Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKEMMDARVERK hafa verið unnin í Húsaskóla í Grafarvogi að undanförnu. Um jólin voru brotnar fjölmargar rúður í skólanum, kveikt var í ruslageymslu skólans á föstu- daginn og í fyrradag var öflug sprengja sprengd á klósetti skólans og splundraðist eitt klósettið en eng- an sakaði. Einar Ásbjörnsson, rannsóknar- lögreglumaður í Grafarvogi, segir að hluti rúðubrotanna sé upplýstur en rannsókn standi þó enn yfir. Skemmdarverk í Húsaskóla HAFSTEINN Jóhannsson, skip- stjóri á Eldingunni, sem ásamt sjö öðrum lagði upp í siglingu í kjöl- far Leifs heppna, Bjarna Herjólfs- sonar og fleiri landkönnuða til „Vínlands hins góða“ síðasta sum- ar hefur nú vetursetu á Íslandi. Hann hyggur á aðra siglingu á slóðir víkinga, að þessu sinni í austurátt. Í vor hyggst Hafsteinn stjórna þriggja mánaða leiðangri frá Ís- landi til Írlands og Skotlands, með viðkomu í Færeyjum og Suður- eyjum, Orkneyjum og Hjaltlandi. Frá Bretlandseyjum fara þeir um Ermarsund til Þýskalands og um Kílarskurðinn yfir á Eystrasalt og enda svo ferðina í Noregi. „Við ætlum að loka hringnum og fara aftur heim eins og víkingarnir,“ segir Hafsteinn. Hann segist lengi hafa haft áhuga á að kanna þær leiðir sem forfeður Íslendinga sigldu fyrir um þúsund árum. Ferðin til Vín- lands hafi enn eflt áhugann og jafnframt staðfest að þær frá- sagnir sem til eru af ferðum nor- rænna manna til Ameríku eru á rökum reistar. Á siglingunni höfðu þeir „Vínlandsgátuna“, bók Páls Bergþórssonar, fyrrverandi Veðurstofustjóra, til hliðsjónar. „Hefðum við ekki haft kort og siglingatæki hefðum við hagað okkar nákvæmlega eins og víking- arnir,“ segir Hafsteinn. „Við hefð- um farið sömu leið ef við hefðum ekki vitað hvað var framundan. Ef þú hefur land á stjórnborða þá fylgir þú því en sjáirðu land á bakborða þá ferðu yfir. Annars ertu á leið inn fjörð,“ segir Haf- steinn. Þessi aðferð bar landkönn- uðina forðum að ströndum Am- eríku. „Þetta passar allt eins og hnefi í hanska,“ segir Hafsteinn. Vínlandsferð Eldingar hófst sl. vor fyrir sunnan Björgvin í Nor- egi þar sem Hafsteinn er búsett- ur. Höfð var viðkoma í Færeyjum og á Hjaltlandi. Frá Íslandi var lagt af stað áleiðis til Grænlands 4. júlí. Leiðangursmenn höfðu hvorki gervihnattasíma né önnur langdræg fjarskiptatæki , en tóku upp þann sið á siglingu að kasta daglega út flöskuskeyti með kveðju frá áhöfninni og upplýs- ingum úr dagbók. Voru það eink- um upplýsingar um staðsetningu og hvernig miðaði. Eitt svar hefur borist, frá Emm- anuel Fournier, sem búsettur er í þorpinu Grande-Vallée á Gaspé- skaga við sunnanverðan Lárens- flóa. Skeytinu var kastað út við eyna Anticosti sem leiðang- ursmenn nefndu reyndar Pálsey eftir Páli Bergþórssyni. Upphaflega voru átta manns í áhöfn Eldingar, sex Íslendingar, Færeyingur og Norðmaður. Þeir sem sigldu Eldingunni til Vest- urheims frá Grænlandi voru auk Hafsteins þeir Rúnar H. Sigdórs- son, leiðangursstjóri, Valdemar I. Sigurjónsson, Viktor Sigurðsson, Ármann Dan Árnason og Daniel Røyrvik. Á Grænlandi fóru tveir frá borði sem sigldu með frá Ís- landi; Gunnlaugur Melsted og Ax- el Skaubo. Ármann og Viktor þurftu einnig að snúa heim áður en að heimsiglingu kom. Þeir fjór- ir sem eftir voru sigldu skútunni aftur heim til Íslands frá St. John’s á Nýfundnalandi. Leiðang- ursmenn