Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 20
VIÐSKIPTI
20 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýárstilboð
10-50% afsláttur
Síðumúla 13 Sími 588 5108
Borðstofuborð
og stólar
Stakir stólar
Sófar
Tölvuborð
Sófaborð
Sjónvarpsborð
Hillusamstæður
og margt fleira
j
ill
l i
WESPER - umboðið
Sólheimum 26, 104 Reykjavík.
S. 553 4932, fax 581 4932,
GSM 898 9336.
352 CN 6235 k.cal./7 kw. 900 sn/mín. 220V 1F.
353 CN 8775 k.cal./10 kw. 900 sn/mín. 220V 1F.
Eru mjög hljóðlátir.
453 CN 20,727 k.cal./24 kw. 1.400 sn/mín. 380V 3F.*
453 CN 16,670 k.cal./19 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.*
503 CN 30,104 k.cal./35 kw. 1400 sn/mín. 380V 3F.*/a
503 CN 24,180 k.cal./28 kw. 900 sn/mín. 380V 3F.*/a
*/a Einn og sami blásarinn, en 2ja hraða.
352 CN/353 CN eru því sem næst hljóðlausir og
453 CN langt undir mörkum (53/46 dBA).
Allir WESPER-blásararnir eru með rörum úr
„Cubro Nickle“ blöndu sem er mikið sterkari en eir.
WESPER hitablásararnir
eru til í eftirtöldum stærðum:
MIÐAÐ við stöðu hagsveiflunnar,
útlitið í efnahagslífinu næsta árið og
horfur í rekstrarumhverfi fyrirtækja
ættu verðtryggð skuldabréf á núver-
andi verði að vera áhugaverður fjár-
festingarkostur, að því er fram kem-
ur í markaðsyfirliti Íslands-
banka-FBA.
„Ávöxtun á innlendum skulda-
bréfamarkaði var slök á nýliðnu ári.
Verðlækkun varð á markflokkum
lengri skuldabréfa en verð styttri
flokkanna hækkaði lítillega. Sé hins
vegar tekið tillit til verðbólgu var
ávöxtun allra flokkanna neikvæð.“
Stutt verðtryggð spariskírteini
hækkuðu mest
Eins og sést á grafinu sem sýnir
þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa
hækkaði krafa verðtryggðu flokk-
anna um 1-2%. Mest var hækkunin á
stuttum verðtryggðum spariskír-
teinum. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa
hækkaði um tvö og hálft prósentu-
stig en í þeirri hækkun felst einnig
aukið verðbólguálag.
Í markaðsyfirliti Íslandsbanka-
FBA kemur fram að eins og áður sé
útlit fyrir það að áhrif framboðs og
eftirspurnar á skuldabréfamarkaði
geri það að verkum að ekki sé að
vænta lækkunar ávöxtunarkröfunn-
ar til skemmri tíma. „Þeir þættir
sem helst gætu haft áhrif til lækk-
unar ávöxtunarkröfunnar á komandi
ári eru aukin skuldabréfakaup stofn-
fjárfesta og spákaupmanna (þ.m.t.
erlendra) og minni útgáfa húsbréfa,“
að því er fram kemur í markaðsyfir-
litinu.
Skuldabréf áhuga-
verð fjárfesting
!
" ! #
$ %&'( )
%&'( *
&+, -
&+, -
&+.
&+, )/ -
&+. )
%&'(
%&'+ )
!"#$
% &' " &
! "#$ %& ' ()*+ ',
()*+ ,
)-. ', ,, )-. '' ,', )-0 ' )-. ,', )-0 1 ()*+ , , Íslandsbanki-FBA hefur gengið frá
kaupum á Profile hugbúnaði frá
Mens Mentis hf.
Profile er sérhæfður hugbúnaður
til að halda utan um og greina rekstr-
arupplýsingar lögaðila og er m.a.
notað af Verðbréfaþingi Íslands.
Með samþættingu Profile-hug-
búnaðarins við Þingbrunnsþjónustu
Verðbréfaþings Íslands ætlar Ís-
landsbanki-FBA að ná fram auknu
hagræði og skilvirkari úrvinnslu
upplýsinga fyrir greiningardeild
bankans og ýmis útlánasvið hans, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Íslandsbanki-FBA með
nýjan greiningarbúnað
SÍMINN hefur samþykkt kauptil-
boð Byggingafélagsins Viðar ehf. í
hluta eignarlóðar Símans í Gufunesi,
Smárarima 1. Kaupverð eignarinnar
er 240 milljónir króna. Í almennu út-
boði vegna sölu landsins reyndist
ofangreint tilboð vera hagstæðast.
Fjarskiptaþjónustan í Gufunesi
hefur verið starfrækt frá því á
miðjum þriðja áratugnum og hefur
stærsti hluti landsins verið nýttur
undir möstur og viðtökuloftnet sem
tengjast rekstrinum.
Heildarstærð lóðarinnar er 11,7
hektarar en þar sem Fjarskiptaþjón-
ustan í Gufunesi verður starfrækt
áfram á núverandi stað mun Síminn
halda hluta lóðarinnar eftir, eða
5.700 fm, undir þá starfsemi og hugs-
anlega stækkunarmöguleika hennar.
Í frétt frá Símanum kemur fram
að landið liggur í miðju Borgarholt-
inu en þar sem deiliskipulag svæð-
isins liggur ekki fyrir er ekki hægt
með vissu að segja til um hvers kon-
ar byggð muni rísa þarna í framtíð-
inni. Á næstu dögum verður gengið
frá kaupsamningi vegna sölunnar og
í kjölfarið öðlast kaupandinn rétt til
að hefja vinnu við deiliskipulag
svæðisins í samráði við Borgarskipu-
lag Reykjavíkurborgar.
Hluti Gufuness seld-
ur á 240 milljónir
NÝJUM umsóknum um atvinnu-
leysisbætur í Bandaríkjunum fjölg-
aði mjög í síðustu viku og hafa þær
ekki verið fleiri í tvö ár. Þetta þykir
enn ein vísbendingin um samdrátt í
bandaríska hagkerfinu.
Nú þegar er orðið erfitt að fá störf
í sumum geirum atvinnulífsins, s.s.
við framleiðslu bifreiða og í smásölu-
verslun, og því er spáð að ástandið
muni enn versna. Talið er að jafnvel
megi búast við fjölmennum uppsögn-
um í þessum geirum enda eru yfir-
vofandi lokanir smásöluverslana og
tímabundnar lokanir verksmiðja
sem framleiða bifreiðar.
Tölur um atvinnuleysi í Banda-
ríkjunum í desember voru birtar í
gær og reyndust óbreyttar, eða 4%,
en þarlendir sérfræðingar höfðu
spáð lítillegri aukningu atvinnuleysis
í desember.
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum
Umsóknum um
atvinnuleysis-
bætur fjölgar