Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ OLÍUMENGUN er alvar-leg hvar sem hún verðuren þegar skýrt var fráþví, að olíuskip hefði strandað við Galapagos-eyjar, var ljóst, að þar var í uppsiglingu stór- slys á alþjóðlegan mælikvarða. Eyj- arnar eru kunnar um allan heim fyrir mjög sérstætt lífríki, fágætar plöntur og dýr, sem þar hafa þróast í mikilli einangrun um árþúsunda- skeið. Þær eru eins og lifandi til- raunastofa og urðu enda Charles Darwin, hinum fræga, enska nátt- úrufræðingi, sú opinberun, sem kveikti hjá honum kenninguna um þróun tegundanna. Það var snemma í síðustu viku að olíuskipið Jessica strandaði á rifi skammt frá höfninni á San Cristo- bal, einni Galapagos-eyjanna. Var skipið, sem er 30 ára gamalt, full- lestað olíu, með um 900 tonn, og skömmu eftir strandið fór hún að leka í sjóinn. Lagðist skipið fljót- lega á stjórnborða og tilraunir til að rétta það af báru engan árangur. Fór betur en á horfðist Yfirvöld í Ekvador hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregð- ast seint og illa við strandinu og segja sumir, að þau hafi ekki tekið við sér fyrr en yfir þau rigndi til- boðum vestrænna ríkja um aðstoð. Frá Bandaríkjunum komu sérfræð- ingar og flokkur manna frá strand- gæslunni með mikinn búnað og Evrópusambandið og önnur ríki buðust til að leggja fram fé og fólk. Það kom þó ekki í veg fyrir, að olí- an héldi áfram að leka úr skipinu. Um tíma stefndi í stórkostlegt umhverfisslys en svo vel vildi til, að hagstæðir vindar báru meginolíu- flekkinn, 1.200 ferkílómetra stóran, í norðvestur og burt frá eyjunum. Olía barst þó upp að ströndum nokkurra eyja en ekki er vitað um nema fáa fugla, sem hafa orðið olí- unni að bráð. Aðra hefur tekist að hreinsa og einnig sæljón, sem mikið er af á eyjunum. Það má því segja, að betur hafi farið en á horfðist þótt vísindamenn hafi áhyggjur af langtímaáhrifum þeirrar olíu, sem sokkið hefur til botns við eyjarnar. Hún getur drepið þörungagróður, sem er einn mikilvægasti hlekk- urinn í fæðukeðjunni á þessum slóðum. Fyrr í vikunni tilkynntu yfirvöld í Ekvador, að öll áhöfn olíuskipsins hefði verið handtekin, en hún er sökuð um að hafa valdið strandinu með vítaverðu kæruleysi. Skipstjór- inn, Tarquino Arevalo, hefur raunar tekið á sig alla ábyrgð á strandinu. Segir hann, að í næturmyrkrinu hafi hann haldið, að ljós á bauju væri vitinn, sem átti að sýna honum leiðina inn í höfnina á San Cristob- al. Því hefði farið sem fór. Darwin og þróun tegundanna Í Galapagos-eyjaklasanum eru stærstu eyjarnar þrettán að tölu. Þar eru sex smáeyjar og um fjöru- tíu klettar eða sker. Er eyjaklasinn 1.000 km vestur af Ekvador og myndaðist í eldsumbrotum fyrir sjö til níu milljónum ára. Ljóst er, að eyjarnar hafa aldrei verið tengdar meginlandinu, og því var það mönn- um nokkur ráðgáta í fyrstu hvernig lífið, plöntur og dýr, hefði borist þangað. Nú þykir ljóst, að plöntufræ hafi borist þangað ýmist með vindum eða fugli og dýrin ým- ist synt eða flotið þangað á trjám frá ströndum meginlandsins. Frægasti maðurinn, sem komið hefur til eyjanna, er að sjálfsögðu enski náttúrufræðingurinn Charles Darwin. Þangað kom hann á skip- inu Beagle 15. september 1835. Skipið var við eyjarnar í fimm vikur og Darwin, sem þá var 26 ára gam- all, rannsakaði lífríkið á fjórum þeirra stærstu í 19 daga. Í þessari „lifandi tilraunastofu þróunarinnar“ eins og hann kallaði eyjarnar sá hann og skildi hvernig lífverurnar höfðu þróast, ekki síst vegna ein- angrunarinnar, og lagað sig að þeim aðstæðum, sem þær bjuggu við. Eitt frægasta dæmið eru Darw- in-finkurnar, sem nú eru kallaðar, en þær munu upphaflega hafa verið einnar ættar. Síðar greindust þær í nokkrar undirtegundir, sem hafa ólíkan gogg eftir því hverjir lífs- hættir þeirra eru. Darwin var ekki nema hálfþrítug- ur þegar hann kom til eyjanna eins og fyrr segir en kenningu sína um þróun tegundanna lagði hann þó ekki fram fyrr en hálfri öld síðar. Ofveiði, allt of mikil byggð og ágangur ferðamanna Strand Jessicu og olíumengunin, sem það olli, hefur orðið til að vekja athygli umheimsins enn á ný á þessari náttúruperlu, sem Galapa- gos-eyjar eru. Ljóst er, að þar er víða pottur brotinn og stjórnvöld í Ekvador hafa verið harðlega gagn- rýnd fyrir að láta þar flest reka á reiðanum. Talsmaður bandarísku strand- gæslunnar, sem aðstoðaði við að hreinsa upp olíuna, sagði til dæmis, að skipið, sem er 30 ára gamalt, hefði ekki fengið að sigla á alþjóð- legum siglingaleiðum og aðrir hafa gagnrýnt Ekvadorstjórn fyrir of- veiði og allt of mikla byggð í eyj- unum. Þar búa nú 16.000 manns og hefur fjölgað um 65% frá 1990. Þá hefur ágangur ferðamanna aukist ár frá ári og sumir eru farnir að spá því, að verði ekki snúið af þess- ari braut, muni ekki verða komist hjá óbætanlegu umhverfisslysi á eyjunum. Ýmis umhverfissamtök hafa lagt til, að Galapagos-eyjar verði settar undir alþjóðlega stjórn, en ekki þykir líklegt, að Ekvador- stjórn muni fallast á það. Heimildir: Reuters, AFP, AP, BBC, CNN. AP Starfsmenn Galapagosþjóðgarðsins vinna að því að hreinsa upp olíuna, sem lekið hefur frá Jessicu. Mikið um- hverfisslys í einstakri náttúru AP Tvær sækembur sóla sig á kletti við ströndina.                                                             !  "           # $   "  % '    (           )  )     )  )    "        *   "     )  )    )   + !, -   !      , '  ,'   ,   . ' B A K S V I Ð Galapagoseyjar búa yfir afar sérstöku lífríki og því var óttast að stórkostlegt umhverfisslys væri í uppsiglingu þegar fregnir bárust af því að olíuskip hefði strandað við eina af eyjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.