Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 16
LISTIR
16 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
St angaveiðifélags Reykjavíkur 2001 t i if l s j í r
V e i s l u s t j ó r i :
Stefán Hi lmarsson og
hl jómsveit in Straumar
ásamt Helga Björnssyni.
Stefán Kar l Stefánsson
Jóhann Fr iðgeir Vald imarsson,
Stefán Hi lmarsson og Jóhanna
V igd ís Arnardótt i r v ið und i r le ik
K jartans Valdemarssonar.
Glóðað
ð
ur humar með kóngasv
v
eppamauki
Laxaterr ine með kampavíns
s
hlaupi
Ís lenskar hre indýramedal íur með sel ler í -
og kartöf lu lögum, bor ið
ð
fram með
hindber ja- og súkku lað isósu
Suðrænir ávext i r með kóko
o
sís og
stökkum kókos
Kaff i , te og konfekt
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
10. FEBRÚAR Á HÓTEL SÖGU KL.19.00
m a t s e ð i l lt i l l
G R Í N :
Hræsvelgur
F O R D R Y K K U R :
S Ö N G U R :
H J Ó M S V E I T :
B i k a r a f h e n d i n g
H a p p d r æ t t i
F o r s a l a o g b o r ð a p a n t a n i r á s k r i f s t o f u f é l a g s i n s l a u g a r d a g i n n 3 . f e b r ú a r k l . 1 3 - 1 6 . U p p l ý s i n g a r í s í m a 5 6 8 - 6 0 5 0 .
M iðave rð
kr. 9.900.
Árshátíð
ANDRÉS Magn-
ússon opnar mál-
verkasýningu í
kaffiteríunni í
Domus Medica
mánudaginn 29.
janúar. Á sýning-
unni eru tuttugu
og fjórar vatns-
lita- og olíu-
myndir.
Andrés lærði
myndlist hjá Finni Jónssyni, Jó-
hanni Briem og Jóhannesi Jóhann-
essyni í Myndlistarskóla Reykjavík-
ur. Hann hefur áður haldið tíu
einkasýningar, m.a. í Gerðubergi,
Listhúsinu Laugardal og í Vest-
mannaeyjum.
Kaffiterían er opin frá kl. 8-19 og
stendur sýningin um óákveðinn
tíma.
Vatnslita-
myndir í Dom-
us Medica
Andrés
Magnússon
Þ
egar hugtakið „nú-
tímaleiklist“ er tek-
ið til skoðunar verð-
ur skýringin ekki
jafn einföld og ætla
mætti. Í sinni ein-
földustu og gagn-
sæjustu merkingu er nútímaleiklist
sú leiklist sem býðst okkur nútíma-
mönnum. Hversu langt aftur skil-
greiningin „nútími“ nær í þessu
samhengi er svo annað álitamál og
þá er oftast litið eftir sögulegum
viðmiðum, gjarnan umskiptum í
listrænum skilningi, umskiptum
sem seinni tíma menn hafa komið
auga á eftir að þau hafa átt sér
stað. Ennfremur er nauðsynlegt að
skilja að tvö lykilhugtök í nútíma-
leiklist; annars
vegar nútíma-
leikhús og hins
vegar nútíma-
leikritun, þar
sem auðvelt er að benda á að þró-
un nútímaleikhússins hafi ekki allt-
af verið fullkomlega samstiga þró-
un nútímaleikritunar, m.ö.o.
breytingarnar sem orðið hafa á
leikhúsinu sem margþættu list-
formi hafa ekki allar haft áhrif á
höfunda þess texta sem nútímaleik-
húsið hefur hvað mest reitt sig á.
Raunsæisstefnan í bók-menntum sem gjarnaner fest við síðustu ára-tugi 19. aldarinnar
stangaðist að mörgu leyti á við þær
hugmyndir sem voru uppi innan
leikhússins á sama tíma þar sem
myndlist og tónlist höfðu meiri
áhrif á framvinduna en hræringar í
veröld bókmenntanna. Einnig verð-
ur að taka tillit til þess að stór-
stígar framfarir í raunvísindum
höfðu geysileg áhrif á tæknilega
möguleika leikhússins t.a.m. upp-
götvun rafmagnsins og ljósaper-
unnar í kjölfarið sem gjörbreytti
allri hugsun manna um notkun og
beitingu ljósa í leikhúsi. Þegar hug-
tak á borð við raunsæi er mátað
við hugsun í leikhúsi kvikna marg-
ar nýjar spurningar. Hugmyndir
leikhúsfólks um raunsæi þeirrar
leiklistar sem það stundar eru
gjarnan litaðar af hugmyndum þess
um áhrif listgreinarinnar á áhorf-
endur sína. Efnislega getur annars
mjög stílfærð leiksýning verið mjög
raunsæ, samskipti þeirra persóna
sem á sviðinu birtast geta í kjarna
sínum verið raunsæ þó framsetn-
ingin og umgjörð sýningarinnar sé
samkvæmt öllum skilgreiningum
bæði táknræn og stílfærð.
