Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 45 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lát Jósefs Sigur- valdasonar 25. október sl. batt enda á nálega 40 ára vináttu okkar. Hún hófst á minnisstæðan hátt á minnisstæðum stað. Hinn 10. sept. 1962 náðum við, tveir háskóla- nemendur frá Suður-Þýskalandi, að skálanum á Hveravöllum. Sá draum- ur hafði ræst að líta íslenska hálendið milli jökla eigin augum. Við höfðum ráðgert að eyða nokkrum nóttum í skálanum til að skoða okkur um á Hvervöllum og í nágrenninu. Eftir það ætluðum við að fara fótgangandi þvert yfir Auðkúluheiði og niður í Blöndudal. En veðrið var mjög slæmt, hvass vindur, snjókoma og talsvert frost. Um kvöldið birtist hópur ríðandi gangnamanna frá Svínadals- og Torfalækjarhreppi. Jósef var gangnastjóri. Þeir gerðu okkur strax ljóst að það væri óráðlegt að hefja slíka göngu við þessar veðuraðstæð- ur. Þeir stungu upp á því að við skyld- um slást í för með þeim. Þannig gæt- um við upplifað göngur á Auðkúluheiði og værum í öruggum höndum. Á næstu dögum sýndi há- lendið á sér áfram hráslagalegar hlið- ar. Boðflennum eins og okkur var þessi heimur íslenskra bænda með öllu ókunnur: þetta nöturlega veður, þessar þaulhugsuðu aðferðir við að reka féð á hestbaki, hinar frumstæðu gistingar í moldarkofum eða tjöldum, maturinn úr hrásmíðuðum tré- kistum. Sönginn á kvöldin endurguldum við með því að syngja ljóð frá heima- slóðum okkar við gítarundirleik. Okkur voru fengnir hestar – að vísu án hnakka – og það varð til þess, að við gátum tekið þátt í rekstrinum. Samskiptin við þessa vingjarnlegu gangnamenn að norðan veitti okkur ómetanlega innsýn í sveitalífið á Ís- landi eins og það var. Það var há- punktur ævintýrisins að koma niður af heiði í Auðkúlurétt með 12.000 fjár. Þar með var grunnurinn lagður að samskiptunum við fólk á Íslandi, sem áttu ekki eftir að rofna. Á næstu ár- um urðu bæirnir Stóridalur við Svínavatn og Eiðsstaðir í Blöndudal, þar sem Jósef bjó, sumardvalastaðir mínir, þar sem ég sökkti mér niður í íslenska tungu og bændamenningu. Jósef sagði mér frá bernskuárum sín- um á Gafli í nágrenni Rútstaða í Svínadal, og hinu erfiða lífi barn- margrar fjölskyldu þar. Þegar fjöl- skylda Jósefs yfirgaf Gafl fór sá bær í eyði. Kynni mín af sveitinni og íbúum hennar höfðu mikil áhrif á nám mitt, en leiddi ekki síst til náinna vináttu- sambanda. Sumarið 1963 vann ég á Stóradal hjá Jóni Jónssyni, sem lést um aldur fram, og konu hans, Guð- finnu (Stellu) Einarsdóttur, sumarið JÓSEF SIGURVALDASON ✝ Jósef Sigur-valdason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 25. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Svínavatnskirkju 4. nóvember. 1964 var ég á bænum hjá bræðrunum Jósef og Hallgrími Sigur- valdasonum. Bæirnir Eiðsstaðir og Stóridal- ur urðu smám saman einhvers konar átthag- ar mínir á Íslandi. Ég tók þátt í hinum dag- legu störfum og lærði t.d. að beita hrífu – snúningstæki voru varla til. Á Eiðsstöðum var heyinu ennþá hlaðið upp undir beru lofti. Nálægðin við víðernin í suðri upp til jökla fannst mér sérstaklega áhrifamikil. Undir leiðsögn Jósefs tók ég þátt í að rýja féð áður en það var rekið upp á afréttir. Jósef kenndi mér að veiða silung í net í Gilsvatni. Gilsá hafði verið brúuð og við það bötnuðu loks- ins samgöngur við nágrannana í vest- anverðum Blöndudal. Margt á bæ Jósefs var með hefðbundnum hætti. Menn lifðu á sauðfjár- og hestarækt. Traktorinn var eina farartækið. Fyrir mig, stórborgarbarnið, urðu göngur og réttir við Svínavatn að ár- legum hápunktum í lífi mínu, sem rann annars í allt öðrum farvegi: í yf- irfullum fyrirlestrasölum og á bóka- söfnum í Erlangen, í mannhafi stór- borgarinnar Nürnberg. Með Jósef fór ég ríðandi að eyðibýlinu Þröm, innst í Blöndudal, reið upp á Þram- arhaug með óviðjafnanlegri jöklasýn. Við riðum líka saman yfir Selsbungu til vinanna í Stóradal. Ógleymanleg var sú náttúruupplifun er ég rak féð með þeim bræðrum Hallgrími