Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 17
hefst 10. janúar nk.
Kvöld- og helgarnám.
Upplýsingar og innritun í síma
897 2350 og 511 1085
virka daga kl. 13—17.
Kynning í dag kl. 14.00
öllum opið
Nuddskóli Guðmundar,
Hólmaslóð 4, Reykjavík.
NUDDNÁM
Eyrarbakka - Nú eins og í fyrra
var ákveðið að verðlauna best
skreyttu heimilin í Árborg og
voru vegleg verlaun í boði ýmissa
aðila í sveitarfélaginu en þau eru
Selfossveitur, Árvirkinn, Húsa-
smiðjan, KÁ verslanir, Fossraf
og Umhverfisdeild Árborgar.
Reglum keppninnar var breytt
frá því í fyrra þannig að í stað
þess að velja eitt heimili í hverj-
um byggðarkjarna sveitarfélags-
ins voru nú valin þrjú best
skreyttu heimilin í öllu sveitar-
félaginu. Bar það helst til tíðinda
í þessari keppni að engin skreyt-
ing á Selfossi þótti nógu falleg til
að hljóta verðlaun í ár heldur
valdi dómnefndin tvær skreyt-
ingar á Stokkseyri og eina á
Eyrarbakka.
Verðlaun fyrir best skreyttu
heimilin hlutu Anna Jósefsdóttir
og Ingibergur Magnússon, Lyng-
heiði, Stokkseyri, Andrea Gunn-
arsdóttir og Borgar Benedikts-
son, Eyrarbraut 14, Stokkseyri
og Sædís Ósk Harðardóttir og
Eggert Skúli Jóhannesson, Há-
eyrarvöllum 22 á Eyrarbakka.
Jólaskreytingakeppnin í Árborg
Verðlaunahafar búa allir
við ströndina
Stykkishólmi - Þrettándinn er í dag
og síðasti jólasveinninn heldur
heim á leið. Nokkrir jólasveinar
mætu á jólaballið í Stykkishólmi og
höfðu með sér kálf. Reyndar héldu
þeir að um ísbjörn væri að ræða, en
krakkarnir voru vissir um að svo
væri ekki og gátu leiðrétt misskiln-
inginn hjá jólasveinunum.
Jólasveinunum og kálfinum var
mjög vel tekið. Kálfurinn var gæfur
og gátu krakkarnir gengið að hon-
um og klappað. Efir að hafa gengið
í kringum jólatréð lögðu jólasvein-
arnir af stað heim og lofuðu að
koma kálfinum í góðar hendur hjá
bóndanum að Hraunhálsi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Jólasveinarnir sem heimsóttu jólaballið í Stykkishólmi komu með gest
með sér. Það var nýfæddur kálfur sem gerði mikla lukku.
Jólasveinar
mættu
með kálf
www.mbl.is