Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEiður Smári leikmaður mánaðarins/B2 Frakkar með skemmti- legt lið/B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r6. j a n ú a r ˜ 2 0 0 1 ÍSINN og kuldinn við Tjörnina í Reykjavík er farinn að þrengja verulega að fuglunum sem þar hafa vetursetu. Einkum eru það gæs- irnar sem nágrannar Tjarnarinnar og fuglavinir eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af. Þrjú ár eru liðin síðan borgaryfirvöld hættu að gefa fuglunum við Tjörnina brauð daglega og gefa aðeins þegar jarð- bönn eru, þ.e. snjór yfir öllu og hvergi gras að bíta. Jóhann Óli Hilmarsson fuglaáhugamaður sagði við Morgunblaðið að ástæða væri til þess fyrir borgaryfirvöld nú að taka upp daglegar brauðgjafir við Tjörn- ina. Hann sagði frekari ástæðu til að hafa áhyggjur af gæsum en önd- um, þær síðarnefndu hefðu fleiri möguleika á að bjarga sér en gæsir og svanir sem væru grasbítar. „Það var mjög skrítin ráðstöfun hjá borginni að hætta að gefa fugl- unum reglulega. Ég veit varla hvað réð því. Hvort þær þóttu skíta of mikið á gangstéttarnar veit ég ekki, nema þá að með þessu hafi átt að losna alveg við þær. En það hefur þá ekki virkað,“ sagði Jóhann Óli. Hann bætti því við að einnig mætti gefa fuglunum á fleiri stöðum í borginni og þá í minni skömmtum, t.d. í Vatnsmýrinni, á Miklatúni og annars staðar þar sem þeir söfn- uðust saman. Jóhann Óli sagði að gæsirnar í borginni, sem ekki færu úr landi yf- ir veturinn, væru afkomendur gæsa sem hefðu alist upp við Tjörnina. Þær treystu á brauðgjafirnar þegar illa viðraði eins og nú. Næra sig í Húsdýragarðinum Brauðgjafir til fuglanna við Tjörnina voru mældar á sínum tíma á vegum borgaryfirvalda og þá kom í ljós að þeir höfðu nóg að bíta og brenna um helgar en heldur minna virka daga. Að sögn Jóhanns Páls- sonar, garðyrkjustjóra Reykjavík- ur, er fuglunum gefið í Hús- dýragarðinum í Laugardal á hverjum morgni en við Tjörnina að- eins þegar jarðbönn eru. Búið væri að mæla hvað þeir þyrftu og þeim aðeins gefið þegar þörf væri á. Hann sagði fuglana við Tjörnina fljúga yfir í Laugardalinn þegar brauðmolunum væri dreift í Hús- dýragarðinum. Fuglaáhugamenn hafa áhyggjur af lífsviðurværi gæsa og annarra fugla við Tjörnina Borgin gefi á ný daglegt brauð Morgunblaðið/Kristinn Gæsir og aðrar fuglar á Tjörninni taka fagnandi hverjum brauðbita sem að þeim er réttur þessa köldu vetr- ardaga. Fuglavinir hvetja fólk til að gera sér ferð niður að Tjörn og gefa fuglunum brauðmeti. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að engin ástæða sé til að ætla að Íslendingar, sem starfað hafa í Bosníu og Kosovo, hafi veikst vegna hugsanlegrar úr- anmengunar á svæðinu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær íhugar ESB rannsókn á notkun á svonefndu rýrðu úrani í sprengjur sem flugher Atlantshafsbandalags- ins notaði á sínum tíma í Bosníu og Kosovo. Nú stendur yfir rannsókn á hugsanlegri blýmengun sem ís- lenskir lögreglumenn kunna að hafa orðið fyrir í Mitrovica á tíma- bilinu október 1999 til apríl 2000. Utanríkisráðherra segir að ráðu- neytið hafi fengið þær upplýsingar sem liggja fyrir um hugsanlega geislun frá úrani í sprengjum og málið verði síðan tekið fyrir í fasta- ráði Atlantshafsbandalagsins nk. þriðjudag. „Þá skýrist málið væntanlega. Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að það fari í fullkomna rannsókn. Að- alframkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins hefur lýst því yfir að gefnar verði allar upplýsingar um málið. Við teljum að engin ástæða sé til að ætla að okkar fólk hafi orðið fyrir sýkingu. Það er líkleg- ast að þessir hermenn hafi starfað við sérstök störf eins og hreinsun og leit sem urðu þess valdandi að þeir fengu þessa eitrun þótt það liggi í raun ekkert fyrir á þessari stundu hvaðan hún kemur,“ segir Halldór. Tugir Íslendinga hafa verið í Bosníu og Kosovo en utanríkisráð- herra segir ljóst að þótt þessi staða sé komin upp sé engin ástæða til þess að ætla að allir sem þarna hafa dvalið, verið gestkomandi eða íbúar landsins séu í hættu vegna þessa. Langlíklegast sé að hér sé um sérstök tilvik að ræða sem skýring verði að fást á. Fjórir íslenskir lögreglumenn hafa verið við störf í Kosovo. Tveir fóru utan í október 1999 og komu heim í apríl 2000 og þá fóru aðrir tveir utan og eru þar enn við störf. Björn Halldórsson hjá Ríkislög- reglustjóraembættinu, sem heldur utan um störf íslenskra lögreglu- manna í Kosovo, segir að ekki hafi verið hugað sérstaklega að þessu máli hjá embættinu. Hins vegar hafi embættið haft áhyggjur af blý- mengun meðal tveggja lögreglu- manna sem störfuðu í Mitrovica á tímabilinu október 1999 til apríl 2000. Rannsókn hefur nú verið hrundið af stað um hvort tveir lög- reglumenn hafi fengið blýeitrun sem ekki tengist sérstaklega skot- færum heldur almennri mengun á svæðinu. Björn segir að lögreglan sé í samstarfi við Dani hvað varðar friðargæsluliða og unnið verði að málinu í samvinnu við þá. Rannsókn á hugsanlegri blý- mengun í lögreglumönnum FÉLAG íslenskra leikskólakennara og launanefnd sveitarfélaga hafa samið um að framlengja viðræðuáætl- un um gerð nýs kjarasamnings til 29. janúar nk. Verði vinnu við gerð nýs kjarasamnings ekki lokið fyrir þann tíma verður málinu vísað til ríkis- sáttasemjara. Kjarasamningur leikskólakennara rann út um síðustu áramót. Samn- ingsaðilar hafa haldið átta samninga- fundi frá því viðræður hófust. Í yf- irlýsingu frá þeim segir að stefnt sé að því að funda þétt á næstu vikum og bjartsýni ríki um að takist að ljúka gerð nýs samnings fyrir 29. janúar. „Í viðræðum hingað til hafa aðilar rætt um stöðu leikskólans og mikil- vægi þess að hann þjóni sem best þörfum í samfélagi nútímans. Áhersla hefur verið lögð á umræðuna um fjöl- breytt og gott leikskólastarf fyrir öll börn, hagkvæmni í rekstri og þátt leikskólakennara og sveitarfélaga í að viðhalda þeirri góðu ímynd sem leik- skólinn hefur skapað sér. Stöðugleiki í starfsmannahaldi og starfsánægja eru þar mikilvæg hugtök. Vinnuhópar hafa verið að störfum og rætt um einstaka liði kröfugerðar leikskólakennara og skilað samninga- nefnd tillögum sínum,“ segir í yfirlýs- ingunni. Viðræðu- áætlun leikskóla- kennara framlengd RÚMLEGA 5.100 höfðu í gær- kvöldi skrifað sig á undirskrifta- lista á Netinu til stuðnings tvö- földun Reykjanesbrautar. Undirskriftasöfnunin hófst sl. miðvikudag á vegum Áhugahóps um tvöföldun Reykjanesbrautar og stendur fram til borgarafund- ar, sem boðaður er í Stapa 11. janúar nk. Markmið hópsins eru að tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett á vegaáætlun fyrir árin 2002–2006, að umhverfismati verði lokið árið 2001 og hönnun og framkvæmdir hefjist í síðasta lagi snemma árs 2002 og ljúki ekki síðar en árið 2004. Guðjón Vilhelms, sem er félagi í áhugahópnum, segir að menn séu ánægðir með undirtektir, ekki síst í ljósi þess að aðgangur að Netinu er almennt takmark- aður. Hann segir að hægt sé að skrifa undir yfirlýsinguna t.a.m. á heimasíðu Víkurfrétta, vf.is, og þar sést jafnframt hve margir hafa skráð sig. Hann segir að þar komi einnig fram að þátttaka sé dreifð yfir allt landið en ekki al- farið bundin við suðvesturlandið. Borgarafundurinn í Stapa verður kl. 20 fimmtudaginn 11. janúar. Áhugahópur um tvöföldun Reykjanesbrautar Rúmlega 5.100 hafa skrifað undir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.