minningar. Kristín var sterkur persónuleiki og starfaði að gróðri og gengi bæjarfélagsins. Hún tók virkan þátt í starfi kven- félagsins hér og málefnum kirkju og kristindóms vann hún af einlægum hug meðan kraftar entust. Hún átti fagurt og gott heimili og góðan mann, Harald Ísleifsson, sem lengi var verkstjóri í frystihúsi Kaupfélagsins. Þau stóðu vel saman og byggðu traust og vandað hús í Hólminum og voru nágrannar mínir um langt og farsælt tímabil. Við byggðum sitt hvorum megin við Skólastíginn, sitt á hvorri klöppinni og þau hjón voru ekki sein að koma sér upp fallegum garði í kringum húsið, sem var mikil bæjarprýði. Þar stóðu þau hjón vel saman og var gaman að fylgjast með gróðrinum og fallegu blómunum sem þar áttu góðar hendur að frá upphafi. Ég kynntist þeim hjónum fljótt eftir að ég kom í Hólminn. Þau giftu sig í mars 1942, sama árið og ég kom. Þau hjón voru samtaka í því að neyta hvorki tóbaks né áfengis og þar stóðum við vel saman, vissum að bindindi á þá hluti borgaði sig best. Þau sáu fljótt á lífsleiðinni hvert böl tóbak og áfengi var bæði í félagslífi og eins fyrir einstaklinga og heim- ilin. Þau voru því börnum sínum og skylduliði sönn fyrirmynd og þá má ekki gleyma hversu þau bæði hlúðu að málum kirkjunnar okkar. Það voru ótaldar stundir er þau vörðu til þess að kirkjulíf gæti blómgast í bænum og dafnað. Haraldur var lengi í sóknarnefnd og lagði þar alltaf jákvætt til málanna og það má segja að hann hafi verið með fyrstu hvatamönnum að byggingu nýrrar kirkju og úr því dró konan hans ekki, heldur hvatti til. Það var bæði hollt og gott að kynnast Kristínu. Hún hafði svo hreinar og ákveðnar skoðanir á hin- um daglegu viðfangsefnum og mat allt sem vel var gert og Hólmurinn var henni kær og vildi hún hans hag sem mestan, fylgdist með allri framþróun og gladdist yfir öllu því sem miðaði til bóta, og eins var með það sem miður fór, það tók hún sér nærri. Það tel ég mér til mikilla tekna að hafa átt hennar vináttu frá fyrstu kynnum okkar og handtak hennar og hlýja var slík að hún vermir lengi. Eftir að við vorum bæði komin á Dvalarheimilið urðu samfundir okkar fleiri og vináttan traustari. Hún átti góða og farsæla ævi, eignaðist góð börn sem hafa nýtt sér það veganesti sem þau fengu í foreldrahúsum og þá var nú hlúð að ömmubörnunum sem voru mikið ljós í lífi hennar. Kristín gekk ekki heil til skógar síðustu æviárin, en því tók hún með fullvissu þess að dauðinn væri ávinningur þegar ævistarfið hefði verið mikil blessun, og þakklát fyrir allt fékk hún hægt andlát á sjúkra- húsinu hér í Hólminum. Hún verður mér lengi í huga og ég bið henni blessunar á nýjum veg- um ljóss og lífs og þakka henni tryggð og vináttu fyrr og síðar. Góður guð veri með henni. Ég sendi ástvinum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. KRISTÍN CECILSDÓTTIR ✝ Jón Halldór Ás-grímsson fæddist á Móskógum í Fljót- um í Skagafirði 14. janúar 1929. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðár- króki 29. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ásgrím- ur Halldórsson, bóndi og vegaverkstjóri á Tjörnum í Sléttuhlíð, f. 26.11. 1886, d. 21.12. 1960, og Ólöf Konráðsdóttir, hús- freyja, f. 16.3. 1890, d. 16.3. 1956. Systkini Jóns voru Her- bert, f. 20.1. 1915, d. 31.7. 1963; Indíana, f. 8.1. 1916, d. 23.5. 1982; Konráð, f. 13.5. 1917, d. 22.5. 2000; Þórhallur, f. 21.9. 1919, d. 10.1. 