Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 61 THE GO-BETWEENS er ein af þessum hljómsveitum sem erfitt er að skilja af hverju aldrei sló í gegn. Hún gaf út sex plötur á níunda ára- tugnum, hver annarri betri, fullar af melódískum popplögum þar sem mjúkar gítarlínur og smásögur úr hverdagslífinu ófust saman. Gagn- rýnendur héldu ekki vatni, en kaup- endur héldu að sér höndum. Þeir voru eins og óheppið fótboltalið sem sýnir hvern stórleikinn á fætur öðr- um en tekst bara aldrei að koma knettinum í netið. Robert Forster og Grant Mc- Lennan stofnuðu hljómsveitina árið 1978 í Brisbane, Ástralíu, innblásnir af pönki og póesíu. Þeir áttu m.a. eft- ir að hita upp fyrir Birthday Party og seinna á ferlinum fyrir REM en hærra reis frægð þeirra ei. Tónlist þeirra sór sig í ætt við breska ný- bylgjurokkið og Go-Betweens fluttu reyndar til fyrirheitna landsins, þ.e. Bretlands, og komust þar á samning. Smám saman hneigðust lögin meira í poppáttina, en þó alltaf með kjöt á beinunum. Þeir Robert Forster og Grant McLennan voru báðir skrif- aðir fyrir öllum lögum í sönnum Bítlaanda, en í raun skiptu þeir laga- smíðunum bróðurlega á milli sín. McLennan hafði einstakt lag á að semja grípandi laglínur við texta um sambönd á niðurleið, en Forster var meiri rokkari og tilraunaglaðari og textar hans hljómuðu eins og hann hefði skrifað þá á kaffihúsi í París. Þeir voru stundum aðeins of vel lesn- ir, skreyttu textana með bókmennta- legum vísunum hingað og þangað, en náðu oft skáldlegum hæðum í sögum sínum af venjulegu fólki í óvenjuleg- um aðstæðum. Ástin var þeim sér- staklega hugleikin, ekki síst á síð- ustu plötunni þeirra, 16 Lovers Lane, sem kom út árið 1988. Þá var baslið reyndar farið að segja til og félagarnir slitu samstarfinu og fóru hvor í sína sólóátt. En sólóverkefnin voru aldrei meira en bara ágæt, það vantaði einhvern neista án þessarar nettu samkeppni á milli þeirra tveggja. Árið 1997, í tilefni þess að gömlu plöturnar þeirra höfðu verið endur- útgefnar, komu The Go-Betweens saman aftur og spiluðu á nokkrum stöðum, m.a. á Hróarskeldu. Tón- leikarnir voru dæmigerðir fyrir allan þeirra feril: þeir fengu úthlutað versta tíma, kl. tvö á laugardegi minnir mig, það rigndi stanslaust yf- ir þessa 200 dyggu aðdáendur sem komu til að hlusta, og rafmagnið var alltaf að fara af svo þeir gátu ekki einu sinni klárað prógrammið. En snilldin skein samt í gegn. Og nú eru þeir komnir með nýja plötu, eftir 12 ára hlé. Lindy Morr- ison, einn flottasti trommari rokk- sögunnar, er horfin á braut, en þeim félögum til stuðnings eru kvensurn- ar úr Sleater-Kinney og Adele Pickvance sem hefur komið við sögu á sólóplötunum. The Friends of Rachel Worth var tekin upp á tveim- ur vikum og hljómar fersk og „spont- ant“ en hljóðblöndun mætti reyndar vera betri, svolítið loðið á köflum. Go-Betweens eltust aldrei við nýj- ustu strauma og stefnur, og gera ekki undantekningu á því nú, vísa fremur aftur til Velvet Underground og skyldra. Þeir notuðu oft óhefð- bundnari hljóðfæri (fiðlu, óbó, selló o.fl.) en hér er einfaldleikinn í fyr- irrúmi og lögin á lágstemmdum nót- um. Gítarar eru fremst í flokki og ein- staka píanó- og fiðlunótur fylla upp í pakkann. Lögin eru ljómandi melód- ísk og klassísk að uppbyggingu, og tvíeykið er í toppformi. McLennan kemur með hvert lagið á fætur öðru sem festist í hausnum; „Going Blind“ ætti að fá alla í félagsheimilinu út á gólfið og „Heart and Home“ á heima með bestu lögum hljómsveitarinnar („there’s ice around your heart, my home…“). Forster setur í rokkgírinn