Einn af frumkvöðlum þeirrar
hugsunar sem mótað hefur um-
gjörð leiksýninga alla 20. öldina var
Þjóðverji að nafni Adolphe Appia
(1862-1928). Appia var samstarfs-
maður Richards Wagners í
Bayreuth-leikhúsinu í Weimar og
hreifst mjög af hugmyndum Wagn-
ers um samruna allra listgreina í
leikhúsinu; hugmyndir sem Wagn-
er taldi að hann hefði náð að skapa
í sviðsetningum sínum á Niflunga-
hringnum. Hann vildi sjá leikhús
þar sem tónlist, myndlist, texta og
leiklist væri gert jafnhátt undir
höfði og Appia var hans hug-
myndasmiður í myndrænni út-
færslu hugmyndanna. Seinni tíma
menn hafa gert minna úr þessum
hugmyndum Wagners og ávallt
hafa verk verið skilgreind sem tón-
verk, óperur fyrst og fremst.
Hverfulleiki hins myndræna þáttar
í leikhúsinu á þar vafalaust stóra
sök enda í andstöðu við hugmyndir
manna um leikhúsið sem lifandi
listgrein að sviðsetja sýningar á
sama hátt áratugum saman. Höf-
undarverk Appia hefur því horfið í
gleymsku þó hugmyndir hans hafi
lifað áfram í sköpun eftirkomenda.
Appia hafnaði alfarið þeirrileið, sem leikhúsið hafðibúið við um langt skeið,að myndræn útfærsla á
leiksviði fælist í perspektívri teikn-
ingu á baktjaldi ásamt tvívíðum
mynduppstillingum hér og þar á
sviðinu. Honum þótti fáránlegt að
tefla saman svo fullkomnum and-
stæðum sem væru líkami leikarans
annars vegar og teikningar á bak-
tjaldi hins vegar. Hann benti einnig
á togstreituna milli sjónpunkta sem
þetta skapaði þar sem miðja mynd-
arinnar í baksviði væri vel ofan við
höfuð leikarans sem ætti þó ávallt
að vera miðpunktur athygli áhorf-
andans.
Hann lagði alla áherslu áþrívítt eðli leiklist-arinnar, þar sem þrívíðform, þ.m.t. leikarinn
sjálfur, í rýminu væru samkvæm
innbyrðis og sköpuðu heildstæðan
heim leiksviðsins. Í útfærslu birtist
þetta þannig að tröppur og pallar
gegndu mikilvægu hlutverki, þar
sem vettvangur leikarans, sviðið
sjálft, er alltaf útgangspunktur.
Appia þótti stinga mjög í augu það
hlægilega ósamræmi sem var á
milli leikarans og baktjaldsteikn-
inga þar sem snæviþakin fjöll náðu
leikaranum tæplega í öxl, eða
hurðaop í ímynduðum fjarskanum
námu við hné.
Í dag hljóma hugmyndir Appia
sjálfsagðar en voru á sínum tíma
róttæk bylting í hugsun manna um
leikhús. Hugmyndir Appia um
notkun lýsingar í leiksýningum
voru þó framsæknastar þar sem
áður hafði lýsing gegnt þeim eina
tilgangi í leikhúsinu að varpa birtu
á sviðið svo það sem þar færi fram
mætti sjást. Fyrir daga rafmagns-
ins var þetta gert með kertum og
olíuljósum og möguleikarnir tak-
markaðir af þeim sökum. Með raf-
magninu opnuðust nýjar leiðir en
Appia sá í rauninni aldrei hug-
myndir sínar í þessum efnum ræt-
ast fullkomlega þar sem tæknilega
var langt í land í að rafmagnsljós-
inu mætti beita á þann hátt sem
hann sá fyrir sér. Hann gat því í
rauninni aðeins sýnt hugmyndir
sínar um beitingu ljósa með teikn-
ingum og í skrifum sínum; margir
áratugir liðu áður en hægt var að
framkvæma þær á leiksviðinu.
