Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um hálfan milljarð króna í desember og nam 34,2 millj- örðum króna í lok mánaðarins (jafn- virði 405 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu geng- isskráningar, lækkaði í mánuðinum um 1%. Grunnfé bankans jókst um 6,9 milljarða króna í mánuðinum og nam 32,3 milljörðum króna í lok hans. Á árinu í heild dróst grunnfé bankans saman um 3,8 milljarða króna, að því er fram kemur í frétt frá Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn seldi gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir hálfan millj- arð króna í mánuðinum. Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um fjögur hundruð milljónir króna í mánuðinum og námu 15,8 milljörð- um króna í desemberlok. Markaðs- skráð verðbréf í eigu bankans námu 6,5 milljörðum króna í desemberlok miðað við markaðsverð og höfðu dregist saman um sex hundruð millj- ónir króna í mánuðinum. Markaðs- skráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 3,7 milljörðum króna í lok desember. Kröfur Seðlabank- ans á innlánsstofnanir jukust um 10,4 milljarða króna í desember og námu 39 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir jukust um 0,9 millj- arða króna í mánuðinum og voru 13,1 milljarður króna í lok hans. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir minnkuðu um 3,5 milljarða króna í desember og voru neikvæðar um 12,1 milljarð króna í lok mánaðarins, þ.e. innstæður rík- issjóðs umfram skuldir námu 12,1 milljarði króna. Þar með höfðu nettókröfur á ríkissjóð og ríkisstofn- anir lækkað um 0,5 milljarða króna á árinu. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkar Grunnfé bank- ans dróst saman um 3,8 milljarða GREININGARDEILD Kaupþings birti í gær afkomuspá sína fyrir árið 2000. Þar segir að á heildina litið megi búast við mun verri uppgjörum nú en á síðasta ári enda þótt dæmi séu um að afkoma einstakra félaga batni verulega á milli ára. Það sem hæst beri í afkomu félaga fyrir árið 2000 séu aukin fjármagnsgjöld vegna u.þ.b. 10% veikingar krónunn- ar á árinu og hækkandi vaxta en vaxtamunur við gengiskörfuna sé nú tæp 7%. Kaupþing spáir því að áhrif veikingarinnar komi af fullum krafti fram í uppgjörum fyrirtækjanna á meðan áhrif til tekjuaukningar komi ekki fram fyrr en á fyrri hluta þessa árs. Aðstæður á verðbréfamarkaði vega þungt Hvað einstakar atvinnugreinar varðar þá spáir Kaupþing mun minni afkomu í samgöngugeiranum nú en í fyrra og kennir háu olíuverði og þró- un gjaldmiðla þar um. Fjármálageir- anum er einnig spáð lakari afkomu, m.a. vegna aðstæðna á verðbréfa- mörkuðum. Þá hafi útlán aukist mjög á árinu hjá viðskiptabönkunum en vaxtamunur hafi lækkað að sama skapi. Afkoma af fjármálastarfsemi tryggingafélaganna er einnig sögð markast af aðstæðum á verðbréfa- mörkuðum. Nokkur vöxtur hafi ver- ið í vaxtatekjum tryggingafélaga undanfarin misseri en þau hafi í auknum mæli staðið í útlánastarf- semi. Gert er ráð fyrir að heldur dragi úr vexti tryggingafélaganna nú því að vaxtatekjur séu stærstur hluti fjárfestingatekna þeirra. Þá skili iðgjaldahækkanir ökutækja- trygginga sér ekki að fullu fyrr en í ár, því er góðrar afkomu trygginga- félaga ekki að vænta nú, að mati Kaupþings. „Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa að auki birt afkomuviðvörun og er það sammerkt með þeim öllum að fyrst og fremst er það veiking krón- unnar ásamt háu olíuverði sem dreg- ur niður afkomu ársins. Þá lækkaði verð á lýsi á liðnu ári og litlar breyt- ingar urðu á mjölverði. Loðnuveiðar gengu auk þess ekki vel á haustmán- uðum og vegna þessa er við slakri af- komu af rekstri loðnuverksmiðja að búast. Rækjuveiðar- og vinnsla gengu auk þess ekki vel á árinu. Aflamark í mikilvægum tegundum, þar á meðal þorski, var lækkað sl. haust en stofnmælingar gefa al- mennt