og Jósef frá Auðkúlurétt inn Sléttárdal og yfir Selsbungu til Eiðsstaða. En jafnvel þegar orðaforði minn hafði eitthvað aukist, var það ekki beinlínis orðaflaumur sem einkenndi sam- skipti mín, aðkomumanns frá Bæj- aralandi, og Eiðsstaðabræðra. Eftir að ég hafði haft stutta viðdvöl á Eiðs- stöðum sumarið 1967 á leið minni til Akureyrar, þar sem ég ætlaði að vinna fyrir mér á línubáti, fór Jósef með mig á nýja jeppanum sínum í Bólstaðarhlíð. Er við kvöddumst þrýsti hann peningum í hönd mér án þess að segja orð. Sennilega hefur honum fundist að ég gæti ekki haldið svona févana áfram. Sú nærfærni og vinátta snart mig djúpt, og því hef ég aldrei gleymt. Á árunum 1974–79 bjó ég með fjöl- skyldu minni í Reykjavík og starfaði þar sem þýskur sendikennari við Há- skóla Íslands. Hversu hart sem við lögðum að Jósef að heimsækja okkur í höfuðstaðnum, þá var hann aldrei fáanlegur til þess. En við hittumst oft fyrir norðan. Jósef studdi mig ötul- lega við rannsóknir mínar á íslensk- um seljabúskap. Við riðum saman um nágrennið og Jósef vísaði mér á rúst- ir gamalla selja sem ég tók myndir af með það að markmiði að grafast fyrir um sögu þeirra í gömlum heimildum. Doktorsritgerð mín fjallaði svo um „Sögu íslensks seljabúskapar frá landnámsöld“, og var gefin út í bók- arformi í Noregi árið 1979. Eftir að við höfðum yfirgefið Ís- land og sest að í Volda í Vesturnoregi rofnaði aldrei sambandið við Eiðs- staði. Þó að ferðum okkar til hins fjarlæga eylands fækkaði skiptumst við reglulega á bréfum. Við glödd- umst mikið þegar Jósef fyrir fimm árum ákvað óvænt – þá 80 ára gamall – að heimsækja okkur í Noregi, í för með Stellu frá Stóradal. Nú gat ég loksins endurgoldið vináttu og gest- risni. Jósef var mjög hrifinn af að sjá og finna skyldleikann milli íslensku og norsku sem ekki síst kemur fram í vestnorskum mállýskum og örnefn- um. Við heimsóttum bændabýli í ná- grenninu, könnuðum fjós, geitarhús og timburvinnslu í skógunum. Við sigldum meira að segja saman á segl- skútu minni um norsku firðina. Hinn 80 ára gamli Húnvetningur hikaði ekki við að fara í útreiðartúr á ís- lenskum hestum um nágrenni Volda. Ef til vill var það í síðasta sinn sem hann sat í hnakk, hann sem hafði eytt stórum hluta ævinnar á hestbaki. Þetta varð hans fyrsta og síðasta ferð til útlanda. Á næstu árum minntist hann í bréfum sínum aftur og aftur þessarar ferðar, hversu mikið hann hefði notið hennar. Þótt aldurinn færðist yfir hann og hann flytti að lokum á Héraðshælið á Blönduósi hélst samband okkar áfram, símleiðis eða með bréfum. Á Héraðshælinu lést hann nú í október árið 2000. Hóg- værðar hans og vinsemdar, hjálpsemi hans og dugnaðar sem bóndi hefur verið minnst í öðrum minningar- greinum. Mér sem útlendingi gaf hann auk þess eitthvað sérstakt: djúpt innsæi í Ísland eins og það var. Sem fulltrúi þess sveitalífs og þeirra lifnaðarhátta sem tíðkuðust á af- skekktum bæ á Norðurlandi lauk hann upp fyrir mér heimi, sem heill- aði mig. Í gegnum bækur einar hefði sá heimur aldrei opnast mér. Undr- ast hef ég æ og fyllst þakklæti fyrir það hvernig hann tók á móti mér, manni með allt annað baksvið og ann- að lífsviðhorf. Hann hafði einmitt það til að bera sem okkur flestöll skortir svo oft: höfðingsskap, langlund og fróðleiks- fýsn gagnvart öllu sem er framandi og óþekkt. Ef ég ætti að láta í ljós tilfinningar mínar í garð Jósefs með einu orði þá er það þakklæti fyrir það að mér leyfðist að kalla hann vin minn. Lát hans skilur eftir sorglegt tómarúm í lífi mínu. Dr. philos. Egon Hitzler Deutsches Institut Högskole í Volda (Noregi). ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina                    !"  $% &! ' !" ($ $%  $% $ ) !" $ " % " *                !  "  #$ % & ! "#$%&                 ! "#   "$$%    !  " # $ %  &            ! " ! #   %&  %''( #  )     !!" " #$ %&' " !!" (               ! "#           $#  % &&  '  &( )" *& ' ++, '$ +++,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.