Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra opnaði í gær skilavef veiði- stjóraembættisins á Akureyri með því að senda um 3.700 veiðikort- höfum lykilorð í tölvupósti. Þetta markar tímamót í sögu veiðikorta- kerfisins því þessir veiðikorthafar geta síðan skilað veiðiskýrslum og sótt um nýtt veiðikort algerlega rafrænt. Umhverfisráðherra lýsti yfir ánægju með þetta framtak og sagði að með þessu væri verið að bæta þjónustuna og gera hana vistvænni, auk þess sem skil á upplýsingum yrðu betri. Að sögn Áka Ármanns Jónssonar veiðistjóra er skilavefurinn í fimm auðveldum skrefum og það tekur í mesta lagi nokkrar mínútur að fara í gegnum skila- og umsóknaferlið. „Við reyndum að hafa ferlið einfalt og fjótlegt svo að vefurinn anni um- ferðinni. Vonir eru bundnar við að helmingur allra veiðikorthafa skili skýrslu og sæki um nýtt veiðikort á Netinu. Veiðikorthafar sem fá veiðiskýrsluna senda heim í pósti geta líka skilað skýrslunni á Netinu og sótt um nýtt veiðikort en lyk- ilorð er prentað framan á veiði- skýrsluna,“ segir Áki Ármann. Hugmyndin með skilavefnum er að minnka pappírsflóðið sem fylgir núverandi kerfi. Það sparar prent- un á veiðiskýrslum og umslögum, póstburðargjöld og innslátt bæði á skýrslum og umsóknum. Að sögn Áka Ármanns er ekki vanþörf á, því veiðikorthöfum hefur fjölgað um 5.500 á fimm árum, úr 11.000 í 16.500 með tilheyrandi kostnaðar- hækkunum. Umhverfisráðherra opnaði skilavef veiðistjóraembættisins Tímamót í sögu veiðikortakerfisins Morgunblaðið/Kristján Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnar skilavef veiðistjóraemb- ættisins. Við hlið hennar stendur Áki Ármann Jónsson veiðistjóri. ÞRÍR félagar í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri skoðuðu neyð- arskýli á Öxnadalsheiði á ferð sinni þar um í gær. Eins og fram kom Morgunblaðinu á sunnudag voru unnar skemmdir á skýlinu, ytri hurðin m.a. tekin af hjörum og not- uð sem skotskífa fyrir haglabyssu. Einnig hefði dósamatur verið tekin úr skýlinu og notaður sem skot- mark. Gunnlaugur Búi Ólafsson einn þremenningana sagði að þeir félag- ar hefðu hengt hurðina á hjarir aft- ur en hún er nokkuð illa útleikin eins og sést á myndinni. Gunn- laugur Búi sagði alveg ótrúlegt hvernig gengið væri um þessi neyð- arskýli, sem eiga að vera fólki til öryggis. Hann hefur áður orðið vitni af því að skemmdarverk hafi verið unnin á neyðarskýlum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi Ytri hurðin á neyðarskýlinu á Öxnadalsheiði komin á sinn stað en hún er mikið skemmd og m.a. var skotið í gegnum hana með haglabyssu. Skemmd- ir unnar á neyðar- skýli BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri hafa ákveðið að skera niður fjárveit- ingar til handverks- og tómstunda- miðstöðvarinnar Punktsins um tæp- ar 3 milljónir króna milli ára. Að sögn Kristbjargar Magnadóttur, for- stöðukonu Punktsins, þarf að mæta þessum niðurskurði m.a. með því að loka starfseminni hálfan daginn, hækka gjald á kvöldnámskeiðum og fækka stöðugildum. Nú eru þar 4,5 stöðugildi en ekki er þó gert ráð fyrir að þessar breyt- ingar komi til framkvæmda fyrr en í vor. Punkturinn hefur notið vin- sælda meðal bæjarbúa en einnig hafa erlendir ferðamenn nýtt sér að- stöðuna og látið vel af, að sögn Krist- bjargar. Hún sagði að á síðasta ári hefðu um 70 manns að meðaltali nýtt sér aðstöðu Punktsins daglega. Á fjárhagsáætlun síðasta árs voru áætlaðar tæplega 11 milljónir króna til Punktsins en rúmar 8 milljónir króna í ár. Kristbjörg sagði að launa- og húsnæðiskostnaður væri lang- stærsti liðurinn í starfseminni. Punkturinn heyrir nú undir íþrótta- og tómstundaráð og voru málefni hans til umræðu á fundi ÍTA í síðasta mánuði. Þar var m.a. bókað að ráðið hafði móttekið áskorun, undirritaða af 101 einstaklingi, þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að skerða hvorki nú kljúfa í sundur þá starfsemi sem fram fer í Punktinum. Starfsemin öllum opin Meirihluti