borguðu fyrir ferðina úr eigin vasa en fengu styrk frá nokkrum fyrirtækjum sem fólst í afslætti á vörum. Hafsteinn lauk við smíði segl- skútunnar Eldingar sem er 62 fet fyrir rúmum áratug. Árið 1991 sigldi hann henni einsamall hring- inn í kringum hnöttinn og tók aldrei land þá átta mánuði sem ferðin stóð. Samtals hefur Elding- unni verið siglt um 58.000 sjómíl- ur, sem er rúmlega tvöfalt ummál jarðarinnar. Samanlögð sigl- ingaleið Eldingarinnar í sumar var um 7.000 sjómílur eða um 13.000 km. Hafsteinn kveðst munu halda áfram að sigla á meðan heilsa leyfir. „Og það er sem betur fer ekki útlit fyrir að hún sé að gefa sig,“ segir Hafsteinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafsteinn Jóhannsson hefur siglt á seglskútunni Eldingu vegalengd sem samsvarar tvöföldu ummáli jarðar. Hafsteinn á Eldingu lokar hringnum BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hefur samþykkt að veita rekstraraðilum Herjólfs leyfi fyrir vínveitingum um borð í skipinu. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir bæjarstjórn hafa samþykkt um- sóknina um léttvínsleyfi naumlega með fjórum atkvæðum gegn þrem- ur. Leyfið er veitt með fyrirvara um samþykki Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. „Ég lít þannig á að samþykki þessir aðilar leyfið sé málið komið í örugga höfn. Við teljum þetta að- eins eðlilegan farveg í þeirri þróun sem orðið hefur í samgöngumálum hér á landi. Flugvöllurinn hér í Eyj- um og Reykjavíkurflugvöllur eru t.d. báðir með áfengisleyfi svo þetta er aðeins í ætt við auknar kröfur viðskiptavina um þjónustu á ferða- lögum,“ sagði Guðjón. Spurður hvort gerðar yrðu kröfur um aukna gæslu um borð í Herjólfi í kjölfar áfengisveitinga sagði hann það eiga eftir að koma í ljós en farið yrði eft- ir öllum tilmælum frá Siglingastofn- un. Á fundi bæjarstjórnar var einnig samþykkt að veita leyfi fyrir frekari útvíkkun á starfsemi ferjunnar þar sem kvöldsiglingar, almennt skemmtanahald og ýmsar aðrar uppákomur gætu orðið liður í rekstrinum. „Þetta eru hugmyndir sem verið er að vinna að og menn eru að meta stöðuna og þreifa sig áfram. Nú er tíðin róleg í ferðamennsku en við gætum séð fram á skemmtilegar nýjungar þegar á vordögum,“ sagði Guðjón og kvaðst telja aukna fjöl- breytni eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á bæjarbrag Eyjanna. Samskip tóku við rekstri Herjólfs um áramótin. Vínveiting- ar um borð í Herjólfi BORGARSTJÓRI hefur ráðið Önnu Kristínu Ólafsdóttur aðstoð- arkonu sína frá og með 1. mars nk. Anna Kristín hefur verið búsett í Bandaríkjunum sl. 5 ár en hún lauk meistaraprófi (MPA) í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun frá La Follette School of Public Affairs, við Háskólann í Wisconsin í Madis- on, í maí á síðasta ári. Í frétt frá skrifstofu borgarstjóra segir að Anna Kristín hafi gegnt starfi sér- fræðings hjá ríkisendurskoðun Wisconsinþings síðan hún lauk námi og m.a. athugað hvernig stefnu þingsins í ýmsum málaflokk- um er framfylgt og metið leiðir til úrbóta. Á árunum 1990-1996 var hún aðstoðarstjórnmálafulltrúi við sendiráð Bandaríkjanna í Reykja- vík. Anna Kristín Ólafsdóttir er fædd árið 1966. Hún er gift Sigurði Böðvarssyni, krabbameinslækni og eiga þau þrjú börn. Kristín A. Árnadóttir sem verið hefur aðstoðarkona borgarstjóra frá 1994, að einu ári undanskildu, tekur