1923; Pétur Jón, f. 25.11. 1921, d. 13.11. 1924; Sigrún, f. 25.12. 1923. Hinn 31. desember 1956 kvænt- ist Jón Erlu Jónsdóttur, f. 5.3. 1934. Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Erla Óskar Hjaltason, f. 1952, bú- settur á Hofsósi, sem Jón gekk í föðurstað. Hans kona er Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þeirra börn Áslaug María, Jón Þór (látinn) og Kristinn Ragnar. 1) Ólöf Ásta, f. 1956, búsett á Sauðárkróki, gift Helga Ragnarssyni, mjólkur- fræðingi, þeirra sonur er Guð- mundur Ingi. Fyrir átti Ólöf Sig- urberg Svein og Huldu Björk Sveinsbörn. 2) Þorbjörn, f. 1958, búsettur á Akranesi, kvæntur Ey- rúnu Þorleifsdóttur, hárgreiðslu- kona, þeirra synir eru Þorleifur, Ómar Logi og Aron. Fyrir á Þorbjörn dótturina Hörpu. 3) Guðbjörg, hjúkrun- arfræðingur, f. 1959, búsett í Reykjavík, gift Stefáni Geir Sig- urbjörnssyni, blikk- smið, þeirra sonur er Jón Þór. Fyrir á Guð- björg dótturina Lindu Maríu Þor- steinsdóttur. 4) Krist- inn Herbert, f. 1963, búsettur á Siglufirði, hans dóttir er Erla Sif. 5) Jón Jökull, f. 1965, búsettur í Glæsibæ í Sléttu- hlíð. 6) Anna María, f. 1972, búsett á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, í sam- búð með Jóni Benjamínssyni, þeirra börn Benjamín Jóhannes, Ágústa Líf og Daníel Eldar. 7) Ás- grímur, rafvirki, f. 1974, í sambúð með Piu Aaberg. Barnabarnabörn Jóns eru fjögur talsins. Jón ólst upp á Tjörnum í Sléttu- hlíð og stundaði öll almenn sveita- störf og var í vegavinnu hjá föður sínum. Jón og Erla hófu búskap í Reykjavík, þar sem Jón starfaði í rafgeymaverksmiðjunni Pólum. 1963 fluttist fjölskyldan norður í Sléttuhlíð í Skagafirði og hóf bú- skap, fyrst á Keldum til 1965, þá á Ysta-Hóli til 1968 og á Vatni til 1976 er þau fluttu að Glæsibæ þar sem Jón stundaði búskap til ævi- loka. Útför Jóns fer fram frá Hofsós- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er elsku afi okkar búinn að kveðja. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért dáinn. Í hugsunum okkar áttir þú alltaf að vera til staðar og ekki kom upp sú hugsun að eitthvað gæti komið fyrir þig, það var því kaldur veruleikinn sem snart okkur þegar við heyrðum fyrst af sjúkdómi þínum fyrir þremur mánuðum, en ekki grunaði okkur að þetta tæki svona fljótt af. Og söknuðurinn er mikill en við vitum að nú er afi hjá Guði og líð- ur vel þar. Elsku afi, nú eru allar kvalir á enda hjá þér og við vitum að þér líður vel núna og munt vaka yfir okkur og veita okkur styrk. Þótt söknuðurinn sé mikill varðveitum við allar minningarnar sem við eig- um um þig í hjarta okkar. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Blessuð sé minning elsku afa okkar. Hulda og fjölskylda, Sigurbergur og fjölskylda. Enn var brugðið beitta ljánum, brott er nafn af lífsins skjánum. Eitt af gildu traustu trjánum, tók í einu höggi sá, er enginn komast undan má. Ei var þinnar ættar siður, undan víkjast, lyppast niður. Sléttuhlíð þér bænir biður, barn þú varst á hennar fold. Hvíldin ljúf í móður mold. Mikið verk um ævi unnið, þó aðrir hafi lengra spunnið, lífsins garn og léttar runnið, í leit að tísku og dægurbrag. Slíkt var ei þitt lundarlag. Ég kveð þig Jón og kistu þína, með krossi signi og virðing mína, vil ég þér með sanni sýna, Sólarfaðir blessi þig, á leið um æðra lífsins stig. Kristján Árnason frá Skálá. JÓN HALLDÓR ÁSGRÍMSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.