Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 29

Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 29 TESTÓSTERÓN-bætiefni kann er fram líða stundir að verða notað til að halda karlmönnum í formi, virk- um og hamingjusömum langt fram eftir aldri, rétt eins og estrógen hef- ur gefið konum nýtt líf eftir tíða- hvörf. Er þetta framtíðarspá lækn- isins Malcolms Carruthers. Frá 20 til 70 ára getur testóste- rónmagn í líkama karla minnkað um allt að 50%. Sífellt fleiri læknar telja þetta hliðstætt við tíðahvörf hjá kon- um. En hormónameðferð fyrir karl- menn er enn umdeild. Sumir vís- indamenn óttast að auka testósterón geti komið af stað blöðruhálskirtils- krabba og ólögleg notkun vaxtar- ræktarmanna og annars íþróttafólks á hormóninu hefur einnig svert ímynd þess. „Gott fyrir hjartað“ Carruthers, sem er sjálfstætt starfandi læknir í London, telur að ef vel er fylgst með testó- sterón-bætiefnagjöf geti hún verið jafnhættulaus fyrir karlmenn, sem þjást af skorti á hormóninu, og mörg önnur heilsubót. „Þetta er ekki ein- ungis hættulaust fyrir blöðruháls- kirtilinn, þetta er beinlínis gott fyrir hjartað og blóðrásarkerfið, kemur í veg fyrir beinþynningu og hefur mikið af þeim góðu áhrifum – þ. á m. að koma ef til vill í veg fyrir Alz- heimer – sem hormónameðferð hef- ur á konur.“ Carruthers hefur stofnað góð- gerðarfélag, The Andropause Soc- iety, til þess að rannsaka og veita stuðning rannsóknum á þessu sviði. Hann er enn fremur ráðgjafi vefset- ursins AndroScreen.com sem veitir upplýsingar um greiningu á testó- sterónskorti og möguleika á með- ferð. Þá vinnur hann að því að koma á laggirnar alþjóðlegu samstarfi lækna sem eru lærðir í meðferð á testósterónskorti. Sífellt fleira rennir stoðum undir þá hugmynd, að testósterón-bæti- efni fyrir menn sem hafa lítið af hormóninu geti styrkt bein, aukið vöðvamassa, bætt hugarstarfsemi og kynorku og unnið gegn þung- lyndi, að sögn dr. Natans Bar- Charmas, við Mt.Sinai-læknaskól- ann í New York. Bar-Charma segir þetta svið vera á byrjunarstigi. „Við erum líklega um það bil einum áratug á eftir rannsóknum á sviði tíðahvarfa,“ seg- ir hann en bætir við að líklegt sé að áhugi á þessu sviði muni aukast gíf- urlega á næstu fimm til tíu árum. Gel og plástrar Þótt langtímarannsóknum á hætt- um testósterón-bætiefna sé enn ekki lokið segir Bar-Charma að bráðabirgðaniðurstöður bendi ekki til þess að hættan á blöðruhálskirt- ilskrabba aukist. Ný testósterón-gel og -plástrar hafi gert meðferð hættuminni. Slíkar meðferðir auki testósterónmagn en ekki umfram það sem er líkamlega eðlilegt, líkt og pillu- og sprautumeðferð gæti gert. Bar-Charma og Carruthers eru sammála um að til að skera úr um hver muni njóta góðs af testósterón- meðferð þurfi að kanna bæði hor- mónamagn og einkenni. Magnið sé mismunandi eftir einstaklingum og að maður sem hafi eðlilegt magn kunni að hafa skortseinkenni. Meðal þeirra eru þunglyndi, minnkaður áhugi á kynlífi, versnandi hugar- starfsemi, beinþynning og minni vöðvastyrkur, að því er Carruthers segir. Margir þættir vegnir Til þess að ákvarða hvort einstaklingur þurfi á auknu testó- steróni að halda þurfi að vega og meta marga þætti, þ. á m. hlutfallið á milli vöðva og fitu, beinþéttni, hug- arstarfsemi og kynlífsiðkan, segir dr. Natan Bar- Charma. Þau áhrif testósteróns að auka vöðva og minnka fitu séu ekki aðeins útlitslega til bóta, segir hann, heldur geti þetta unnið gegn hægfara hjartasjúkdómum. Hvatt til „testósterón- byltingar“ meðal eldri karlmanna Associated Press New York. Reuters. Miðaldra og í fullu fjöri. Rétt eins og estrógen hefur hjálpað mörgum konum eftir tíðahvörf kann testósterón að bæta líðan karla. TENGLAR ..................................................... The Andropause Society: www.AndroScreen.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.