við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykja- víkurborgar þann 1. febrúar. Ráðin aðstoð- arkona borgarstjóra MINNINGARSTUND um Sturlu Þór Friðriksson, sem lést að morgni nýársdags af völdum áverka sem hann hlaut í flug- slysi í Skerjafirði hinn 7. ágúst sl., var haldin í félagsmiðstöð- inni Frostaskjóli í Vesturbæn- um í gærkvöldi. Minningarstundin var haldin að frumkvæði vina Sturlu en hann tók virkan þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar og var m.a. formaður unglingaráðs 1998–1999. Guðrún Kaldal, for- stöðukona Frostaskjóls, telur að um 130 manns hafi komið í Frostaskjól til að minnast Sturlu. Sturla verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Minningar- stund í Frostaskjóli UMHVERFISRÁÐHERRA hefur úrskurðað að ekki þurfi lögformlegt umhverfismat vegna fyrirhugaðra tilraunaborana við Trölladyngju og eru boranir þar um það bil að hefjast. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði í samtali við Morg- unblaðið að búið væri að leggja slóða að borstaðnum og útbúa borplan. Höggbor væri kominn á staðinn, en ekki væri byrjað að bora með honum ennþá. Bora þyrfti fyrstu 70-80 metrana með höggbor áður en hægt væri að hefja boranir með stóra bornum, sem bora ætti niður á um tvö þúsund metra dýpi. Sá bor væri nú í Svartsengi og væri komin niður á 500 metra dýpi af um 2.000 metra holu sem fyrirhugað væri að bora þar. Gert væri ráð fyrir að það tæki 6-8 vikur að ljúka við borun á þeirri borholu, en eftir það færi borinn upp í Trölladyngju og hæfi boranir þar. Borun lokið í maímánuði Júlíus sagði að fyrirhugað væri að bora í Trölladyngju niður á 1.800- 2.000 metra dýpi. Um væri að ræða rannsóknarholu og ef allt gengi þokkalega ætti borun holunnar að geta lokið einhvern tíma í maí- mánuði. Borun fer fram á vegum Jarðlind- ar, sem er samstarfsverkefni Hita- veitu Suðurnesja, Rafveitu Hafnar- fjarðar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Kópavogs, Bessastaða- hrepps og Jarðborana. Júlíus sagði aðspurður að með borun holunnar væri verið að huga að möguleikum á raforkufram- leiðslu, til iðnaðar, hvort sem væri í Straumsvík eða Keilisnesi eftir at- vikum, og síðan hitaveitu ef samn- ingar gengju þannig að það þætti hagkvæmt fyrir alla aðila. Fyrsta skrefið væri hins vegar að kortleggja hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Borun að hefjast við Trölladyngju ÖKUMAÐUR vélsleða slasaðist töluvert eftir árekstur við bifreið á Súluvegi ofan Akureyrar í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri virðist sem ökumaður vélsleðans hafi ekið á röngum vegarhelmingi á leið upp eftir veginum. Ökumaður bifreiðar- innar sem kom á móti varð ferða vélsleðans ekki var fyrr en um sein- an, en skyggni var takmarkað þeg- ar atburðurinn átti sér stað. Morgunblaðið/Kristján Ökumaður vélsleða slasaðist ♦♦♦ ♦♦♦ ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar slapp ómeiddur þegar bifreið valt út af Vesturlandsvegi í Norðurárdal í Borgarfjarðarsýslu rétt fyrir klukk- an sex í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi má að öllum líkindum rekja óhappið til hálku. Bíllinn var fluttur á brott með kranabíl en hann var töluvert mikið skemmdur. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Bílvelta í Norður- árdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.