íþrótta- og tómstunda- ráðs lagði til breyttan afgreiðslutíma Punktsins, þannig að eftir 1. maí í vor verði opið virka daga frá kl. 13– 17. Jafnframt verði tekin upp gjald- taka fyrir afnot af stærri tækjum eins og vefstólum. Handverks- og tómstundamið- stöðin hefur verið starfrækt í um sjö ár en hún var stofnuð þegar miklir erfiðleikar voru í atvinnulífi á Akur- eyri og var í upphafi verið að horfa til fólks sem missti atvinnu sína á þeim tíma. Punkturinn hefur þó alla tíð verið öllum opinn og er það enn í dag. Fyrir tæpum tveimur árum var starfsemin flutt frá Gleráreyrum í Listagilið, í húsnæði fyrir ofan Lista- safnið. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að starfsemin yrði þar í að minnsta kosti fimm ár og að gefnu tilefni lagði ÍTA á það áherslu á fundi sínum að staðið yrði við það fyrirkomulag. Akureyringar verði í fararbroddi Kristbjörg sagði að eftir að Punkt- urinn missti húsnæðið á Gleráreyr- um hefði hafist barátta fyrir því að finna nýtt húsnæði en að lokum var flutt í Listagilið. Hún sagðist gera sér fulla grein fyrir því að húsnæðið væri eyrnamerkt Listasafninu og að safnið fengi það til umráða en þó væri nauðsynlegt að Punkturinn fengi að vera þar áfram eins og um var samið fyrir tæpum tveimur ár- um. Kristbjörg sagði jafnframt að á hverju ári hefði þurrft að berjast fyr- ir því að halda starfseminni gang- andi. Til stóð að skipta Punktinum upp og reka starfsemina á tveimur stöð- um í bænum en Kristbjörg sagði að slíkur gjörningur hefði gengið af starfseminni dauðri. Hún sagði að bæjarbúar hefðu byggt þessa starf- semi upp og lagt fjölmörg tæki og tól til. Akureyringar ættu því að vera í fararbroddi varðandi gott handverk og bæjaryfirvöld ættu að leggja metnað sinn í að svo gæti orðið. Að minnsta kosti væri vinsælt af bæj- aryfirvöldum að sýna gestum starf- semina á hátíðarstundum. Stöðugt hefur verið unnið að því að auka fjölbreytnina í starfseminni. Á næstunni verður farið af stað með útskurðarnámskeið, þar sem nem- endur læra að skera út sitt eigið brauðmót. Með því er verið að end- urvekja gamla heimilisiðnaðarhefð, en hér áður fyrr bökuðu konur brauð sem var skreytt ýmiss konar mynstrum sem fengust á brauðin með því að fletja deigið út á þjöl sem skorið hafði verði út í mynstur og texti í spegilskrift. Fjárveitingar til Punktsins á Akureyri skornar niður Draga þarf úr starfseminni SKÍÐASVÆÐI Húsvíkinga hafa verið opin undanfarna daga, lyfturnar eru tvær; önn- ur í Skálamel og hin í Stöllum. Ungir sem aldnir skíðamenn hafa notað sér þetta óspart og aðsókn verið góð og veðrið ekki spillt fyrir. Lyftan í Skálamel er aðeins steinsnar frá skólum bæjarins og um leið og skóla lýkur flykkist ungviðið í Melinn. Það lítur út fyrir hlýnandi veður er líða tekur á vikuna. Því er best að nota þessa daga sem gefast til að renna sér á skíðum og eða brettum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Elsa Dóra Ómarsdóttir er ein þeirra sem skíðað hefur undanfarna daga. Húsvík- ingar skemmta sér á skíðum Húsavík. Morgunblaðið. TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á neðri hæð í tveggja hæða steinhúsi við Laugagötu á Akureyri er eldur kom þar upp eftir hádegi í gær. Er Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn lagði reyk út um glugga í svefnher- bergi og logaði eldur þar inni. Húsið var mannlaust og greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu í svefnherberginu. Reykur fór víðar um neðri hæðina og aðeins varð vart við reyk á efri hæð hússins en slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Að sögn Daníels Snorrasonar, lög- reglufulltrúa hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, eru allar líkur á að eldur hafi kviknað út frá kerti sem gleymst hafði að slökkva á. Morgunblaðið/Kristján Töluverðan reyk lagði út um glugga í kjallara hússins er slökkviliðsmenn komu á staðinn. Eldur logaði í svefnher- berginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.