í „German Farmhouse“ og textinn um bjórdrykkju í Bæjaralandi er óborganlegur. Lögin hans eru samt heflaðri en oft áður, og hreinlega angurvær á köflum. Gott ef hann yrkir ekki einnig óð til Patti Smith í „When she sang about angels“. Eig- inlega hafa þeir félagar nálgast hvorn annan í lagasmíðum þannig að þessi plata virkar heilsteyptari en mörg fyrri verka Go-Betweens. Ein- faldleikinn í útsetningum, tilgerðar- leysið og það hvað lögin hanga vel saman, minnir einna helst á Liberty Belle and the Black Diamond Ex- press, meistarastykki sveitarinnar sem kom út 1986. Vinir Rakelar nær kannski ekki alveg í skottið á þeirri plötu en hún kemur samt gömlum aðdáenda þægilega á óvart. Þeir hafa greinilega munað eftir öllum gömlum trixum og bætt nýjum við. ERLENDAR P L Ö T U R Steinunn Haraldsdóttir fjallar um The Friends of Rachel Worth, endurkomuplötu The Go-Betweens.  Gömul trix og ný Hin ástralska Go-Betweens hefur starfað með hléum allt síðan 1978. Banvænar býflugur (Hell Swarm) S p e n n u m y n d ½ Leikstjóri: Tim Matheson. Handrit: Roderick og Bruce Taylor. Aðal- hlutverk: Boyd Kestner, Kathryn Morrison og Tim Matheson. (90 mín) Bandaríkin, 2000. Sam mynd- bönd. Bönnuð innan 16 ára. Á SJÖTTA áratugi aldarinnar varð vinsæl ákveðin tegund hrollvekna, sem lýsir því hvernig framandi verur þröngva sér inn í líkama fólks og taka hann yfir. Invasion of the Body Snatch- ers er líklegast frægasta dæmið um það, en myndir af þessu tagi hafa ver- ið gerðar á ýmsum gæðastigum allt fram til dagsins í dag. Banvænar býflugur er spennu- hrollvekja af verstu gerð, sem sækir óspart í þetta umfjöllunarefni og sull- ar því saman við fleiri þekkta hroll- vekjuþræði, eins og t.d. genafikt og vírusaógn. Þar segir frá mikilli hættu sem mannkyni stendur af líkamslaus- um geimverum sem taka sér bólfestu í líkama fólks. Ekki skánar það heldur þegar illu geimverurnar þróa ban- væna býflugutegund sem ætlað er að útrýma öllu fólki á jörðinni. Það er merkilegt hversu illa þessi mynd er gerð, en jú, það má hlæja að henni. MYNDBÖND Gamlar tuggur Ferð Alvins Straight (The Straight Story) D r a m a  Leikstjóri: David Lynch. Handrit: John Roach og Mary Sweeney. Að- alhlutverk: Richard Farnsworth, Sissy Spacek og Harry Dean Stan- ton. (111 mín) Bandaríkin/ Frakkland, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. BANDARÍSKI leikstjórinn Dav- id Lynch er þekktur fyrir flest ann- að en fjölskyldumyndir, hvað þá myndir sem dreift er af Disney-fyrir- tækinu. Hér hefur hann hins vegar aldeilis tekið stakkaskiptum frá síðustu mynd sinni, Lost Highway, þar sem grótesk sýn hans á skuggahlið- ar bandarísks millistéttarlífs náði tilraunakenndu hámarki. Ferð Alvins Straight er ljúf kvikmynd sem hentar öllum ald- urshópum og segir frá litlu ævintýri úr hversdaglífinu. Er þar um að ræða ferðalag sem roskinn maður leggur upp í til þess að heimsækja veikan bróður sinn í næsta fylki. Alvin hefur ekki ökuréttindi, né vill hann taka rútu, og því kýs hann að ferðast á gömlu sláttuvélinni sinni. Lynch tekst að gera þessa einföldu frásögn mjög áhugaverða, og býr til í kringum hana sjónræn áhrif sem bera hæfileikum hans fagurt vitni. Þá er leikurinn stórgóður, Richard Farnsworth heitinn leikur Alvin af jarðbundinni snilld, sem og aðrir á borð við Sissy Spacek. Síðan er allt- af tilbreyting að sjá persónur í bandarískri mynd sem líta út eins og venjulegt fólk og endurspegla þann veruleika sem þær eiga að til- heyra. Heiða Jóhannsdótt ir Ekið um á sláttuvél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.