Hann taldi lýsingu vera hluta
þeirrar sjónrænu rýmismyndar
sem sköpuð væri. Ljósið skyldi
nota til að skapa form og mynstur í
rýminu ekki síður en til þess að
lýsa upp leikarann og aðra hluta
sviðsins. Tæknilegar framfarir í
leikhúsi urðu enda hvað mestar á
þessum vettvangi á 20. öldinni þar
sem ljósabúnaður í venjulegu leik-
húsi er undantekningarlaust tölvu-
stýrður og ljóskastarar af öllum
stærðum og gerðum og hannaðir
með ólík markmið í huga gegna
lykilhlutverki. Möguleikarnir til að
skapa þær myndir með lýsingu
einni saman sem Appia sá fyrir sér
fyrir 130 árum urðu ekki að veru-
leika fyrr en löngu eftir daga hans.
Einmitt þess vegna erukenningar hans og spárum notkun ljósa í leik-húsinu svo merkilegar
þar sem hann sá fyrir sér og lýsti
nákvæmlega lykilhlutverki lýsingar
í nútímaleikhúsi. Hann skilgreindi
ljós í leikhúsi sem tvíþætt. Annars
vegar ljós sem notað er til að lýsa
upp leikmynd og í daglegu tali er
nefnd grunnlýsing. Hins vegar og
miklum mun mikilvægara er hug-
mynd hans um notkun ljóss til
dramatískrar áherslu. Hann lýsir í
skrifum sínum hvernig ljós í leik-
sýningu sé á stöðugri hreyfingu,
hvernig það eigi að draga fram
áherslur hvers augnabliks, færa
einn hluta sviðsins fram í miðpunkt
athygli eða jafnvel einn leikara eða
andlit hans eingöngu. Hann skil-
greindi ljósgjafana sem annars
vegar dreifða ljósagjafa og hins
vegar þrönga ljósgjafa, þær tvær
tegundir ljóskastara sem mest er
beitt í dag. Hann lét sig dreyma
um að hægt væri að stjórna hverj-
um ljóskastara sjálfstætt og þannig
mætti skapa þá hreyfingu ljóssins
sem hann áleit svo mikilvæga. All-
ar þessar hugmyndir hafði hann
sett fram skilmerkilega fyrir alda-
mótin 1900, löngu áður en þetta
varð tæknilega mögulegt. Hann sér
fyrir sér svo fíngerðar hreyfingar
ljóssins að áhorfandinn yrði þeirra
ekki var nema sem ómeðvitaðrar
skynjunar, stöðug tilfærslu fók-
uspunkts í leiksviðinu var fjar-
lægur draumur sem hann gat ein-
ungis útfært á teikniborði sínu en
er í dag lykilatriði við samsetningu
lýsingar hverrar einustu leiksýn-
ingar.
Hann sá ennfremur fyrirsér að með þróuðumljósgjöfum mættihvorutveggja lita leik-
sviðið í öllum litum litrófsins og
ennfremur mætti varpa myndum á
leiksviðið og skapa þannig umgjörð
um leikarann alfarið með ýmiss
konar lituðu og formuðu ljósi.
Formað ljós var í hans huga sveigj-
anlegasti efniviðurinn sem sviðs-
hönnuður framtíðarinnar hefði til
ráðstöfunar. Adolphe Appia verð-
skuldar því sannarlega að vera
kallaður faðir ljósahönnunar í nú-
tímaleikhúsi. Leikmynd hans fyrir
uppfærslu á óperu Glucks Orfeus
og Evrídís árið 1913 er af mörgum
talin marka upphaf hönnunar leik-
myndar og lýsingar í því er við
köllum nútímaleikhús.
Sviðsmyndir Appia fyrir þessa
uppfærslu er hægt að skoða á
myndbandi er nefnist Revolution
and Rebirth og er hluti af mynd-
bandaröð sem Háskólinn í Warwick
á Englandi hefur gefið út undir
heitinu Modern Theatrical Reform
and its Debt to Antiquity. Fyrir
áhugasama er hægt að panta
myndbandið og önnur úr sömu röð
með því fara inn á slóðina
http://www.warwick.-
ac.uk/fac/arts/Theatre_S/videos/
index.html.
Helstu heimildir:
Adolphe Appia: Artist and Vis-
ionary of the Modern Theatre
(Contemporary Theatre Studies; V.
6) Höf. Richard C. Beacham.
Adolphe Appia, Prophet of the
Modern Theater: A Profile. Höf.
Walther Richard Volbach
The Stage is Set. Höf. Lee Sim-
onson.
Mótað ljós á stöðugri hreyfingu
Ein af hugmyndaskissum Adolpe Appia frá 1909 um samspil ljóss og leikmyndar.
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson