Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 20/1–27/1
KENNARAR í Félagi
framhaldsskólakennara
samþykktu nýjan kjara-
samning við ríkið með
86,44% greiddra atkvæða.
969 sögðu já, 113 sögðu
nei, 37 skiluðu auðu og
tveir seðlar voru ógildir.
FASTEIGNAVERÐ er í
sögulegu hámarki og var
verðið í desember sl. 9%
hærra en verðið var hæst
áður í ársbyrjun ársins
1988. Fermetraverð á
höfuðborgarsvæðinu hef-
ur vaxið um 37% á síð-
ustu tveimur árum sem
er 25% umfram hækkun
vísitölu neysluverðs á
sama tíma.
STJÓRN Listaháskóla
Íslands hefur rætt við
borgarstjóra um mögu-
leikann á því að setja ný-
byggingu skólans á
Miklatún í tengslum við
Kjarvalsstaði.
FLUGUMFERÐAR-
STJÓRAR hafa samþykkt
verkfallsboðun. Í Félagi
flugumferðarstjóra eru
tæplega 100 manns og er
32 þeirra skylt að vinna í
verkfalli og halda uppi
nauðsynlegri örygg-
isgæslu.
MEIRIHLUTI bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar
hyggst bjóða kennslu við
nýjan grunnskóla í Ásl-
andi út sem einka-
framkvæmd. Skólastarfið
skal hefjast næsta haust
fyrir 1.–7. bekk.
BYRJUNARLAUN leik-
skólakennara hækka um
26,8% samkvæmt kjara-
samningi sem undirrit-
aður voru við sveit-
arfélögin í vikuni.
Öryrkjafrumvarpið
að lögum
ÖRYRKJAR sem eiga rétt á
greiðslum vegna dóms Hæstaréttar
fá greitt í samræmi við breytingar á
almannatryggingalögum um næstu
mánaðamót. Forseti Íslands stað-
festi lögin sem samþykkt voru á Al-
þingi aðfaranótt miðvikudags. 32
stjórnarþingmenn voru fylgjandi
frumvarpinu en 23 á móti.
Ísfélagið hættir
bolfiskfrystingu
MIKIL óvissa ríkir í atvinnumálum
í Vestmannaeyjum í kjölfar ákvörð-
unar stjórnar Ísfélags Vestmanna-
eyja hf. um að hætta bolfiskfryst-
ingu. Fiskverkafólk í Eyjum kveðst
harmi slegið og í óvissu um framtíð
sína hjá fyrirtækinu. Um 170 manns
eru nú á atvinnuleysisskrá í bænum,
sem er um 8% vinnuafls Vestmanna-
eyinga. Guðjón Hjörleifsson bæjar-
stjóri segir ákvörðunina mikið áfall
fyrir bæjarfélagið enda muni a.m.k.
tugir manna missa atvinnuna.
Tæpur helmingur
Símans seldur
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra leggur í næsta mánuði fram
frumvarp á Alþingi um sölu á 49%
hlutafjár í Landssímanum á þessu
ári. Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu leggur til að sala á hlut rík-
isins í Landssímanum hefjist í vor. Í
fyrsta áfanga verði 14% seld til al-
mennings og starfsmanna . Á síðari
hluta ársins 2001 verði leitað eftir
kjölfestufjárfesti í 25% hlutafjárins,
sem geti síðar stækkað í 30 til 35%
hlut. Í þriðja áfanga verði áhersla
lögð á sölu til almennings og fjár-
festa á íslenskum og erlendum
mörkuðum og gæti sú sala hafist á
árinu 2002.
INNLENT
FRIÐARVIÐRÆÐUR Ísraela og
Palestínumanna hafa staðið í Egypta-
landi undanfarna daga, en forsætis-
ráðherra Ísraels, Ehud Barak, hefur
lýst yfir svartsýni á að árangur náist.
Þá hefur Shlomo Ben-Ami, utanríkis-
ráðherra Ísraels, sagt að ólíklegt sé að
samkomulag náist áður en forsætis-
ráðherrakosningar fara fram í Ísrael 6.
febrúar nk. Samkvæmt skoðanakönn-
unum nýtur Ariel Sharon, frambjóð-
andi Likud-bandalagsins, mun meira
fylgis en Barak og segja fréttaskýr-
endur að eina leiðin fyrir Barak til að
ná endurkjöri sé að gera samninga áð-
ur en að kosningunum kemur. Í byrjun
vikunnar gagnrýndu Palestínumenn
það hlutverk sem Bandaríkjamenn
hafi gegnt í friðarumleitununum fyrir
botni Miðjarðarhafs undanfarin sjö ár.
Sagði samninganefnd Palestínumanna
að utanríkisstefna Bandaríkjanna í tíð
Bills Clintons fyrrverandi forseta hafi
haft „hörmulegar afleiðingar“ fyrir
friðarumleitanirnar. Helstu ásteyting-
arsteinarnir í viðræðunum eru framtíð
Austur-Jerúsalem, og örlög palest-
ínskra flóttamanna og ísraelsks land-
náms á herteknum svæðum.
Alvarlegri
gróðurhúsaáhrif
ÁHRIF svonefndra gróðurhúsaloft-
tegunda í lofthjúpi jarðar eru alvar-
legri en talið hefur verið. Fram kom í
skýrslu helstu loftslagssérfræðinga
heims, sem greint var frá í vikunni, að
fylgifiskar gróðurhúsaáhrifanna muni
hafa mikil áhrif svo öldum skipti. Er
því spáð að hitastig á jörðinni muni
hækka um á bilinu 1,4 til 5,8 stig á
þessari öld. Slíkar breytingar geti orð-
ið til þess að eyða sumum vistkerfum
og gleypa önnur. Sagði Klaus Töpfer,
framkvæmdastjóri umhverfismála-
áætlunar Sameinuðu þjóðanna, að
þessi skýrsla ætti að „hringja aðvör-
unarbjöllum“ um allan heim.
Svartsýni Baraks
ALAN Greenspan, seðla-
bankastjóri í Bandaríkj-
unum, sagði við þarlenda
þingfulltrúa á fimmtudag-
inn að horfur á vaxandi
tekjuafgangi ríkissjóðs
sköpuðu svigrúm til skatta-
lækkana. Þykja þessi orð
bankastjórans koma sér
vel fyrir George W. Bush,
sem nýtekinn er við for-
setaembætti, því hann
lagði í kosningabaráttu
sinni mikla áherslu á lækk-
un skatta. Greenspan vildi
aftur á móti ekkert segja
um áform Bush um skatta-
lækkanir.
DANSKIR sjómenn eru
æfir vegna samkomulags
Evrópusambandsins og
Noregs um að stöðva
þorskveiðar í Norðursjó í
tíu vikur. Sagði talsmaður
dönsku sjómannanna að
þetta væri „heimskuleg-
asta ákvörðun sem tekin
hefur verið í Evrópusam-
bandinu“.
GEORGE W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, bauð
starfsfólk sitt velkomið í
Hvíta húsið á mánudaginn
og bað það að gæta vel-
sæmis. Hann greindi enn-
fremur frá því að hann
hefði afráðið að hætta
stuðningi við sjóði sem
styrki alþjóðleg samtök er
veiti ráð um skipulag barn-
eigna, þ.á m. fóstureyð-
ingar. Er þetta breyting á
stefnu frá því í tíð Bills
Clintons.
DREGIÐ hefur úr neyslu
kókaíns og heróíns í heim-
inum samkvæmt skýrslu
SÞ, sem birt var í vikunni.
ERLENT
SÉRFRÆÐINGUM á fjármála-
markaði líst vel á tillögur um einka-
væðingu Landssímans og telja þær
geta styrkt íslenskt efnahagslíf.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnaðar-
bankans-verðbréfa segir að sér lítist
vel á tillögur einkavæðingarnefndar
um sölufyrirkomulag einkavæðing-
arinnar. Að hennar mati sameini
þær markmiðin um sem hæst heild-
arverð, sérstök kjör fyrir starfs-
menn og almenning og sem skyn-
samlegasta innkomu Landssímans á
hlutabréfamarkaðinn.
„Mér finnst koma til greina að á-
kveða viðmiðunarverð til kjölfestu-
fjárfestis strax í fyrsta áfanga, sem
þó yrði hærra en það gengi sem gild-
ir við sölu til almennings. Tilgang-
urinn með því er að koma í veg fyrir
að tímabundið hátt verð á eftirmark-
aði standi í vegi fyrir því að það tak-
ist að finna kjölfestufjárfesti, en ár-
angur í sölu til erlendra fjárfesta er
háður því hvort hann fæst og hver
hann verður,“ sagði Edda Rós enn-
fremur.
Hún segir að í þriðja áfanga söl-
unnar ætti að leggja áherslu á sölu til
erlendra aðila og þá sérstaklega til
Norðurlandanna enda sé líklegt að
kjölfestufjárfestirinn komi þaðan.
Forstjóri Tele Danmark hafi þegar
lýst yfir áhuga. Landssíminn sé eitt
af fáum íslenskum fyrirtækjum sem
kunni að vekja athygli erlendra fjár-
festa, þannig að hér sé einstakt tæki-
færi til að styrkja íslenskan hluta-
bréfamarkað og fá inn erlent fjár-
magn til landsins.
Edda Rós segir að hugsanlega
komi til greina að skrá Landssímann
einnig í erlendri kauphöll.
„Ég tel að verkefnið ætti að vinn-
ast í samvinnu innlendra og erlendra
fyrirtækja, þar sem innlendi aðilinn
er með sölukerfi fyrir innlendan
markað og þekkingu á innlendum
markaði, en erlenda fyrirtækið hefur
sérþekkingu á verðmati fjarskipta-
fyrirtækja og einkavæðingu þeirra.
Búnaðarbankinn hefur gert sam-
komulag við Enskilda Securities í
London og Stokkhólmi sem hefur
víðtæka reynslu á þessu sviði. Bank-
arnir voru sameiginlega með kynn-
ingu fyrir Einkavæðingarnefnd á
síðasta ári og kynntu hugmyndir að
sölufyrirkomulagi,“ sagði Edda Rós
ennfremur.
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningardeildar Íslands-
banka/FBA, segir að það séu mjög
jákvæð skilaboð inn á fjármálamark-
aðinn að búið sé að útfæra einkavæð-
ingu Landssímans og að það liggi
fyrir að hann verði einkavæddur að
fullu á næsta ári.
„Við teljum áfram mikilvægt, eins
og við höfum reyndar sagt áður, að
þetta tækifæri verði notað til þess að
lyfta erlendri fjárfestingu svolítið og
að erlendir fjárfestar komi þarna
inn. Það er gott út frá þjóðhagslegu
sjónarmiði, meðal annars ef við lítum
á gengi krónunnar sem hefur átt
undir högg að sækja. Þetta gæti
styrkt það. Okkur hefur vantað er-
lenda fjárfestingu inn í landið og
þetta er kjörið tækifæri til að gera
eitthvað í því,“ sagði Almar.
Aðspurður um tillögurnar um
hvernig staðið verður að sölu hluta-
fjár, segir Almar að fyrsti hlutinn um
sölu til starfsmanna sé mjög eðlileg-
ur og sama gildi um sölu til almenn-
ings, þar sé um að ræða hina hefð-
bundnu einkavæðingarleið. Hins
vegar megi velta fyrir sér hvort söl-
una til kjölfestufjárfestis í haust hafi
þurft að binda niður við 25% og að
hans mati hefði kannski verið heppi-
legra að hafa það aðeins sveigjan-
legra. Ef menn væru að fá sterkan
kjölfestufjárfesti inn, hvort sem
hann væri innlendur eða erlendur,
gæti jafnvel komið til greina að hafa
það aðeins meira sem selt væri.
Hann sagði aðspurður um verð-
mat á fyrirtækinu að almennt séð
hefði þróunin í Evrópu verið sú að
símafyrirtæki hefðu verið að lækka í
verði. Annars vegar hefðu menn ver-
ið að minnka væntingar sínar til
þessara fyrirtækja og hins vegar
hefði sá kostnaður sem þessi fyrir-
tæki hefðu meðal annars þurft að
leggja til kaupa á leyfum fyrir þriðju
kynslóða farsíma, þar sem vöxturinn
í framtíðinni yrði, orðið til þess að
lækka verðmatið. Það myndi mögu-
lega hafa minni áhrif hér, þar sem
þessum tillögum fylgdu upplýsingar
um að farin yrði svo nefnd fegurð-
arsamkeppnisleið í útboðum og það
væri miklu jákvæðara hvað þetta
snerti. Ef litið væri til þess sem þeir
hefðu skoðað í þessum efnum,en það
miðaðist við tölur frá árinu 1999, þá
myndi verð á bilinu 30-35 milljarðar
króna ekki koma honum á óvart.
Sérfræðingar um tillögur um einkavæðingu Símans
Tækifæri til að auka
erlenda fjárfestingu
BALDUR eftir ljósmyndarann Ara
Magg var valin mynd ársins 2000 af
Blaðaljósmyndarafélagi Íslands.
Fréttamynd ársins, Á sorgar-
stundu, tók Þorkell Þorkelsson.
Íþróttamynd ársins, Örn Arnarson
setur Íslands- og Norðurlandamet,
höfundur Sverrir Vilhelmsson.
Portrett ársins, Síungur töffari
suður með sjó, Ari Magg. Mynd-
röðin Þöglar hamfarir eftir Ragnar
Axelsson var valin myndröð ársins.
Þjóðlegasta myndin er Glíma í þágu
kristni eftir Kjartan Þorbjörnsson,
skoplegasta myndin er eftir Þorkel
Þorkelsson, landslagsmynd ársins,
Á jökulgöngu, eftir Ragnar Axels-
son, tískumynd ársins, Í stormi lífs-
ins, eftir Ara Magnússon. Besta
mynd af daglegu lífi var valin Bar-
ist áfram í veðrinu eftir Ragnar Ax-
elsson.
Myndir ársins 2000 eru til sýnis í
Listasafni Kópavogs.
Ari Magg
Mynd árs-
ins 2000