tilefni til bjartsýni til lengri tíma. Í ljósi þessa er gert ráð fyrir að afkoma félaga dragist verulega sam- an frá fyrra ári og reiknað er með nokkru tapi af rekstri flestra þeirra á síðasta ári. Ekki er ólíklegt að við sjáum fram á frekari sameiningar í sjávarútvegsgeiranum á næstu miss- erum en forráðamenn stærstu fyr- irtækjanna hafa margir lýst því yfir að frekari hagræðinga sé þörf í geir- anum,“ segir í afkomuspá Kaup- þings. Góð afkoma í lyfja- og tæknigeira Lyfjafyrirtækjum er hins vegar spáð góðri afkomu enda hafi árið 2000 reynst þeim gott og búast megi við frekari vexti þeirra. Tæknifyrirtækjum er einnig spáð ágætri afkomu, þ.e. aukningu á milli ára í flestum tilfella, og tekið fram að reikna megi með 10–15% meðalvexti í tæknigeiranum á næstu árum. Þá segir að tekið sé að hægja á aukn- ingu í sölu vélbúnaðar en ágætis vöxtur sé enn í þróun og sölu hug- búnaðar. Um iðnaðar- og framleiðslufyrir- tækin segir að þau hafi sum verið áberandi á síðasta ári og þá sérstak- lega mikill vöxtur þeirra erlendis. Gert er ráð fyrir nokkurri hagnaðar- aukningu flestra félaga í greininni. Að síðustu spáir Kaupþing fyrir um afkomu olíufélaganna: „Samkvæmt milliuppgjöri hefur afkoma olíufélaganna ekki aukist á árinu þrátt fyrir hækkandi olíuverð. Á móti kemur að kostnaðarverð seldra vara hefur að sama skapi hækkað mjög mikið. Þó er útlit fyrir að afkoma þeirra aukist á fyrstu mánuðum þessa árs með lækkandi olíuverði. Horfunar á fyrsta árfjórð- ungi ársins 2001 eru því betri en á síðasta ársfjórðungi. Gert er ráð fyr- ir að afkoma olíufélaganna breytist lítið á milli ára.“ Spá greiningardeildar Kaupþings um afkomu fyrirtækja árið 2000 Mun verri uppgjör nú en í fyrra                        !" #  $% &'  (" #) * %&)                +&, -  ./// GENGI hlutabréfa í finnska far- símafyrirtækinu Nokia lækkaði um liðlega 11% á þriðjudaginn í kjölfar þess að að tilkynnt var að sala fyr- irtæksins hefði aukist um 64% á síð- asta ári eða í alls 128 milljónir far- síma. Ársuppgjör félagsins verður þó ekki lagt fram formlega fyrr en í lok mánaðarins. Greinilegt var af viðbrögðum fjárfesta að þeir höfðu búist við meiri söluaukningu. Gengi bréfa Ericsson í kauphöllinni í Stokkhólmi féll einnig eða um 5,74%. Talsmenn Nokia segja að vöxtur fyrirtæksins í fyrra hafi verið meiri en vöxturinn á farsímamarkaðinum almennt. Það dugði þó ekki til því markaðssérfræðingar höfðu spáð því að sala Nokia yrði um 5% meiri eða alls 135 milljónir farsíma á árinu. Þýska blaðið Handelsblatt greinir frá því að sala á farsímum í heim- inum öllum hafi aukist um 45% í fyrra eða í 405 milljónir farsíma þannig að markaðshlutdeild Nokia er 31,6% sé tekið mið af fjölda seldra farsíma. Farsímanotendum í fyrra fjölgaði í alls um 700 milljónir þannig að ætla má að um 12% fólks í heim- inum noti nú farsíma. Bréf í Nokia falla í verði Helsinki. AFP. ♦♦♦ MET var sett í sölu á Navision- Damgaard-kerfum í desember 2000 samkvæmt bráðabirgðaútreikning- um, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Þetta þýðir að tekjur NavisionDamgaard verða meiri en búist var við á fyrri helmingi fjár- hagsársins en fyrirtækið varð nýlega til við samruna Navision Software og Damgaard. Í tilkynningunni segir að Navi- sionDamgaard geri nú ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi u.þ.b. 710 milljónum DKK á fyrri hluta fjár- hagsársins 2000/2001, sem lýkur 30. júní 2001. Spá um tekjur sem áður hafði verið gefin út hljóðaði upp á 630–660 milljónir DKK. Rekstrar- hagnaður fyrstu sex mánuðina er áætlaður a.m.k. 10% af nettótekjum, en spáð hafði verið að hann yrði 4–8%. Navision Software Ísland ehf. sló einnig öll sín sölumet í desember sl., þá jókst salan um 80% frá desemb- ermánuði 1999. NavisionDamgaard Metsala í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.